Fréttablaðið - 24.02.2020, Side 8

Fréttablaðið - 24.02.2020, Side 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Arðgreiðslan sérstaka sýnir líka að á þeim bæ hugsa menn fyrst og fremst um eigin hags- muni. Hver króna sem flýtir samgöngu- framkvæmd- um skilar sér margfalt til baka í auk- inni fram- leiðni. Jón Þórisson jon@frettabladid.is 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 Undanfarið hefur verið fjallað um vanda álvers Ríó Tintó í Straumsvík. Þar hafa mál þróast á þann veg að til greina kemur að hætta starfsemi álversins, segja upp starfsfólki og skella í lás.Það eru slæmar fréttir. Í fyrsta lagi varða tíðindin beina hagsmuni nærri fjögur hundruð starfsmanna fyrirtækisins og fjölskyldur þeirra. Þá er ótalinn sá fjöldi manna sem starfar hjá fyrirtækjum sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við álverið. Í öðru lagi er það áfall fyrir hagkerfið ef 60 milljarða útflutningstekjur álversins hverfa úr efnahagsjöfnu þess. Þá eru ótalin þau gjöld sem fyrirtækið greiðir til samfélagsins í formi skatta og annarra opinberra gjalda og nema milljörðum, beint og óbeint. Að síðustu, þeir hagsmunir sem felast í raforku- kaupum álversins. Þeirrar orku er aflað að stærstu leyti með fokdýrri virkjun vatnsfalla. Frá því þessi tíðindi bárust hafa sjónir manna beinst að því að rekstur Ríó Tintó hefur ekki borið sig um langa hríð. Markaðurinn sagði frá því í vikunni að frá árinu 2016 nemi tap álversins 21 milljarði króna. Það vakti því nokkra athygli að greiddur hafi verið sérstakur arður út úr hinu íslenska rekstrarfélagi til móðurfélagsins, Ríó Tintó, árið 2017, að fjárhæð 130 milljónir dala. Það jafngildir tæpum fjórtán milljörð- um íslenskra króna, sé miðað við meðalgengi þess árs. Það er ekki lítið fé og hefði sjálfsagt komið að góðum notum nú í rekstri álversins. Í umfjöllun Markaðarins kom fram að álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Lands- virkjunar og um 23 prósentum af framleiddri raforku Landsvirkjunar sé veitt til álversins. Um þessi raforkuviðskipti er leyndarsamningur og er löngu tímabært að létta þeirri leynd, eins og Lands- virkjun hefur óskað eftir. Gengið er út frá því að samn- ingurinn bindi aðila hans um þau viðskipti til ársins 2036, bæði hvað varðar skylduna til að kaupa orkuna og verð hennar. Óljóst er að hvaða leyti móðurfélagið er skuldbundið Landsvirkjun um þessi viðskipti. Þrátt fyrir mikilvægi þessarar starfsemi fyrir þjóðarhag er ekki boðlegt að vikið verði frá skýrri skuldbindingu um verð orkunnar né kaup hennar. Hinn alþjóðlegi álrisi, Ríó Tintó, á ekkert inni hjá okkur og miklu skiptir að fylgja eftir skuldbindingum fyrirtækisins með þeim aðferðum sem eru tiltækar. Arðgreiðslan sérstaka sýnir líka að á þeim bæ hugsa menn fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Í Markaði liðinnar viku kom fram að Deutsche Bank hefur greint stöðu álvera utan Kína. Í þeirri greiningu er álverið í Straumsvík í 24. sæti yfir óhagkvæmustu álverin. Jafnframt kom fram að móðurfélagið Ríó Tintó hefur bæði selt og lokað álverum í stórum stíl um alla Evrópu og er nú svo komið að álverið í Straumsvík er eina álver félagsins í álfunni. Það væri heimóttarskapur að gefa eftir mikilvæga hagsmuni til að viðhalda þessari óhagkvæmni Um þetta atriði verður að treysta því að Landsvirkj- un gæti hagsmuna sinna sem liggja samsíða ærnum þjóðhagslegum hagsmunum. Hagsmunir Fyndin uppgötvun Fyndin er sú uppgötvun að verkalýðshreyfingin sé orðin pólitísk. Eins og að hún hafi aldrei verið það áður. Alþýðu- flokkurinn var stofnaður sem stjórnmálaarmur Alþýðu- sambands Íslands og rann síðan í Samfylkinguna. Vinstri flokkarnir hafa ávallt barist um völd innan verkalýðshreyfingar- innar. Hannibal Valdimarsson var forseti ASÍ lengi. Gvendur Jaki, sem minnst er sem Jehóvah verkalýðsbaráttu, var bullandi pólitískur og sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið. Ögmundur Jónasson, var formaður BSRB uns hann varð ráðherra. Frekari uppgötvanir Það er líka fyndið að fólk átti sig ekki á að þeir sem eru hinum megin borðs eru einnig bullandi pólitískir og hafa alltaf verið. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður gamla VSÍ, var þingmað- ur Sjálfstæðisflokks. Vilhjálmur Egilsson var framkvæmdastjóri SA sem og Þorsteinn Víglunds- son í Viðreisn. Hægri menn sitja ávallt þeim megin borðs, eins og vinstri menn hinum megin. Þeir þrír, Einar Oddur, Gvendur og Ögmundur komu að þjóðar- sáttinni, sem margir líta til sem ópólitísks fyrirbæris, en var það ekki. Hvort æskilegt sé að pól- itíkusar komi að kjaramálum, skal ósagt, en svo hefur það alltaf verið og verður sennilega alltaf. kristinnhaukur@frettabladid.is Sigurður Ingi Jóhannsson , samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra Stórt stökk er tekið til að bæta umferðaröryggi sem birtist í samgönguáætlun sem ég lagði fram á Alþingi í byrjun desember. Þar eru settar fram til- lögur um að flýta samgönguframkvæmdum upp á 214 milljarða króna. Fjármagn til vegaframkvæmda mun aukast um fjóra milljarða króna hvert ár næstu fimm árin. Fjármagn til viðhalds og þjónustu mun aukast um milljarð á ári næstu 15 árin. Ríkisstjórnin er sammála um að örvun hagkerfisins er sjaldan eins nauðsynleg og nú þegar tekjur ríkisins eru fallandi og atvinnuleysi fer vaxandi. Mikilvægt er að forgangur innviðafjárfestinga mæti uppsafnaðri fjárfestingaþörf, auki framleiðni og séu þjóðhagslega arðbærar. Reiknað hefur verið að hvert og eitt alvarlegt umferðarslys kosti kringum 90 milljónir króna, slys með minni meiðslum um 30 milljónir og að samfélags- legur kostnaður vegna banaslysa sé yfir 600 milljónir króna. Ofan á þetta bætist hinn mannlegi harmleikur sem slysin hafa í Hver króna sem flýtir samgönguframkvæmdum skilar sér margfalt til baka í aukinni framleiðni. Með flýtingu samgönguframkvæmda verður tekið stórt skref í átt að núllsýn í umferðaröryggi. Með samstilltu átaki hefur tekist að fækka slysum á sjó, slíkt er einnig hægt í umferðinni. Þetta snýst um hugsun og skipulag, þar sem aðilar sameinast um að sætta sig ekki við að missa mannslíf. Sú sýn er þegar orðuð í umferðarörygg- isáætlun og í samgönguáætlun sem ég hef lagt fram tvisvar sinnum til að flýta framkvæmdum. Það skiptir sköpum fyrir umferðaröryggi að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu þjóðvegum og stofnbrautum. Það verða mikilvægustu öryggisaðgerðir sem við höfum ráðist í hér á landi í seinni tíð. Á landsbyggðinni er framkvæmdum flýtt um 125 milljarða sem allar miða að því að bæta umferðaröryggi. Þær stærstu eru Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur (Kjalarnes), Suðurlandsvegur, brú yfir Ölfusá, jarðgang- aframkvæmdir á Austfjörðum og Vestfjörðum. Samstillt átak allra aðila þarf til að útrýma banaslysum og alvar- legum slysum sem byggist á veginum, ökutækinu og ökumanni. Umferðaröryggi er þjóðhagslega arðbært. Betri vegir, fyrr 2 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.