Fréttablaðið - 24.02.2020, Page 10

Fréttablaðið - 24.02.2020, Page 10
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 649 kr.pk. Rjómabollur fylltar, 2 stk. 749 kr.pk. Vatnsdeigsbollur, 8 stk. 199 kr.pk. Vegan bollur, 2 stk. Gleðilegan bolludag! Boll abolla BOLLA ! HETJA HELGARINNAR Bruno Fernandes Portúgalski landsliðsmaðurinn fæddist í september árið 1994 í úthverfi Portó. Frá unga aldri stefndi hann á að ná langt á knattspyrnuvellinum og hætti snemma í skóla til að elta drauma sína. Átján ára flutti Bruno til Ítalíu þar sem hann lék í fimm ár áður en heimahagarnir kölluðu og Bruno samdi við Sporting. Portúgalinn varð sjöundi dýrasti leik- maðurinn í sögu félags- ins þegar United greiddi 55 milljónir punda til Sporting Lisbon. FÓTBOLTI Forráðamenn Manchester United hljóta að vera guðslifandi fegnir að hafa hætt að láta einhverja aura skipta máli og samþykkt að borga verðið sem Sporting Lisbon vildi fá fyrir portúgalska landsliðs- manninn Bruno Fernandes. Samn- ingaviðræður voru búnar að standa lengi yfir og var ekkert leyndarmál að Bruno var helsta skotmark Sol- skjær í janúar áður en United gaf eftir. Eina eftirsjáin gæti verið að hafa ekki náð í Bruno fyrr, eftir vandræði liðsins í sóknarleiknum framan af tímabilinu. United greiddi væna summu fyrir portúgalska landsliðsmanninn sem hefur staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Með Bruno kom ferskur blær inn í sóknarleik Manchester United sem hefur fengið sjö stig af níu mögulegum í deildinni með sóknartengiliðinn innanborðs. Hann átti stóran þátt í að landa sigri á Watford um helgina með því að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og leggja upp þriðja markið í leiknum. Síðustu ár hefur heimavöllur United, sem oft er kallaður Leikhús draumanna (e. Theater of Dreams), ekki staðið undir nafni en Bruno hefur verið fljótur að fá aðdáendur til að rísa á fætur á ný. Bruno, sem verður 26 ára síðar á þessu ári, er að leika hjá sínu fimmta félagsliði. Bruno fór átján ára til ítalska félagsins Novara þar sem sóknartengiliðurinn steig fyrstu skref sín í meistaraflokki. Hann lék síðar í þrjú ár með Udinese og eitt ár hjá Sampdoria áður en tilboð barst frá ættlandinu. Sporting vildi fá 23 ára gamlan Bruno aftur til sín. Hann kom eins og stormsveipur inn í lið Sporting og var strax kominn í lykilhlutverk. Þrátt fyrir að hafa verið hluti af liði Sporting sem varð fyrir árás stuðningsmanna liðsins, hélt Bruno tryggð við félagið. Níu leikmenn fengu samningi sínum rift, margir hverjir landsliðsmenn Portúgals en Bruno hélt tryggð við félagið og átti sitt besta tímabil þegar hann skoraði 32 mörk í öllum keppnum. Fréttir bárust af áhuga United á Bruno síðasta sumar og heyrðist frá forráðamönnum leikmannsins að hann væri áhugasamur. Viðræð- urnar fóru aldrei á flug og varð hann því að bíða fram í janúar. Þrátt fyrir það lét Bruno ekki deigan síga og var frábær með Sporting á fyrri hluta tímabilsins í portúgölsku deildinni áður en skiptin til United komu til. kristinnpall@frettabladid.is Bruno vekur Old Trafford aftur til lífsins Það tók Bruno Fernandes aðeins 234 mínútur að brjóta ísinn fyrir Manchester United og hefur spila- mennska liðsins stórbatnað eftir komu Portúgal- ans. Bruno var allt í öllu í liði heimamanna þegar Man. United vann 3-0 sigur á Watford um helgina. Bruno er eins og blanda af Veron og Scholes. Hann er með skapgerð Veron en gæði eins og Scholes. Ole Gunnar Solskjær Bruno Fernandes er nú búinn að skora úr þrettán vítaspyrnum í röð. 2 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.