Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 HÁDEGIS- TILBOÐ Mánudaga-föstudaga kl. 11.00-14.30 Borðapantanir í síma 562 3232 Verð frá 990 til 1.990 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson Arnar Þór Ingólfsson Þórunn Kristjánsdóttir Erla María Markúsdóttir Kennsla verður samkvæmt stunda- skrá í Grunnskóla Seltjarnarness í dag, samkvæmt tilkynningu skólans til foreldra í gær. Kennarar í Val- húsaskóla felldu niður kennslu í 7.-10. bekk í gær vegna óánægju með fram- göngu bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem mynda meirihluta, og fulltrúa Viðreisnar/Neslistans á bæj- arstjórnarfundi í síðustu viku. Stjórn foreldrafélags skólans hélt fund í gærkvöld vegna málsins. Kristinn Ingvarsson varaformaður sagði að félagið ætlaði að senda for- eldrum nemenda póst til að upplýsa um atburðarásina og aðdraganda hennar. Foreldrafélagið hefði ekki fengið útskýringar frá skólastjórn- endum en verið í sambandi við fræðslustjóra bæjarins. „Við hörmum það að skólahald hafi ekki verið með eðlilegum hætti í dag. Okkur finnst nemendur skólans vera fórnarlömb í þessari togstreitu. Okkur finnst að þeir sem koma að þessu hafi ekki verið til fyrirmyndar og okkur finnst það skipta máli að við séum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar,“ sagði Kristinn og kvaðst þar eiga jafnt við skólastjórnendur, kennara og bæjarfulltrúa sem koma að málinu. Fundargerð skólanefndar var m.a. á dagskrá fyrrnefnds bæjarstjórnar- fundar. Meirihlutinn gerði langa bók- un við hana og harmaði ágreining sem kom upp um námsmat í skólan- um og lokamat 10. bekkjar sl. vor. Einnig bað meirihlutinn „nemendur og foreldra afsökunar á því tilfinn- ingalega tjóni og óþægindum sem það kann að hafa valdið, og afleið- ingum sem þetta hafði í för með sér“. Bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista gerði einnig bókun og harmaði þá stöðu sem útskriftarnemendur voru settir í við lok síðasta skólaárs. Gagnrýni bæjarfulltrúanna á fyrr- nefnt námsmat olli mikilli óánægju. Töldu kennarar og stjórnendur að með gagnrýninni hefði verið vegið að heilindum þeirra, fagmennsku og starfsheiðri. Foreldrar og stjórnend- ur í Grunnskóla Seltjarnarness sendu foreldrum barna í Valhúsa- skóla póst í gær og kváðust „harma þann dóm sem pólitískir fulltrúar hafi fellt yfir skólanum. Þessi umfjöllun hefur haft þau áhrif inn í skólann að kennurum og stjórnendum finnst freklega að sér vegið og kennarar treysta sér ekki til að taka á móti nemendum í dag“. Til stóð að fella niður kennslu frá kl. 8 til 10.15 í gær en eftir fund var ákveðið að fella nið- ur kennslu allan daginn. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sendi frá sér yfirlýsingu í gær og lýsti yfir „fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólan- um til fjölda ára“. Þá sagði meirihlut- inn að fundað yrði um málið með kennurum skólans. Ólga vegna orða bæjarfulltrúa  Kennt verður samkvæmt stundaskrá í Valhúsaskóla í dag  Kennsla féll niður í 7.-10. bekk í gær  Óánægja með orð bæjarfulltrúa um námsmat í skólanum  Stjórn foreldrafélagsins kölluð saman Morgunblaðið/Eggert Valhúsaskóli Kennarar og stjórnendur voru ekki sáttir við gagnrýni á námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness. Guðni Einarsson Jóhann Ólafsson Umsóknarfrestur um starf útvarps- stjóra var framlengdur í gær um eina viku, eða til 9. desember. Fresturinn átti að renna út í gær. Kári Jónasson, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins (RÚV), sagði að þegar rætt hefði verið við Capa- cent, sem annast ráðningarferlið, hefði verið talað um að hafa um- sóknarfrestinn þrjár vikur. Síðar hefði verið sagt að tvær vikur væru nógu langur umsóknarfrestur og stjórn RÚV fallist á það. Staðan var auglýst 15. nóvember. „Einhverjir hugsanlegir umsækj- endur höfðu síðan samband við Capacent og þá var fallist á að hafa umsóknarfrestinn í þrjár vikur. Mér skilst að þrjár vikur séu venjulegur umsóknarfrestur,“ sagði Kári. Hann sagði að stjórn RÚV bíði eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um hvort stjórn- inni væri skylt að birta nöfn um- sækjenda um starfið eða ekki. Vísir.is sendi stjórn RÚV fyrir- spurn með ósk um að nöfn umsækjenda yrðu birt með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkis- útvarpið ohf. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, greindi frá því á Alþingi í gær að hún hefði skrifað stjórn RÚV 28. nóvember og óskað skýringa á því hvers vegna ekki ætti að birta nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra og hvers vegna ekki ríkti fullt gagnsæi um það. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorsteins Sæmunds- sonar, þingmanns Miðflokksins. Hann spurði m.a. hvers vegna það væri ekki gefið út hverjir sæktust eftir stöðu útvarpsstjóra. Lilja sagði að það þyrfti að vera á hreinu hvort RÚV væri heimilt að birta ekki nöfn umsækjenda. Kári sagði að stjórn RÚV ætti eftir að fjalla um bréf ráðherrans. »8 Umsóknarfresturinn framlengdur um viku  Bíða eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál Morgunblaðið/Eggert Ríkisútvarpið Starf útvarpsstjóra er laust til umsóknar til 9. desember. Kári Jónasson Þingsályktunartillaga um óháða út- tekt á Landeyjahöfn var samþykkt í gær með 55 atkvæðum. Í henni felst að Alþingi feli sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta nú þegar hefja óháða úttekt á Landeyjahöfn. Henni á að vera lokið 31. ágúst 2020. Flutnings- menn voru níu þingmenn Suður- kjördæmis úr öllum flokkum. Í greinargerð eru spurningar sem óskað er svara við. Þ. á m. hvort hægt sé að gera úrbætur svo dýpkunarþörfin minnki verulega eða hverfi. Þyki slíkar úrbætur ekki gerlegar, hvaða dýpkunar- aðferð þyrfti þá til að halda höfn- inni opinni allan ársins hring. Óháð úttekt Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, mun mæla fyrir frum- varpi um stuðning til einkarekinna fjölmiðla á Al- þingi á næstu dögum. Síðan mun allsherjar- og menntamálanefnd fjalla um frum- varpið. „Málið er nú komið til þingsins og er ég ánægð með það. Mikilvægt er að styrkja umgjörð fjölmiðla á Íslandi. Frumvarpið er liður í því,“ sagði Lilja í skriflegu svari til Morgunblaðsins í gærkvöld. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afgreiddi frumvarpið í gær með nokkrum fyrirvörum og snúa þeir m.a. að þátttöku RÚV á auglýsinga- markaði og útfærslu á þeim styrkj- um sem finna má í frumvarpinu. gudni@mbl.is, johann@mbl.is Fjölmiðlafrumvarp væntanlegt fljótlega Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.