Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 09:41 100% Látinn er í Hafnarfirði Ágúst G. Sigurðsson, vél- stjóri, skipatæknifræð- ingur, kennari og út- gerðarmaður, 88 ára að aldri. Ágúst fæddist í Hafnarfirði 15. septem- ber 1931. Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson vélstjóri, f. 1903, d. 1977, og Jenný Ágústsdóttir húsmóðir, f. 1908, d. 1995. Ágúst var þriðji í röðinni af 11 börnum þeirra. Ágúst kvæntist 21. mars 1953 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Helgu Lárusdóttur útgerðarkonu, f. 1933, dóttur Lárusar Sigurbjörnssonar, cand. phil., rithöfundar og skjala- og minjavarðar Reykjavíkurborgar, f. 1903, d. 1974, og Ólafíu Sveinsdóttur, f. 1903, d. 1937. Ágúst lauk Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1948, Iðnskóla Hafnar- fjarðar 1950, var í vélvirkjanámi í Vél- smiðju Hafnarfjarðar 1948-52; hlaut meistararéttindi 1952. Hann lauk vél- stjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1954 og rafmagnsdeild 1955, prófi í skipasmíðum í Maskinteknikum í Odense í Danmörku og röntgen- myndatökum af rafsuðu í Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn 1959. Hann var vélstjóri á bv. Ísólfi 1954-55 og bv. Júlí 1955-56, vann hjá Skipaskoðun ríkisins 1960-63, var skipaeftirlits- maður hjá Skipadeild SÍS 1963-66, tæknilegur fram- kvæmdastjóri Stálvíkur skipasmíðastöðvar 1966-69, en þar var hann jafnframt einn af stofnendum og stór hluthafi, og kennari í Vélskóla Íslands 1969- 93. Hann annaðist hönnun og tæknilega ráðgjöf vegna smíði fiskiskipa fyrir ýmsar skipasmíðastöðvar, bæði innlendar og er- lendar. Árið 1970 hófu Ágúst og Guðrún rekstur útgerðarfyrirtækisins Stálskip hf. en þá höfðu þau fest kaup á nýleg- um breskum síðutogara, Boston Well- vale, sem strandað hafði við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi í desember 1966. Gerði Ágúst skipið upp og fékk það síðar nafnið Rán. Þetta var fyrsta skipið og upphafið að meira en fjögurra áratuga útgerðarsögu þeirra hjóna. Á þessu tímabili gerðu þau út mörg skip, allt frá síðutogurum upp í stór frystiskip. Togarar í þeirra eigu báru aðallega nöfnin Rán, Ýmir og Þór. Börn þeirra Ágústar og Guðrúnar eru Jenný tannlæknir, f. 1953, Ólafía Lára kennari, f. 1959, og dr. Helga öldrunartannlæknir, f. 1966. Barna- börnin eru fimm og barnabarnabörnin eru fjögur. Útför Ágústar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. desember klukkan 13. Andlát Ágúst G. Sigurðsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsfólki Landsvirkjunar hefur fjölgað um 156 frá árinu 2005, eða um 57%. Þá hafa laun forstjóra Landsvirkjunar, aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra hækkað um tæp 140% á sama tíma. Tekið skal fram að tölurnar eru á verðlagi hvers árs og ekki tekið tillit til verðlagsbreytinga á samanburðar- tímabilinu. Á árinu 2005 voru starfsmenn Landsvirkjunar 273 talsins en voru orðnir 429 í lok árs 2018. Þeim hef- ur því fjölgað um 156 eða 57% á þessum þrettán árum. Í báðum til- vikum er miðað við fjölda stöðu- gilda við lok árs. Upplýsingar um starfsmanna- fjöldann og laun yfirstjórnar koma fram í skriflegu svari fjármálaráð- herra við fyrirspurn Þorsteins Sæ- mundssonar, þingmanns Miðflokks- ins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þorsteinn spurði um fjölda starfsmanna sl. 20 ár og um þróun launakjara æðstu stjórnenda á sama tíma. Fjármálaráðuneytið byggir svör sín á upplýsingum frá Landsvirkjun og eru þær úr árs- reikningum samstæðu Landsvirkj- unar. Í töflunni hér að ofan er sýnd þróunin frá 2005, eftir að laun for- stjóra voru sérgreind í reikningum fyrirtækisins. 41 milljón í árslaun Laun forstjóra Landsvirkjunar voru 17 milljónir á árinu 2005 en 41 milljón á árinu 2018. Laun stað- gengils forstjóra, síðar aðstoðarfor- stjóra, og framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu hækkuðu úr 72 millj- ónum í 171 milljón. Flest árin eru framkvæmdastjórarnir fimm, þar á meðal árin 2005 og 2018, en ein- staka ár eru þeir fleiri, allt upp í átta á árinu 2011. Launin hjá forstjóra og öðrum í yfirstjórn hafa hækkað á þessum árum um tæp 140%. Þess ber að geta að tölurnar eru á verðlagi hvers árs og samanburður því erf- iður nema notaður sé samanburður við þróun verðlags. Launavísitala sem Hagstofa Íslands reiknar út hefur hækkað svipað og launin hjá yfirstjórn Landsvirkjunar. Vísitala neysluverðs hefur raunar hækkað mun minna eða innan við 90% á þessum tíma. Launakjör yfirstjórnar Landsvirkjunar og starfsmannafjöldi 2005-2018 250 200 150 100 50 0 450 360 270 180 90 0 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 89 91 105 106 115 130 162 136 141 160 174 188 214 212 Laun framkvæmdastjóra samtals, milljónir kr.* Laun forstjóra, milljónir kr. Fjöldi stöðugilda við árslok *Laun aðstoðarforstj., fjármálastj. og annarra framkvæmdastj. Heimild: Svar ráðherra við fyrirspurn. 273 381 317 429 Laun, m.kr. Starfsmannafjöldi 72 17 73 18 85 20 84 22 84 31 109 21 141 21 119 17 121 20 140 20 152 22 163 25 182 32 171 41 Starfsmönnum fjölg- að um 156 á 13 árum  Laun yfirstjórnar Landsvirkjunar upp um tæp 140% Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafnarfjarðarbær hefur á síðustu tveimur árum unnið að því að koma upp eftirlitsmyndavélum við grunn- skóla bæjarins. Verkefninu lýkur fyrir áramót með því að myndavélar verða settar upp við síðasta grunn- skólann. Á nýju ári hefst vinna við að setja upp eftirlitsmyndavélar við leikskóla bæjarins. „Fyrst og fremst er þetta gert til að auka öryggi og draga úr skemmdarverkum,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnar- firði. Hún segir að eftirlitið sé þegar farið að skila árangri því verulega hafi dregið úr skemmdarverkum og þjófnaði í og við skólana og á skóla- lóðum bæjarins. Vélarnar eru bæði utanhúss og á völdum stöðum innan- dyra. Í vinnslu hjá Reykjavíkurborg Umræða hefur verið um eftirlit við skóla á undanförnum árum, sér- staklega eftir að brotið var á barni í Austurbæjarskóla á skólatíma nú í haust. Reykjavíkurborg setti í kjöl- farið á fót starfshóp um öryggi barna í skóla- og frístundastarfi á vegum borgarinnar. Starfshópurinn á að skoða þá öryggisferla sem fyrir eru og gera tillögur að samræmingu. Meðal annars á að kanna kosti þess að nýta öryggismyndavélar í aukn- um mæli, merkingar starfsfólks og strangari aðgangsstýringu. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir að verkefnið sé í vinnslu og greiningu. Í sumum skólum séu öryggismyndavélar og verið sé að leggja mat á það hverju þær hafa skilað í úrvinnslu mála og lægri viðhaldskostnaði, í samanburði við aðra skóla. Starfshópurinn á að skila tillögum eigi síðar en 1. febrúar næstkom- andi. Mál þessi eru til skoðunar víðar, til dæmis í Kópavogi og Garðabæ, eins og fram kom í frétt í Morgun- blaðinu í gær. Eftirlitsvélar við alla grunnskóla  Næsta verkefni í Hafnarfirði er að setja myndavélar við alla grunnskóla Morgunblaðið/Kristinn Skógrind Dregið hefur úr skemmd- arverkum og þjófnaði í Hafnarfirði. Kona var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmd í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að veitast að barnungri dóttur sinni og sýna henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu. Var móðirin einnig dæmd til að greiða dóttur sinni 200 þúsund krónur í miska- bætur, en dómurinn var kveðinn upp 28. nóvember síðastliðinn. Konan var fundin sek um að hafa kastað dóttur sinni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleið- ingum að hún endurkastaðist á gólfið. Einnig reif hún svo harka- lega í buxur stúlkunnar að hún féll við og ofan á leikföng. Stúlkan hlaut við þetta eymsli í baki, sár við tvo hryggjarliði, mar á baki og hruflusár á hnésbót. Móðirin neitaði sök fyrir dómi, sagðist hafa verið pirruð og reið þegar brotin áttu sér stað. Eldri dóttir hennar varð vitni að þessu. Móðir veitti barnungri dóttur sinni áverka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.