Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019
, , ,
oskahamlaðir, blindir,
ónskertir, Crohn’s, Co
s, hreyfihamlaðir, ein
erfir, heyrnarlausir,
yrnarskertir, lesblind
rsjúklingar, nýrnasjú
ðraskanir, geðfötlun,
artasjúklingar, heilas-
ði, flogaveiki, Parkins
am, talhömlun, málhö
n, ME, MG, MND, MS, lu
BJÓÐUM
BETUR!
Á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks vekjum við
athygli á útilokun þess. Útilokun sem birtist
víða, þar á meðal í fjölmiðlum, auglýsingaefni,
umræðu og umfjöllun.
Við hvetjum fjölmiðla, fyrirtæki og stofnanir
til að sýna allar hliðar mannlífsins í máli og
myndum — ekki bara í dag, heldur alltaf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Viðfangsefni okkar sem störfum að
málefnum fatlaðs fólks eru jafnan
þau að umbjóðendur okkar geti lifað
með reisn og átt sjálfstætt líf. Enn
eru margvíslegar hindranir fyrir því
að svo megi verða og þeim verðum
við að ryðja úr vegi,“ segir Þuríður
Harpa Sigurðardóttir, formaður
Öryrkjabandalags Íslands.
Auka stuðning við fólk
Í dag, 3 desember, er alþjóðlegur
baráttudagur fatlaðs fólk. Að til-
stuðlan Sameinuðu þjóðanna var
dagurinn merktur þessu málefni,
fyrst árið 1992.
Tilgangurinn var
sá að bæta þekk-
ingu á fötlun og
auka stuðning við
fólk sem þannig
er sett. Tækifæri
mannfólksins eru
aldrei hin sömu
og mannréttindi
eru algild.
Einnig hangir
á spýtunni að
auka skilning á hagkvæmni sam-
félags án aðgreiningar. Í því sam-
bandi minnir ÖBÍ á að samkvæmt
bandarískri könnun sem var birt
fyrir um ári kemur fram að fyrir-
tækjum með fjölbreyttan starfs-
mannahóp vegnar yfirleitt betur en
öðrum vegna þess að fatlað fólk sé
almennt úrræðagott og hugsi í
lausnum, sem sé mikils virði. „Ör-
yrkjar vilja nefnilega vinna en kerfið
sem við búum við letur og í raun
refsar þeim sem voga sér út á vinnu-
markaðinn. Breytingar á þessum
veruleika verða að ganga í gegn og
að því munum við vinna,“ segir Þur-
íður Harpa.
„Sæmilegur fjárhagur er mikil-
væg forsenda þess að fólk geti tekið
virkan þátt í samfélaginu. Við hömr-
um jafnan á mikilvægi þess að um-
bjóðendum okkar séu tryggð mann-
sæmandi laun,“ segir Þuríður
Harpa. Hún bendir á að í dag fái fólk
með fulla örorku tæplega 248 þús-
und á mánuði frá Tryggingastofnun
ríkisins. Eftir skatt komi rétt um
200 þúsund inn á reikninginn. Í
heimilisbókhaldi flestra sé húsnæði
stærsti kostnaðarliðurinn – og þegar
kannski ¾ fari í húsaleigu sé svig-
rúmið til annarra þátta í tilverunni
orðið mjög lítið.
„Okkur er í mun að fatlað fólk geti
aflað sér menntunar sem greiðir því
leiðina út í lífið. Samt eru mörg
dæmi þess að fólk hafi þurft að
hverfa frá námi, til dæmis vegna
peningaleysis og þess að aðgeng-
ismál í skólum eru ekki í lagi. Úr
þessu – og mörgu fleiru – þarf að
bæta svo fatlað fólk geti blandað sér
í leikinn. Slíkt skiptir miklu fyrir
okkur öll,“ segir Þuríður Harpa að
síðustu.
Okkar fólk geti lifað með reisn
Alþjóðlegur baráttudagur fatlaðs fólks er í dag ÖBÍ lætur til sín taka
Hindrunum verði rutt úr vegi Tekjur og menntun meðal baráttumála
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afrek Már Gunnarsson, Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Arna Sigríður Alberts-
dóttir eru öll fötluð. Hafa þau þó ekki látið það stöðva sig og eru í fremstu röð meðal íþróttamanna.
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
Alþjóðlegur baráttudagur fatlaðs
fólks var fyrst haldinn hátíðlegur
á Íslandi árið 2007, en það ár
skrifuðu fulltrúar Íslands undir
samning SÞ um réttindi fatlaðs
fólks. Hvatningarverðlaun ÖBÍ
voru sömuleiðis þá fyrst veitt, en
þau falla jafnan í skaut fólki, fé-
lögum og fyrirtækjum sem hafa
unnið gott starf í þágu fatlaðra.
Í fyrra komu verðlaunin í hlut
Knattspyrnusambands Íslands,
Rúnars Björns Herrera, Bata-
skóla Íslands og MS-félagsins,
en allir þessir aðilar hafa beitt
sér mjög í þágu fatlaðs fólks og
að bæta stöðu þess.
Góð störf sem
bæta stöðuna
VERÐLAUN FRÁ ÁRINU 2007
2018 Guðni Bergsson, Rúnar Björn
Herrera og Þorsteinn Guðmundsson.
Þokkalega hefur gengið á kolmunna-
veiðum austur af Færeyjum undan-
farið, en í gær voru nokkur íslensk
skip þar að veiðum. Beitir NK kom
til Neskaupstaðar í gærmorgun með
3.100 tonn, en mestum afla úr einni
veiðiferð Beitis var landað 20. apríl
sl., en þá komu 3.212 tonn upp úr
skipinu. Ekkert annað íslenskt fiski-
skip hefur komið með svo mikinn
afla að landi úr veiðiferð, segir á
heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Þar er haft eftir Sturlu Þórðar-
syni skipstjóra að enginn svakalegur
kraftur hafi verið í veiðunum undan-
farið. „Við vorum átta daga að veið-
um og fengum aflann í átta eða níu
holum. Mest fengum við 480-490
tonn í holi en yfirleitt var lengi dreg-
ið. Við drógum upp í 22 tíma. Venju-
lega var kastað seinni part dags og
híft morguninn eftir. Stærsti plúsinn
við túrinn var veðrið, en það var
blíða hvern einasta dag. Fiskurinn
er að ganga í austur og undir lokin
vorum við komnir alveg að ensku lín-
unni,“ segir Sturla.
Alls eru íslensk skip búin að veiða
234 þúsund tonn af kolmunna í ár og
eiga 33 þúsund eftir, samkvæmt vef
Fiskistofu. aij@mbl.is
Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson
Beitir Ekkert íslenskt fiskiskip mun
hafa komið með eins stóra farma.
Beitir með
3.100 tonn
af kolmunna
Skipin að veiðum
austur af Færeyjum