Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019
3. desember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.67 121.25 120.96
Sterlingspund 155.59 156.35 155.97
Kanadadalur 90.74 91.28 91.01
Dönsk króna 17.763 17.867 17.815
Norsk króna 13.123 13.201 13.162
Sænsk króna 12.636 12.71 12.673
Svissn. franki 120.68 121.36 121.02
Japanskt jen 1.101 1.1074 1.1042
SDR 165.51 166.49 166.0
Evra 132.73 133.47 133.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.2567
Hrávöruverð
Gull 1456.35 ($/únsa)
Ál 1785.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.77 ($/fatið) Brent
● Bréf Eimskipafélagsins hækkuðu um
tæp 6% í Kauphöll Íslands í gær. Námu
viðskipti með bréf félagsins 158,7 millj-
ónum króna. Ekkert félag hækkaði með
viðlíka hætti í viðskiptum gærdagsins.
Á sunnudagskvöld sendi félagið frá
sér tilkynningu þess efnis að stjórn þess
hefði ákveðið fyrr um daginn fram-
kvæmd endurkaupaáætlunar. Felst í
henni að félagið kaupir allt að 1,6% af
útgefnu hlutafé sínu. Kaupin mega þó
ekki nema hærri fjárhæð í heildina en
500 milljónum króna. Þá má gengi á
þeim hlutum sem félagið kaupir ekki
vera hærra en hæsta gengi af lokagengi
síðasta viðskiptadags, síðustu óháðu
viðskipta eða í hæsta fyrirliggjandi
óháða kauptilboði á þeim markaði sem
viðskipti eru átt með hlutabréf félagsins.
Þá má hámarksmagn hvers viðskipta-
dags ekki fara yfir fjórðung af meðaltali
daglegra viðskipta með bréf félagsins á
aðalmarkaði Kauphallarinnar eins og
þau voru í nóvember síðastliðinum. Því
mun hámarksmagn leyfilegra kaupa á
hverjum viðskiptadegi nema 69.185
hlutum.
Endurkaupaáætlunin virkjaðist í gær
og er hún framkvæmd af Íslandsbanka
sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er
varða kaup á hlutum í félaginu og tíma-
setningu kaupanna og eru þær óháðar
félaginu.
Eimskipafélagið á fullu
stími í Kauphöllinni
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Jafnvel þó að afgangur af viðskipta-
jöfnuði á 3. fjórðungi þessa árs sé tæp-
lega 15% minni en á sama tíma í fyrra,
eða um 63 milljarðar króna í saman-
burði við 73,8 milljarða króna á 3. árs-
fjórðungi 2018, er viðskiptaafangurinn
nú þegar orðinn meiri í ár á fyrstu níu
mánuðum ársins
en allt árið í fyrra.
„Þetta er áhuga-
vert og ákveðið
gleðiefni,“ segir
Jón Bjarki Bents-
son, aðalhagfræð-
ingur Íslands-
banka, í samtali
við Morgunblaðið
en bráðabirgðatöl-
ur Seðlabankans
um greiðslujöfnuð
við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbús-
ins komu út í gær.
Samanlagður afgangur af viðskipta-
jöfnuði er tæpur 121 milljarður króna
á fyrstu 9 mánuðum ársins en sam-
anlagður afgangur ársins 2018 í heild
sinni nam 79,3 milljörðum króna. Að
sögn Jóns Bjarka spilar fall WOW air
inn í þessar tölur í formi sölu flugvéla
félagsins á fyrsta fjórðungi, sem nam
um 19 milljörðum króna. Sé sú tala
tekin með í reikninginn er viðskipta-
afgangurinn það sem af er þessu ári
enn 22,5 milljörðum meiri en allt árið í
fyrra.
Ef horft er til þess að loðnuvertíðin
hafi brugðist og ferðamönnum hafi
fækkað er staðan „býsna ásættanleg“
að sögn Jóns Bjarka. „Hluti af skýr-
ingunni er sá að þeir ferðamenn sem
hingað koma eru að eyða meiru hver
og einn en þeir gerðu í fyrra,“ segir
hann aðspurður.
Ferðamenn eyða meiru
„Krónan hefur verið að jafnaði um
10% lægri í ár en hún var í fyrra og það
ætti að öðru óbreyttu að skila 10%
fleiri krónum í kassann. En því til við-
bótar er eitthvað um 10% meira sem
hver ferðamaður virðist vera að eyða í
sinni heimamynt. Ferðamaðurinn
virðist því dvelja hérna lengur og gera
almennt svolítið betur við sig,“ segir
Jón Bjarki. Hann segir þessa tvo
þætti, þ.e. gengisveikinguna og aukna
eyðslu ferðamanna, skýra það hvers
vegna ferðaþjónustan hefur það sem
af er ári skilað álíka miklum tekjum í
krónum talið og á sama tíma í fyrra.
Vöruskiptajöfnuður var neikvæður
um tæpa 45,85 milljarða króna sem er
heldur minna en á þriðja ársfjórðungi í
fyrra (-47,6 ma. kr.) og árið 2017 (-46,5
ma. kr.). Jón Bjarki segir Íslendinga
beina eftirspurn sinni inn í landið.
„Það hefur dregist talsvert úr inn-
flutningi og meira en við bjuggumst
raunar við en þetta hjálpar til við að
halda afganginum þetta myndar-
legum.“
Erlend staða þjóðarbúsins batnaði
um 91 milljarð króna og er nú jákvæð
um 714 milljarða króna, sem er um
24,5% af vergri landsframleiðslu
(VLF). Hefur þessi staða aldrei verið
jafn sterk frá því að mælingar hófust
en að sögn Jóns Bjarka er hún komin
til að stórum hluta vegna viðvarandi
viðskiptaafgangs. „Þetta er allt önnur
þróun en við höfum áður séð hér á Ís-
landi. Við endann á hagsveiflu höfum
við yfirleitt verið komin með viðskipta-
halla og átt í erfiðleikum með gjald-
eyrisflæðið og bætt í viðskiptahallann
tímabundið. Núna er ennþá innflæði
inn í landið. Það er frábær og upplífg-
andi breyting því þetta þýðir að það er
miklu minni hætta á að hér verði ein-
hver spíralmyndun sem hefst með
gengisveikingu sem ýtir undir verð-
bólgu og veldur efnahagslegum usla.“
Erlend staða þjóðarbúsins
aldrei verið sterkari en nú
Ársfjórðungslegur greiðslujöfnuður
Milljarðar króna 2018/3 2018/4 2019/1 2019/2 2019/3
Viðskiptajöfnuður 73,8 2,7 42,7 15 63
Vöruskiptajöfnuður -47,6 -37,6 2,7 -42,6 -45,9
Þjónustujöfnuður 123,4 36,3 29,6 51,4 101,3
Jöfnuður frumþáttatekna 3,9 11,1 17,4 13,1 13,4
Rekstrarframlög, nettó -5,9 -7,1 -7 -6,9 -5,9
Jöfnuður fjárframlaga -0,3 -0,7 -0,4 -0,5 -0,4
Fjármagnsjöfnuður 88,7 36,2 87,4 29,1 114,8
Bein fjárfesting 44,9 -6,6 23,4 25,5 7,6
Verðbréf 22,7 112,9 25,8 -27,6 107,4
Afl eiður -0,7 2,6 0,1 1,7 0,4
Önnur fjárfesting 21,4 -82,8 45 -34,8 -6,4
Gjaldeyrisforði 0,4 10,1 -7 64,3 5,7
Skekkjur og vantalið 15,2 34,2 45,1 14,5 52,2
Erlend staða þjóðarbúsins
Erlendar eignir alls 3.375 3.395 3.724 3.882 3.870
Erlendar skuldir alls 3.023 3.079 3.158 3.259 3.156
Hrein staða þjóðarbúsins 352 316 566 623 714
Sem % af VLF 21,3% 3,9% -0,2% -0,6% 24,5%
Heimild:
Seðlabanki
íslands
Afgangur af viðskiptajöfnuði á fyrstu níu mánuðum ársins meiri en allt árið 2018
Jón Bjarki
Bentsson
Húsnæði veitingastaðarins Skelfisk-
markaðarins, sem var opnaður 28.
ágúst 2018 og lokað í mars 2019, hefur
verið auglýst til sölu. Seljandi er verk-
takafyrirtækið Þingvangur og er um
að ræða 622,9 fermetra með nýjum
innréttingum.
Sagt var frá því í sumar að viðræð-
ur stæðu yfir við mögulega kaupend-
ur og voru vonir uppi um að í rýminu
yrði opnaður annar veitingastaður.
Ekki hefur þó orðið af þeim áformum.
„Þetta er fyrsta auglýsingin og það
hefur verið mikill áhugi. Þetta hefur
verið selt og ekki náð fjármögnun og
slíkt, þannig að við ákváðum að láta
reyna á það hvort það væru einhverjir
fleiri sem hefðu áhuga því við ætlum
ekki að leigja þetta,“ segir Pálmar
Harðarson, framkvæmdastjóri Þing-
vangs. Hann kveðst ekki tjá sig um
hugsanlegt verð eignarinnar á þessu
stigi máls, en fasteignamat hennar
nemur 395,6 milljónum króna sam-
kvæmt opinberri skráningu Þjóð-
skrár.
Morgunblaðið/Valli
Sala Á veitingastaðnum var pláss fyrir 310 gesti og glænýjar innréttingar.
Skelfiskmarkað-
urinn enn til sölu
Fasteignamatið 395,6 milljónir króna
JÓLASERÍUR
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA
kr.275
Inni- og útiseríur.
Verð frá