Morgunblaðið - 03.12.2019, Side 22

Morgunblaðið - 03.12.2019, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 Nauðungarsala Lausafjáruppboð Fimmtudaginn 5. desember n.k. kl. 14:00 verður haldið lausafjáruppboð á eldhústækjum úr atvinnueldhúsi í Eldfjallamiðstöðinni á Hvolsvelli, Austurvegi 14, 860 Hvols- velli, lista yfir uppboðsmuni má finna á vefsíðu sýslumanna á slóðinni https://www.syslumenn.is/naudungarsolur/ Krafist verður greiðslu við hamarshögg og hægt verður að greiða með reiðufé, millifærslu eða debetkorti. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, 2. desember 2019 Tilboð/útboð Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 Í landi Dagverðarness, ofan Skorradalsvegar (508) Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 139. fundi sínum þann 27. nóvember 2019 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 11. nóvember 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Nánari upplýsingar eru veittar hjá embætti skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps um netfangið skipulag@skorradalur.is . Í landi Indriðastaða á svæði er nefnist Dyrholt Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 139. fundi sínum þann 27. nóvember 2019 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 11. nóvember 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Nánari upplýsingar eru veittar hjá embætti skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps um netfangið skipulag@skorradalur.is . Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Jólapeysudagur - Opin vinnustofa kl.9:30-12:30, nóg pláss - Hreyfisalurinn er opinn milli 9:30-11:30 - Kraftur í KR kl.10:30, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10, Grandavegi 47 kl.10:15 og Aflagranda kl.10:20 - Félagsvist kl.13:00 - Myndlist kl.13:00 - Jólabíó kl.13:15, ELF - Kaffi kl.14:30-15:00 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir – Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Boccia með Guðmundi kl. 10. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 12:30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13:00. Boccia kl. 10:30. Gönguhópur kl. 10:30. Myndlist kl. 13:00. Dalbraut 27 Fylgt í sundleikfimi í Laugardalslaug, kl. 8:30 frá Dal- braut 27. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga ef veður leyfir kl. 10. Byrjendanámskeið í Línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30. Myndlis- tarnámskeið kl. 12:30-15:30. Handavinnuhornið kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8:30. Núvitund kl. 10:30. Silkimálun kl. 12:30. Göngutúr um hverfið kl. 13:00. Handaband kl. 13:00. Bridge kl. 13:00. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13:10-13:30. Skák kl. 14:00. Handavinnuhópur hittist kl. 15:30. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Vatnsleikf. Sjál kl.7:10/7:50/15:15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9:30. Kvennaleikf Ásg. kl.11:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Jólafrí Zumba Gullsmára Postulínshópur kl. 9.00. Jóga kl. 9.30 og 17.00. Handavinna og Bridge kl. 13.00. Félagsvist kl. 20.00. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9 – 14. Jóga kl. 10:00 – 11:00. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12:30-14:00. Prjónaklúbbur kl. 14:00-16:00. Námskeið í olíumálun kl. 14:00-18:00, nokkur sæti laus. Námskeiðið kostar 5.500 kr, litir og pennslar á staðnum en striga þarf að koma með. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl 8.00-12.00, kl 9.00 Myndmennt, kl 11.00 Gaflarakórinn, kl 13.00 Félagsvist Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Jóga með Carynu kl. 8:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Jóga með Ragnheiði kl. 11:10. Jóga með Ragnheiði kl. 12:05. Tálgun – opinn hópur kl. 13:00-16:00. Frjáls spilamennska 13:00. Bíó í Sambíó Kringlunni kl 14:00. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9 í Borgum, ganga kl 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Skartgripagerð kl 13 í Borgum, félagsvist kl. 13 í Borgum. Tréútskurður í umsjón Gylfa kl. 13 á Korpúlfsstöðum og kóræfing kl. 16 í Borgum í umsjón Kristínar kórstjóra. Allir hjartanlega velkomnir. Seltjarnarnes Gler neðri hæð félagsheimilisins kl. 9.00 og 13.00. Leir Skólabraut kl. 9.00. Billjard Selinu kl. 10.00. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11.00. Handavinna, prjón, föndur ofl. í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Allir velkomnir. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Stangarhylur 4, ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20 -ZUMBA Gold framhald kl. 10.30 -STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30 umsjón Tanya. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Stórglæsilegur sjónvarps- skápur Eins og nýr. Ótrúlegt verð. Breidd: 180cm, hæð: 38cm, dýpt: 45cm. Fullt verð: 29.950kr, Tilboð 8.000kr. Uppl. í síma: 698-2598. Bókhald NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h. Hafið samband í síma 831-8682. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Rað- og smáauglýsingar Nú  þú það sem þú eia að FINNA.is ✝ Ólafur EinarMagnússon fæddist á Seyðis- firði 26. júlí 1932. Hann lést á Drop- laugarstöðum 19. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Vilborg Júl- íana Guðmunds- dóttir, f. 18 júní 1898, d. 21 apríl 1978, og Magnús Símon Guðfinnsson, f. 4. desem- ber 1898, d. 1978. Ólafur var áttundi í röð 12 systkina, eftir- lifandi er Heiðrún Helga, f. 1935, látin eru Óskar, f. 1922, d. 1991, Einar Áskell, f. 1923, d. 1923, Vilhelmína Kristín, f. 1925, d. 2015, Guðmundur, f. 1927, d. 1946, Oddný, f. 1928, d. 2016, Guðný Guðfinna, f. 1929, d. 2017, Gunnar, f. 1931, d. 2019, Árni, f. 1933, d. 1952, Ottó, f. 1936, d. 2017, Hrefna, f. 1939, d. 2018. Ólafur fór átta ára í fóstur tilVilhelms Björns Kjartans- sonar og Þórunnar Stefaníu Sigurðardóttur og bjuggu þau á nokkrum bæjum í Jökulsárhlíð. Ólafur stundaði nám í Lauga- skóla í Þingeyjarsýslu og á Eiðum. Hann flutti til Reykja- víkur eftir tvítugt og vann ýmis störf fyrstu árin. Árið 1966 stofnaði Ólafur Glerskálann, sem ásamt bróður sínum og ráku þeir hann saman til 1998. Ólafur kvæntist Fríðu Valdimarsdóttur 1956. Þau ætt- leiddu tvö börn, Silvíu Bryndísi, f. 1959, og Jón Þór, f. 1969. Þau tóku einnig að sér fóst- urdóttur, Gunni, f. 1965, d. 1982. Börn Silvíu eru Ólöf, Páll og Fríða Sæ- dís. Jón er kvæntur Janis Ramos, börn þeirra eru Dan Ólafur, Silvía Hlíf og Kristján Jóhann. Jón Þór eignaðist tvær dætur fyrir hjónaband, þær eru Arna Ýr, f. 1991, og Sonja Rut, f. 1997. Barnabörn Ólafs eru orðin fimm. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Hlíf Kristjánsdóttir, f. í mars 1946. Ólafur og Hlíf hófu sambúð 1990 og gengu í hjóna- band 2014. Börn Hlífar eru Anna Kristín Sigurbjörnsdóttir, f. 1963, maður hennar er Reyn- ir Áslaugsson. Börn þeirra eru Ingvar Þór, Áslaug Ósk, Mel- korka Diljá og Hrafnhildur Gígja. Sonur Hlífar er Bjarni Þór Sigurbjörnsson, f. 1973, börn hans eru Ísidór Jökull, Katla og Hlífar Bragi. Ólafur hafði yndi af tónlist og söng í ýmsum kórum. Hann var liðtækur harmonikkuleik- ari, náttúruunnandi og úti- vistarmaður. Útför hans fer fram í Bú- staðakirkju í dag, 3. desember 2019, klukkan 13. Við Ólafur fórum að búa sam- an 1990. Er maður hugsar til baka hafa þessi ár liðið ótrúlega hratt. Við ferðuðumst mikið bæði utan- og innanlands. Við ferðuð- umst til Kúbu, Krítar og margra annarra landa. Sérstaklega var ferðin skemmtileg þegar syst- urnar Guðný, Vilhelmína og Hrefna voru með í ferð og þá var nú sungið og ferðafélagarnir höfðu mikið gaman af. Við ferð- uðumst einnig mikið um landið okkar, t.d. urðu vinnuferðir í Þórsmörk margar. Útilegur með tjaldvagninn, fjallgöngur, berja- ferðir og góðar stundir í sum- arbústaðnum á Laugarvatni. Ekki má gleyma hvað okkur þótti gaman að dansa. Barnabörnin mín átti í honum góðan afa. Síðustu árin voru erfið, sjúk- dómurinn tók frá honum færnina. Ólafur var í Fríðuhúsi í fjögur ár, þar naut hann sín vel á meðan stætt var. Síðastliðið eitt og hálft ár var Ólafur á Droplaugar- stöðum. Ég þakka mínum kæra eigin- manni samfylgdina og óska hon- um góðrar ferðar í sumarlandið. Hans eiginkona, Hlíf. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Á liðnum misserum hafa systkini mín hvert af öðru farið í Sumarlandið. Í dag kveðjum við Óla bróður og er ég nú ein eftir af tólf systkina hópi sem fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð á ár- unum 1922-1939, fimm systur og sjö bræður. Móðir okkar átti við veikindi að stríða og vegna þess sundraðist fjölskyldan. Öll náð- um við þó saman á ný þegar fram liðu stundir og höfum í gegnum tíðina átt yndislegar stundir sam- an, m.a. á ættarmótum og jóla- skemmtunum. Óli var ætíð hrókur alls fagn- aðar á þessum góðu skemmtun- um stórfjölskyldunnar, spilaði fyrir dansi á harmónikuna og leiddi sönginn af miklu öryggi. Óli var mikill tónlistaraðdáandi og þótt hugurinn væri orðinn fjarri þá lifnaði ætíð yfir honum ef hann heyrði tónlist spilaða og hann hóf upp raust sína. Auð- heyrt var að textarnir og músíkin voru ekki horfin úr huga hans. Óli var mikið góðmenni og hafði einstaka nærveru sem ég á sannarlega eftir að sakna. Elsku Óli, ég er mjög þakklát fyrir allar okkar góðu samveru- stundir. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu þinni og afkomendum þínum öll- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Heiðrún Helga Magnús- dóttir (Helga systir). Ólafur Einar Magnússon  Fleiri minningargreinar um Ólaf Einar Magnússon bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.