Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019
þriðjudaginn 3. desember, kl. 18
þriðjudag kl. 10–17
Forsýning á verkunum í Gallerí Fold
Fold uppboðshús kynnir
Rauðarárstígur 14–16, sími 551 0400 · www.uppbod.is
JÓLAUPPBOÐ
Jóhannes S. Kjarval
Hafsteinn Austmann Karólína Lárusdóttir
Tryggvi Ólafsson
Listmunauppboð nr. 117
50 ára Sigurlaug er
Keflvíkingur, fædd þar
og uppalin. Hún tók
skrifstofutækninám og
er förðunar- og nagla-
fræðingur. Sigurlaug
er gjaldkeri hjá
Íslenskum aðal-
verktökum.
Maki: Reynir Þór Reynisson, f. 1963,
jarðvinnuverktaki.
Börn: Ingi Þór, f. 1994, Reynir Þór, f.
1998, Sara Lind, f. 2002, og Stella
María, f. 2007. Barnabarnið heitir Auð-
ur María Ingadóttir, f. 2018.
Foreldrar: Jóhann Eggert Jóhannsson,
f. 1936, d. 1993, verkamaður, og Alda
Kristín Jóhannsdóttir, f. 1931, d. 1989,
dagmóðir. Þau voru búsett í Keflavík.
Sigurlaug Hanna
Jóhannsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Samtal við vin getur gert þig óör-
ugga/n. Hvaðan kemur sú tilfinning?
Taktu það sem þitt er traustataki.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhver náinn þér gæti komið þér á
óvart í dag. Orð góðs vinar fela í sér sér-
staka visku í augnablikinu. Ekki gefa
tommu eftir í deilumáli.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Í samstarfi hefst ekkert án mála-
miðlana. Aðrir gætu auðveldlega misskilið
þig svo farðu að öllu með gát.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það skiptir öllu máli að halda ró
sinni þegar á móti blæs. Láttu ekki aðra
halda fyrir þér vöku. Vandamálin leysast af
sjálfu sér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekkert vit í öðru en að þú setj-
ist niður og gerir þér grein fyrir því hvað
það er sem þú sækist eftir í lífinu. Gakktu
bara í það og þú munt undrast hversu
auðvelt það er.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú getur fundið mjög sterka reiði-
tilfinningu þó allt sé í lukkunnar velstandi í
tilfinningalífinu. Grafðu upp hvað veldur
og reyndu að sættast við liðna tíð.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þið saknið gömlu skóladaganna og
ykkur langar til þess að mennta ykkur
frekar. Með tíð og tíma eignast þú
draumaheimilið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Dagurinn verður erfiður ef þú
berst gegn straumnum. Áætlanir fara
stundum út um þúfur og þá er gott að
hafa plan b.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gleðitíðindi berast af fjölgun í
stórfjölskyldunni. Hvort sem það er með-
vitað eða ekki þá kallarðu á athygli.
Dreifðu verkefnum á aðra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það léttir lífið að hafa gam-
ansemina alltaf við höndina. Lærðu af
reynslunni og bíttu í tunguna á þér þegar
þér mislíkar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur verið hrókur alls fagn-
aðar að undanförnu og ættir að gefa þér
frí frá félagslífinu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt gott sé að eiga góða muni, þá
eru dauðir hlutir ekki það sem lífið snýst
fyrst og fremst um. Einhver segir ekki alla
söguna.
Ó
lafur Tryggvason Elías-
son fæddist 3. desem-
ber 1934 í Reykjavík
og ólst þar upp í
Skerjafirðinum fyrstu
fjögur árin en síðan á Akranesi.
„Pabba bauðst bátur á Skaganum
og þess vegna fluttumst við hingað
og bjuggum fyrst á Bárugötunni í
húsi sem kallað var draugahöllin, en
það var af því að það hafði verið
lengi í byggingu og klætt skelja-
sandi. Síðan festist nafnið við hús-
ið.“ Nafnið Ólafur Tryggvason er
tilkomið af því að faðir hans las mik-
ið fornsögurnar og var sérstakur
aðdáandi Ólafs Tryggvasonar.
„Móðir mín ætlaði þá að láta skíra
mig Ólaf Tryggva en þá sagði pabbi:
Eigum við ekki að skíra hann fullu
nafni, Ólafur Tryggvason, og það
varð úr.“
Ólafur gekk í barnaskóla á Akra-
nesi. Hann lærði verkstjórn og fisk-
mat hjá Fiskmati ríkisins 1971, síð-
ar lærði hann skreiðar- og saltfisk-
mat 1982 og niðurlagningu matvæla
1983 við Fiskvinnsluskóla ríkisins í
Hafnarfirði.
Sjómennsku og fiskvinnslu
stundaði Ólafur frá fjórtán ára
aldri, einkum hjá Haraldi Böðv-
arssyni og co. og var hann síðan
um skeið kjötvinnslu- og
verslunarstjóri hjá Kaupfélagi
Suður-Borgfirðinga. Þá var hann
eftirlitsmaður í nokkur ár. Hann
starfaði við verkstjórn hjá Frysti-
húsi Haraldar Böðvarssonar 1968-
79.Ólafur var ofngæslumaður við
Járnblendiverksmiðjuna á
Grundartanga 1979-81. Eftir að
hann lauk náminu við fiskvinnslu-
skólann í Hafnarfirði var hann
fiskmatsmaður hjá Haraldi Böðv-
arssyni hf. þar til hann lauk störf-
um vegna aldurs.
Ólafur sat í stjórn Sjálfstæðis-
félags Akraness og var formaður
þess í þrjú ár. Hann var lengi í Rot-
aryklúbbi Akraness og formaður
1992-93. „Mest var ég þó að sinna
fjölskyldu minni og afla henni við-
urværis, það var nóg að gera við
peningana enda stór fjölskylda. Ég
var með 20-25 kindur og yfir 100
hænsn í Kalmansvíkinni og það var
búbót í því.“
Ólafur er enn við góða heilsu og
sinnir konu sinni en hún missti heils-
una fyrir nokkrum árum og er á
Dvalarheimilinu Höfða, en Ólafur
býr enn á Garðabrautinni. „Ég er
duglegur að fara á bókasafnið og les
aðallega ævisögur og sannar sögur.
Ég er núna að klára Úr húsi afa míns
eftir Finnboga Hermannsson og það
er góð afþreying. Svo fór ég í sund
nánast daglega en sundlauginni var
lokað vegna viðgerða og ég hef ekki
náð að koma upp sömu rútínu eftir að
hún var opnuð en það stendur til.“
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 1.1. 1955 Ólöfu
Guðlaugu Sigurðardóttur, f. 1.9.
1931, fiskvinnslukonu og húsmóður.
Foreldrar hennar voru hjónin Sig-
urður Guðmundsson, 9.7. 1897, d. 2.6.
1981, húsasmiður, og Guðlaug Ólafs-
dóttir, f. 9.7. 1897, d. 8.9. 1990, hús-
Ólafur Tr. Elíasson, fyrrverandi fiskmatsmaður – 85 ára
Fjölskyldan Samankomin á fimmtugsafmæli Ingibjargar árið 2011. Efri röð frá vinstri: Sigríður Guðlaug, Ingi-
björg, Þuríður, Ólafur Georg og Reynir. Neðri röð frá vinstri: Eiður, Ólafur, Ólöf og Elías.
Nefndur eftir Noregskonungi
Hjónin Ólafur og Ólöf stödd heima á Garðabrautinni á þessu ári.
70 ára Hálfdan Ómar
er fæddur og uppalin
á Ytra-Seljalandi undir
Eyjafjöllum en býr á
Seltjarnarnesi. Hann
er skógarbóndi á Ytra-
Seljalandi, líffræð-
ingur og þýðandi hjá
utanríkisráðuneytinu.
Maki: Þuríður Þorbjarnardóttir, f. 1954,
líffræðingur, lýðheilsufræðingur og fv.
framhaldsskólakennari.
Börn: Gauja, f. 1973, Sara Hlín, f. 1976,
og Anna Þyrí, f. 1990. Stjúpbörn eru
Svala, f. 1978, og Indriði, f. 1981,
Sigurðarbörn. Barnabörnin eru orðin 11.
Foreldrar: Hálfdan Auðunsson, f. 1911, d.
2001, og Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1920,
d. 2000, bændur á Ytra-Seljalandi.
Hálfdan Ómar
Hálfdanarson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is