Morgunblaðið - 03.12.2019, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
„ÉG ÆTLAÐI AÐ HÆTTA EN ÞÁ BUÐU
ÞEIR MÉR HORNSKRIFSTOFU MEÐ
ÚTSÝNI.”
„PABBI, HVAÐA HLUTI KJÚKLINGSINS ER
NÚÐLAN?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá toppþjónustu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
AFMÆLISDAGURINN MINN
ER Á NÆSTA LEITI, ÉG
FINN ÞAÐ Á MÉR
EÐA KANNSKI ER ÉG
BARA VÆNISJÚKUR
ÉG FÆRI ÞÉR SLÆMAR FRÉTTIR!
FJÁRHÚSIN BRUNNU TIL KALDRA
KOLA Á MEÐAN ÞÚ VARST Í BURTU!
Æ
NEI!
GÓÐU FRÉTTIRNAR ERU ÞÆR AÐ VIÐ MUNUM
HALDA HELJARINNAR GRILLVEISLU!
móðir. Þau voru búsett á Akranesi.
Börn Ólafs og Ólafar Guðlaugar:
1) Sigríður Viktoría, f. 18.12. 1954,
d. 14.1. 1955; 2) Þuríður, f. 16.6.
1956, húsmóðir í Reykjavík, maki
Guðmundur Jóhann Guðmundarson,
hún á einn son; 3) Ólafur Georg, f.
5.6. 1958, húsasmiður, búsettur í
Danmörku og á hann þrjár dætur;
4) Ingibjörg, f. 23.3. 1961, vinnur
hjá VÍS, búsett á Akranesi, gift
Guðmundi Sörla Harðarsyni og eiga
þau þrjár dætur; 5) Sigríður Guð-
laug, f. 26.7. 1962, kennari á Akra-
nesi, maki Ellert Björnsson og hún
á þrjú börn; 6) Eiður, f. 23.10. 1964,
útgerðarmaður á Akranesi, en kona
hans er Guðrún Helga Guðjóns-
dóttir og þau eiga tvö börn og hann
á einn son fyrir; 7) Elías, f. 12.8.
1969, sjómaður á Akranesi, kvæntur
Björgheiði Valdimarsdóttur og eiga
þau þrjú börn. Stjúpsonur Ólafs er
Reynir Theódórsson, f. 12.1. 1951,
húsasmiður á Akranesi og á hann
þrjú börn.
Systkini Ólafs: Einar Tjörvi, f.
7.1. 1930, vélaverkfræðingur í
Reykjavík; Gunnar Hafsteinn, f.
24.2. 1931, bakarameistari og kjöt-
iðnaðarmaður á Akranesi; Hreinn, f.
19.9. 1933, myndlistarmaður á
Akranesi; Edda, f. 13.2. 1936, hús-
móðir og kaupkona á Akranesi; Ið-
unn, f. 6.7. 1938, húsmóðir og
saumakona við Borgarleikhúsið, bú-
sett í Garðabæ; Guðrún, f. 6.3. 1941,
húsmóðir og hjúkrunarfræðingur,
búsett í Garðabæ; Sigríður, f. 25.7.
1943, sjúkraliði í Reykjavík.
Foreldrar Ólafs voru hjónin Elías
Guðmundsson, f. 1.12. 1904, d. 9.8.
1989, skipstjóri, og Sigríður Vikt-
oría Einarsdóttir, f. 18.8. 1902, d.
26.11. 1993, húsmóðir. Þau voru bú-
sett á Akranesi.
Ólafur Tryggvason Elíasson
Ingibjörg Stefánsdóttir
húsfreyja í Miðvogi á Akranesi
Sigríður Sigurgeirsdóttir
húsmóðir á Hvoli á Akranesi
Sigríður Einarsdóttir
húsmóðir á Akranesi
Einar Tjörvason
sjómaður á Hvoli á Akranesi
Margrét Einarsdóttir
húsfreyja á Efra-Hvoli
Tjörvi Jónsson
bóndi á Efra-Hvoli í Hvolhr., Rang.
Árni Einarsson forstjóri Reykjalundar
Jónas Sigurgeirsson
skipstjóri í Vinaminni
Sigurgeir Guðmundsson
sjómaður og bóndi í Miðvogi og á Geirsstöðum á Akranesi
Oddur Sigurgeirsson,
Oddur sterki
Jóhannes Guðmundsson
vélstjóri í Reykjavík
Áróra Sigurgeirsdóttir
fl ugfreyja og
sendiherrafrú
Sigurgeir Einarsson
kaupmaður í Reykjavík
Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja á Ísafi rði
Bjarni Jónsson
verkamaður á Ísafi rði
Guðrún Þorbjörg Bjarnadóttir
húsfreyja á Ísafi rði
Guðmundur Jónsson
bátasmiður á Ísafi rði
Karítas Pálsdóttir
húsfreyja á Króki
Jón Bjarnason
bóndi á Króki í Selárdal
Úr frændgarði Ólafs Tryggvasonar Elíassonar
Elías Guðmundsson
skipstjóri á Akranesi
Á fésbókarsíðu sinni rifjarHjálmar Freysteinsson upp
þessa limru sem hann orti 30.
nóvember fyrir ári:
Þau héldu fámennan fund
og fjölluðu drykklanga stund
um kvenfólksins alla
kosti og galla
í klaustri við Templarasund.
En 28. nóvember sl. skrifaði
Hjálmar „Elliglöp“:
Minninu förlast ég fann,
fátt nú veit eða kann,
greindin er skert,
samt er guðs þakka vert
að ég gleymi ekki því sem ég man.
Sigurlín Hermannsdóttir yrkir á
Boðnarmiði, – og segist aldrei hafa
„skilið „snilldina“ í orðmyndun/
ummyndun fössara“. Hún viti ekki
betur en að fullt sé af öðrum orðum
sem mynduð eru á sama hátt og
sumir nota jafnvel, – og mér sýnist
vísan auðskilin, ég verð að segja
það!:“
Fjöllan í kaupstaðarferð
á fössara, þá er best verð,
sér hammara fékk
og fröllur að smekk
með öllara af öndvegis gerð.
„Furðufugl“ hugsar Guðmundur
Arnfinnsson og yrkir:
Með konunum suður til Kanarí
kenndur hann ferðalög spanar í,
ströndinni á
sér unir þeim hjá
allsber, en þær eru vanar því.
Pétur Stefánsson minntist full-
veldisdagsins:
Strokið getum frjáls um fés
fjarri Dana böli.
Fagna skulum fyrsta des.
með flösku af góðu öli.
Magnús Halldórsson yrkir:
Eftir reglum ýmsir fara,
ögn á ská.
Oft þeir líka eldinn skara,
öðrum frá.
Ingólfur Ómar Ármannsson
hlakkar til jólanna:
Jólafastan birtu ber
boðskap dreifir fínum,
þakklæti og auðmýkt er
efst í huga mínum.
Jón Ingvar Jónsson segir „Æ, það
er ljótt að skipa almættinu fyrir
verkum,“ – en yrkir samt:
Heyr mitt bljúga bænasuð,
beindu mér á réttan stig,
almáttugur góði guð
gerðu þetta fyrir mig.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af klaustri við Templara-
sund og fössara