Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 Rússland CSKA Moskva – Arsenal Tula................ 0:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CSKA Moskvu og Arnór Sig- urðsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu. Krasnodar – Tambov .............................. 0:0  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyr- ir Krasnodar. Danmörk Midtjylland – Silkeborg .......................... 2:1  Mikael Anderson lék ekki með Midt- jylland vegna meiðsla. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Njarðvík: Njarðvík – Keflavík b ......... 19.15 Enski boltinn á Siminn Sport Burnley – Manchester City ................. 20.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI Olísdeild karla Selfoss – FH.......................................... 31:37 Staðan: Haukar 12 9 3 0 333:302 21 Afturelding 12 9 1 2 334:307 19 FH 12 7 2 3 347:326 16 ÍR 12 7 2 3 364:334 16 Valur 12 7 1 4 320:275 15 Selfoss 12 7 1 4 369:365 15 ÍBV 12 6 1 5 335:320 13 KA 12 4 1 7 329:345 9 Stjarnan 12 2 4 6 308:326 8 Fram 12 3 1 8 291:320 7 Fjölnir 12 2 1 9 309:364 5 HK 12 0 0 12 294:349 0 HM kvenna í Japan A-riðill: Kúba – Serbía ....................................... 27:46 Angóla – Holland.................................. 28:35 Slóvenía – Noregur .............................. 20:36  Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.  Noregur 4, Serbía 4, Holland 2, Slóvenía 2, Angóla 0, Kúba 0. D-riðill: Argentína – Rússland .......................... 22:35 Kongó – Japan ...................................... 16:28 Kína – Svíþjóð....................................... 19:32  Rússland 4, Svíþjóð 4, Japan 4, Argent- ína 0, Kongó 0, Kína 0. Danmörk Ribe-Esbjerg – SönderjyskE ............. 30:24  Gunnar Steinn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Rúnar Kárason 3 en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 4 mörk fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó- hannsson 1. KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Hljóðið var gott í Tryggva Snæ Hlinasyni, landsliðsmiðherja í körfu- knattleik, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Er það ekki skrítið þar sem Zaragoza, lið Tryggva, vann stórveldið Real Mad- rid á sannfærandi hátt á sunnudaginn 84:67 í spænsku úrvalsdeildinni. „Þetta var magnað. Hjá okkur small allt og þetta gekk dásamlega. Að vinna þetta lið er náttúrlega bara veisla,“ sagði Tryggvi, sem var maður leiksins út frá framlagspunktunum sem fundnir eru út með tölum úr helstu þáttum íþróttarinnar. „Mér gekk mjög vel og held að ég hafi skil- að því sem ég var beðinn að gera. Tavares, miðherjinn þeirra, er mjög mikilvægur fyrir þá og okkur tókst að koma honum í vandræði. Hann var í villuvandræðum í gegnum leikinn og fór loks út af með fimm villur. Gaf það okkur meira frelsi til að losa okkur nærri körfunni á lokamínútunum og við lönduðum sigrinum nokkuð þægi- lega, eins asnalegt og það hljómar.“ Real Madrid varð Evrópumeistari fyrir einu og hálfu ári og er á toppn- um ásamt öðru stórveldi, Barcelona. Zaragoza hefur komið skemmtilega á óvart og unnið bæði þessi lið á tíma- bilinu og er tveimur stigum á eftir í 3. sæti. „Þegar við unnum Barcelona var mun meiri spenna í þeim leik og mað- ur var lengur að ná sér niður. Stuðn- ingsmennirnir eru mjög glaðir yfir því sem er í gangi og hvernig liðinu hefur gengið. Ef maður gengur um miðbæinn þá eru hinir og þessir að heilsa manni og senda manni bar- áttukveðjur,“ sagði Tryggvi. Hart barist í deildinni Að mati Tryggva og liðsfélaga hans er Zaragoza með sterkt lið. Þeir höfðu á tilfinningunni að liðið gæti gert fína hluti í vetur en ekki var bú- ist við því í toppbaráttunni í fjölmiðla- umfjöllun fyrir tímabilið. „Að okkar mati erum við með geggjað lið en utanaðkomandi aðilar áttuðu sig ekki á því. Þegar ég gekk í raðir liðsins reiknaði ég heldur ekki með þessu. Við höfum komið vel á óvart á öllum sviðum en sigrar gegn Real Madrid og Barcelona sýna að við erum tilbúnir. Þegar við spilum okkar leik getum við unnið hvaða lið sem er í deildinni,“ sagði Tryggvi en bendir jafnframt á að deildin sé mjög jöfn og baráttan um sætin átta í úr- slitakeppninni sé hörð. „Við erum einum sigri á eftir Barcelona og Real Madrid. Svo koma fjögur lið rétt á eftir okkur. Þetta er því mjög jafnt og eiginlega ótrúlegt hversu mikið getur breyst hjá liðum við það að tapa tveimur leikjum. Mörg lið eru jafn hungruð og við en deildin er yfirleitt svakalega jöfn. Í fyrra minnir mig að fimm sigrar hafi skilið að lið sem féll og lið sem komst í úrslitakeppnina.“ Fjölþjóðaher hjá flestum liðum Spænsku úrvalsdeildarliðin þurfa að vera með alla vega helming leik- manna frá Spáni eða með spænskt ríkisfang. Aðrir í leikmannahópunum koma gjarnan héðan og þaðan úr heiminum. „Við erum með leikmenn frá Svartfjallalandi, Þýskalandi, Tékklandi, Kanada, Bandaríkjunum, Kúbu og Argentínu fyrir utan Íslend- inginn,“ sagði Tryggvi, sem er ánægður með sitt hlutverk, ekki síst vegna þess að hann hefur spilað meira í vetur en hann bjóst við. „Ég var í raun fenginn sem þriðji maður undir körfuna en vegna meiðsla hef ég fengið stærra hlutverk en reiknað var með. Ég reyni að halda áfram að sanna mig og halda mínu striki. Við erum með fullkominn þjálfara hvað það varðar að hann er opinn fyrir því að gefa yngri mönnum tækifæri. Ég hef því fengið mín tækifæri og tel að ég hafi sýnt gegn Real Madrid að ég sé tilbúinn í slaginn.“ Býr inni í landi Tryggvi kann ágætlega við sig í Zaragoza, sem er í norðausturhluta landsins og þar búa um 660 þúsund manns. „Þetta er svolítið frábrugðið því sem ég hef kynnst á Spáni. Fyrst var ég í Valencia, sem er gull- falleg borg og stutt frá sjónum. Síð- asta vetur var ég í Santiago, sem er einnig virkilega falleg og þar er náttúran líkari þeirri íslensku. Nú er ég inni í miðju landi. Hér er að- eins kaldara og meiri vindur. En borgin er fín og á heildina litið er ég ánægður bæði með staðsetninguna og liðið. Ég kem öllu frá mér á spænsku og skil allt þótt ég tali örugglega ekki fallegustu spænsk- una,“ sagði Tryggvi sem tók málið strax föstum tökum þegar hann flutti til Spánar og óskaði eftir að komast í spænskunám. Allt small saman gegn stórveldinu  Tryggvi hæstánægður hjá Zaragoza  Sigrar gegn Real og Barcelona Ljósmynd/FIBA Kraftur Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna í leik með Zara- goza gegn Bonn frá Þýskalandi í Meistaradeild Evrópu í vetur. Lionel Messi, fyrirliði spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, skrif- aði sig á spjöld sögunnar í gærkvöldi þegar hann hlaut Gullboltann í sjötta sinn á ferlinum á árlegri verðlauna- afhendingu France Football sem fram fór í París. Enginn hefur unnið verðlaunin oftar en Messi, sem vann fyrst til verðlaunanna árið 2009. Hann hlaut verðlaunin svo fjögur ár í röð, árin 2010, 2011 og 2012. Árið 2015 hampaði hann verðlaunagripn- um í fimmta sinn, en Messi varð spænskur meistari með Barcelona á síðustu leiktíð, ásamt því að verða marka- og stoðsendingahæsti leik- maður deildarinnar. Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, varð annar í kjörinu og Cristiano Ronaldo, sem hlotið hefur Gullbolt- ann fimm sinnum, varð þriðji. Megan Rapinoe hlaut Gullboltann í kvennaflokki, en hún var fyrirliði bandaríska landsliðsins sem varði heimsmeistaratitil sinn á HM í Frakklandi síðasta sumar. bjarnih@mbl.is AFP Bestur Lionel Messi, leikmaður Barcelona og Argentínu. Messi skráði sig í sögubækurnar AFP Best Megan Rapinoe, leikmaður Reign og Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.