Morgunblaðið - 03.12.2019, Page 32
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Silja Elsabet Brynjarsdóttir mezzó-
sópran og Helga Bryndís Magnús-
dóttir píanóleikari koma fram á
Kúnstpásu Íslensku óperunnar í
Norðurljósum Hörpu í dag, þriðju-
dag, kl. 12.15. Á efnisskránni eru
aríur og sönglög eftir Bizet, Verdi,
Massenet, Donizetti og Schubert.
Tónleikarnir standa í um það bil
30 mínútur. Aðgangur er ókeypis.
Silja Elsabet syngur á
Kúnstpásu í hádeginu
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði
fyrir PAOK gegn Olympiakos í topp-
slag grísku úrvalsdeildarinnar í fót-
bolta á sunnudagskvöldið náði
hann áfanga sem mjög fáir íslensk-
ir knattspyrnumenn hafa náð.
Sverrir hefur nú skorað mörk í
deildakeppni sex landa og einungis
þrír Íslendingar hafa gert betur en
það. »26
Sverrir Ingi kominn
í fámennan hóp
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Þetta var magnað. Hjá okkur small
allt og þetta gekk dásamlega. Að
vinna þetta lið er nátt-
úrlega bara veisla,“
sagði Tryggvi Snær
Hlinason meðal
annars við Morgun-
blaðið um sigur Zara-
goza gegn
stórveldinu
Real Madrid í
spænsku
úrvals-
deildinni í
körfuknatt-
leik. »26
Að vinna stórliðið
Real Madrid er veisla
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Styrktarsjóður Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar hefur gefið út heimilda-
ritið Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
– tilurð og saga, sem Birgitta Spur,
ekkja listamannsins, ritstýrði. Af því
tilefni býður styrktarsjóðurinn til
fagnaðar í safninu á Laugarnesi á
morgun kl. 17. Dagskráin endur-
speglar breiddina í starfsemi safns-
ins, sem frá upphafi hefur fjallað um
myndlist, tónlist, bókmenntir og
náttúru- og menningarminjar á
Laugarnesi.
Birgitta tileinkar ritið afkomend-
um sínum og velunnurum safnsins
sem studdu hana þegar staðið var að
uppbyggingu þess. „Mér er mikið í
mun að til séu aðgengilegar heimildir
um safnið og starfsemi þess,“ segir
Birgitta um verkið.
Í bókinni rekur Birgitta 35 ára
sögu safnsins og styðst við dag-
bækur, sendibréf, blaðaúrklippur,
ljósmyndir og ársskýrslur safnsins.
Margar blaðagreinar, einkum úr
Morgunblaðinu, eru birtar sem
myndir eins og þær komu fyrir í upp-
hafi, og með skýringum Birgittu er
um að ræða ítarlega samantekt um
mikilvæga menningarstarfsemi.
Erfiður rekstur
Eftir lát Sigurjóns 20. desember
1982 var Birgittu mikill vandi á hönd-
um og 1. desember 1984 stofnaði hún
einkasafnið Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar í þeim tilgangi að halda
utan um hátt í tvö hundruð listaverk
Sigurjóns og varðveita þau á þeim
stað sem þau voru sköpuð. Hún segir
að þegar Sigurjón féll frá hafi hús-
næðið verið gamalt og úr sér gengið
og miklar endurbætur nauðsynlegar.
Stofnun einkasafns hafi verið byrj-
unin á uppbyggingunni en síðan hafi
þurft að afla fjármagns til að gera við
vinnustofuna, svo hún gæti þjónað til
sýninga.
Haustið 1988 var safnið opnað al-
menningi og ári síðar gert að sjálfs-
eignarstofnun og rekið með sjálfs-
aflatekjum og styrkjum frá ríki og
borg fram til ársins 2012, þegar
Listasafn Íslands tók við rekstrinum.
Birgitta segir að rekstrarfjármagn
hafi ekki verið sjálfgefið. Framlag
borgarinnar hafi alltaf verið minna
en framlag frá ríkinu. „Á árunum
eftir bankahrunið 2008 var staðan
svo alvarleg að við blasti að hætta
þyrfti rekstri safnsins,“ segir hún.
Birgitta segist vera ánægð með
það sem tókst að gera: að breyta fá-
tæku listamannaheimili í menningar-
stofnun þar sem menningararfurinn,
verk Sigurjóns Ólafssonar, er þunga-
miðjan.
„Við höfum staðið vörð um arfleifð
Sigurjóns með þeim árangri að
fjallað hefur verið um list hans er-
lendis og verkin farið á sýningar þar,
og til dæmis hefur hann aftur verið
dreginn fram í sviðsljósið í Dan-
mörku,“ segir Birgitta. „List hans er
alþjóðleg.“
Morgunblaðið/RAX
Í Listasafninu Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar, við Úlfalda, verk eftir listamanninn frá 1978-1979.
Standa vörð um arfleifðina
Heimildarit um sögu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Ítarleg samantekt um mikilvæga menningarstarfsemi