Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 SJÁLFBÆR upplýsingagjöf Hvernig er ófjárhagslegri upplýsingagjöf íslenskra fyrirtækja háttað? Á morgunfundi Almenna lífeyrissjóðsins kynnir Margret Flóvenz, endurskoðandi, niðurstöðu skýrslu um ófjárhagslega upplýsinga- gjöf í ársreikningum skráðra íslenskra fyrirtækja. Skýrslan er unnin af nemendum í viðskiptasiðfræði við Háskóla Íslands. Fundarstjóri verður Ólafur H. Jónsson, stjórnarformaður Almenna. Staður: Borgartún 25, 8. hæð Stund: Fimmtudagur 5. desember kl. 8:30 Allir velkomnir Nánari upplýsingar og skráning á: www.almenni.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Því var fagnað í Noregi á mánudag að þá kom út á norsku sjötta og síðasta bindi Flateyjarbókar. Har- aldur Noregskonungur veitti verk- inu móttöku og eftir áramót er ætl- unin að færa Alþingi og forseta Íslands bækurnar, samkvæmt upp- lýsingum Anders Hansen, fram- kvæmdastjóra Lærdómsseturisns á Leirubakka, en hann og Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir hafa aðstoðað við útgáfuna ásamt mörgum öðrum. Norska bókaforlagið SagaBok stendur að útgáfunni og Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, hefur haft yfirumsjón með þýðing- unni á nútímanorsku. Bækurnar sex eru í leðurbandi og útgáfan ríkulega myndskreytt með nýjum myndum eftir norska myndlistar- manninn Anders Kvåle Rue. Fram kemur á vef norsku fréttastofunnar NTB að verkefnið í heild kosti um 15 milljónir norskra króna eða sem nemur um 200 milljónum íslenskra króna. Anders Hansen segir einnig að nú sé búið að þýða um 40% texta bókarinnar á ensku. Það sé næsta stórverkefni að gefa Flateyjarbók út á ensku og þannig að opna þennan mikla menningararf fyrir allri heimsbyggðinni. Á vef Alþingis fyrir fjórum árum var greint frá því að Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, hefði þá tekið við fyrstu tveimur bindum nýrrar útgáfu Flateyjarbókar á norsku, fyrstu heildarútgáfu Flat- eyjarbókar í Noregi. Flateyjarbók var mest íslenskra handrita, alls 225 arkir eða 450 síður og kom til Íslands með danska varðskipinu Vædderen þegar fyrstu handrit- unum var skilað frá Danmörku, 21. apríl 1971. Þá afhenti danski menntamálaráðherrann Helge Lar- sen íslenskum starfsbróður sínum Gylfa Þ. Gíslasyni bókina með frægum orðum á sviði Háskólabíós. Haraldur konungur tók við sjötta bindi Flateyjarbókar  Útgáfunni lokið í Noregi  200 milljóna verkefni Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon „Vær så god, Flatøbogen!“ Helge Larsen, menntamálaráðherra Danmerk- ur, afhendir Gylfa Þ. Gíslasyni, íslenskum starfsbróður sínum, bókina 1971. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þessar tillögur eru stór áfangi í nátt- úruvernd á Íslandi,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. „Ég hefði þó gjarnan viljað sjá að viss svæði í útjaðri hálendisins yrðu innan þjóðgarðsins og svo er spurning hve mikil völd fámenn sveitarfélög eigi að hafa um stjórn og skipulag þjóðgarða, samanber að þeir eru sameign allra landsmanna.“ Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráð- herra í gær skýrslu um málið. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þing- flokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlinda- ráðuneytis og forsætisráðuneytis. Miðhálendið, sem svo er kallað, spannar 40 þúsund ferkílómetra, og eru um 85% þeirra þjóðlendur. Eru þær, að friðlýstum lendum meðtöld- um, svæðið sem hálendisþjóðgarður- inn á að spanna. Gert er ráð fyrir að ráðherra leggi á vorþingi fyrir Al- þingi fram frumvarp sem byggist á tillögunum sem kynntar voru ráð- herra í gær. Í undirbúningsstarfinu var samráð haft við fulltrúa sveitar- félaga og þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Hugmyndin er einnig sú að skipta garðinum upp í rekstrarsvæði og fari svæðisbundin ráð þar með stefnumörkun, umsjón og rekstur. „Hálendisþjóðgarður verður ein- stakur þjóðgarður á miðhálendi Ís- lands þar sem er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu,“ segir í yfir- lýsingu Guðmundar Inga Guðbrands- sonar umhverfisráðherra. Nefndin sem vann tillögurnar um hálendisþjógarð hóf störf á vormán- uðum í fyrra og byggðist starf hennar á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Ótímabærar fyrirætlanir „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er ótímabær,“ segir Bergþór Ólason, fulltrúi Miðflokks í þjóðgarðsnefnd. Hann sagði sig frá starfinu áður en yfir lauk og skrifaði ekki undir loka- skýrsluna. Hann segir margt í tillög- um enn óljóst, svo sem hvernig fjár- magna skuli stofnun og starfsemi þjóðgarðs. „Framtíð orkunýtingar er óljós og einnig hvernig koma eigi til móts við gagnrýni sveitarfélaga sem eiga land á hálendinu. Fulltrúar flestra sveitarfélaga eru fullir efa- semda um þessar fyrirætlanir, sem að mínu mati er borin von að komist í gegnum Alþingi á vorþingi.“ Hillir undir hálendisþjóðgarðinn  Spannar ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu  Umhverfisráðherra fær tillögur  Sagðar vera stór áfangi í náttúruvernd  Ótímabært og margt er enn óljóst, segir fulltrúi Miðflokks í þjóðgarðsnefnd Tillaga um mörk þjóðgarðs á miðhálendinu Heimild: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Kort: Náttúrufræðistofnun. Bakkelsi, taupokar og hálkusalt voru meðal þess sem kaupa mátti á góðgerðarmarkaði barna af frí- stundaheimilum í Grafarvogi í Reykjavík, sem haldinn var í Hlöð- unni við Gufunesbæ í gær. Við- burður þessi er árlegur, þar sem börnin úr 3. og 4. bekk grunnskól- ans selja framleiðslu sína, en nú sem endranær rennur ágóðinn óskertur til Barnaspítala Hringsins. „Krakkarnir sem tóku þátt í dag voru einhvers staðar nærri fimmtíu talsins og komu af þeim átta frí- stundaheimilum sem starfrækt eru í Grafarvoginum. Þessi viðburður í dag, sem hafði yfir sér hátíðlegan blæ jólanna, var afar skemmti- legur,“ segir Kristján Sigurðsson, aðstoðarformaður á Regnboga- landi, sem var meðal þeirra sem skipulögðu markaðinn, sem nú var haldinn í sjötta sinn. sbs@mbl.is Góðgerðar- markaður í Grafarvogi Morgunblaðið/Árni Sæberg „Við sjáum hverju fram vindur í vik- unni,“ sagði Hall- dór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við mbl.is í gær og vísaði í máli sínu til þeirrar stöðu sem uppi er í kjara- viðræðum SA við Blaðamannafélag Íslands (BÍ). Fundi samninganefnda BÍ og SA var slitið á fimmta tíman- um í gær eftir um fjögurra tíma viðræður. Ríkissáttasemjari sleit fundinum og ekki hefur verið boð- að til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði stöðuna „mjög erfiða“. Útlit er fyrir fjögurra tíma vinnustöðvun blaða- manna á prentmiðlum á morgun, fimmtudag. Fundi samninga- nefnda SA og BÍ slit- ið hjá sáttasemjara Hjálmar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.