Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Leiðtoga-fundurAtlants-
hafsbandalagsins
stendur nú yfir í
Lundúnum og er
yfirlýstur til-
gangur hans að fagna 70 ára
afmæli bandalagsins. Óhætt
er að segja að fundurinn hafi
farið allbrösuglega af stað,
þar sem aðfarir Tyrkja í
Sýrlandi og vægast sagt sér-
kennileg ummæli Emman-
uels Macrons Frakklands-
forseta í síðasta mánuði um
að bandalagið glími við
„heiladauða“ gáfu tóninn.
Meðal þess sem deilt hef-
ur verið um á fundinum er
ný varnaráætlun fyrir
Eystrasaltslöndin og Pól-
land, sem Tyrkir segjast
munu standa í vegi fyrir
nema hinar þjóðirnar viður-
kenni YPG-samtök Kúrda í
Sýrlandi sem hryðjuverka-
öfl. Öðrum ríkjum banda-
lagsins þykir það þó frekar
súr skipti, sér í lagi í ljósi
þess veigamikla hlutverks
sem YPG gegndi í barátt-
unni við Ríki íslams.
Ofan á þetta bætast
vangaveltur um stöðu
Bandaríkjanna innan banda-
lagsins, þrátt fyrir að
Donald Trump Bandaríkja-
forseti hafi fullvissað
fundargesti í gær um að
Bandaríkin stæðu enn þétt
við bakið á Atlantshafs-
bandalaginu, óháð harðri
gagnrýni hans á það hvernig
fjárhagslegum byrðum af
vörnum þess sé deilt niður á
ríkin.
Trump var skiljanlega
stoltur af því, að á hans vakt
hefðu bandalagsþjóðirnar
aukið framlög sín til mála-
flokksins um 180 milljarða
bandaríkjadala. Um leið hef-
ur þeim fjölgað sem verja að
minnsta kosti 2% af þjóðar-
framleiðslu sinni til varnar-
mála, eins og lofað var á leið-
togafundi bandalagsins í
Varsjá 2014 að gert yrði fyr-
ir árslok 2024.
Ekki verður þó horft
framhjá því að sum lykilríki
bandalagsins virðast sátt við
að láta þennan málaflokk
sitja á hakanum. Þýskaland
er þar sérstakt áhyggjuefni,
en Annegret Kramp-
Karrenbauer, varnarmála-
ráðherra og líklegur arftaki
Angelu Merkel Þýskalands-
kanslara, sagði í sumar að
raunhæfara væri fyrir Þjóð-
verja að stefna á að verja
1,5% af þjóðarframleiðslu
sinni árið 2024 í
varnarmál. Sú
yfirlýsing hefur
mælst misjafn-
lega fyrir bæði í
Þýskalandi og er-
lendis, og ekki
verið til þess fallin að draga
úr gagnrýni Bandaríkja-
stjórnar.
Þessi afstaða Þjóðverja er
þeim mun fróðlegri í ljósi
þess að ummæli Macrons um
„heiladauða“ bandalagsins
voru öðrum þræði ætluð til
að hvetja ríki Evrópusam-
bandsins til þess að huga að
eigin vörnum utan þeirra
traustu vébanda sem Atl-
antshafsbandalagið hefur
mótað á síðustu 70 árum.
Viðbrögð Þjóðverja þá voru
að benda réttilega á að Evr-
ópusambandsríkin væru enn
um sinn of veikburða í
varnarmálum til þess að
íhuga slíka kosti.
Að vissu leyti endurspegla
þau vandamál sem blossað
hafa upp á fundinum annað
nýlegt afmæli, en á þeim
þrjátíu árum sem liðin eru
frá því að smánarmúr sósíal-
ismans féll í Berlínarborg
hefur reglulega blossað upp
umræða um hlutverk banda-
lagsins og jafnvel látið að því
liggja að dagar þess séu
taldir, þar sem tilgangurinn
hafi brostið þegar Sovét-
ríkin hurfu.
Það vekur því athygli að
eitt umræðuefni fundarins
er hvernig bandalagsríkin
ætla sér að bregðast við upp-
gangi Kínverja, sem eyða nú
næstmestu allra þjóða til
varnarmála. Ljóst er að Atl-
antshafsbandalagið mun
seint sækja inn á Suður-
Kínahaf. Engu að síður nálg-
ast Kínverjar bandalagið óð-
fluga, hvort sem horft er til
mikillar innviðaaukningar
þeirra í ríkjum Afríku og
Asíu, ásælni á norðurskautið
eða þróunar fjarskipta-
tækni, á borð við 5G, sem
kínverski fjölmiðlarisinn
Huawei hefur sett í forgang.
Víst er að Atlantshafs-
bandalagið mun ekki finna
sér nýjan tilgang með því að
setja Kínverja eða jafnvel
Rússa í þann óvinasess sem
Sovétríkin sátu áður í. Engu
að síður er löngu tímabært
að bandalagsríkin kanni
hvort þau geti fundið sam-
starfsflöt gagnvart þessum
ríkjum sem og öðrum, sem
mögulega munu ógna öryggi
vestrænna lýðræðisríkja á
komandi árum.
Leiðtogar Atlants-
hafsbandalagsins
funda í Lundúnum
en byrja brösuglega}
Vandamálin viðruð
R
íkisútvarpið (RÚV ohf.) hefur nú
stigið nýtt skref í þá átt að líta á
sig sem ríki í ríkinu. Það gerði
það vitanlega með því að ákveða
að leyna því hverjir umsækj-
endur um stöðu útvarpsstjóra yrðu og telja
sig þannig ekki þurfa að fara að lögum. Rökin
voru þau að með því myndu betri umsækj-
endur koma fram. Ekki veit ég hvað menn
hafa fyrir sér í því nema það sé slíkt feimnis-
mál að sækja um starfið.
Til að reyna að komast upp með þetta hafði
einhver starfsmaður verið látinn breyta per-
sónuverndaryfirlýsingu stofnunarinnar til að
þessi leyndarhyggja passaði við hana. Árvök-
ulir fréttamenn einkamiðlanna höfðu hins
vegar rekið augun í þetta svo upp komst um
svindlið.
En það er ekki bara leyndarhyggjan í Efstaleitinu sem
er brot á lögum heldur þurfti ríkisendurskoðandi að
benda á hið augljósa, að stofnunin hefur ekki farið að
lögum og stofnað dótturfélög. Lög frá 2013 með gildis-
töku 2018 svo nægur var tíminn.
Á sama tíma og Ríkisútvarpið verður upplýst af leyni-
makki um það hver verður næsti útvarpsstjóri er ráð-
herra ríkisútvarpsins að reyna að koma í gegnum alþingi
frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að gera frjálsa fjöl-
miðla háða ríkissjóði. Á sama tíma er ekki útlit fyrir að
ráðherrann ætli sér að breyta fjármögnun RÚV ohf.,
hvorki er varðar þátttöku á auglýsingamarkaði né nef-
skattinn sem allir neyðast til að greiða.
Það er vel skiljanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli
emja örlítið yfir þessum málatilbúnaði ráð-
herrans. Ráðherrann veit þó að kveisa Sjálf-
stæðisflokksins er ekki merkilegri en ung-
barns rétt eftir að hafa tæmt pelann, nægir
að setja hann á öxlina og klappa mjúklega þar
til ropinn kemur, þá lagast allt.
Ég spái því að þótt málið klárist ekki fyrir
jól verði fyrir þingfrestun í vor búið að bæta
fjölmiðlum á ríkisspenann.
Ríkisútvarp í þeirri mynd sem það er í dag
er tímaskekkja og óþarft. Tæknin hefur gert
það að verkum að flutningur efnis er orðinn
almennur, mikið magn afþreyingar er í boði,
menningar- og fræðsluþættir o.s.frv.
Öryggishlutverkið á ekki lengur við, til þess
hafa menn aðra tækni, s.s. í gegnum farsíma
eða ljósleiðara. Sjómenn vafra um á netinu og
eru flestir í stöðugu sambandi heim.
Þá spyr einhver: Hvað með menninguna? Hún má
ekki vera upp á Ríkisútvarpið komin. Hún þarf að geta
náð til sem flestra á sem fjölbreyttastan hátt. Leggja
ætti Ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og nota t.d.
tvo milljarða af þessum fimm sem það kostar að reka
RÚV í íslenska menningu. Stofna mætti sjóð sem styrkti
gerð efnis um menningu, listir, o.þ.h.
Einkarekna fjölmiðla getum við eflt með því að skatt-
greiðendur velji á sínu skattframtali hvaða fjölmiðill á að
fá þeirra „útvarpsgjald“. Það er einfalt og mögulega
sanngjarnt. gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Hið óþarfa leynifélag RÚV ohf.
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og
varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
tegund sem tölvupóstur er og að
mikilvægar upplýsingar um athafn-
ir opinberra aðila varðveitist.
Frestur til að skila inn umsögn um
regludrögin er til og með 3. janúar
á næsta ári.
Meginreglan er sú að tölvupóst,
og fylgiskjöl hans, sem varðar mál
með efnislegum hætti skuli skrá og
varðveita í skjalasafni viðkomandi
stofnana. Forstöðumaður stofnunar
skal tryggja við starfslok starfs-
manns að allur tölvupóstur og fylgi-
skjöl hans í tölvupósthólfi sem
starfsmaður hafði til umráða á
starfstíma sínum sé skráður, varð-
veittur eða honum eytt í samræmi
við ákvæði reglnanna. Stofnanirnar
eiga sjálfar að setja sér skráðar
notkunarreglur um þetta á grund-
velli almennu reglnanna.
Tölvupósti var eytt
Í greinargerð Þjóðskjalasafnsins
með reglunum er rifjað upp að í
könnun Þjóðskjalasafns Íslands á
skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins
árið 2016 hafi komið í ljós að aðeins
49% stofnana ríkisins varðveita
tölvupóst sem varðar mál í mála-
safni þeirra. Alls sögðu 43% stofn-
ana að tölvupóstur sem varðaði mál
væri ekki varðveittur í málasafni og
af þeim sögðu langflestir að tölvu-
pósturinn væri vistaður í tölvu-
pósthólfum stofnunarinnar. Þá
komu fram vísbendingar um að
þúsundum tölvubréfa opinberra
stofnana hefði verið eytt vegna
skorts á reglum.
Þjóðskjalasafnið bendir á að
geymsla tölvupósts í tölvupóst-
hólfum sé ekki skipuleg varðveisla
og geti orðið til þess að mikilvægar
upplýsingar um ákvarðanir og af-
greiðslu mála hjá afhendingar-
skyldum aðilum séu ekki fyrir
hendi þegar á þurfi að halda.
Fram kemur að við samningu
draganna hafi verið tekið mið af
verklagi um meðferð tölvupósts hjá
Stjórnarráði Íslands. Í Starfs-
mannahandbók Stjórnarráðsins séu
vandaðar leiðbeiningar um meðferð
og skráningu mála og skjala sem
komi til meðferðar ráðuneytanna,
þ.m.t. um tölvupóst. Þá hafi jafn-
framt verið skoðaðar reglur og til-
mæli um tölvupóst hjá opinberum
aðilum á Norðurlöndum.
Misbrestur er enn á
varðveislu tölvupósts
Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands Varðveita ber rafræn gögn, þ.m.t. tölvupóst, í skjalasöfnum opinberra stofnana.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Þjóðskjalasafn Íslands hefurauglýst til umsagnar drögað reglum um meðferð,varðveislu og eyðingu á
tölvupósti þeirra opinberu stofnana
sem skylt er að afhenda safninu
skjöl sín til varðveislu. Þjóðskjala-
safn er framkvæmdaaðili opinberr-
ar skjalavörslu og skjalastjórnar
samkvæmt lögum um opinber
skjalasöfn og er m.a. ætlað að setja
reglur um skjalavörslu og skjala-
stjórn afhendingarskyldra aðila.
Í tilkynningu á vef Þjóðskjala-
safnsins (skjalasafn.is) segir að
mikilvægt sé að meðferð, varðveisla
og eyðing á tölvupósti sé eftir
ákveðnum ferlum og að tryggt sé að
tölvupóstur sem varðar mál sem er
til meðferðar hjá afhendingar-
skyldum aðilum og varðar starf-
semi þeirra sé skráður og varð-
veittur á skipulegan hátt.
Reglunum sé ætlað að tryggja góða
og vandaða meðferð á þeirri skjala-