Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.alno.is NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Það var rosa partí hér á laugardaginn og krökkunum leist vel á,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. OKið kallast nýtt rými fyrir ungt fólk í bókasafninu í Gerðubergi, en þar er hægt að læra, skapa, fikta og einfaldlega hanga. Það var opnað með pompi og prakt um helgina og skemmti söngkonan GDRN gestum. OKið er ætlað krökkum á aldrin- um 12-16 ára og hafa þau tekið þátt í að skapa rýmið. „Við höfum unnið með unglingum úr hverfinu frá upphafi, rætt við þau hvað þau vilja og þau hafa verið okkur stoð og stytta,“ segir Guðrún. Opið verður á virkum dögum eft- ir skóla frá kl. 14-18 og þar fyrir ut- an verða viðburðir, smiðjur og námskeið. Krakkarnir geta sjálfir skipulagt dagskrá. „Við vonum að þau taki völdin af okkur – hrifsi þetta til sín.“ OKið hlaut hæsta styrk úr Barna- menningarsjóði í ár, rúmar 18 millj- ónir. Um tilraunaverkefni er að ræða þar sem prófaðar verða ólíkar miðlunarleiðir til að ná til ungs fólks. Í rýminu er unnið með tækni og umhverfismál en einnig gefst ungmennum tækifæri til að prófa sig áfram og sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. Hægt er að kynna sér verkefnið nánar á vef Borgarbókasafnsins. Vona að krakk- arnir taki völdin  Nýtt rými fyrir ungmenni í Gerðubergi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Opnunarhátíð Krakkarnir í Breið- holti eru spenntir fyrir OKinu. Félag sjálf- stæðismanna um fullveldismál var stofnað í Valhöll í Reykjavík 1. desember síðast- liðinn, á full- veldisdeginum. Stofnfundinn sóttu um 80 manns. Tilgangur fé- lagsins er að „efla samhug sjálf- stæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunn- gildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð“, eins og segir í lög- um félagsins. Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, var ein- róma kjörinn formaður félagsins, en hann flutti ávarp á fundinum, eins og þingmennirnir Jón Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson, auk fleiri. Styrmir for- maður félags um fullveldi Styrmir Gunnarsson Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts (ÍSP), segir að það sé rangt sem Neytendasamtökin halda fram, að kostnaður og aðrar forsendur sem liggja til grundvallar hinu nýja enda- stöðvagjaldi, sem lagt er á allar póst- sendingar frá útlöndum, séu ekki til staðar hjá Íslandspósti. „Að sjálfsögðu liggja allar þessar upplýsingar fyrir,“ segir hann. Hins vegar hafi Breka Karlssyni, formanni samtakanna, verið svarað nokkrum sinnum í sumar á þá leið að Íslands- póstur gefi ekki opinberlega út þær upplýsingar sem kallað var eftir. „Þar var um að ræða niðurbrotnar upplýsingar úr bókhaldi félagsins um tekjur og gjöld og slíkar upplýsingar eru ekki gerðar opinberar,“ segir Birgir. Hins vegar liggi þetta allt gal- opið fyrir þá aðila sem hafa það hlut- verk að fara yfir og hafa eftirlit með rekstri fyrirtækisins. Póst- og fjar- skiptastofnunin (PFS), Samkeppnis- eftirlitið, Ríkisendurskoðun og fleiri séu með rekstur og starfsemi Íslands- pósts undir smásjá og hafi öll þessi gögn. Neytendasamtökin hafi ekki þetta lagalega eftirlitshlutverk og geti því ekki kallað eftir gögnunum. Friðrik Pétursson hjá Póst- og fjar- skiptastofnuninni segir að yfirferð stofnunarinnar á kostnaðarforsend- um Íslandspósts fyrir nýja gjaldinu eigi að vera tilbúin fyrir áramót og verði þá birt opinberlega. Ekki vegna fortíðarvanda „Sendingargjaldið er ekki hugsað til þess að greiða fyrir fortíðarvanda ÍSP, sá vandi er flókinn og í raun sér kapítuli,“ segir Birgir Jónsson „Gjaldið kemur á móti tapi sem verð- ur á sendingum sem berast að utan og verður til vegna þess að alþjóðasamn- ingar sem hið alþjóðlega póstsam- starf byggist á hafa ekki þróast nógu hratt með þróun netverslunar í heim- inum. Þetta er stórt alþjóðlegt vanda- mál og Ísland er eitt fárra landa sem hafa leyst vandann með þessum hætti á meðan önnur lönd horfa á mikinn taprekstur.“ Niðurgreiðsla ekki sanngjörn Birgir segir að almennt séð sé ekki sanngjarnt að Íslandspóstur eða ríkið niðurgreiði sendingar fyrir einstak- linga sem þeir panta sér á netinu. Aðrar vörur sem komi til landsins og séu til sölu í verslunum séu ekki nið- urgreiddar með þessum hætti og því sé hér um mikilvægt sanngirnismál að ræða. „Það er samt vel skiljanlegt að fólk sé ósátt við að þurfa allt í einu að greiða fyrir það sem það fékk ókeypis áður,“ segir hann. Nýja gjaldið ekki vegna fortíðarvanda Morgunblaðið/Hari Póstur Nýtt gjald á póstsendingar er umdeilt, ekki síst forsendur þess.  Forstjóri ÍSP segir forsendur enda- stöðvagjalds liggja fyrir hjá fyrirtækinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.