Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi Emmanuel Macron, for- seta Frakklands, harkalega í gær við upphaf 70 ára afmælisfundar Atl- antshafsbandalagsins í Lundúnum vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við tímaritið The Economist í síðasta mánuði. Þar sagði Macron að bandalagið glímdi við „heiladauða“, meðal annars vegna viðbragða þess við sókn Tyrkja gegn Kúrdum í Sýr- landi. Á fréttamannafundi sem Trump hélt með Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóra bandalagsins, sagði Trump að ummælin hefðu verið mjög móðgandi gagnvart hinum 28 ríkjum þess. „NATO þjónar frábærum til- gangi,“ sagði Trump og bætti við að enginn þyrfti meira á bandalaginu að halda en Frakkar. Þegar forsetinn var spurður hvort Bandaríkin væru á útleið úr Atlantshafsbandalaginu neitaði Trump því en sagðist geta séð fyrir sér að Frakkar myndu yfirgefa það. Stoltenberg tók að vissu leyti und- ir gagnrýni Trumps á ummæli Macr- ons og sagði að bandamenn ættu ekki að efast um einingu og pólitískan vilja bandalagsþjóðanna til þess að standa saman og verja hver aðra. Trump gagnrýndi einnig sumar af bandalagsþjóðunum í Evrópu fyrir að hafa dregið lappirnar þegar kom að útgjöldum til varnarmála. „Þegar ég byrjaði var ég reiður við NATO og nú hef ég aflað 130 milljarða banda- ríkjadala,“ sagði Trump og vísaði þar til þeirrar fjárhæðar sem önnur ríki bandalagsins hafa varið til varnar- mála á síðustu árum. Einungis níu af bandalagsþjóðun- um 29 hafa náð tilsettu marki sem sett var árið 2014, um að þær myndu eyða að minnsta kosti 2% af vergri landsframleiðslu sinni til málaflokks- ins fyrir árið 2024. Gagnrýndi Trump Þýskaland sérstaklega, en útgjöld Þjóðverja til varnarmála eru einung- is um 1,2% af vergri landsfram- leiðslu, og hafa lítið hækkað. Spyr um hlutverk Tyrkja Macron fundaði síðar um daginn með Trump og sagði við fjölmiðla eftir þann fund að hann stæði við um- mæli sín. Gagnrýndi hann sérstak- lega Tyrki, en Recep Taayip Erd- ogan Tyrklandsforseti hafði tekið ummælin sérstaklega óstinnt upp og sagt Macron sjálfan vera „heila- dauðan“. Ollu þau ummæli nokkrum styr í samskiptum Frakka og Tyrkja. Macron sakaði á móti tyrkneskar hersveitir um að hafa á stundum átt samvinnu við vígamenn í Sýrlandi, sem tengst hefðu hryðjuverkasam- tökunum Ríki íslams. Sagði hann ljóst að bandalagið hefði misst tengslin við Tyrkland, og nefndi með- al annars nýleg kaup Tyrklands- stjórnar á hinu rússneska S-400-loft- varnakerfi, sem er ósamrýmanlegt loftvarnarkerfum hinna bandalags- þjóðanna. Sagði Macron að það þyrfti að spyrja hvort Tyrkir vildu áfram til- heyra Atlantshafsbandalaginu og vísaði þar til þess að Erdogan hefur hótað í aðdraganda fundarins að Tyrkir muni beita neitunarvaldi sínu á áform um að styrkja varnir Austur- Evrópu, viðurkenni bandalagið ekki YPG-samtök Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. Rússar reiðubúnir til samstarfs Macron sagði einnig að bandalags- þjóðirnar ættu að hefja viðræður við rússnesk stjórnvöld um stöðu al- þjóðamála, en að bandalagið yrði í slíkum viðræðum að vera með „gal- opin augu“. Fyrr um daginn hafði Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýst því yfir að hann væri reiðubúinn að hefja samstarf við Atlantshafsbandalagið um varnir gegn sameiginlegum ógnum, þar á meðal alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi, vopnuðum átökum og hættunni á aukinni dreif- ingu gjöreyðingarvopna. Pútín gagnrýndi aftur á móti bandalagið fyrir að hafa hegðað sér án tillits til öryggishagsmuna Rússa, meðal annars með því að styrkja varnir sínar í þeim ríkjum er eiga landamæri að Rússlandi. Jens Stoltenberg sagði hins vegar að bandalagið liti ekki á Rússland sem andstæðing sinn, en að það yrði að rækja varnir Póllands og Eystra- saltsríkjanna, ekki síst með tilliti til atburða síðustu ára í Úkraínu. Gagnrýnir ummæli Macrons  Pútín segir Rússa tilbúna til sam- starfs við Atlantshafsbandalagið Sem hlutfall af VLF byggt á verðlagi ársins 2015 2014 áætlað 2019 Framlög NATO-ríkja til varnarmála Heimild: NATO 0,93 1,19 Búlgaría Frakkland Eistland Litháen Tyrkland Grikkland Bandaríkin 0,55 1,04 Ítalía Portúgal **Tölur geta breyst þar sem lög viðkomandi ríkis eða samkomulag krefst þess að ríkið verji 2% af VLF til varnarmála *Lífeyrisgreiðslur ekki meðtaldar 0,92 Ungverjaland Albanía Kanada Danmörk Holland Þýskaland Svartfjallaland NATO í Evrópu 1,58 3,26Norður-Ameríka Noregur Slóvakía Króatía Lettland Pólland Rúmenía Stóra-Bretland Lúxemborg Spánn Belgía Slóvenía Tékkland 1,21 1,22 1,26 1,27 1,35 1,35 1,36 1,41 1,61* 1,65 1,70 1,74 1,75 1,84 1,89 1,98** 2,01** 2,01** 2,04** 2,13 2,13 2,24 3,42 Viðmið NATO 2% AFP Bandamenn Emmanuel Macron og Donald Trump takast hér í hendur áður en þeir ræða saman á vettvangi afmælisfundar NATO í Lundúnaborg. Rithöfundurinn Milan Kundera og Vera kona hans hafa fengið tékkneskan ríkisborgararétt á ný, fjörutíu ár- um eftir að kommúnista- stjórnin svipti hjónin þeim rétti. Kundera flúði Tékkóslóvakíu árið 1975 og settist að í Frakklandi. Bækur Kundera voru bannaðar í heimalandinu og hann sviptur ríkisborgararétti árið 1979 eftir að „Bókin um hlátur og gleymsku“ kom út, en þar hæddist Kundera að Gustav Husak, þáver- andi forseta Tékkóslóvakíu. Kundera fékk franskan ríkisborg- ararétt árið 1981. Petr Drulak, sendiherra Tékk- lands í Frakklandi, afhenti Kun- dera-hjónunum tilheyrandi skjöl á föstudaginn fyrir helgi. Voru hjón- in að sögn Drulaks mjög ánægð þó að þýðing þessa væri aðallega tákn- ræn úr því sem komið væri, en Kun- dera, sem nú er níræður, ferðast af- ar sjaldan til Tékklands. Þekktasta verk Kundera er skáldsagan „Hinn óbærilegi létt- leiki tilverunnar“ sem kom út árið 1984, en öll ritverk hans utan eins ritgerðasafns hafa komið út hér á landi í þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Kundera fær ríkis- borgararétt eftir fjörutíu ára bið Milan Kundera TÉKKLAND Kim Jong-un, leiðtogi Norður- Kóreu, klippti í gær á borða og opn- aði formlega hinn nýuppgerða bæ Samjiyon en norðurkóreskir fjöl- miðlar segja bæinn vera „hápunkt siðmenningarinnar“ og „útópíu“. Hinn nýi bær á að hýsa um 4.000 fjölskyldur. Þá hefur verið bætt við alls kyns afþreyingu sem ekki var áður fyrir hendi, eins og skíða- brekkum og íþróttaleikvangi. Gagnrýnisraddir segja að margir af þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmdirnar hafi verið þving- aðir til þess, en Norður-Kóreumenn hafa ekki svarað þeim ásökunum. Opnar „hápunkt siðmenningarinnar“ Útópían opnuð Kim Jong-un klippti á borða við hátíðlega athöfn í gær. NORÐUR-KÓREA Borgaryfirvöld í Berlín samþykktu í gær umdeildar breytingar á skipu- lagi svæðisins í kringum Checkpoint Charlie, fyrrverandi eftirlitsstöð Bandaríkjahers á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar á dögum kalda stríðsins. Þúsundir söguþyrstra ferðalanga hafa lagt leið sína til svæðisins á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá sameiningu Þýskalands og hafa íbú- ar borgarinnar að sögn AFP- fréttastofunnar jafnan talað um það sem „sögulegt Disneyland“ í niðr- andi tón. Hefur einkum verið gagn- rýnt að svæðið í nágrenni eftirlits- stöðvarinnar sé illa í stakk búið til að taka á móti þeim mannfjölda sem þangað sækir og myndast gjarnan örtröð þar. Þá ákváðu borgaryfirvöld í nóvember síðastliðnum að meina leikurum, sem stilltu sér upp í bún- ingum Bandaríkjahers og seldu ferðalöngum svokallaðar „sjálfu- myndir“ með sér, iðju sína eftir að kvartanir höfðu borist um að leik- ararnir hefðu gerst fullágengir við ferðamenn. Torg, safn og íbúðablokk Samkvæmt hinu nýja skipulagi er áformað að reisa nýtt torg við Checkpoint Charlie, auk þess sem sérstakt safn um sögu kalda stríðs- ins verður reist. Þá er fyrirhugað að reisa nýja íbúðablokk með um 300 íbúðum. Ekki er enn ljóst hvenær framkvæmdir geta hafist. Áformin hafa reynst umdeild meðal Berlínarbúa. Hefur einnig verið lagt til að tveimur skrið- drekum verði komið upp á svæðinu til minningar um frægt atvik árið 1961 þegar bandarískir og sovéskir skriðdrekar beindu byssum sínum hverjir að öðrum svo að lá við heims- styrjöld. sgs@mbl.is Lífga upp á Checkpoint Charlie  Umdeilt skipu- lag samþykkt af borgaryfirvöldum AFP Gömul landamæri Eftirlitsstöðin eins og hún lítur út nú á dögum. N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.