Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 England Burnley – Manchester City .................... 1:4  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Crystal Palace – Bournemouth............... 1:0 Staðan: Liverpool 14 13 1 0 32:12 40 Manch.City 15 10 2 3 43:17 32 Leicester 14 10 2 2 33:9 32 Chelsea 14 8 2 4 28:20 26 Crystal Palace 15 6 3 6 14:18 21 Tottenham 14 5 5 4 24:21 20 Wolves 14 4 8 2 19:17 20 Sheffield Utd 14 4 7 3 17:13 19 Arsenal 14 4 7 3 20:21 19 Manch.Utd 14 4 6 4 21:17 18 Burnley 15 5 3 7 21:24 18 Bournemouth 15 4 4 7 18:21 16 West Ham 14 4 4 6 17:23 16 Newcastle 14 4 4 6 13:22 16 Aston Villa 14 4 3 7 21:22 15 Brighton 14 4 3 7 16:21 15 Everton 14 4 2 8 14:22 14 Southampton 14 3 3 8 15:32 12 Norwich 14 3 2 9 15:30 11 Watford 14 1 5 8 9:28 8 Frakkland B-deild: Grenoble – Clermont............................... 1:1  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR – Skallagrímur ......... 19.15 Blue-höllin: Keflavík – Valur............... 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Grindavík .. 19.15 Smárinn: Breiðablik – Haukar............ 19.15 1. deild kvenna: Hertz-hellirinn: ÍR – Hamar ............... 20.15 Enski boltinn á Síminn Sport Manchester United – Tottenham ....... 19.30 Chelsea – Aston Villa ........................... 19.30 Leicester – Watford ............................. 19.30 Southampton – Norwich ........ (mbl.is) 19.30 Wolves – West Ham ............... (mbl.is) 19.30 Liverpool – Everton ............................. 20.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI HM kvenna í Japan A-RIÐILL: Holland – Kúba..................................... 51:23 Slóvenía – Angóla ................................. 24:33 Noregur – Serbía.................................. 28:25  Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0. B-RIÐILL: Suður-Kórea – Brasilía ........................ 33:27 Frakkland – Ástralía.............................. 46:7 Danmörk – Þýskaland ......................... 25:26  Þýskaland 6, Suður-Kórea 5, Frakkland 3, Danmörk 3, Brasilía 1, Ástralía 0. C-RIÐILL: Ungverjaland – Svartfjallaland .......... 24:25 Spánn – Senegal ................................... 29:20 Rúmenía – Kasakstan .......................... 22:20  Spánn 6, Svartfjallaland 6, Rúmenía 4, Ungverjaland 2, Senegal 0, Kasakstan 0. D-RIÐILL: Rússland – Kongó ................................ 34:13 Kína – Argentína .................................. 28:34 Svíþjóð – Japan..................................... 34:26  Rússland 6, Svíþjóð 6, Japan 4, Argent- ína 2, Kína 0, Kongó 0. Þýskaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Ludwigshafen – Lemgo...................... 23:26  Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo. Stuttgart – Kiel.................................... 34:35  Elvar Ásgeirsson skoraði ekki fyrir Stuttgart.  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá keppni vegna meiðsla. Danmörk Skjern – Skanderborg ........................ 29:24  Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði ekki skot í markinu. Patrekur Jóhannesson þjálfar liðið.  Efstu lið: Aalborg 23, Holstebro 19, Skjern 19, Ribe-Esbjerg 17, Bjerringbro/ Silkeborg 16, SönderjyskE 16. Svíþjóð Redbergslid – Sävehof........................ 24:24  Ágúst Elí Björgvinsson varði 17 skot í marki Sävehof. 1. deild kvenna Njarðvík – Keflavík b........................... 63:64 Staðan: Tindastóll 11 8 3 751:717 16 Keflavík b 9 6 3 638:614 12 Fjölnir 9 6 3 677:612 12 Njarðvík 11 6 5 699:625 12 ÍR 8 5 3 494:418 10 Hamar 9 1 8 503:611 2 Grindavík b 9 1 8 469:634 2 KÖRFUBOLTI Norska kvennalandsliðið í hand- knattleik, undir stjórn Þóris Her- geirssonar, hélt áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramótinu í Japan í gær og lagði Serba að velli, 28:25, í hörkuleik í Kumamoto. Leikstjórnandinn Stine Bredal Oftedal og markvörðurinn Silja Sol- berg voru í aðalhlutverki í norska liðinu. Bredal Oftedal tók leikinn í sínar hendur í seinni hálfleiknum og Solberg hrökk í gang á sama tíma og nær lokaði markinu á köflum eftir hlé. Þær Bredal Oftedal og Emilie Hegh Arntzen voru markahæstar í norska liðinu með sjö mörk og Sol- berg varði 13 skot. Kristina Liscevic skoraði sex mörk fyrir Serba. Allt bendir til þess að Noregur, Holland og Serbía fari áfram úr A- riðlinum. Þá bíður Þóris og hans stúlkna gríðarsterkur milliriðill. Þýskaland og Suður-Kórea virðast vera á leiðinni þangað og heims- meistarar Frakka eiga fyrir höndum hálfgildings úrslitaleik gegn Dönum um að komast áfram. Brasilía, heimsmeistaraþjóðin frá 2013, er líka í B-riðlinum og stendur þar mjög höllum fæti. Í hinn milliriðilinn fara Spánn og Svartfjallaland úr C-riðli og Rúss- land og Svíþjóð úr D-riðli. Heima- konur í Japan virðast nokkuð örugg- ar með þriðja sæti D-riðilsins en Rúmenía og Ungverjaland eru í bar- áttu um að fara áfram úr C-riðlinum.  Linn Blohm skoraði sjö mörk fyrir Svía í sannfærandi sigri á Jap- önum, 34:26.  Pauline Coatanea skoraði sjö mörk fyrir Frakka í risasigri gegn Áströlum, 46:7.  Julia Behnke skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja í spennuþrungnum sigri á Dönum, 26:25.  Jovanka Radicevic skoraði átta mörk fyrir Svartfjallaland í mikil- vægum sigri á Ungverjum, 25:24.  Alexandrina Cabral skoraði átta mörk fyrir Spánverja í sigri á Sene- gal, 29:20. vs@mbl.is Gríðarsterkur milliriðill bíður  Norska liðið vann Serba í hörkuleik Ljósmynd/IHF Ánægðar Norsku landsliðskonurnar fagna í leikslok eftir að hafa lagt Serba að velli í hörkuleik í Kumamoto í gær. Þær mæta Angóla á morgun. Tveir nýir aðstoðarþjálfarar eru komnir til liðs við karlalið KA í knattspyrnu og verða Óla Stefáni Flóventssyni, þjálfara liðsins, til halds og trausts. Hallgrímur Jónasson, fyrirliði KA og fyrrver- andi atvinnu- og landsliðsmaður, kemur inn í teymið sem annar aðstoðarþjálfaranna. Hinn er Pét- ur Heiðar Kristjánsson, sem hefur leikið með báðum Akureyrar- félögunum og spilaði síðast með Magna í 1. deild. KA endaði í 5. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hallgrímur og Pétur aðstoða Óla Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aðstoðarmaður Hallgrímur Jónas- son verður aðstoðarþjálfari KA. „Ég er farinn frá HB og nú er al- gjör óvissa,“ sagði knattspyrnu- maðurinn Brynjar Hlöðversson í samtali við Morgunblaðið í gær. Brynjar hefur yfirgefið HB í Færeyjum eftir tvö ár hjá félaginu. Hann segir koma til greina að vera áfram í færeysku deildinni. „Ég er ekki búinn að loka á neitt. Mér leið rosalega vel úti,“ sagði Brynjar. Hann æfir hjá Val sem stendur en á ekki von á samningstilboði frá fé- laginu, þrátt fyrir að Heimir Guð- jónsson, sem var þjálfari hans hjá HB, sé tekinn við liðinu. Æfir með Val í algjörri óvissu Morgunblaðið/Hanna Fyrirliði Brynjar Hlöðversson lék með Leikni R. áður en hann hélt út. Manchester City stökk upp fyrir Leicester og upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 4:1-útisigri á Burnley í gærkvöldi. City var mikið sterkari aðilinn allan leikinn og var með boltann tæplega 80 prósent af leiknum. Í fjarveru Sergio Agüero skoraði Gabriel Jesus tvívegis framhjá Nick Pope í marki Burnley og þeir Rodri og Riyad Mahrez komust einnig á blað. Robbie Brady skoraði sára- bótarmark fyrir Burnley á 89. mín- útu og þar við sat. City er nú átta stigum frá toppliði Liverpool, sem mætir Everton í stórleik á Anfield í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla en hann er væntanlegur aftur á völlinn innan skamms. Crystal Palace fór upp í fimmta sætið með 1:0-heimasigri á Bourne- mouth. Jeffrey Schlupp skoraði sigurmarkið á 76. mínútu, þrátt fyr- ir að Palace hafi leikið manni færri í rúmar 70 mínútur. Mamadou Sakho fékk beint rautt spjald á 19. mínútu en það kom ekki að sök. AFP Tvenna Gabriel Jesus skoraði tvö mörk fyrir Man. City gegn Burnley. Meistararnir miklu sterkari í Burnley Átta Íslendingar með ólympíu- farann Anton Svein McKee fremst- an í flokki eru mættir til Glasgow í Skotlandi þar sem keppni á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug hefst í dag. Anton er líklegastur til afreka af íslensku keppendunum og ætti að eiga ágæta möguleika á að komast í úrslit í 100 og 200 m bringusundi. Þá verður fróðlegt að sjá hvert Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í sínu uppbyggingarferli. Mótið stendur yfir í fimm daga en undanrásir hefjast klukkan 9.30 og úrslitahlutar klukkan 17 alla dag- ana. Íslendingarnir keppa í 21 ein- staklingsgrein og fimm boðsundum á mótinu.  Anton Sveinn McKee keppir í 50 m bringusundi í dag, 200 m bringusundi á morgun og 100 m bringusundi á föstudaginn.  Dadó Fenrir Jasminuson keppir í 50 m skriðsundi á föstudag og 100 m skriðsundi á laugardag.  Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í 100 m baksundi í dag, 200 m baksundi á föstudag og 50 m bak- sundi á laugardag.  Ingibjörg Kristín Jónsdóttir keppir í 50 m flugsundi á morgun, 50 m baksundi á laugardag og 50 m skriðsundi á sunnudag.  Jóhanna Elín Guðmundsdóttir keppir í 50 m flugsundi og 100 m skriðsundi á morgun og í 50 m skriðsundi á sunnudag.  Kolbeinn Hrafnkelsson keppir í 4x50 m skriðsundi í dag og 4x50 m fjórsundi á sunnudag. Flestallir ís- lensku keppendurnir munu taka þátt í boðsundsgreinunum.  Kristinn Þórarinsson keppir í 200 m fjórsundi á föstudag, 100 m fjórsundi á laugardag og 50 m bak- sundi á sunnudag.  Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir í 100 m skriðsundi á morg- un, 200 m skriðsundi á laugardag og 50 m skriðsundi á sunnudag. Þjálfarar íslenska liðsins eru Mladen Tepavcevic og Bjarney Guðmundsdóttir. Tveir íslenskir dómarar verða við störf á mótinu, þeir Björn Valdimarsson og Sig- urður Óli Guðmundsson. vs@mbl.is Átta Íslendingar eru mættir á EM Ljósmynd/Simone Castrovillari Glasgow Anton Sveinn McKee keppir strax í dag á EM í 25 m laug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.