Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 4
Útkoman er umhugsunarverð Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Síðustu ár hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á læsi og öll sveitar- félög og grunnskólar landsins tekið virkan þátt í aðgerðunum. Þrátt fyr- ir það dalar læsi milli kannana á meðan við höldum sjó í hinum grein- unum sem ekki voru lagðar undir átak stjórnvalda. Útkoman er því umhugsunarverð,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kenn- arasambands Íslands, um niður- stöður könnunar PISA. Ragnar Þór segir jákvætt að menntamálaráðherra styðjist í auknum mæli við rannsóknir þegar stefna stjórnvalda í skólamálum er greind og mörkuð. „Svo virðist sem í íslensku menntakerfi séu að ein- hverju leyti lagðar aðrar áherslur en tíðkast víða annars staðar. Það virðist hafa það í för með sér að nemendur fást oft við frekar yfirborðskennda hæfni í stað dýpri.“ Ragnar vekur athygli á því að hjá OECD sé bent á að á Íslandi teljist þau stærð- fræðidæmi þung sem nemandinn eigi erfiðara með að skilja, þó að stærðfræðin á bak við dæmið sé ein- föld. Í þessu sambandi þurfi að skoða hvort minnkandi málheimur íslenskunnar sé skýring. „Á hinn bóginn reynast okkar nemendur eiga létt með ákveðin at- riði sem almennt eru talin þung. Við erum rétt að gára yfirborðið í þess- um einkennilegu þversögnum,“ segir Ragnar Þór, sem kveðst hafa áhyggjur af meintum vaxandi ójöfn- uði í íslensku skólakerfi. Við séum í slæmri stöðu ef tækifæri til mennt- unar séu í grundvallaratriðum ólík eftir félagslegum bakgrunni eða þjóðfélagsstöðu. „Vaxandi kenn- araskortur og takmörkuð gæði í menntakerfinu geta flýtt slíkri þró- un ef við spyrnum ekki fast við fótum. Munur á árangri landshluta er verulegt áhyggjuefni. Hingað til höfum við látið duga að hafa áhyggjur af mönnun skólanna yfir- leitt en til framtíðar litið þurfum við að tryggja að sumt af okkar allra besta fólki fari til starfa úti á landi, samanber að börn þar koma lakar út í könnun PISA en nemendur í skólum í Reykjavík. “ Ragnar Þór Pétursson  Þversagnir, segir formaður KÍ  Áhyggjur af ójöfnuði 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 Staða þekkingar og rannsókna á kolefnisbúskap landsins með áherslu á úthagann. Hvað þurfum við að vita um losun gróðurhúsalofttegunda frá ólíkum landgerðum og hvernig má auka bindingu kolefnis? SKRÁNING Á VEFNUM BONDI.IS ENGINN AÐGANGSEYRIR HÁDEGISFUNDUR 5. DES KL.12.00 – 13.30 FIMMTUDAGUR Í VERÖLD – HÚSI VIGDÍSAR Á ALÞJÓÐLEGUM DEGI JARÐVEGS OG ÚTHAGINN, KOLEFNIÐ LOFTSLAGS- BÓKHALDIÐ SVIÐSLJÓS Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Stúlkur standa framar drengjum í öllum þeim námsgreinum sem prófað er úr í PISA-könnun Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Ís- land hefur þar nokkra sérstöðu þegar kemur að stærðfræði, en stúlkur stóðu sig marktækt betur en strákar hér á landi, ólíkt flestum öðrum ríkj- um OECD. Ísland er neðst Norðurlandaríkj- anna í öllum greinunum þremur sem prófað var úr. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum. Kannaður er lesskiln- ingur og læsi á stærðfræði og nátt- úruvísindi en ein greinanna er áherslugrein í hvert sinn. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á les- skilning. Nemendum sem ná ekki grunn- hæfni í lesskilningi hefur fjölgað marktækt síðan í PISA 2015 og eru nú 26% af heildarfjölda nemenda. 34% drengja geta ekki tekið fullan þátt í samfélaginu Hlutfall drengja sem tilheyra þess- um hópi er nú 34%, sem þýðir að þriðji hver 15 ára karlkyns nemandi á Íslandi býr ekki yfir þeirri grunn- hæfni sem OECD telur nauðsynlega til þess að þeir geti lesið sér til gagns og fróðleiks og tekið fullan þátt í samfélaginu. Hlutfall afburðanem- enda í lesskilningi er 7,1% sem er 1,5 prósentustigi lægra en 2009 en er nánast óbreytt frá því í síðustu könn- un. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að að- eins sex lönd innan OECD séu með færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Mikilvægt sé fyrir Ísland að fá þessar upplýsingar varðandi lesskilninginn, þar sem hér á landi sé lögð mikil áhersla á að bæta lesskiln- ing barna. Í skýrslu Menntamálastofnunar kemur fram að frammistaða ís- lenskra unglinga á PISA-prófinu sé misjöfn eftir landshlutum. Athygli veki að í Reykjavík hafi meðal- frammistaða batnað örlítið. „Samt sem áður, og þrátt fyrir mikla áherslu á grundvallarfærniþætti læsis, hefur hlutfall þeirra sem ná að- eins 1. hæfniþrepi hækkað um eitt prósentustig frá árinu 2015. Aftur á móti hefur hlutfallið á tveim efstu hæfniþrepunum hækkað um þrjú prósentustig, ólíkt því sem gerðist á landsvísu. Þrátt fyrir ítarleg viðmið og til- lögur að kennsluháttum fyrir hvern aldurshóp í Eyjafjarðarsveit og á Húsavík, samkvæmt stefnunni Læsi er lykillinn, hefur frammistaða ung- linga á Norðurlandi eystra í lesskiln- ingshluta PISA lækkað frá árinu 2009 þegar lesskilningur var síðast í forgrunni. Hlutfall nemenda á lægstu stigum hefur hækkað en lækkað á þeim efstu.“ Horft til Svía og Eista Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðist verði í aðgerðir sem byggi á reynslu annarra, svo sem Svía og Eista. Það sé hins vegar ekki nóg því allt samfélagið verði að taka þátt í að bæta stöðuna. Frammistaða Svía var sú sama og Íslendinga árið 2012. Þá var ráðist í aðgerðir til að efla skólastarf og menntun kennara. Árangurinn varð sá að á næsta PISA-prófi 2015 sner- ist þróunin við og hafa Svíar hækkað jafnt og þétt síðan. Það sem líklega hefur skipt mestu um betri árangur í lesskilningi á PISA var að Svíar réð- ust í markvissa símenntun kennara til að bæta árangur í læsi, segir í skýrslu Menntamálastofnunar. Í Svíþjóð eru 35% fleiri kennslu- stundir í móðurmáli á miðstigi en á Íslandi og segir að meðal þeirra að- gerða sem gripið verði til hér til þess að bæta stöðu íslenskra nemenda sé að fjölga kennslustundum í íslensku og auka kennslu í náttúruvísindum á unglingastigi. Komið verður á fag- ráði í læsi, náttúruvísindum og stærðfræði og hefur ríkisstjórnin samþykkt að setja 100 milljónir í verkefni tengd átakinu. Í PISA 2018 voru 20,7% nemenda á Íslandi, eða fimmti hver nemandi, undir hæfniþrepi 2 og teljast því ekki búa yfir grunnhæfni í stærð- fræði. Hlutfall nemenda á Íslandi undir hæfniþrepi 2 í stærðfræði í PISA 2018 er lægra en meðaltalið í löndum OECD. Með öðrum orðum búa hlutfallslega fleiri nemendur yfir grunnhæfni í læsi á stærðfræði á Ís- landi en að meðaltali í löndum OECD. Frammistaða íslenskra stúlkna í læsi á stærðfræði í PISA 2018 er marktækt betri en í síðustu könnun PISA. Íslenskar stúlkur eru yfir meðaltali OECD og bætt frammi- staða þeirra í PISA 2018 er viðsnún- ingur frá þróuninni allt frá 2003. Frammistaða íslenskra drengja 2018 er hins vegar svipuð meðaltali OECD og hefur lítið breyst frá 2012. Lágt hlutfall afburðanemenda Læsi íslenskra nemenda á náttúru- vísindi í PISA 2018 mælist svipað og í síðustu tveimur könnunum og er undir meðaltalinu í löndum OECD. Frammistaðan á Íslandi 2018 er nán- ast óbreytt frá síðustu könnun. Ef horft er lengra aftur má hins vegar sjá að meðalstig íslenskra nemenda hafa lækkað um samtals 18 stig síðan læsi á náttúruvísindi var fyrst að- alsvið PISA árið 2006. Í PISA 2018 voru 25% nemenda á Íslandi, eða fjórði hver nemandi, undir hæfni- þrepi 2, og teljast því ekki búa yfir grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi. Hlutfall afburðanemenda er einnig óbreytt (3,8%) og er lágt í saman- burði við sama hlutfall í lesskilningi (7,1%) og læsi á stærðfræði (10,4%). Fram kom í máli Lilju á blaða- mannafundinum að í Eistlandi væru 160% fleiri kennslustundir í náttúru- vísindum á unglingastigi en hér á landi. Eistar eru í fyrsta sæti á lista OECD yfir árangur nemenda í nátt- úruvísindum. Eistland er með mun hærra hlut- fall kennslu í náttúrugreinum en öll Norðurlandaríkin, eða 21,3%. Næst þeim úr hópi Norðurlandaríkja er Finnland með 16,5% en í PISA er Finnland með þriðju bestu frammi- stöðuna í læsi á náttúruvísindi. Dan- mörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með hærra hlutfall en Ísland í kennslu í náttúruvísindum og öll með betri frammistöðu á þessu sviði í PISA. 26% geta ekki lesið sér til gagns  Stúlkur standa framar drengjum í öllum námsgreinunum sem prófað er úr í PISA-könnuninni Niðurstöður úr 2018 PISA-könnun OECD LESSKILNINGUR LÆSI Á STÆRÐFRÆÐI PISA-stig 15 ára nemenda, meðaltal í löndum OECD Marktækt fleiri stig Munur ekki marktækur Marktækt færri stig PISA-stig: Ísland Meðaltal OECD PISA-stig: Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur Ísland 2000 2003 2006 2009 2012 2015 2018 2006 2009 2012 2015 2018 Japan Kórea Eistland Holland Pólland Sviss Kanada Danmörk Slóvenía Belgía Finnland Svíþjóð Bretland Noregur Þýskaland Írland Tékkland Austurríki Lettland Frakkland Ísland Nýja-Sjáland Portúgal Ástralía Meðalt. OECD Ítalía Slóvakía Lúxemborg Spánn Litháen Ungverjaland Bandaríkin Ísrael Tyrkland Grikkland Síle Mexíkó Kólumbía Eistland Kanada Finnland Írland Kórea Pólland Svíþjóð Nýja-Sjáland Bandaríkin Bretland Japan Ástralía Danmörk Noregur Þýskaland Slóvenía Belgía Frakkland Portúgal Tékkland Meðalt. OECD Holland Austurríki Sviss Lettland Ítalía Ungverjaland Litháen Ísland Ísrael Lúxemborg Tyrkland Slóvakía Grikkland Síle Mexíkó Kólumbía Meðalstig nemenda á Norðurlöndunum í lesskilningi 2000-2018 Meðalstig nemenda á Norðurlöndunum í læsi á náttúruvísindi 2006-2018 Meðalstig íslenskra nemenda á matssviðum 2000-2018 LESSKILNINGUR LÆSI Á STÆRÐFRÆÐI NÁTTÚRUVÍSINDI '00 '03 '06 '09 '12 '15 '18 '03 '06 '09 '12 '15 '18 '06 '09 '12 '15 '18 550 525 500 475 575 550 525 500 475 520 522 506 499 501 493 499 490 474 475 507 515 491 473 475 493 495 500 474 Heimild: PISA (Programme for International Student Assessment) könnunar- próf á vegum OECD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.