Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019
Kennileiti Verk Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af Ólafi Thors forsætisráðherra var í gær sem fyrr starsýnt á eitt þekktasta verk Guðjóns Samúelssonar og eitt helsta hótel landsins.
Kristinn Magnússon
Eins og vart fer
fram hjá neinum
stendur nú yfir í
Madríd 25. ársfundur
loftslagssamnings
Sameinuðu þjóðanna
(COP-25), sem sam-
þykktur var á Ríó-
ráðstefnunni 1992 og
gekk í gildi 1994. Þessi
viðamikli samningur
varð grundvöllur
Kyótó-bókunarinnar
1997 og síðar Parísarsamningsins
2015, með áformum um bindandi
þátttöku og yfirlýst markmið hvers
þjóðríkis. Hann tekur í raun frá og
með árinu 2021 við af Kyótó-
bókuninni. Samkvæmt samn-
ingnum taka þróuð ríki sjálfviljug á
sig skuldbindandi markmið um
samdrátt í losun gróðurhúsalofts
næsta áratuginn, þ.e. fram til árs-
ins 2030. Miðað er við að þær skuld-
bindingar liggi fyrir í síðasta lagi á
næsta ársfundi (COP-26) sem halda
á í Glasgow haustið 2020. Talið er
að fundurinn í Madríd gefi tóninn
um hvert stefni. Ísland hefur sett
stefnuna á a.m.k. 29% samdrátt í
losun 2030 miðað við stöðuna árið
2005 og stefnir á 40% skv. aðgerða-
áætlun. Dæmi eru um ríki sem
hyggjast ganga lengra í samdrætti.
Danir eru þar fremstir í flokki með
fyrirheit um 70% minni losun eftir
áratug en var 1990. Jafnframt
hyggjast dönsk stjórnvöld gera upp
stöðuna hjá sér árlega til að leið-
rétta kúrsinn svo að sett markmið
náist örugglega. Þróuð ríki eiga
áfram að draga vagninn og aðstoða
þróunarríki til að stíga um borð.
Mannkynið er hér að gangast undir
áður óþekkta prófraun, sem reyna
mun á þolrif hvers þjóðríkis sem og
heildarinnar.
Loftslagsnefnd
Sameinuðu
þjóðanna IPCC
Loftslagsnefnd
Sameinuðu þjóðanna
IPCC (International
Panel of Climate
Change) var sett á fót
árið 1988 og hafa síðan
þúsundir sérfræðinga
frá fjölda landa unnið
sem sjálfboðaliðar á
hennar vegum. Að
nefndinni standa Um-
hverfisstofnun SÞ (UN Environ-
ment) og Alþjóða veðurmálastofn-
unin (WMO). Síðan hafa verið
gefnar út fimm álitsgerðir, jafnt um
aðferðafræði og niðurstöður, og
ótal fyrirspurnum um nálgun og
óvissustig verið svarað. Fullyrða
má að hér sé um víðtækustu al-
þjóðasamvinnu að ræða í vísindum
fram til þessa. Ferlið hefur þróast
stig af stigi og nákvæmni vaxið
jafnt og þétt. Það er því með ólík-
indum þegar einstaklingar og
stjórnmálasamtök telja sig þess
umkomin að gera niðurstöðurnar
um þátt mannsins í aukinni CO2-
losun tortryggilegar og segja þær
ómarktækar. Eftir sem áður tekur
nefndin fúslega við ábendingum og
fyrirspurnum hvaðanæva. Hins
vegar gefur hún sem slík ekki út
neinar pólitískar forskriftir eða
fyrirmæli um viðbrögð. Slík stefnu-
mörkun er í höndum ársfunda aðila
að loftslagssamningnum og hefur
þróast stig af stigi eftir því sem vís-
indalegar niðurstöður hafa gefið til-
efni til. Hörmulega seint og illa hef-
ur hins vegar til tekist um pólitísk
viðbrögð, sem magnað hefur þann
gífurlega vanda sem menn nú
standa frammi fyrir.
Áhættuna má ekki vanmeta
Víða hringja nú bjöllur í tilefni af
Madríd-fundinum. Dæmi um það er
grein sem birtist í vísindatímaritinu
Nature 27. nóv. sl. undir heitinu
Climate tipping points – too risky
to bet against. Höfundarnir eru sjö
talsins, fremstur Timothy M. Len-
ton (f. 1973), virtur prófessor í
loftslagsfræðum og jarðvísindum
við Háskólann í Exeter í Englandi.
Í greininni nefna höfundarnir níu
áhættuþætti sem þeir telja yfirvof-
andi, jafnvel þótt aðeins sé gert ráð
fyrir hlýnun loftslags á bilinu 1-2°C.
Þetta eru nú allt aðrar og alvarlegri
aðstæður en rætt var um fyrir
tveimur áratugum, þegar IPCC-
nefndin fyrst innleiddi hugtakið
Climate tipping points. Í greininni
benda höfundarnir á eftirtalda
þætti sem flokkist undir slík vatna-
skil: 1) Amason-regnskóginn vegna
þurrka, 2) bráðnun hafíss í Norður-
höfum, 3) hægari straumahringrás í
Atlantshafi, 4) rýrnun skóga í
tempraða beltinu vegna elda og
sýkingar, 5) útdauða kóralrifja, 6)
hraðari bráðnun Grænlandsjökuls,
7) þiðnun sífrera og 8-9) hraðara
tap hafíss á Suðurskautslandinu,
bæði að vestan- og austanverðu
(Wilkes Basin). Þeir benda á að
jafnvel þótt staðið verði við fyr-
irliggjandi loforð um aðgerðir gegn
loftslagsbreytingum af mannavöld-
um muni meðalhitinn samt hækka í
um 3°C, þ.e. langt yfir markmið
Parísarsamningsins þar sem miðað
er við að hámarki 2°C hlýnun. Þeir
telja því úreltar hugmyndir sumra
hagfræðinga um að fyrst við 3°C
hækkunarmörkin sé þörf á gagn-
aðgerðum. Í stað þess verði að
draga mörkin við 1,5°C hlýnun.
Þessi staða kalli því á neyðar-
viðbrögð nú þegar. Meðal annars
leggja þeir ríka áherslu á að bregð-
ast þurfi við hættunni af yfirvofandi
hækkun sjávarborðs. Hún geti
numið 3 metrum vegna bráðnunar
tiltekinna jökla á Suðurskautsland-
inu, að ekki sé talað um hraðari
bráðnun Grænlandsjökuls. Til sam-
ans geti þessir þættir leitt af sér 10
m hækkun sjávarborðs sem varað
geti í margar aldir.
Kapphlaup við tímann
Margir átta sig ekki á hversu
miklu máli skiptir að strax verði
brugðist við með skilvirkar aðgerð-
ir gegn loftslagsvánni. Hvert ár
sem skilar ónógum samdrætti í los-
un veldur dýrkeyptri töf. Þannig
áætlar Umhverfisstofnun SÞ að til
að stöðva sig af við 1,5°C hlýnun
þurfi árlega að draga sem svarar
7,6% úr losun gróðurhúsalofts.
Hlutur Íslands er hingað til öfug-
snúinn. Árið 2017 jókst losun hér
um 2,5% miðað við árin á undan og
um 32% frá árinu 1990; staðan hef-
ur ekki skánað síðan. Þetta þýðir að
til að ná fyrirhuguðum bindandi
niðurskurði CO2 næsta áratuginn
þarf annað og meira að koma til.
Athygli vekur að Evrópusambandið
stendur að baki Bandaríkjunum og
Kína þegar kemur að fjárfestingum
í loftslagsaðgerðum. Þær námu í
ESB aðeins 1,2% á síðasta ári, í
USA 1,3% og 3,3% í Kína.
Af hálfu Antonio Guterres, aðal-
ritara SÞ, komu um síðustu helgi
fram verulegar áhyggjur af stöð-
unni. Sem stendur er framleitt
120% meira af olíu og jarðgasi og
280% meira af kolum en samræmist
1,5 gráðu markmiðinu. Á þessu yrði
að taka við framkvæmd Par-
ísarsamningsins, sérstaklega í
grein 6 um alþjóðlegan kolefn-
ismarkað sem hlaupið var frá ófrá-
genginni á síðasta ársfundi
(COP-24). Í Madríd er þessa dag-
ana tekist á um anda og innihald
þeirra bindandi ákvarðana sem
liggja verða fyrir í síðasta lagi á
COP-26 að ári. Því eru nú í hópi
framsækinna ríkja ræddar hug-
myndir um að skilað verði inn bind-
andi loforðum þátttökuríkja þegar
á Degi jarðar 22. apríl næsta vor.
Mannkyn á ótrúlegum
villigötum
Það hefur lengi blasað við að
mannkynið er á ótrúlegum villi-
götum. Bókin Endimörk vaxtarins
sem Rómarklúbburinn gaf út 1972
og út kom í íslenskri þýðingu hefði
átt að nægja til að vekja stjórn-
málamenn til umhugsunar um
hvert stefndi. Þarna voru engir rót-
tæklingar á ferð, heldur menn úr
viðskiptalífi með reiknimeistara frá
Tækniháskólanum í Boston (MIT)
sér til fulltingis. Niðurstöðurnar
voru skýrar: „Við eigum um það að
velja að leita nýrra markmiða og
ráða þannig sjálfir örlögum okkar,
eða kalla yfir okkur afleiðingar hins
taumlausa vaxtar …“ sagði í for-
mála. Á eftir fylgdi hins vegar ný-
frjálshyggjan og alþjóðavæðing við-
skipta- og fjármálalífs með þeirri
skelfilegu stöðu sem við blasir. –
Enn er þó veik von um að stöðvað
verði feigðarflanið, og hún hefur
glæðst við skorinorðar kröfur ung-
menna víða um heim. Fundurinn í
Madríd þarf að verða myndarleg
varða á þeim grýtta vegi.
Eftir Hjörleif
Guttormsson »Mannkynið er að
gangast undir áður
óþekkta prófraun, sem
reyna mun á þolrif
hvers þjóðríkis sem og
heildarinnar.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Hvers vegna er loftslagsváin nú hvarvetna mál mála?