Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 19
okkur alla tíð. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Hvíl í friði, elsku besta Villa.
Jóhanna og Snorri, Vilborg og
Tryggvi, Hulda og Sigurður,
Ágústa og Helgi, Þórunn og
Borgar, Guðrún og Bjartmar,
Guðbjörg og Sverrir.
Í dag kveðjum við samstarfs-
konu okkar, Vilborgu Jónsdóttur.
Það hafa verið einstök forréttindi
að kynnast og starfa með Vil-
borgu. Rætur hennar við Laugar-
nesskóla eru sterkar. Hún var
nemandi við skólann, foreldrar
hennar störfuðu í Laugarnes-
skóla, Matthildur sem kennari og
Jón Freyr var skólastjóri. Því var
það gleðiefni fyrir skólasamfélag-
ið okkar er hún tók við sem stjórn-
andi Skólahljómsveitar Austur-
bæjar. Frá upphafi sýndi Vilborg
að hún var kennari og listamaður
af hugsjón. Kennari sem var
óþreytandi að skapa nemendum
sínum tækifæri til að kynnast og
njóta tónlistar. Vilborg var ósér-
hlífin, umhyggjusöm hvað varðaði
nemendur og sýndi einstaka
þrautseigju í öllum þeim verkefn-
um sem urðu á vegi hennar. Það
var alltaf jafn auðsótt að leita til
hennar, lausn fundin á verkefninu
og nemendur stoltir af sínu fram-
lagi undir hennar stjórn. Skrúð-
gangan um hverfið á 80 ára af-
mæli skólans er okkur minnisstæð
og unun að fylgjast með æfingum
nemenda á skólalóðinni fyrir
marseringuna. Hún og hljóm-
sveitin leiddu síðan allan skarann
um hverfið og ekki slegin feilnóta.
Á 100 ára afmæli fullveldisins
fékk hún stóran hóp úr 5. bekkn-
um í blásarasveit en bauð auk
þess öðrum hljóðfæraleikurum að
taka þátt. Þá fór tími í að finna við-
eigandi lög, nótur og útsetja verk-
in þannig að sem flestir gætu tek-
ið þátt og síðan spilaði hópurinn í
morgunsöng. Skólahljómsveitin
hélt líka reglulega tónleika í skól-
anum og á öllum jólaskemmtun-
um og þá sáum við listamanninn
Vilborgu sem hafði metnað fyrir
því að nemendur hennar stæðu
sig vel og ástríðu hennar fyrir
verkefnum sínum. Vilborg hafði
einstakt lag á að láta hlutina
ganga upp á sinn yfirvegaða, ró-
lega og vingjarnlega hátt. Hún
var ljúf og hafði góða nærveru.
Hún var frábær stjórnandi og vin-
sæl hjá nemendum sínum. Einnig
var hún stöðugt að efla þá í fé-
lagslegum samskiptum og full af
ákefð og áhuga fyrir því að nem-
endur hennar stæðu sig vel. Vil-
borg var sönn fyrirmynd tónlist-
arkennara og hennar verður sárt
saknað hér í Laugarnesskóla.
Fyrir öll hennar störf við skóla-
hljómsveitina þökkum við á
kveðjustund og sendum Össuri og
fjölskyldunni allri okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsmanna í
Laugarnesskóla,
Sigríður Heiða Bragadóttir
skólastjóri.
Síðasta vika hefur verið okkur
þung og erfið í Skólahljómsveit
Kópavogs. Okkur bárust þær
harmafregnir að okkar ástkæra
Vilborg Jónsdóttir væri fallin frá
langt fyrir aldur fram. Kennarar
og nemendur hafa reynt eftir
fremsta megni að halda sínu striki
en óneitanlega er andrúmsloftið
þrungið. Þetta hefur sett mark
sitt á okkur öll, bæði stór og smá.
Þótt Vilborg hafi verið mikið veik
undanfarið ár kom þetta okkur í
opna skjöldu.
Vilborg var stjórnandi Skóla-
hljómsveitar Austurbæjar og
samskiptin á milli okkar og Skó-
laus, eins og Skólahljómsveit
Austurbæjar er kölluð, voru mikil.
Við héldum sameiginleg skólasli-
tapartí, fórum saman í endur-
menntunarferðir og áttum reglu-
lega góðar stundir.
Það var alltaf bjart yfir Vil-
borgu. Hún var brosmild og hlý og
fallega ljósa hárið fór hennar per-
sónuleika vel. Vilborg hafði sér-
staklega góða nærveru og var
hvort tveggja í senn traustur vinur
og samstarfsfélagi. Hún var stolt
af starfi sínu og nemendur og
kennarar Skólaus munu sakna Vil-
borgar mikið.
Við kennararnir í Skólahljóm-
sveit Kópavogs munum sakna þín,
yndislega Vilborg. Á sama tíma
munum við gera okkar besta til að
halda vel utan um þinn heittelsk-
aða Össur sem gengur nú torfar-
inn veg. Við eigum góðar minning-
ar um þig sem munu ylja okkur
um hjartarætur um ókomna tíð.
Elsku Össur, Saga, Freyþór,
Matthildur, Jón Freyr og fjöl-
skyldur. Við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
óskum þess að góðar vættir vaki
yfir ykkur og styrki í þessari
miklu sorg.
Fyrir hönd kennara Skóla-
hljómsveitar Kópavogs,
Margrét, Berglind og
Kjartan.
Í litadýrð lækkandi sólar lést
Vilborg Jónsdóttir hljómsveitar-
stjóri eftir erfið veikindi. Ég
kynntist Vilborgu fyrst gegnum
vináttu og samstarf við foreldra
hennar. Fylgdist með henni vaxa
úr grasi í fulltíða einstakling.
Upphaf Skólahljómsveitar
Austurbæjar má rekja til ársins
1954. Vilborg var skólastjóri og
stjórnandi hennar frá árinu 2004.
Tónlistarkennsla í Laugarnes-
skóla og skólahljómsveitarstarf er
hluti af merkilegri sögu skólans og
hefur alla tíð leikið stórt hlutverk í
að efla með nemendum áhuga og
veita þeim tækifæri til að iðka og
njóta tónlistarinnar. Á þeim vett-
vangi áttum við ánægjulega sam-
vinnu. Fjölmargir nemendur
sveitarinnar gegna nú lykil-
hlutverkum í tónlistarlífi Íslands.
Mér er ljúft að minnast Vilborg-
ar, sem er allt of fljótt hrifin burt
frá samheldinni og góðri fjöl-
skyldu.
Á þessari kveðjustundu er efst í
huga mínum þakklæti fyrir hlýtt
samferðalag í lífinu og síðast en
ekki síst tónlistina sem hún stýrði
á stórum stundum í lífi mínu.
Ástvinum hennar öllum send-
um við Guðmundur einlægar sam-
úðarkveðjur.
Vilborg Runólfsdóttir,
fv. aðstoðarskólastjóri
Laugarnesskóla.
Kveðja frá Sambandi ís-
lenskra lúðrasveita
Í dag er borin til grafar Vilborg
Jónsdóttir.
Vilborg sat í stjórn Sambands
íslenskra lúðrasveita (SÍL) frá
1997-2006 og þar af formaður
1998-2006, næstlengst allra frá
stofnun SÍL 1954.
Þegar Vilborg tók eitthvað að
sér gerði hún það með miklum
dugnaði og krafti, það átti sann-
arlega við þegar hún sat í stjórn
SÍL. Vilborg kom m.a. að útgáfu
12 laga nótnabókar, Leikandi létt,
sem SÍL gaf út. Leikandi létt er
enn notuð af öllum lúðrasveitum
landsins við hin ýmsu tækifæri.
Vilborg á miklar þakkir skildar frá
öllum íslenskum lúðrasveitum fyr-
ir sitt framlag og verður Vilborgar
minnst sem einnar af dugnaðar-
forkum Sambands íslenskra
lúðrasveita. Hennar verður sárt
saknað.
Stjórn SÍL sendir fjölskyldu
Vilborgar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Páll Pálsson,
formaður SÍL.
Ég kynntist Vilborgu fyrst í
Tónlistarskólanum í Reykjavík,
fyrir rúmlega 30 árum, þar sem
við báðar stunduðum nám. Nokkr-
um árum síðar lágu leiðir okkar
aftur saman sem samkennarar við
Tónmenntaskóla Reykjavíkur.
Vilborg kenndi við skólann um
árabil en í seinni tíð fengu nem-
endur skólans að njóta krafta
hennar í gegnum Skólahljómsveit-
ir Austurbæjar.
Fimmtíu og fimm ár eru ekki
hár aldur en það sem Vilborg fékk
áorkað á sinni lífstíð er aðdáunar-
vert.
Hún var ótrúlega drífandi og
ósérhlífin og hafði jákvæð og örv-
andi áhrif á alla í kringum sig.
Hennar stíll var að láta verkin
tala. Ég sé fyrir mér Vilborgu að
koma í hús, hlaupandi úr grunn-
skólakennslunni, með fullt af
hljóðfærum undir hendinni og
nótnatöskuna, til að kenna og svo
beint á lúðrasveitaæfingar fram á
kvöld. Ég held svei mér þá að það
hafi verið fleiri klukkutímar í
sólarhringnum hjá Vilborgu en
okkur hinum.
Hún var gjafmild á tíma sinn og
orkan sem hún setti í nemendur
sína og skólahljómsveitirnar var
mikil. Hún var óþreytandi að fara
með hljómsveitirnar hingað og
þangað til að spila, sem oft var
ekki lítið fyrirtæki með alla þessa
nemendur og hljóðfæri, bæði inn-
anlands og utan. Þá var öllu
stjórnað af einstakri röggsemi.
Vilborg var yndislegur sam-
kennari með hlýja nærveru sem
alltaf var hægt að leita til.
Það er mikil gæfa að hafa feng-
ið að kynnast Vilborgu, fylgjast
með störfum hennar og njóta
krafta hennar við uppbyggingu
skólastarfs í Tónmenntaskólanum
og tónlistarkennslu á Íslandi.
Fyrir hönd Tónmenntaskóla
Reykjavíkur votta ég Össuri og
fjölskyldu dýpstu samúð.
Anna Rún Atladóttir,
skólastjóri Tónmenntaskóla
Reykjavíkur.
Við foreldrar í FORSA, for-
eldrafélagi Skólahljómsveitar
Austurbæjar, syrgjum nú með
börnunum okkar hana Vilborgu,
sem við misstum allt of snemma.
Jafnvel þótt börn sumra okkar
séu hætt að spila viljum við öll
minnast hennar. Kannski segir
það sitt um það hversu djúp þau
eru sporin sem Vilborg skilur eftir
sig.
Ástæðan er einföld: Vilborg
sinnti starfi sínu langt umfram
skyldur og lífsverk hennar var
göfugt og einstakt. Áhrifin af allt
of stuttu ævistarfi voru meiri en
flest okkar getum látið okkur
dreyma um á heilli starfsævi.
Hún var leiðtogi með gífurleg-
an metnað, sló aldrei af í gæðum
og var frábær kennari. Hún lét
ekki þar við sitja og hélt vel utan
um öll börnin, vissi hvað var í
gangi hjá hverju og einu og studdi
sum í gegnum erfiða tíma í lífi
þeirra.
Það var ekki síður ómetanleg
gjöf að fá að taka þátt í foreldra-
starfi. Margar hendur lögðu hönd
á plóg í fjáröflun, tónleikahaldi og
ótal ferðalögum innanlands sem
utan. Þá þurfti enginn að velkjast í
vafa um hver réði og tók helstu
ákvarðanir. Hæst bar þó ávallt ut-
anlandsferðir C-sveitarinnar á
tveggja ára fresti. Ferðirnar voru
svo mikið tilhlökkunarefni að þeg-
ar æfingaþreyta helltist yfir ung-
linginn þurfti bara að minnast á
utanlandsferð, jafnvel þótt barnið
væri ekki einu sinni komið í C-
sveitina! Vilborg lagði ómælda
vinnu í undirbúning, en fyrir utan
skipulagningu, æfingar og ferðina
sjálfa tók hún sjálf þátt í fjáröflun
af fullum krafti. Sjóð sinn lét hún
svo renna í þann farveg þar sem
hún taldi að hann nýttist best
hverju sinni.
Vilborg hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og ekki
vantaði hana skap og ákveðni. Það
gat hvinið í þegar henni mislíkaði
en hins vegar var alltaf stutt í
hvellandi hlátur og þolgæðið var
með ólíkindum. Þeir foreldrar sem
fylgdu henni á ferðalögum og
löngum æfingahelgum áttu oft erf-
itt með að skilja hvernig hún þoldi
við marga daga í hávaða og
hljóðfæraskaki. Vilborg hló gjarn-
an hátt og innilega og hláturinn
smitaði okkur öll. Sjaldan var þó
hlegið jafn hátt og þegar Vilborg
og einn fararstjórinn reyndu að
næturlagi að kaupa sjóveikitöflur
úr lyfjasjálfsala í erlendri borg en
fengu í staðinn óléttupróf. Því var
að sjálfsögðu tryggilega komið
fyrir í sjúkrakassa hljómsveitar-
innar.
Í sorg er huggun að finna í
þakklætinu. Af því er nóg þegar
við hugsum til Vilborgar. Við er-
um þakklát fyrir þessa dýrmætu
fyrirmynd barna okkar í námi, lífi
og tónlist. Hún setti viðmið sem
þau munu búa að og byggja á.
Okkur foreldrunum var hún fé-
lagi, samverkakona og virkur
þátttakandi í uppeldi barna
okkar. Kennari þeirra, vinur og
lærimóðir sem alltaf og ævinlega
setti þau í fyrsta sæti við alla
ákvarðanatöku: Hvað kemur
börnunum best? Hvernig læra
þau mest, njóta sem best og líður
vel?
Vilborg sendir börnin okkar,
sem voru svo lánsöm að vera í
hljómsveitinni undir hennar
styrku stjórn, út í lífið með nesti
sem mun endast þeim ævina. Þær
gjafir verða seint fullþakkaðar.
Fjölskyldu Vilborgar vottum
við okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd foreldra í Skóla-
hljómsveit Austurbæjar, fyrr og
nú,
Sabine Leskopf.
Fyrir rúmlega 30 árum hittust
tíu ungar stúlkur í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð. Þær komu
hver úr sinni áttinni og fundu sér
samastað í klukkuglugganum í
matgarði menntaskólans. Jafn-
öldrur með ólík áhugamál, úr hinu
og þessu hverfinu, tóku tal saman
og til varð yndislega falleg og góð
vinátta. Sinna þurfti náminu en
ekki síður félagslífinu og þar
lögðu þessar ungu konur sig vel
fram. Þegar að útskrift kom var
ákveðið að stofna saumaklúbb og
var það ótrúlegt gæfuspor.
Saumaklúbburinn okkar hefur æ
síðan hist mjög reglulega, er sam-
heldinn hópur og ljúfur griðastað-
ur. Villa var ein af þessum ungu
konum. Það var gott að kynnast
henni, hún var einlæg, hlý og sér-
lega hláturmild. Hún var líka
ákveðin, vissi alveg hvað hún
vildi. Hún var líklega sú eina í
hópnum sem alltaf var ákveðin í
því hvað hún ætlaði að verða þeg-
ar hún yrði fullorðin. Við vissum
alltaf að tónlistin átti hug hennar
og henni leið hvergi betur en að
vinna að verkefnum tengdum tón-
listinni.
Síðastliðin 15 ár starfaði hún
sem skólastjóri Skólahljómsveit-
ar Austurbæjar og sinnti því
starfi af trúmennsku og alúð.
Villa var með marga bolta á
lofti og dagbókin þéttskrifuð. Því
gat verið flókið að ná henni með í
lengri ferðir eins og sumarbú-
staðaferðir. En það var gleði þeg-
ar hún var með og í einni slíkri
ferð fyrir mörgum árum mætti
Villa með Galliano og tilheyrandi
glös fyrir allar. Hún blandaði
þetta eftir kúnstarinnar reglum
og við það varð til nafn og við köll-
uðum okkur Galliano-klúbbinn. Í
ferðum saumaklúbbsins út fyrir
borgarmörkin var Villa okkar
hafsjór af þekkingu þegar kom að
flóru landsins og hún svaraði öll-
um okkar spurningum af ein-
skærum áhuga og gleði. Ef ein-
hverri datt í hug að bæta runna í
garðinn eða blómi í stofuna mátti
líka alltaf leita til Villu okkar um
góð ráð.
Villa var stolt af börnum sín-
um, studdi þau í hvívetna og naut
þess að segja okkur vinkonunum
frá afrekum þeirra, stórum sem
smáum. Ömmuhlutverkið hennar
nýja var henni afar kært og þær
stundir sem hún átti með Freyju
Matthildi voru þeim báðum
ómetanlegar.
Við þökkum elsku Villu fyrir
samfylgdina og biðjum allar góð-
ar vættir um að styðja og styrkja
Össur, Freyþór, Sögu, Jón Frey,
Matthildi og fjölskylduna alla á
erfiðri stundu.
Villu verður sárt saknað en
minningin um yndislega vinkonu
lifir í hjörtum okkar um ókomna
tíð.
Vilborg, Hanna, Vala, Þórunn,
Kristín, Úa, Anna og Guðný.
✝ Erlingur Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 23. des-
ember 1942. Hann
lést á heimili sínu
15. nóvember 2019.
Foreldrar hans
voru Ólafur Gunn-
laugsson, f. 15. júlí
1904, d. 12. júlí
1966, og Ólafía
Andrésdóttir, f. 21.
júní 1912, d. 20.
apríl 1974. Bræður Erlings eru:
Garðar Hreinn, f. 17. júlí 1934,
og Andrés Gunnlaugur, f. 27.
ágúst 1938, d. 17. feb. 1999.
Erlingur giftist 1. september
1962 Helgu Kristjánsdóttur, f.
27. jan 1943. Foreldrar hennar
voru: Kristján Björgvin Krist-
ófersson, f. 9.7. 1913, d. 20.11.
1983, og Hanna Andersen, f.
19.1. 1918, d. 27.3. 1999. Börn
Erlings og Helgu eru: 1) Hanna,
f. 3.12. 1962, maki Hreinn
Sigurjónsson, f. 1.9. 1962. Synir
þeirra eru Björgvin Koustav, f.
7.3. 1998, og Ægir Ranjan, f.
11.1. 2002. 2) Einar Ólafur, f.
30.3. 1966. Dóttir hans er Þórey
Helga, f. 29.5. 1994, unnusti Er-
lingur Karlsson, f. 12.10. 1988,
börn hennar eru Alexander
Máni Hjörvarsson, f. 25.1. 2014,
og Mikael Leví Erlingsson, f.
3.5. 2018. 3) Erlingur, f. 2.5.
1970, maki Antonia Hardwick, f.
21.11. 1984. Dóttir þeirra er
Lilja Dis Elsa, f. 29.9. 2015.
Stjúpdóttir hans er
Hjördís Björg
Viðjudóttir, f. 8.4.
1996. 4) Ólöf
Ágústa, f. 22.10.
1972, maki Helgi
Már Karlsson, f.
6.8. 1970. Börn
þeirra eru Harpa, f.
4.3. 1997, sambýlis-
maður Guðjón
Helgi Auðunsson, f.
2.1. 1997, Egill, f.
9.9. 2002, og Hrefna, f. 9.6. 2010.
5) Stefán Haukur, f. 16.2. 1976,
maki Guðný Brynjólfsdóttir, f.
30.12. 1975. Börn þeirra eru
Kristófer Örn, f. 15.12. 2000, og
Sara Ýr, f. 10.8. 2006.
Erlingur stundaði nám í log-
suðu við Verkmenntaskólann í
Reykjavík og vann við garð-
yrkjustörf hjá foreldrum sínum
ásamt öðrum störfum þar til þau
hjónin keyptu garðyrkjustöðina
Reykjadal í Mosfellsdal árið
1965. Þar ólu þau upp börn sín
og unnu að uppbyggingu gróðr-
arstöðvar og lystigarðs. Erling-
ur var einn stofnenda Björg-
unarsveitarinnar Kyndils árið
1968. Hann var formaður sveit-
arinnar fyrstu sextán árin og
var hann sæmdur gullmerki
Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar.
Erlingur verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju í dag, 4.
desember 2019, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Með hlýjum hug og söknuð í
hjarta kveðjum við föður og afa.
Elsku pabbi, afi, það er svo
margs að minnast, hvort heldur
sem það er vinna í gróðurhúsun-
um, kaffibollinn seint að kvöldi
áður en þú fórst aftur út í skúr að
dytta að bílunum sem voru í
skúrnum þá stundina eða spjallið
við eldhúsborðið.
Þú varst einstaklega handlag-
inn, úrræðagóður og verkvitið
var mikið þar sem ekki var gefist
upp þótt á móti blési. „Þetta er
ekkert mál“ eru orð sem fylgdu
þér og höfum við tekið það okkur
til fyrirmyndar. Þú hafðir gaman
af handverki og fallegum hlutum
og kenndir okkur að bera virð-
ingu fyrir öllu slíku frá unga
aldri. Byrjaðir snemma að sýna
barnabörnum stofustáss með
göngu um stofuna, að það mætti
alltaf koma við en ekki rífa og
tæta, sem oftar en ekki endaði
með því að fá mola úr kistunni
góðu.
Það var ætíð stutt í glettnina
og það skipti ekki máli hvert um-
ræðuefnið var; þú gast alltaf
fundið skoplegu hliðina á hlutun-
um. Þú varst sérstaklega stríðinn
og við barnabörnin skildum
stundum ekki ruglið í afa fyrr en
eldri urðum og áttuðum okkur á
kaldhæðni orðanna en þá var tek-
ið undir og mikið hlegið.
Senn líður að jólum, ó hvað þú
hlakkaðir alltaf til jólanna, enda
fæddur 23. desember. Þorláks-
messa var uppáhaldsdagurinn
þinn því þá fékkstu það sem þér
þótti best af öllu að borða; kæsta
skötu. Því kæstari, því betri. Jól-
in komu alltaf hjá fjölskyldunni í
afmælisveislu þinni á Þorláks-
messukvöld þegar þú mættir með
skötulyktina í eftirdragi.
Elsku hjartans pabbi minn og
afi, takk fyrir allar góðu stund-
irnar, þín er sárt saknað.
Ólöf Ágústa og Harpa.
Við Erlingur Ólafsson ólumst
báðir upp í Mosfellsdalnum, hann
nokkrum árum eldri en ég þannig
að hann var einn af stóru strák-
unum í dalnum þegar ég var polli.
Seinna áttum við eftir að bindast
fjölskylduböndum. Ég man líka
að hann átti alltaf flottasta hjólið í
dalnum sem við hinir strákarnir
öfunduðum hann af, seinna átti
hann eftir að eignast marga flott-
ustu bíla í Mosfellssveit og þótt
víðar væri leitað enda annálaður
bíladellukall. Hann gerði upp
fleiri bíla en tölu er á komandi;
keypti algjörar druslur sem hann
gerði á nokkrum mánuðum að eð-
alvögnum og seldi með ágætis
hagnaði. Hann átti líka flottasta
bílnúmer í Mosó, G-11, það fór
því ekki framhjá nokkrum manni
ef Erlingur var á ferðinni.
Þegar hann var orðinn garð-
yrkjubóndi í Reykjadal ræktaði
hann rósir á daginn og gerði upp
bíla á næturnar og í frítímum.
Erlingur var einn af stofnendum
björgunarsveitarinnar Kyndils í
Mosfellssveit og formaður henn-
ar í mörg ár. Starfið í Kyndli fór
ágætlega saman við bíladelluna
og ferðalög til fjalla á breyttum
jeppum veittu líka mikla ánægju,
hvort sem það var sem björgun-
arsveitarmaður eða bara góð
fjallaferð með fjölskyldunni.
Fjallaferðirnar urðu margar og
hann fór víða um hálendi landsins
sem hann þekkti allvel.
Erlingur rak gróðrarstöðina í
Reykjadal í yfir 50 ár. Þar rækt-
aði hann blóm og tók öll fjölskyld-
an meira og minna þátt í allri
vinnu í stöðinni. Í Reykjadal var
líka stór og fallegur garður sem
þau hjón Erlingur og Helga
Kristjánsdóttir komu sér upp og
kostaði ómælda vinnu sem þau
höfðu ánægju af. Það var alltaf
gaman að setjast niður með Er-
lingi yfir góðum kaffibolla og rifja
upp liðna tíma í Mosfellsdal, hann
hafði góðan húmor og frásagnar-
gáfu og kunni ógrynni af spaugi-
legum sögum af mönnum og mál-
leysingjum sem gaman var að
hlusta á. Nú verða þessar spjall-
stundir ekki fleiri en munu lifa i
minningunni um ókomna tíð.
Við fjölskyldan þökkum fyrir
góðar stundir í gegnum árin og
vottum fjölskyldu Erlings Ólafs-
sonar innilega samúð.
Birgir Sigurðsson.
Erlingur Ólafsson
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.