Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 20

Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 ✝ Sigurlaug Svan-hildur Zophoní- asdóttir fæddist 4. október 1929 á Eyrarbakka. Hún lést á heimili sínu Kópavogsbraut 1a hinn 19. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Anna Theo- dórsdóttir húsmóðir, fædd 29.4. 1899, d. 18.2. 1987, og Zophonías Jónsson skrifstofumaður, f. 12.3. 1897, d. 2.12. 1984. Systkini Sigurlaugar eru: Jón, f. 15.9. 1925, d. 16.10. 2005, Sesselja, f. 3.12. 1930, d. 31.5. 2007 og Kristinn, f. 4.12. 1936. Sigurlaug giftist Gunnari Reyni Magnússyni, f. 8. nóv- ember 1925, hinn 27.5. 1950. Þau eignuðust sex börn: Anna Soffía, f. 1.10. 1950, gift Ólafi Kvaran. Þau eiga tvær dætur og tvö barnabörn. Guðný, f. 26.3. 1953, Digranesvegi 24 en síðan í Hrauntungu 3. Gunnar Reynir var löggiltur endurskoðandi og stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið 1963. Það kom í hlut Sigurlaugar að bera hitann og þungann af stækkandi heimili. Sigurlaug og Gunnar Reynir voru meðal frumbyggja Kópavogs og sinntu þau mál- efnum bæjarfélagsins af miklum metnaði, m.a. með stjórnmála- þátttöku í Alþýðubandalaginu og síðar Samfylkingunni. Sigurlaug sat lengi í stjórn Lista- og menn- ingarsjóðs Kópavogs auk þess sem hún starfaði í mörg ár sem prófdómari í leikfimi við grunn- skóla bæjarins. Sigurlaug naut góðrar heilsu allt fram í andlátið og hélt upp á 90 ára afmæli sitt fyrir tveimur mánuðum. Útför Sigurlaugar Svanhildar Zophoníasdóttur fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 4. desember 2019, og hefst at- höfnin klukkan 15. gift Friðþjófi Karli Eyjólfssyni. Þau eiga fjögur börn og tíu barnabörn. Guðrún, f. 17.12. 1954, gift Valþóri Hlöðvers- syni. Þau eiga þrjá syni og fimm barna- börn. Emilía María, f. 30.1. 1957, gift Eyjólfi Guðmunds- syni. Þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn. Hákon, f. 18.10. 1959. Hann á fjögur börn og fimm barna- börn. Björn, f. 26.3. 1965, í sam- búð með Elísabetu Kvaran. Hann á tvö börn og eitt barnabarn. Sigurlaug ólst upp við Óðins- götu í Reykjavík. Hún fór í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og útskrifaðist það- an árið 1949. Sigurlaug og Gunn- ar Reynir hófu búskap sinn í Reykjavík en fluttust árið 1959 í Kópavog þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Fyrst bjuggu þau á Víst er þér, móðir! annt um oss; aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífið og dauðann, kulda’ og hita. Ljóðmæli Jónasar Hallgríms- sonar lágu opin á borðinu þegar Sigurlaug Zophoníasdóttir hvarf fyrirvaralaust inn í birtuna. Hún hafði verið að fletta upp í skáld- inu sínu enn og aftur til að sækja sér andlega orku og skerpa skiln- ingarvitin. Ekki ónýtt vegarnesti það í hinstu för. Viðburðaríkri 90 ára ævi merkrar konu var lokið. Um leið var eins og tíminn stöðv- aðist um stund. Eftir sitja vinir og ættingjar sem sakna, þakklát- ir fyrir að hún fékk að kveðja með reisn. – Og lífið heldur áfram. Tengdamóðir mín, Sigurlaug Zophoníasdóttir, var sterkur per- sónuleiki og sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún lifði sínu lífi lif- andi, var bráðgreind, vel lesin, rammpólitísk, spaugsöm, söng- elsk, forvitin og víðförul. Hún var jafnaðarmaður í hjarta sér, vissi vel að sumir búa við lítil efni og studdi heilshugar við þá sem að- hlynningar þurftu við. Hún var höfðingi heim að sækja, vinur vina sinna og sagði þeim til vamms ef á þurfti að halda. Sigurlaug ræktaði garðinn sinn af kostgæfni og hélt vel utan um hópinn sinn allt fram á hinsta dag. Hún átti 45 afkomendur og barnabörn og barnabarnabörn sakna nú ömmu sem sýndi hverju og einu þeirra elsku og athygli eins og það væri það eina sem hún ætti. Hún fylgdist með hverju fótmáli þeirra til vaxtar og þroska, hvatti þau áfram og deildi með þeim stundum í með- byr sem mótbyr. Hún leit á öll þeirra tímamót sem stórviðburði og var að undirbúa kaup á jóla- gjöfum fyrir allan skarann þegar kallið kom. Ferðir hennar í kringlur og smáralindir þessa heims verða ekki framar farnar. Amma Silla hefur kvatt. Ég vil að leiðarlokum þakka Sigurlaugu, minni annarri móður um áratuga skeið, fyrir sam- fylgdina, elskuna, stuðninginn og vinarþelið. Megi moldin á leiði Sigurlaugar Zophoníasdóttur ávallt vera henni létt sem lauf. Valþór Hlöðversson. Sigurlaug tengdamóðir mín er látin. Löngu og viðburðaríku lífi er lokið og að leiðarlokum eftir rúmlega fimmtíu ára vináttu vil ég kveðja hana með örfáum orð- um. Sigurlaug eða Silla eins og hún var alltaf kölluð og Gunnar tengdafaðir minn, sem lést fyrir sjö árum, eignuðust sex börn sem hafa í áranna rás stofnað sínar eigin fjölskyldur svo ættboginn er fjölmennur. Fjölskyldan var Sillu mikilvæg. Hún hafði sterkt og gott samband við hvern og einn. Lífsgleði hennar, örlæti og skeleggar skoðanir höfðu sterk áhrif á alla sem kynntust henni. Þegar fjölskyldan á góðum stundum gladdist saman, hvort sem það var í Hrauntungu, sum- arbústaðnum eða fríum erlendis, þá naut hún sín vel. Við slík tæki- færi birtist hið jákvæða lífsvið- horf hennar um að njóta stund- arinnar hér og nú og fagna saman. Þegar hún hélt upp á ní- ræðisafmæli sitt fyrir nokkrum vikum í stórum hópi vina og vandamanna, þá bar hún aldur- inn af mikilli reisn; geislandi af glæsileika og lífsgleði. Það er sú mynd sem ég vil varðveita af Sillu. Ég vil þakka þér fyrir vináttu þína og umhyggju. Ólafur Kvaran. Í dag kveð ég ástkæra tengda- móður mína, Sigurlaugu Svan- hildi Zophoníasdóttur, sem lést 19. nóvember sl. Ungur að árum kynntist ég eiginkonu minni Em- ilíu Maríu Gunnarsdóttur og varð fljótlega heimagangur á heimili hennar Hrauntungu 3 í Kópa- vogi. Ég heillaðist við fyrstu kynni af fjölskyldunni og þeim já- kvæða anda sem þar ríkti. Fjöl- skyldan var fjölmenn og bjó í stóru húsi á myndarlegu og fal- legu heimili. Þar var heilbrigt andrúmsloft eðlilegra og fjörugra samskipta þar sem allir lögðu sitt til málanna og engu var stungið undir stól. Tjáskipti voru hreinskiptin sem þýddi að oft var tekist á og margir hækkuðu róm- inn en alltaf var gagnkvæm virð- ing og allir skildu sáttir að lokum. Á þannig heimilum eru bestu uppvaxtarskilyrðin fyrir manns- andann til að takast á við lífið síð- ar meir. Í Hrauntungu var gest- kvæmt enda voru allir velkomnir á hvaða tíma sólarhringsins sem var og óþarfi að boða komu sína enda aldrei farið í manngreinar- álit. Eftirminnilegir er mér mat- málstímar fjölskyldunnar sem Silla tengdamamma sá alfarið um af ósérhlífni og stjanaði í kring- um alla. Alltaf var til meira en nóg af öllu og ávallt viðkvæðið að sælla er að gefa en þiggja. Ég fann við fyrstu kynni að Silla var stórbrotinn persónuleiki og hafði útgeislun hennar og nærvera strax mikil og gefandi áhrif á mig. Hún var falleg kona, fíngerð, ljóshærð og með falleg stórblá augu. Var fim og sterk og hafði mikla og góða nærveru, skapstór en þó aldrei langrækin. Hún var vel gefin og fjölhæf manneskja, ljóðelsk og söngvin og söng íslensku ættjarðarlögin eins og útlærð óperusöngkona svo unun var á að hlýða enda var hún náttúrubarn af guðs náð. Silla hafði sérstaka hæfileika til að finna leiðina að hjarta ann- arra. Var einstaklega örlát og stóð alltaf með sínu fólki sama hvað á gekk og var það alltaf skil- yrðislaust. Hún var dekrari og gerði vel við alla og var ég þar ekki undanskilinn. Svo ég tali nú ekki um hversu heppin börnin mín voru en þau áttu ömmu sína alltaf að og voru ávallt í mjög góðum tengslum við ömmu og dýrkuðu hana. Hún var alltaf með fingurinn á púlsinum og veitti þeim allt sem hugur þeirra girntist. Elsti sonur minn, hann Egill, kallaði hana alltaf „ömmu nýtísku“ því hún vissi alltaf upp á hár hvað var í tísku hverju sinni. Þegar ég lít til baka er ég þakklátur fyrir allar þær ánægjustundir sem ég og fjöl- skylda mín áttum saman með tengdaforeldrum mínum. Öll ferðalögin bæði innanlands og ut- an auk samveru á stórhátíðum þar sem Silla var miðpunkturinn og gleðigjafinn. Kæra tengdamamma, ég vil fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar þakka fyrir samfylgdina. Falleg minning lifir. Þinn tengdasonur, Eyjólfur. Elsku amma Silla. Þá er komið að kveðjustund. Höggið var þungt þegar ég frétti að þú værir farin frá okkur og það er þyngra en tárum tekur að minnast þín sem látinnar. Ég hélt að þessi tími kæmi ekki nærri því strax og á enn svo mikið ósagt við þig um lífið og tilveruna sem og að hlusta á þín góðu ráð. Við fjöl- skyldan geymum allar ógleyman- legu og dýrmætu minningarnar í hjörtum okkar um ókomna tíð og raulum saman lagið sem minnir okkur á þig: Litli fuglinn ljóða vildi listabrag um vor og ást. Undarlegt að enginn skyldi að því snilldarverki dást. Elsku amma Silla, takk fyrir að eiga alltaf til súkkulaðirúsínur og endalausa umhyggju og örlæti þegar ég kom í heimsókn. Bið að heilsa afa þar til við hittumst á ný. Þín Sigrún. Amma mín var ekki há í loftinu en mikið ofsalega var hún stór manneskja. Árið er 1995 og ein spennt fimm ára stúlka í Danmörku fær símtal frá Íslandi, einu sinni sem oftar, frá ömmu sinni. Nema í þetta sinn er spurt: „Hvað langar þig í í afmælisgjöf?“ – Stóð ekki á svari: „GAMEBOY - rauðan – TAKK!“ Mamma og pabbi höfðu sagst skyldu hugsa málið en mað- ur vissi að ef eitthvað skyldi keyrt í gegn í þessum málum var enginn annar sem kom til greina til að leysa málið en amma Silla. Og það stóðst sem ávallt, nokkr- um vikum seinna kom stór, fal- legur kassi með einum slíkum – eldrauðum – með kveðju frá ömmu og afa í Hrauntungu. Kassann, kortið og gripinn á ég enn. En það sem mikilvægara er er að minningin gleymist aldrei – þetta sterka traust og trú sem maður bar til ömmu Sillu - hún bara reddaði því sem redda þurfti. En hvorki var þetta í fyrsta skipti né það síðasta – en þeir atburðir gætu spannað nokkur bindi í ritverki og því þarf örsagan hér að ofan að duga til að setja tóninn. En af nógu er að taka. Ég gat alltaf tyllt mér í hornið í eldhúsinu – í stólinn með ind- íánalímmiðanum – og treyst á að vera boðið upp á Jacobs-kex með Gotta-osti, nokkra tómata og hið dularfulla „súrt“ sem enginn veit nein deili á enn þann dag í dag. Þar gat maður hvílt hugann frá öllu öðru sem gekk á utan Hraun- tungunnar og bara verið – með ömmu. Besta samveran fólst þó í því að lesa „Hello!“ og „Billedbladet“ í bláu sparisófunum – saman – og ræða innihald þeirra til hlítar og kryfja svo konungasögu Evrópu eins og hún lagði sig. Helst með nóg af bóklegum heimildum. Mikilvægt var að fara sem oft- ast í bíltúr á silfurlitaða Subarun- um í ljósaskiptunum til að sjá eins langt og augað eygði. Amma Silla var með puttann á púlsinum þegar kom að skyndi- bita og var okkur barnabörnun- um ófáum sinnum boðið á „Stæl- inn“ eða í pylsu á Smáratorgi þar sem alltaf var skylda að fá sér einn sjeik með pylsunni. Ef stórum áfanga var náð þá var eitt fyrsta símtalið alltaf til ömmu. Stoltið og hæfileiki henn- ar til að samgleðjast svo innilega blés manni svo mikið sjálfstraust í brjóst að manni þótti alltaf, eftir samtal við ömmu, að manni væru allir vegir færir. Þá er vert að minnast á Brussel. Þar sem tvö barnabörn voru samankomin þar í borg eitt haustið þá kom ekki annað til greina en að amma kæmi og skoðaði aðstæður. Þar fór heims- borgarinn á mikið flug og rædd- um við mikið arkitektúr og mis- mikil gæði vínsins sem var á boðstólum. Ég veit ekki hversu margar 87 ára gamlar ömmur koma að heimsækja ungana sína hjá Alþjóðastofnun sem þau starfa fyrir erlendis – en svona var amma Silla. Það var alltaf pláss hjá ömmu Sillu - hvort sem það var fjöl- skyldan, vinir, nágrannar eða villikettirnir á bílskúrsþakinu – allir áttu sinn stað hjá ömmu Sillu. Oft sagðir þú, kímin: „Lífið byrjaði nú ekki með ykkur, elsk- urnar mínar“ – en núna þarf okk- ar að halda áfram án þín en vissu- lega litlausara fyrir vikið. Takk fyrir samfylgdina, elsku amma Silla – Það hafa verið sönn forréttindi að eiga þig að. Þín Guðrún Lilja Kvaran. Yndislega amma mín. Það er skrítið að hugsa til þess að ég hafi talað við þig kvöldið áður en þú breiddir út vængi þína og flaugst frá okkur. Þú varst svo hress og kát og hlakkaðir til að koma í afmælið hans Gríms Kára. Þú þakkaðir mér kærlega fyrir boðið og sagðir „já, ég hefði gam- an af því að koma“. Þessi setning er ákaflega lýsandi fyrir þig því þú hafðir virkilega gaman af líf- inu og kunnir svo vel að njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Hversdagslegir, ómerki- legir og oft hvimleiðir hlutir eins og verslunarferðir í Rúmfata- lagerinn, Søstrene Grene og Ti- ger urðu að ævintýraferð þegar þú varst með í för. Þú naust þess að kaupa gjafir fyrir okkur, sér- staklega yngstu krakkana, valdir þær gaumgæfilega og hlakkaðir til að færa okkur. Það eru margar góðar minn- ingar sem hafa sótt á hug minn síðustu vikur og ég er svo þakk- lát fyrir þann tíma sem við höfð- um þig hjá okkur. Hvergi svaf maður betur en í Hrauntung- unni, koddinn var extra mjúkur og sængin svo hlý. Það var svo notalegt að vakna með þér, það var eins og tíminn stæði í stað og ekkert gat truflað. Að borða með þér ab-mjólk með All-bran og ljósum púðursykri. Hlusta á veggklukkuna slá. Spila kúlu- spilið. Þú varst einstök manneskja, amma. Gimsteinn. Perla. Sólar- geisli. Drottning. Þú hafðir bláustu augun, hlýjasta faðmlag- ið, mýksta vangann, fegurstu röddina, yndislegasta hláturinn, maturinn heima hjá þér bragð- aðist betur en nokkurs staðar, jólaölið var betur blandað, súkkulaðirúsínurnar mýkri, bæk- urnar meira spennandi, spilin skemmtilegri og lyktin af þér sú allra besta. Þú lýstir upp um- hverfi þitt og fluttir með þér gleði hvar sem þú komst. Hríf- andi, skemmtileg, orkumikil og lífsglöð. Þú áttir óþrjótandi brunn af ást og kærleika sem þú gafst af til allra þinna afkom- enda. Fylgdist grannt með öllum, sýndir lífi okkar einlægan áhuga og varst með á tæru hvað var í gangi hjá hverju okkar. Alltaf passaðir þú upp á að gefa jafnt af þér til allra. Stálminnug, sterk, umhyggjusöm, ráðagóð, falleg, ákveðin og hlý. Þú gafst mér svo margt. Þú varst mér svo dýrmæt. Ég er ríkari og betri manneskja því ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga þig sem ömmu. Þú skildir eftir djúp spor í hjarta mínu og ómetanlegar minningar sem ég mun varðveita alla tíð og deila með mínum afkomendum. Ég ber nafn þitt og af því er ég ákaflega stolt. Ég fæ að gera orð úr ljóði Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi að mínum. Þú hlærð, svo himnarnir ljóma. Á heillandi dans minna öll þín spor. Orð þitt er ilmur blóma, ást þín gróandi vor, sál þín ljósið, sem ljóma vefur um löndin og bræðir hjarnið kalt. Í hvílunni engin jafn sólhvít sefur. Þú gefur – og gefur – allt. Elsku amma Silla. Ég elska þig og ég sakna þín. Þín Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir. Gunnar Reynir, eiginmaður Sillu, sem látinn er fyrir nokkr- um árum, var yngsti bróðir móð- ur minnar. Ég ólst upp við að hann væri meira eða minna inni á æskuheimili mínu. Hann var eins og stóri bróðir minn en jafnframt vinur. Þegar ég var tólf ára hitti ég Sillu fyrst, en þá voru þau tvö orðin ástfangin. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar Silla birtist eins og sólargeisli á Bakkastígnum, ljóshærð lítil og nett. Sá geisli hefur verið með henni alla tíð en hefur nú slokkn- að. Þá tókst með okkur væntum- þykja sem varað hefur æ síðan. Í framhaldi af þessu tilhugalífi sem fram fór m.a. á Bakkstígnum giftust þau. Silla var á þessum tíma íþróttakennari við Gaggó Aust og gaf sér góðan tíma til að kynna fyrir okkur systkinunum badmintoníþróttina í fimleikasal skólans. Þetta var okkur sem fullkomin opinberun. Svo leið tíminn, það komu jól og alltaf voru Silla og Reynir í jólaboðunum og alltaf nýtt barn. Einhver sagði alltaf ný stelpa sem ekki var satt því það urðu tveir strákar og fjórar stelpur. Frábær börn öllsömul og svo þessi stóri glæsilegi hópur af- komenda og tengdabarna sem fagnaði 90 ára afmælinu hennar Sillu fyrir skömmu var engum líkur. Það var mér mikil ánægja að vera þar. Mikil vinátta var með foreldr- um mínum og Sillu og Gunnari Reyni og eftir að öll börn voru flogin úr hreiðrum héldu þau áfram að hittast og ferðast sam- an um víða veröld. Það var ógleymanlegt þegar þau komu öll fjögur og fögnuðu með mér þeg- ar ég útskrifaðist í Oxford forð- um daga. Við Silla rifjuðum það upp nýlega en sú för var henni ætíð til mikillar ánægju. Fyrir rúmum mánuði fagnaði Silla 60 ára afmæli Hákonar son- ar síns þar sem hún var með gleðibros á vör að vanda. Þar hitti ég hana í síðasta sinn. Hjartans þakkir fyrir að vera mér eins og besta frænka og vinur. Magnús Skúlason. Hrauntunga, Vogatunga og vinskapur. Ég var sex ára þegar ég flutti í Kópavoginn besta. Prestshúsið var hinum megin við götuna okkar og við stelpurn- ar fórum og fengum Gunnar gamla prest til að skíra dúkkurn- ar okkar. Hann gerði það með gleði, á unglingsárunum tókum við þetta yfirgefna prestshús og eignuðum okkur það sem okkar leynifélags- miðstöð. Hrauntunga 3 var líka oft okk- ar samastaður á unglingsárun- um. Það voru ófá skiptin sem við sátum í fallegu stofunni þeirra Sillu og Gunnars, hlustuðum á Kim Larsen, Spilverk þjóðanna, Útvarp Matthildi og fleiri eðal- hljómplötur. Bernskuminningar, móar, melar og lautir þar sem var hægt að fara í berjamó. Nú horfum við til himins og látum okkur dreyma um bernskuna. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég eignaðist mína bestu strákavini þegar ég flutti í þenn- an Kópavogsbæ, sem liggur í út- jaðri Reykjavíkur. Nafli alheims og áfram Breiðablik. Ég bankaði upp á og bauð Sillu til sölu uppskeru úr skólagörð- unum þegar ég var níu ára. Hún borgaði mér vel og gaf mér líka rauðan lakkrís. Rauður lakkrís var fjársjóður og fékkst bara í töfraheimi útlandanna. Silla var Silla, alltaf góð við okkur vinina og yndisleg. Léttbyggð, ljós og lipur, ljúf en samt með sitt skap. Við Tommi sátum og rifjuðum smá upp frá þessum bernsku- og unglingsárum með Sillu. Hún var alltaf tilbúin að keyra strákana í bíó eða upp í Bláfjöll á skíði, Silla var góð og þótti mjög vænt um sína. Ekki má gleyma óteljandi hjólaferðum okkar vinanna upp í Sléttuhlíð. Sumarbústað Sillu og Gunnars. Það var aldrei neitt mál að lána okkur vinunum bústaðinn og þetta voru dásamlegar ævin- týraferðir sem gleymast aldrei. Ekki frekar en Silla, leik- fimiskennari, eiginkona, mamma, amma, langamma og tengda- mamma sem á undraverðan hátt virtist ekkert breytast í gegnum öll þessi ár sem við þekktum hana. Alltaf jafn kvik og létt í hreyf- ingum og lifði lífinu hress fram á síðasta dag. Elsku Bjössi og allir afkom- endur Sillu og Gunnars. Við sam- hryggjumst ykkur, en það er huggun í harmi hversu átaka- laust hún fór héðan, skömmu eft- ir að hún fagnaði 90 ára afmæli sínu. Gunnlaug Yngvadóttir og Tómas Sigurðsson (Gulla og Tommi). Það eru orðin ein fimmtíu ár síðan ég kynntist henni Mæju Sigurlaug Svanhildur Zophoníasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.