Morgunblaðið - 11.12.2019, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
Sími 534 1500 | kiddi@kambstal.is | Íshellu 1, 221 Hafnarfirði
Klippt & beygt
kambstál
fyrir minni og stærri verk
Reynsla | gæði | þjónusta
Vonskuveður er við Færeyjar og
héldu átta íslensk kolmunnaskip til
hafnar í Færeyjum í gær. Ekki er
líklegt að gefi til veiða á miðunum
vestur af Færeyjum fyrr en á
morgun, fimmtudag.
Beitir NK, Börkur NK, Ásgrím-
ur Halldórsson SF og Aðalsteinn
Jónsson SU voru við bryggju í
Þórshöfn, Jón Kjartansson SU var
í Kollafirði og Margrét EA í Fugla-
firði. Þá voru Venus NS og Vík-
ingur AK á leið til Kollafjarðar í
strekkingsvindi síðdegis í gær eftir
að hafa legið um tíma í vari undan
Fugley. Bjarni Ólafsson AK var
austur af landinu á leið á Færeyja-
mið.
Albert Sveinsson, skipstjóri á
Víkingi, sagði að spáð væri sunnan-
og suðvestanstormi. Hann sagði að
undanfarið hefði verið ótíð á mið-
unum og lítill vinnufriður á þessu
erfiða veðursvæði. Um aflabrögð
sagði Albert að talsvert þyrfti að
hafa fyrir hlutunum og gjarnan
væri dregið í sólarhring. Þeir væru
komnir með um 1.400 tonn, en
vildu helst ná 2.500 tonnum áður en
haldið yrði með aflann til Vopna-
fjarðar. Í Venusi eru um 1.700 tonn
að sögn Alberts. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Ótíð Ásgrímur Halldórsson SF var við bryggju í Þórshöfn í Færeyjum.
Í höfn vegna storms
á Færeyjamiðum
Óveður á aðventu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nokkuð var um tjón á eignum í gær,
sérstaklega á Norðurlandi, vegna
fárviðrisins sem gekk yfir landið.
Björgunarsveitir höfðu verið kall-
aðar út til aðstoðar rúmlega 430 sinn-
um þegar staðan var tekin í gær-
kvöldi. Fólk lenti í vandræðum vegna
ófærðar og daglegt líf margra fjöl-
skyldna raskaðist. Ekki urðu nein
slys á fólki, eftir því sem næst verður
komist.
Veðurstofa Íslands hækkaði við-
vörunarstig á Norðurlandi eystra úr
appelsínugulu í rautt frá kl. 16 í gær.
Var þá rauði liturinn á öllu Norður-
landi og Ströndum. Viðvörunin á
Norðurlandi eystra gildir til hádegis í
dag. Spáð er slæmu veðri á öllu aust-
anverðu landinu í dag.
Í kjölfar breytinga á viðvör-
unarstigi Veðurstofunnar ákvað Rík-
islögreglustjóri í samráði við lög-
reglustjórana á Vestfjörðum,
Norðurlandi vestra og Norðurlandi
eystra að hækka viðbúnaðarstig úr
óvissu yfir í hættustig almannavarna.
Nær hættustigið aðallega yfir
Strandir í umdæmi lögreglustjórans
á Vestfjörðum og síðan allt Norður-
land.
Almannavarnir opnuðu samhæf-
ingarstöð í Skógarhlíð um hádeg-
isbilið.
Varað við hættu á snjóflóðum
Veðurstofan gaf út viðvörun vegna
hugsanlegra snjóflóða. Mikil hætta
var talin á snjóflóðum á utanverðum
Tröllaskaga í gær og í dag og tölu-
verð á fimmtudag. Mikil hætta er
næsthæsta stig viðvörunar vegna
snjóflóða. Þá var talin töluverð hætta
á norðanverðum Vestfjörðum fram
til fimmtudags. Nokkur hætta var
talin á Austfjörðum og á suðvest-
urhorni landsins. Ekki var í gær-
kvöldi vitað um snjóflóð en erfitt er
að segja til um það fyrr en eftir að
veður lægir.
Fólk og fyrirtæki bjuggu sig undir
óveðrið með því að loka snemma.
Þannig voru mjög mörg þjónustufyr-
irtæki á höfuðborgarsvæðinu lokuð
eftir klukkan 14 eða 15 í gær. For-
eldrar voru beðnir um að sækja börn-
in snemma í skóla.
Á mesta óveðurssvæðinu voru
skólar og íþróttamannvirki lokuð ým-
ist allan daginn eða eftir hádegi í gær
og víða verður einnig lokað í dag.
Samgöngur röskuðust verulega.
Þannig var mörgum þjóðvegum lok-
að í gær. Aðalleiðum að höfuðborg-
arsvæðinu var lokað um miðjan dag.
Eitthvað var um að ferðafólk lenti í
hrakningum vegna ófærðar eða lok-
ana vega. Af þeim sökum opnaði
Rauði kross Íslands fjöldahjálp-
arstöðvar í Klébergsskóla á Kjal-
arnesi, á Selfossi og Borg í Gríms-
nesi. Þar fékk fólkið skjól og
nauðsynlega þjónustu.
Öllu flugi til og frá Keflavíkur-
flugvelli var aflýst eftir klukkan 14 í
gær. Einnig var öllu innanlandsflugi
aflýst. Samkvæmt tilkynningu sem
birtist á vef Isavia getur einnig orðið
röskun á flugi í dag.
Þakplötur fuku um bæinn
Um 640 björgunarsveitarmenn
stóðu vaktina í gær. Flest útköll voru
á Norðurlandi og var mest að gera
hjá sveitunum á Tröllaskaga. Þó voru
vandamál um allt land, til dæmis í
Vestmannaeyjum þar sem björg-
unarsveitin var kölluð út 70 sinnum í
gærkvöldi. Flest verkefnin tengdust
foki, að sögn Davíðs Más Bjarnason-
ar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Lögreglan á Norðurlandi vestra
vakti sérstaka athygli á slæmu
ástandi á Ólafsfirði. Þar fuku járn-
plötur af húsþökum og flugu um bæ-
inn. Þurfti að loka hluta gatna bæj-
arins.
Björgunarsveitir aðstoðuðu einnig
við fólksflutninga fyrir heilbrigðis-
stofnanir og fólk sem lenti í hremm-
ingum í ófærð.
Tjón á eignum en ekki slys á fólki
Rauð veðurviðvörun og hættustig almannavarna enn á Norðurlandi eystra
Versta veðrið var á Norðurlandi í gær Dagleg störf og líf fólks úr skorðum
Öll flutningaskip stóru skipa-
félaganna voru í höfn í gær.
Þótt ekki hafi verið ljóst hvort
fresta yrði siglingu skipa vegna
óveðursins var orðið ljóst að
tafir myndu verða á afhendingu
sendinga næstu daga vegna
þess að ekkert var unnið við
losun eða lestun í höfnum eða
á öðrum vinnustöðum skipa-
félaganna.
„Við reynum að gera okkar
besta til að leysa úr því,“ segir
Edda Rut Björnsdóttir, mark-
aðs- og samskiptastjóri Eim-
skips. „Til að bregðast við
núna breyttum við siglinga-
áætluninni í takt við veður og
öryggismál. Ákveðið var að
halda öllum okkar skipum í
höfn og láta þau bíða af sér
óveðrið,“ segir Þórunn Inga
Ingjaldsdóttir, forstöðumaður
markaðs- og samskiptadeildar
Samskipa.
Öll flutninga-
skipin í höfn
SKIPAFÉLÖGIN
Óveðrið í hnotskurn
MESTI VINDUR
DAGSINS
Stórhöfði 39,6 m/s
! HÆTTUSTIGI lýst á Ströndum og
Norðurlandi vestra
LOKANIR
á vegum
432 útköll hjá Lands-björg kl. 21.30
640 björgunarsveitarmenn sinntu útköllum
FJÖLDA-
HÁLPARSTÖÐVAR
RKÍ OPNAÐAR
Klébergsskóli á Kjal-
arnesi, Selfossi og
Borg í Grímsnesi
MILLLANDA-
FLUG og innan-
landsfl ug lá niðri
SNJÓFLÓÐAHÆTTA
Norðanverðir
Vestfi rðir:
Töluverð hætta
Utanverður
Tröllaskagi:
Mikil hætta
Austfi rðir:
Nokkur hætta
SKÓLUM lokað
víða um land,
verslanir og fyrirtæki
lokuðu snemma
MESTA
ÚRKOMA
DAGSINS
Neskaupstað-
ur 31,4 mm
RAFMAGN fór af víða á landinu, m.a.
á Sauðárkróki, Siglufi rði, Ólafsfi rði,
Dalvík, Húsavík, Kópaskeri, Þórs-
höfn, Selfossi og á öllum Vestfjörðum
ÞAKPLÖTUR fuku m.a. á
Ólafsfi rði, Dalvík, í Eyjum
og á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi
RÚÐUR BROTNUÐU og tré
féll á bíla í Vesturbæ Reykja-
víkur. Flotbryggja og bátar
losnuðu í Sandgerðishöfn
staðan kl. 22 í gærkvöldi
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Snjómokstursmönnum gekk allvel að halda götum opnum.