Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-LAUSU
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Óveðrið sem gekk yfir landið í gær er
síður en svo það fyrsta sem lands-
menn þurfa að þola og væntanlega
ekki það síðasta. Stórir hvellir koma
með reglulegu millibili, gjarnan á
þriggja til fjögurra ára fresti. Lyk-
ilatriði virðist að búa sig vel undir
slíkt veður en sú hefur ekki alltaf
verið raunin eins og sést á eftirfar-
andi samantekt. Mikið tjón hefur
orðið í óveðrum síðustu áratugi.
Hræddir ferðamenn í ofsaveðri
Ofsaveður skall á landinu fyrir
réttum fjórum árum, hinn 7. desem-
ber 2015. Mikið tjón varð í Vest-
mannaeyjum og á Suðurlandi. Raf-
magn fór af víða á landinu og
farsímasendar duttu út. Alls tóku
846 björgunarsveitamenn þátt í 434
verkefnum meðan veðrið gekk yfir.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit-
arstjóri í Rangárþingi eystra, sagði í
samtali við mbl.is að hræðsla hefði
gripið um sig á meðal fólks vegna
veðursins. „Það var til dæmis fólk frá
Nýja-Sjálandi sem hafði hreiðrað um
sig í bíl við bókasafnið hér á Hvols-
velli. Þau voru gríðarlega skelkuð og
starfsmenn áhaldahússins hjá okkur
komu þeim í skjól. Ég hitti þau í
morgun og þau voru full þakklætis.
Þau höfðu verið verulega skelkuð í
gær og vissu ekki hvaðan á þau stóð
veðrið í orðsins fyllstu merkingu.“
Fólk tókst á loft við Höfðatorg
Mikið illviðri olli landsmönnum
ama í byrjun nóvember árið 2012.
Hlaut það nafnið Höfðatorgsveðrið
sökum mikilla vindstrengja sem
mynduðust við háhýsin þar sem þá
höfðu nýlega verið reist. Dæmi voru
um að fólk tækist á loft í mestu hvið-
unum við Höfðatorg. Í Turninum í
Kópavogi fóru nokkrir starfsmenn
heim um hádegi þar sem þeir fundu
fyrir sjóveiki vegna hvassviðrisins.
Í umfjöllun Morgunblaðsins kom
fram að samgöngur á lofti, á láði og
legi hafi meira að minna farið úr
skorðum í norðanstormi. Á sunnan-
og vestanverðu landinu lokaði hvass-
viðrið vegum en fyrir norðan og aust-
an glímdi fólk við mikið fannfergi. Á
Vestfjörðum hvort tveggja. Verulegt
eignatjón varð bæði á höfuðborg-
arsvæðinu og Suðurlandi. Sumarhús
fauk af plani Húsasmiðjunnar í Graf-
arholti og stöðvaði umferð um tíma.
Gróðurhúsalægðin
gleymist seint
Hinn 3. febrúar 1991 geisaði fár-
viðri og tugþúsundir Íslendinga urðu
fyrir tjóni af völdum þess. Langbylgj-
umastur á Vatnsendahæð hrundi,
sumarbústaður í Önundarfirði fauk
út á haf í heilu lagi og fjárhús
splundraðist. Neyðarástand var í
Vestmannaeyjum og Keflavík. Hefur
þetta stundum verið nefnt Gróður-
húsalægðin með vísan til tjónsins.
„Engin alvarleg slys urðu á fólki,
en gífurlegt eignatjón varð um sunn-
an, vestan- og norðanvert land á
sunnudag í einhverju mesta fárviðri
sem gengið hefur yfir í manna minn-
um. Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna rík-
isins, sagðist í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi telja að
eignatjón á landinu gæti numið á
annan milljarð króna, en skýrsla Al-
mannavarna verður rædd á rík-
isstjórnarfundi í dag,“ sagði á forsíðu
Morgunblaðsins þriðjudaginn á eftir.
„Nokkur hús til sjávar og sveita
eyðilögðust og mjög mörg skemmd-
ust meira eða minna. Þakplötur og
annað lauslegt fauk eins og skæða-
drífa um allt og tré rifnuðu víða upp
með rótum. Lögreglu- og slökkviliðs-
menn, björgunarsveitir og aðrir
sjálfboðaliðar lögðu sig víða í mikla
hættu við að bjarga verðmætum.
Veðrið skall á á sunnanverðu landinu
á tíunda tímanum og fór norðureftir.
Tíu mínútna meðalvindhraði á Stór-
höfða í Vestmannaeyjum mældist
110 hnútar og hefur Veðurstofan
aldrei mælt meiri vindhraða hér á
landi.
Á flestum þéttbýlisstöðum og nær
öllum sveitabæjum á óveðurssvæð-
inu urðu einhverjar skemmdir. Víða
horfði fólk til sveita á útihús takast á
loft og jafnvel springa í tætlur undan
veðurofsanum. Sauðfé drapst þegar
það lenti undir húsarústum. Gróð-
urhús eyðilögðust víða á Suður- og
Vesturlandi. Flugvélar og bátar eyði-
lögðust, eða urðu fyrir skemmdum,
fjórir byggingarkranar og tugir bíla
eyðilögðust og hundruð bíla skemmd-
ust. Í Reykjavík hafa orðið mestu
gróðurskemmdir sem sögur fara af.
Lauslegt mat í gærkvöldi benti til
þess að allt að þriðjungur þeirra ein-
staklinga, sem urðu fyrir tjóni af
völdum fárviðrisins, hefði verið
ótryggður,“ sagði í umfjölluninni.
Hörmuleg nótt í Engihjalla
Dagana 16.-17. febrúar 1981 skall
mikið óveður á landinu og hlaut það
síðar nafnið Engihjallaveðrið. Þessi
veðurofsi er mörgum enn í fersku
minni enda fórust tveir menn af bátn-
um Heimaey þegar þá tók út og Stað-
arhólskirkja í Saurbæ í Dölum fauk af
grunni sínum og lenti á félagsheim-
ilinu við hliðina. Lýsingar á því hvern-
ig bílar þeyttust til og frá í Hjalla-
hverfinu í Kópavogi, sem þá var að
byggjast upp, eru hreint ótrúlegar.
Blaðamenn Morgunblaðsins
kynntu sér aðstæður í Engihjallanum
þegar veðrinu slotaði: „Bílar tókust á
loft og fuku, svo skipti tugum metra,
bílaraðir klesstust saman, þakplötur
losnuðu mjög víða og nokkuð var um
rúðubrot. Húsmæður í Engihjalla í
Kópavogi sögðust hafa átt vægast
sagt hörmulega nótt. Stórar íbúða-
blokkir standa við Engihjalla, og í
austari endum þeirra hélst fólkið ekki
við og flýði í vestari hlutann. Það hvein
í öllu og rúður svignuðu, húsin nötr-
uðu og skulfu, jafnvel á neðstu hæð-
um. – Það varð engum svefnsamt í
Engihjallanum, meðan versta veðrið
gekk yfir, sagði ung kona við blm.
Mbl.“
Rætt var við Sigtrygg Jónsson,
framkvæmdastjóra hjá Bygging-
arsamvinnufélagi Kópavogs, sem á
þessum tíma var að reisa stórt fjöl-
býlishús í Engihjalla 25. Þaðan höfðu
fokið vinnupallar, stórir og þungir,
langar leiðir. Fjöldi þeirra eyðilagðist
og margir vinnupallar stórskemmdu
bifreiðir á bílastæði við götuna.
„Þegar við íbúarnir höfðum barist
út að bílunum, upp úr kvöldmatarleyt-
inu í gærkvöldi – ætluðum að færa þá
til – þá urðu allt upp tíu manns að sitja
í bílunum og hanga á þeim, svo þá
tæki ekki á loft. Við sátum fimm í mín-
um bíl, meðan við færðum hann, og
tveir héngu utan á. Svo strengdum við
kaðal milli húsa til að komast að bíl-
unum, og fyrir rest skriðum við – það
var ekki um annað að ræða. Í rauninni
var stórhættulegt að vera utandyra,“
sagði Sigtryggur.
Sumarhús, kirkja og fólk á flugi
Mörg dæmi eru um aftakaveður hér á landi síðustu áratugina Fólk tókst á loft við Höfðatorg
Hús eyðilögðust til sjávar og sveita í Gróðurhúsalægðinni Bílar þeyttust til og frá í Engihjalla
1981 Morgunblaðið 18. febrúar. 1991 Morgunblaðið 5. febrúar. 2012 Morgunblaðið 3. nóvember. 2015 Morgunblaðið 8. desember.
„Því fyrr sem við sendum út til-
kynningar, þeim mun betra. Þær
hefðu mátt fara út fyrr, en veðrið
kom okkur í opna skjöldu,“ sagði
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs-
stjóri á höfuðborgarsvæðinu, eftir
mikinn veðurhvell í mars 2013.
Miðvikudaginn 6. mars það ár
fóru samgöngur úr skorðum um
allt land þegar lægð gekk inn á
landið. Var þetta versti veð-
urhvellur á höfuðborgarsvæðinu
frá árinu 2000. Verst var ástandið á
höfuðborgarsvæðinu þar sem um-
ferðarþunginn var mestur. Aðal-
leiðir tepptust vegna umferðar-
óhappa og ökutækja sem ekki
komust leiðar sinnar vegna skaf-
rennings og féllu strætisvagnaferð-
ir niður með öllu. Alls voru 64 snjó-
ruðningstæki á götunum.
Um 150 til 200 björgunarsveit-
armenn voru að störfum á höf-
uðborgarsvæðinu, auk annars
hjálparliðs, m.a. við að aðstoða fólk
í ófærðinni. Aðalleiðum út frá höf-
uðborginni var lokað vegna veður-
ofsans. Á Vestur- og Norðurlandi
var stórhríð en mesta hvassviðrið
syðst á landinu þar sem rúður
brotnuðu í húsum og bílum.
khj@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Ófærð Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og sjúkraflutningamenn voru
meðal þeirra sem aðstoðuðu ökumenn á götum borgarinnar í mars 2013.
Samgöngur fóru úr
skorðum um allt land
Veðurhvellur í marsmánuði 2013
Óveður á aðventu