Morgunblaðið - 11.12.2019, Page 10

Morgunblaðið - 11.12.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Takmörkun á aðgengi aðstandenda að upplýsingum um heilsufar ætt- ingja á rætur í lögum um sjúkra- skrár. Ný persónuverndarlög eru ekki ástæða slíkra takmarkana. Þetta segir Helga Þórisdóttir, for- stjóri Persónuverndar, en tilefnið er aðsend grein í Morgunblaðinu í gær. Þar lýsti móðir erfiðri reynslu sinni af fíkn sonar síns. „Sonur minn er veikur. Hann er með lífshættulegan sjúkdóm sem hann berst við. Þegar hann liggur inni á sjúkrahúsi má ég ekki fá nein- ar upplýsingar. Samt er ég skráð sem hans nánasti aðstandandi. Hann er sjálfráða einstaklingur sem ný persónuverndarlög gilda um og vernda,“ skrifaði konan. Er orðinn sjálfráða Hún staðfesti í samtali við Morgunblaðið að sonur hennar er á þrítugsaldri. Með því er hann sjálf- ráða samkvæmt lögum. Samkvæmt 16. lið 3. greinar laga um sjúkraskrár (55/2009) er um- boðsmaður sjúklings „forráðamaður hans eða sá sem sjúklingur hefur veitt skriflegt umboð til að taka ákvarðanir varðandi sjúkraskrá sína eða heimild til aðgangs að henni“. Samkvæmt lögunum hefur land- læknir eftirlit með því að ákvæði lag- anna séu virt. Morgunblaðið leitaði til Embættis landlæknis í gær og lagði fram spurningu um í hvaða til- fellum sjúklingar gæti veitt forráða- manni skriflegt umboð til að taka ákvarðanir varðandi sjúkraskrá sína. Þá var spurt við hvaða aldurs- mörk foreldrar hættu að hafa að- gang að sjúkraskrám barna sinna. Vegna anna gátu fulltrúar land- læknis ekki svarað fyrirspurninni. Helga segir aðstandendum sjálf- ráða sjúklinga óheimilt að skoða sjúkraskrár nema með skriflegu leyfi. Komið geti til undantekninga ef sjúklingur er sviptur sjálfræði. Vikið er að sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi sjúklinga í 2. grein lag- anna. Þar segir orðrétt: „Við færslu og varðveislu sjúkraskráa og aðgang að þeim skal mannhelgi og sjálfs- ákvörðunarréttur sjúklinga virtur, þess gætt að sjúkraskrár hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýs- ingar og að sjúkraskrárupplýsingar eru trúnaðarmál.“ Hafa gert undantekningar Valgerður Á. Rúnarsdóttir, for- stjóri SÁÁ, segir dæmi um að stofn- unin hafi látið ættingja vita þegar sjúklingar séu útskrifaðir, jafnvel þótt ekki sé skrifleg heimild fyrir hendi. Slíkt sé gert að athuguðu máli með velferð sjúklingsins að leiðar- ljósi. SÁÁ rekur meðferðasjúkrahúsið á Vogi í Reykjavík ásamt því að bjóða eftirmeðferð með innlögn í Vík sem er á Kjalarnesi. Meðferð á Vík tekur við eftir að afeitrun á Vogi er lokið. Að sögn Valgerðar greiðir ríkið SÁÁ fyrir 1.550 innlagnir á ári. Hins veg- ar kjósi stofnunin að ganga lengra og sinna um 2.100 sjúklingum á ári. Um 670 manns séu á biðlista eftir með- ferð á Vogi. Valgerður segir aðspurð þetta ekki spurningu um húsakost. SÁÁ gæti þannig tekið á móti fleiri sjúklingum á Vogi ef það hefði nógu margt starfsfólk. Þetta sé því spurn- ing um fjármagn. Biðtíminn allt að hálft ár „Allir komast að en biðtíminn get- ur í versta falli verið allt að hálft ár. Við erum með langan biðlista eftir því að leggjast inn á Vog en höfum gott aðgengi að göngudeildinni. Það er hægt að fara í viðtal og meðferð á göngudeild en það er samt til dæmis ekki afeitrun. Það er ekki bið í það hjá okkur. Það er hins vegar bið eftir innlögn á Vog sem gildir þó ekki fyr- ir alla. Það er mismunandi hversu lengi þarf að bíða. Aðstæður fólks eru misjafnar. Stundum koma upp mál sem þurfa flýtimeðferð. Það geta verið mál frá öðrum spítölum, barnaverndarmál og ýmis önnur mál,“ segir Valgerður. Veita þarf skriflegt leyfi  Forstjóri Persónuverndar segir lög um sjúkraskrár takmarka aðgang að þeim  Móðir fíkils lýsti umkomuleysi  Forstjóri SÁÁ segir fjárskort hamla meðferð Morgunblaðið/Eggert Vogur Þúsundir Íslendinga glíma á hverju ári við fíknisjúkdóma. Helga Þórisdóttir Valgerður Rúnarsdóttir Forseti Alþingis hótaði að slíta þing- fundi í gær ef þingmenn héldu áfram að kalla fram í fyrir honum. Undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta var Steingrímur J. Sigfússon harð- lega gagnrýndur af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Tilefni karps þingmannsins og for- seta var ræða Helga Hrafns þar sem hann gagnrýndi að taka ætti fyrir mál þjóðkirkjunnar, kirkjujarðasam- komulagið svokallaða, á þingfundi dagsins. Steingrími þótti Helgi Hrafn fara út fyrir dagskrá þingfundar með því að ræða dagskrármálið undir liðn- um fundarstjórn forseta í stað þess að ræða það þegar málefni þjóðkirkj- unnar yrðu tekin fyrir síðar á fund- inum. Þegar forseti útskýrði mál sitt virtist Helgi Hrafn svo í tvígang kalla fram í fyrir forseta, sem var ekki skemmt. „Vill háttvirtur þingmaður vinsamlegast leyfa forseta að tala. Eitt verður ekki liðið; að þingmenn grípi fram í fyrir forseta sínum, og þingfundi verður slitið ef þingmenn halda slíku áfram.“ Morgunblaðið/Hari Alþingi Steingrímur J. Sigfússon Hótaði að slíta þingfundi  Þingforseti ósáttur við frammíköll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.