Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 11

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Til jóla fyrir dömur og herra Gjafakassar | Ilmir | Treflar | Silkislæður | Töskur Hanskar | Skart | Peysur | Buxur | Velúrgallar 1988 - 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir standa yfir við CenterHótel Granda á Seljavegi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður steinsnar frá fyrirhuguðu íbúða- hverfi við Vesturbugt við Slippinn. Kristófer Oli- versson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Center- Hótelakeðjunnar, segir áformað að opna hótelið í maí. Það eigi eftir að ákveða hvort tekin verða í notkun 147 eða 195 herbergi í upphafi. Á hótelinu verði veitingastaður, bar, kaffihús og önnur þjónusta. Síðar eru áform um að bjóða upp á spa og aðra þjónustu á hótelinu. Átti að opna í desember Hótelið er í gamla Héðinshúsinu, sem hefur verið endurbyggt og hækkað. Upphaflega stóð til að taka 1. áfanga í notkun í þessum mánuði. Hér á síðunni má sjá nýjar teikn- ingar hönnuða af hótelinu sem mun gera mikið fyrir götumyndina. Kristófer segir aðspurður að upp- byggingin hafi gengið samkvæmt áætlun. Það hafi komið í ljós að skipta þurfti um alla glugga í húsinu og klæða það að utan. Byrjað sé að taka á móti bókunum fyrir næsta sumar. Varðandi framhaldið segir Kristófer útlit fyrir samdrátt í ís- lenskri ferðaþjónustu næstu mánuði frá fyrra ári. Hins vegar líti betur út með bókanir næsta sumar. Fullbyggt verður hótelið með 195 herbergjum og því annað stærsta CenterHótelið, næst á eftir Center- Hótel Plaza en þar eru 255 herbergi. Grandi verður áttunda Center- Hótelið en keðjan tók sjöunda hót- elið í notkun á Laugavegi í ágúst sl. Ný götumynd Timburhúsin til vinstri eru nýbyggingar. Hótelið verður til hægri. Teikningar/Bastian Bajer hjá Fractalmind Í smíðum CenterHótel Grandi verður annað stærsta hótelið í keðjunni. Stórhýsi Svona gæti hótelið litið út horft frá gatnamótum Seljavegar og Vesturgötu. Opna hótel á Granda í maímánuði  CenterHótelin taka 8. hótelið í keðjunni í notkun í maí  Til stóð að taka 1. áfanga í notkun í þessum mánuði Hótel Horft eftir Seljavegi í norður. Kristófer Oliversson Áformað er að opna nýtt 150 her- bergja Courtyard By Marriott-hótel við Aðaltorg við Keflavíkurflugvöll í febrúar eða mars. Árni Valur Sólonsson, sérleyfis- hafi fyrirhugaðs hótels, staðfestir þetta. Verkefnið hafi eitthvað tafist en stefnt sé að því að taka öll herbergin í notkun samtímis. Á hótelinu verður veitingastaður, fundarsalir og önnur þjónusta. Árni Valur segir hótelið munu laða að ferðamenn sem skipta nær eingöngu við Marriott-hótelin. Marriott-Edition-hótelið við Hörpu muni líka draga að nýja kúnna. „Töluverður hluti bókana hjá okkur á Aðaltorgi er í gegnum samninga Marriott við bandarísku ríkisstjórnina,“ segir Árni Valur. Hvað snertir ganginn í ferða- þjónustunni á Íslandi kveðst Árni Valur hafa trú á að eftirspurnin muni aukast. Þá bendir hann á að þrengst hafi að aðgengi að lánsfé hjá bönkunum til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Erfitt sé að fjár- magna ný verkefni í greininni. Hótelið er sett saman úr full- innréttuðum stáleiningum frá Kína. Upplýsingar um það eru komnar á vef Marriott-hótelanna en það heitir Courtyard By Mar- riott Reykjavík Keflavik Airport á ensku. Hótelið er þegar opið fyrir sölu á vefsíðu Marriott í maí 2020. Byrjað að taka við bókunum FLUGVALLARHÓTEL Í MARRIOTT-KEÐJUNNI Við Aðaltorg Skjáskot af vefmyndavél á adaltorg.is sýnir ganginn í verkinu. Brokkkórinn, hópur fólks sem samanstendur af áhugafólki um hestamennsku og útivist alls staðar af höfuðborgarsvæðinu og hefur að auki gaman af söng, blæs nú til ár- legra jólatónleika í kvöld mið- vikudagskvöld kl. 20 í Seljakirkju í Breiðholti. Þau ætla að eiga notalega kvöldstund með gestum sínum þar sem kórinn flytur jólalög í bland við dægurlög undir stjórn hins eina sanna Magnúsar Kjartanssonar. Færeyski meistarinn Jógvan Han- sen ætlar að heiðra samkomuna með nærveru sinni og syngja nokkur lög. Að loknum tónleikum bera kór- meðlimir fram heitt súkkulaði með rjóma og sitthvað að narta í sem er innifalið í miðaverði. Húsið er opnað kl. 19:30 en tón- leikar hefjast kl. 20. Miðasala verður við innganginn og miðaverði verður sem áður stillt í hóf og vert að taka fram að ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Allir hjartanlega velkomn- ir. Morgunblaðið/Eggert Innlifun Jógvan að syngja í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir nokkru. Jógvan verður gestur Brokkkórsins í kvöld  Boðið upp á heitt súkkulaði og góðgæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.