Morgunblaðið - 11.12.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 11.12.2019, Síða 12
AFP Náttúruhamfarir Skyndilegt eldgos hófst á White Island í fyrradag og náði gosstrókurinn rúmlega 3,5 km hæð. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þegar við komum þangað, það var mjög átakanlegt. Þetta minnti einna helst á Tsjernóbýl, aska lá yfir öllu og þetta var í raun mjög yfirþyrm- andi,“ sagði Russell Clark sjúkra- flutningamaður í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, er hann var spurður út í aðstæður á ferðamanna- eyjunni White Island sem finna má undan ströndum Nýja-Sjálands. Eldgos hófst skyndilega á eyjunni í fyrradag á sama tíma og stór hópur ferðamanna var staddur þar. Síðdegis í gær greindi BBC frá því að búið væri að staðfesta sex dauðs- föll vegna eldgossins og eru um 30 sagðir slasaðir, flestir þeirra með al- varleg brunasár á líkama. Óttast er að átta til viðbótar hafi látist í ham- förunum, en forsætisráðherra Nýja- Sjálands hefur áður sagt um 100 manns hafa verið á og við eyjuna þegar gosið hófst. Margir þeirra voru farþegar af skemmtiferðaskip- inu Ovation of the Seas. Er um að ræða einstaklinga frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Þýska- landi, Bretlandi, Kína og Malasíu. „Ég minnist þess að hafa séð þyrlu á eyjunni, hún var þarna þegar gosið hófst. Þyrluspaðarnir eru nú allir brotnir og vélin sjálf þakin ösku. Þetta var í raun mjög sláandi upp- lifun en við reynum bara að setja það til hliðar og halda áfram með okkar verkefni,“ bætti Clark við, en hann var í hópi þeirra björgunarmanna sem sendir voru á eyjuna í gær til að leita að eftirlifendum. Brunasár víða um líkamann Fréttavefur breska ríkisútvarps- ins greinir frá því að flestir hinna slösuðu séu með brunasár á yfir 30% líkamans. Margir eru sagðir hafa orðið fyrir alvarlegum brunasárum á öndunarvegi. Enn var í gær óttast um afdrif átta einstaklinga sem enn voru taldir á eyjunni. Lögreglan telur víst að þeir séu látnir og að jarðneskar leifar þeirra séu grafnar undir ösku. Ekki er vitað hvort og hvenær hægt verð- ur að endurheimta líkin. Eyjan sögð vera eins og Tsjernóbýl  Einn þeirra björgunarmanna sem leituðu eftirlifenda á White Island sagði ástandið þar yfirþyrmandi  Hinir slösuðu eru með brunasár víða um líkamann  Enn er óttast um afdrif nokkurra ferðamanna 12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Björgunarmenn hófu í gær leit að herflutningaflugvél flughers Síle sem hvarf af ratsjám á leið sinni til herflugvallar á Suðurskautsland- inu, en þangað átti að fljúga vélinni frá Chabunco-herstöðinni í Punta Arenas. Um borð í flugvélinni voru 38 manns, 17 manna áhöfn og 21 farþegi, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Til- gangur ferðarinnar var að sinna viðhaldsvinnu á eldsneytisleiðslu. Herflutningavélin, sem er af gerðinni Lockheed C-130H Hercu- les, tók á loft laust fyrir klukkan 17 að staðartíma og hvarf hún af rat- sjám klukkan 18.13. Ekki er vitað til þess að flugmenn vélarinnar hafi sent út neyðarkall. BBC grein- ir frá því að flugmennirnir séu afar reyndir að allt bendi til þess að þeir hafi neyðst til að nauðlenda vél sinni einhvers staðar á Suður- Íshafi, mitt á milli syðsta odda Suður-Ameríku og Suðurskauts- landsins. Hvað olli því er þó ekki vitað á þessari stundu. Hópurinn sem um borð var í flugvélinni er blanda af hermönn- um og óbreyttum borgurum. Þrír farþeganna eru hermenn frá Síle, tveir eru starfsmenn verktakafyr- irtækis, einn er háskólastúdent og hinir 15 eru á vegum flughersins. Þá eru einnig, sem fyrr segir, 17 í áhöfn vélarinnar. Um miðjan dag í gær var enn unnið að því að setja sig í samband við ættingja þessa fólks. Leitað á erfiðu svæði Alls héldu átta flugvélar og fjög- ur skip til leitar í gær. Leitarsvæð- ið er stórt og erfitt, að sögn BBC, en hafsvæði þetta er þekkt fyrir krefjandi veðuraðstæður. Þegar vélin hvarf af ratsjám var veður aftur á móti stillt. Leit hafði seinni partinn í gær ekki skilað neinum árangri. Flugvél með 38 innanborðs hvarf  Endaði sennilega í Suður-Íshafi Leitað Hercules-flugvél frá Síle. Ljósmynd/Wikipedia „Ég veiti þessum verðlaunum við- töku fyrir hönd íbúa Eþíópíu og Eritreu, einkum og sér í lagi þeirra sem fórnuðu öllu í nafni friðar,“ sagði Abiy Ahmed Alí, forsætisráð- herra Eþíópíu, er hann tók á móti friðarverðlaunum Nóbels í Ráðhúsi Ósló í Noregi í gærmorgun. Sagðist hann í ræðu sinni með eigin augum hafa horft á ljótleika styrjaldar og vísaði þar til stríðs- átaka sem hann sjálfur tók þátt í ár- ið 1998, þá tvítugur. „Þeir eru til sem hafa aldrei séð stríð og upp- hefja það og dásama. Þeir hinir sömu hafa ekki séð óttann, þeir hafa ekki séð örmögnunina, þeir hafa ekki séð eyðilegginguna og sorgina,“ sagði hann í ræðu sinni. AFP Dásami ekki stríðsátök Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa birt ákærur á hendur Donald Trump Banda- ríkjaforseta til embættismissis. Er hann sakaður um að misnota vald sitt og að hindra framgang rannsóknar þingsins á því hvernig hann beitti sér til að setja þrýsting á stjórnvöld í Úkraínu í þeim tilgangi að ráðast á pólitískan andstæðing í komandi forsetakosningum á næsta ári. Búist er við að fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni greiða at- kvæði um málið í næstu viku. Verði ákæran samþykkt verður Trump þriðji forsetinn í sögu Bandaríkj- anna sem ákærður verður fyrir brot í embætti og þarf þá að svara til saka fyrir öldungadeild. BANDARÍKIN Ákæra Trump fyrir misnotkun á valdi Donald Trump

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.