Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 28

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 3.290,- 140 gramma hreindýrahamborgari með piparsósu, trönuberja/melónusultu ruccola, rauðlauk og sætum frönskum kartöflum. HREINDÝRA BORGARINN er kominn! NÝTT Í DESEMBER Árni Matthíassom arnim@mbl.is Fyrir átta árum kvaddi sér hljóðs ungur rithöfundur norður á Akur- eyri með bók sem hann lýsti svo í viðtali hér í blaðinu: „Þetta eru sög- ur fyrir unglinga og fullorðna, dálít- ið blóðugar, gerast í skálduðum heimi á miðöldum. Þarna eru ófreskjur, galdrar, afturgöngur …“ Fyrsta bók Elís, sem hann lýsti svo, var Meistari hinna blindu, en síðan hafa fimm furðusögur eftir Elí kom- ið út, nú síðast Feigðarflótti. Ekki er þó allt talið því hann hefur verið iðinn við útgáfu á ensku. – Nú er nokkuð um liðið síðan þú sendir síðast frá þér ævintýrasögu á íslensku, Eldmáni kom út fyrir fjór- um árum. Er það rétt skilið hjá mér að þú hafir verið að gefa bækurnar þínar út á ensku í millitíðinni? „Ég þýddi þrjár af bókunum mín- um yfir á ensku og gaf út sjálfstætt á Amazon. Síðan skrifaði ég fjórleik frá grunni á ensku og gaf út á sama hátt. Fólk var hrifið af þessu en markaðurinn er mjög þéttsetinn og það er afar erfitt fyrir óþekktan, sjálfstæðan höfund að ná athygli. Ég skrifaði því þríleik sem ég hef verið að reyna að fá umboðsmann fyrir. Það er allt í vinnslu, en ég fékk nýlega útgáfusamning fyrir fjórleikinn í Evrópu.“ – Hinar bækurnar þínar hafa gerst í öðrum heimi en okkar, en er það rétt að Feigðarflótti gerist á víkingaöld þó að í bókinni séu firn og furður? „Ég vildi ekki þurfa að binda mig við alvörustaðsetningar þannig að ég hugsa þetta meira eins og heim byggðan á víkingaöld frekar en að þetta eigi að passa á einhvern ákveðinn stað og tíma.“ – Þú sækir sitthvað í norræna goðafræði í bókinni, lagðist þú í miklar rannsóknir fyrir skrifin? „Ég reyni að gera ekki meiri rannsóknir en þarf fyrir það sem er að gerast á blaðsíðunni. En ég fór yfir goðin og hlutverk þeirra og las aftur Íslendingasögurnar, Völuspá og Hávamálin til að rifja upp mál- farið.“ – Það er meiri hraði í Feigðar- flótta en fyrri bókum, er það með- vitað eða hefur stíllinn hjá þér þróast í þessa átt? „Stíllinn hjá mér hefur eflaust þróast eitthvað. Ég er fljótari að koma mér að efninu og sögurnar eru straumlínulagaðri. En það stóð alltaf til að hafa þetta stutta sögu og þá þýðir ekki að sóa blaðsíðum.“ – Í lok bókarinnar finnur maður að sagan af Magnhildi og Bárði er rétt að hefjast, hvenær kemur fram- haldið? Verður þetta sagnabálkur? „Mig langar að gera fleiri bækur, en það mun velta á því hvernig sú fyrsta selst. Ef þetta gengur ágæt- lega geri ég framhaldið bara á næsta ári. Ég fjármagnaði prent- unina á Feigðarflótta með Karolina Fund og þetta mun líka velta á því hvort það tekst aftur.“ Langar að gera fleiri bækur  Elí Freysson skapar heima og skrifar ævintýrabækur á íslensku og ensku  „Fólk var hrifið af þessu,“ segir hann Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ævintýrasögur „Ég fékk nýlega útgáfusamning fyrir fjórleikinn í Evrópu“ segir Elí Freysson um verk sín. Hann hefur þýtt sum þeirra fyrir Amazon. Hversu þekktur væri glæpa-sagnahöfundurinn RobertGalbraith ef ekki hefðikvisast að nafnið væri dul- nefni J.K. Rowling, höfundar bókanna um galdradrenginn Harry Potter? Bókin Gauksins gal kom út árið 2013 og hugðist Rowl- ing gefa út minnst þrjár bækur áður en hún gæfi sig fram. Aðrir höf- undar hafa reynt það sama, þar á meðal Stephen King, sem skrifaði nokkrar bækur undir dulnefninu Richard Bachman og sagðist hafa vilj- að sjá hvort bækur eftir sig myndu seljast vegna eigin verðleika eða féllu flatar ef nafns hans nyti ekki við. Gauksins gal er að mörgu leyti bráðskemmtilegt. Rowling sleppir fram af sér beislinu í persónusköpun og bókin er uppfull af litríku fólki, sem hún lýsir þannig að þær standa les- andanum ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Ung og þekkt fyrirsæta fellur fram af svölum og stjúpbróðir hennar hefur enga trú á þeirri skýringu að hún hafi fyrirfarið sér. Hann leitar til einka- spæjarans Cormorans Strikes og bið- ur hann að rannsaka málið. Strike fer á stúfana og hefur sér til liðsinnis rit- arann Robin Ellacott. Strike er sérlega eftirminnilegur, sonur frægrar rokkstjörnu og upp- gjafahermaður frá Afganistan. Við rannsóknina kynnast þau vinum og förunautum fyrirsætunnar og er það litríkur hópur fólks, allt frá auð- mönnum og stjörnum til öreiga á göt- unni. Sagan er eins og púsluspil, vísbend- ingum komið fyrir hér og þar, frásagn- ir stangast á og vísa í ýmsar áttir. Hver segir satt? Hver lýgur? Hverjir hafa eitthvað að fela? Hverjir tapa? Hverjir græða? Lesandinn tekur þátt í því ásamt gallagripnum Strike og Ellacott að púsla öllu saman og ná heildarmynd. Þótt frásögnin sé fjörleg er hins vegar sá megingalli á sögunni að fram- vindan er hæg og lengi vel miðar lítið sem ekkert í málinu sjálfu. Þótt plottið sé ekki nógu bitastætt tekst höfundi að halda sögunni á flugi með frásagn- argleði og sprúðlandi stíl, sem Uggi Jónsson kemur hnökralaust til skila í fínni þýðingu. Skemmtilestur en hæg framvinda Skáldsaga Gauksins gal bbbnn Eftir Robert Galbraith. Uggi Jónsson íslenskaði. JPV útgáfa, 2019. 599 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Nýstofnað fjölþjóðlegt leikfélag, Reykjavík Ensemble, frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld sitt fyrsta verk, Opnunarhátíð. Leikfélagið er stofnað af Pálínu Jónsdóttur leikstjóra, sem er list- rænn stjórnandi félagsins, og sam- starfskonu hennar Ewu Marcinek, verkefnastjóra og rithöfundi. Ásamt hópi alþjóðlegra listamanna stefna þær að því að mynda nýjan leikhúsvettvag innan íslenskrar leiklistar. Leiksvið sem gerir fag- menntuðu listafólki hvaðan sem það kemur og hvaða tungumál sem það talar kleift að taka þátt í leik- húslífinu. Listafólki sem annars upplifir sig á jaðri menningargeir- ans og þess vegna ósýnilegt á ís- lensku leiksviði. Tólf flytjendur taka þátt í Opn- unarhátíð. Allt listafólk sem býr hér á landi og er sagt fulltrúar ólíkra tungumála og menningar- legs bakgrunns. Í leikstjórn Pálínu skapi þau „leik- húskitlu sem er vitnisburður um þá brýnu nauðsyn sem þau sjálf finna til að grípa til aðgerða og láta raddir sínar heyr- ast á íslensku leiksviði“. Verkið er sagt draumkennt mósaíkverk sem varð til í skipulagðri spunavinnu. Reykjavík Ensemble sýnir Opnunarhátíð Ewa Marcinek og Pálína Jónsdóttir. Spávefsíðan Gold Derby, á slóðinni gold- derby.com, bendir á að tón- skáldið Hildur Guðnadóttir gæti hreppt þrenn verðlaun af þeim sem þykja hvað merkust þegar kemur að tón- smíðum fyrir kvikmyndir, þ.e. Emmy-, Grammy- og Óskars- verðlaunin, á fimm mánaða tíma- bili. Samkvæmt spá vefjarins er Hildur líklegust til að hreppa Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína fyrir þættina Chernobyl og þykir líklegt að Hildur muni keppa um Óskarsverðlaunin fyrir bestu tónsmíð við kvikmynd, fyrir tónlistina sem hún samdi við Jo- ker. Er því spáð að Hildur keppi þar við heimskunn kvikmynda- tónskáld, þá Alan Silvestri og Hans Zimmer. Emmy-verðlaunin eru þegar komin í hús hjá Hildi, þau hlaut hún í september fyrir Chernobyl. Hún er tilnefnd til Grammy- verðlauna fyrir sömu þætti og lík- ur á því að hún verði tilnefnd til Óskarsins fyrir Joker. Hildur Guðnadóttir Gæti hlotið Emmy, Grammy og Óskar Bandaríski tónlistarmaðurinn Khalid heldur tónleika í Laugardalshöll á næsta ári, 25. ágúst, og hefst miðasala á föstudaginn. Khalid er einn af vinsælli tónlistar- mönnum heimsins um þessar mundir, skv. tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Senu Live, og sam- kvæmt tímaritinu Time er hann með áhrifamestu mönn- um í heimi árið 2019. Hann gaf út sína fyrstu plötu, Am- erican Teen, árið 2017 og slógu nokkur lög af henni í gegn. Khalid heur hlotið fimm Grammy-tilnefningar og eftir að næsta plata hans kom út, í apríl á þessu ári, varð hann fyrsti listamaðurinn til að verma öll fyrstu fimm sæti Billboard R&B-vinsældalistans, skv. tilkynningu. Khalid hefur gefið út lög í samstarfi við magnaða listamenn á borð við Ed Sheeran, Calvin Harr- is, Marshmello, Shawn Mendez, Billie Eilish, Major Lazer og Disclosure og er þessa dagana fimmti mest spilaði listamaður Spotify. Khalid heldur tónleika í Laugardalshöll Khalid

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.