Morgunblaðið - 17.12.2019, Page 1

Morgunblaðið - 17.12.2019, Page 1
Ljósmynd/Bjarni Gunnarsson Samvera Tæplega 400 manns tóku þátt í samverustund í Dalvík í gærkvöldi en þar voru einkum komnir saman viðbragðsaðilar og aðrir sem staðið hafa í ströngu undanfarna viku í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið. Höskuldur Daði Magnússon Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Hjörtur J. Guðmundsson Enn er víða unnið að viðgerðum á raflínum í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir í liðinni viku og eftirkasta þess. Ljóst er orðið að óveðrið olli miklu tjóni þótt ekki hafi enn gefist tími til að meta það til fulls. „Við vitum að tjón hleypur vænt- anlega á hundruðum milljóna. Nú er- um við að bjarga rafmagni. Kostn- aður er að hlaðast upp en við tökumst á við hann seinna. Það er sömuleiðis mikið tjón hjá viðskiptavinum okkar. Við munum skoða þetta tjón betur síðar,“ segir Tryggvi Þór Haralds- son, forstjóri Rarik, í samtali við Morgunblaðið. Rafmagn fór af í Skagafirði í gær- morgun. Í fyrrinótt var unnið að hreinsun á tengivirki í Hrútatungu. Undir morgun í gær fór virkið aftur út vegna seltu. Virðist sem högg hafi komið á kerfið í kjölfarið og sló meðal annars út á Sauðárkróki og Hofsósi. Varaaflið bjargaði hitanum Þrátt fyrir rafmagnsleysið í síð- ustu viku var heitt í öllum húsum í Skagafirði ólíkt því sem gerðist víða annars staðar þar sem rafmagnslaust varð. Ástæða þess er að varaaflstöðv- ar hafa verið í öllum dælustöðvum Skagafjarðarveitna frá upphafi. Í gær voru enn keyrðar díselvélar á Dalvík, fjórar frá Rarik og ein í varðskipinu Þór. Sama gilti með Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörð og fleiri staði. Í tilkynningu bað Rarik notendur sem tengdir eru varaafli að spara raf- magn eins og unnt er. Mun Rarik þurfa að keyra varaafl þangað til búið er að gera við flutningskerfi Lands- nets. Einhverja daga mun taka að lagfæra bilanir og áfram má búast við rafmagnstruflunum. Þá kann að vera að gripið verði til þess að skammta rafmagn. Fjölmenn samverustund var hald- in á Dalvík í gærkvöldi, sem áætlað er að tæplega 400 manns hafi sótt, þar sem saman komu fjölmargir björgunarsveitarmenn, starfsmenn Rarik og Landsnets, starfsmenn veitna og annarra stofnana hjá Dal- víkurbyggð, áhöfn varðskipsins Þórs, lögreglumenn, íbúar og starfsmenn fjölmargra fyrirtækja í Dalvíkur- byggð og nágrenni auk annarra sem lagt hafa hönd á plóg við ýmis krefj- andi verkefni undanfarna viku. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, hélt ræðu þar sem hún þakkaði öllum við- bragðsaðilum sem og íbúum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir óeigingjarnt vinnuframlag sem í sumum tilfellum sér ekki fyrir end- ann á. Tjónið hleypur á hundruðum milljóna  Viðgerðir munu taka einhverja daga og áfram má búast við rafmagnstruflunum MKerfið enn viðkvæmt »2 Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  296. tölublað  107. árgangur  Hurðaskellir kemur í kvöld 7dagartil jóla jolamjolk.is SKEMMTILEGT LJÓÐSKÁLD Á GATNAMÓTUM SNJÓNUM KYNGIR NIÐUR ROLLS ROYCE PRUFU- KEYRÐUR MOKAÐ Á AKUREYRI 10 BÍLAR 16 SÍÐUR29 John Snorri Sigurjónsson fjalla- maður hóf í gærkvöldi 28 klukku- stunda langa æfingu á Esjunni. Hann hélt í sína fyrstu ferð upp fjallið klukkan 18 og ætlar sér að ganga alls fjórtán ferðir viðstöðu- laust upp og niður Esjuna þar til æfingu lýkur klukkan 22 í kvöld. Þetta er opin æfing og er öllum frjálst að slást í för með fjalla- garpinum, sem býr sig nú undir að fara til Pakistans í janúar næstkomandi og reyna þar að verða fyrsti maðurinn til þess að klífa tind K2 að vetrarlagi. Strekkingsvindur var við Esju- rætur en John Snorri lét það lítið á sig fá. 14 sinnum upp og niður Esjuna Morgunblaðið/Eggert  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dómnefnd vegna umsækjenda um dóm- arastöðu við Hæstarétt viðhafa aðra nálgun en í Landsréttar- málinu. „Nálgunin er önnur en þeg- ar nefndin skilaði af sér í Lands- rétti og umsögnin er líka öðruvísi uppbyggð,“ segir Áslaug Arna. Með því tekur hún undir sam- bærileg sjónarmið Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dóms- málaráðherra, sem telur dóm- nefndina hafa horfið frá áherslu á reiknilíkan sem kom við sögu við val á dómurum í Landsrétt. Nefndin raðaði 33 umsækjendum um 15 dómarastöður við nýjan Landsrétt eftir hæfni með reikni- formúlu. Nefndin virðist nú hafa horfið frá þeirri aðferðafræði. Þannig vísa nefndarmenn til gagnrýni umboðsmanns Alþingis á reikniaðferðina, ásamt því sem þeir telja sig ekki vera bundna af notk- un hennar við fyrri störf. »4 Horfið frá reiknileið í dómaravali Boeing tilkynnti í gærkvöldi að fyrirtækið myndi stöðva fram- leiðslu á Boeing 737 MAX- þotunum tíma- bundið í upphafi næsta árs, en ekki er sagt hve- nær fyrirtækið gerir ráð fyrir að hefja framleiðsluna aftur. Níu mán- uðir eru frá því að vélarnar voru kyrrsettar á heimsvísu eftir tvö slys sem kostuðu mörg hundruð manns- líf. Fyrirtækið segir að engum þeirra 12.000 starfsmanna sem vinna í verksmiðjum þess í grennd við Seattle verði sagt upp. Boeing 12.000 vinna í verksmiðjunum. Stöðva framleiðslu tímabundið bbbbm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.