Morgunblaðið - 17.12.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
Sími 534 1500 | kiddi@kambstal.is | Íshellu 1, 221 Hafnarfirði
Klippt & beygt
kambstál
fyrir minni og stærri verk
Reynsla | gæði | þjónusta
Í fréttum gærdagsins var sagtfrá því að gröf Reinhards
Heydrichs nasistaforingja hefði
verið opnuð.
Nasisminn sog-aði til sín de-
líkventa og illmenni
eins og vin í eyði-
mörk dregur að sér
þyrsta um langan
veg. Það er ekki
auðvelt að velja
hver í þeim hópi
standi hæst á verð-
launapalli viðbjóða,
en Reinhard Heyd-
rich hefði örugg-
lega komist í úrslit.
Heydrich rotnaðií ómerktri
gröf, svo einhver með aðgang að
leyndarmálum hefur verið að verki
og ekki er enn vitað hver það var
eða hvað honum gekk til.
Lengi hefur eins konar bann-helgi legið á minningu nas-
istaforingja og helst ekki á Adolf
Hitler minnst. Það hefur breyst og
þeir sem fylgjast með fræðsluþátt-
um og ekki síst meintum fræðslu-
þáttum hljóta að undrast hinn
mikla áhuga sem nú er á Hitler og
hyski hans og hve oft er létt skaut-
að hjá illsku, villimennsku og eyði-
leggingu.
Nú, þegar öld er senn liðin fráupphafi valdaskeiðs Hitlers,
er óhjákvæmilegt að um þá tíð sé
fjallað, og um tilurð, skipulag, und-
irrót, framkvæmd og skipbrot.
En það er lágmarkskrafa að íumfjölluninni sé ekki, stund-
um eins og óviljandi, brugðið já-
kvæðri slikju yfir ógeðið sem var
eðli og einkenni fyrirbærisins.
Fórnarlömbin og framtíðin eiga þá
kröfu.
Adolf Hitler
Opin gröf, opin sár
STAKSTEINAR
Reinhard
Heydrich
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórn læknaráðs Landspítalans
sendi í gær frá sér ályktun þar sem
lýst er yfir áhyggjum af starfsskil-
yrðum og vinnuálagi á læknum spít-
alans. Minnt er á skýrslu McKinsey
frá árinu 2016 sem hafi bent á mikil-
vægi þess að taka mönnun klínískra
starfstétta til endurskoðunar.
„Fram kom í skýrslunni að læknar
Landspítala sinntu fleiri heimsókn-
um og innlögnum á hvert stöðugildi
en erlend samanburðarsjúkrahús og
að hlutfall lækna af heildarmannafla
Landspítala væri lágt. Setja þarf
upp viðmið fyrir hámarksfjölda sjúk-
linga á hvern lækni sem gæðavísi
fyrir þjónustu. Fari hlutfallið yfir
ákveðin mörk skal grípa til viðeig-
andi ráðstafana,“ segir m.a. í álykt-
uninni.
Læknaráð rifjar upp að það hafi á
undanförnum árum ályktað um ýmis
efni sem hafa valdið auknu álagi og
stuðlað að minni starfsánægju meðal
lækna. „Aukin umræða hefur verið
um óhóflegt álag og í kjölfar þess
kulnun í starfi sem hefur því miður
gætt í vaxandi mæli meðal lækna.
Læknaráð ítrekar því fyrri ályktanir
um að mæta þurfi vaxandi eftirspurn
eftir þjónustu spítalans með því að
ráða fleiri lækna og bæta aðbúnað
þeirra,“ segir læknaráð og vísar allri
ábyrgð á hendur yfirvalda.
Lýsa áhyggjum af álagi á lækna
Læknaráð LSH telur að ráða þurfi
fleiri lækna og bæta starfsskilyrðin
Morgunblaðið/Eggert
Landspítalinn Læknar starfa undir
miklu álagi á spítalanum.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, hefur kolefnisjafnað allar
flugferðir sínar til og frá útlöndum á
þessu ári úr eigin vasa. Vakin er at-
hygli á framtak-
inu á vef Alþingis
þar sem segir að
einstaklingar og
fyrirtæki séu í
auknum mæli far-
in að sýna sam-
félagslega ábyrgð
með því að kol-
efnisjafna flug-
ferðir. Fjár-
málaskrifstofa
þingsins býður
þingmönnum aðstoð sína við kolefn-
isjöfnun og vísar á þá þrjá aðila hér á
landi sem taka slíkt að sér, Kolvið,
Votlendissjóð og Icelandair. Eru
þingmenn hvattir til að nýta sér
þetta.
„Ég hef farið tíu sinnum til út-
landa á þessu ári,“ segir Stein-
grímur í samtali við Morgunblaðið.
Kostnaður við kolefnisjöfnunina
nemi rétt um tíu þúsund krónum
fyrir allar ferðirnar. Hann er þeirrar
skoðunar að þingið eigi ekki sjálft að
borga þennan kostað. Best sé og
sómi að því að þingmenn geri það
sjálfir úr eigin vasa og sýni þannig í
verki viðhorf sitt til mikilvægis um-
hverfisverndar. Hann veit til þess að
fleiri þingmenn hafi kolefnisjafnað
ferðar sínar.
Útreikningur á kolefnisjöfnun í
flugferðum byggist á fjölda farþega
og lengd flugferða. Á vef Icelandair
kemur fram að kolefnisjöfnun flug-
ferðar til og frá Kaupmannahöfn
kosti t.d. um eitt þúsund krónur á
farþega. Kostnaðurinn getur því
vart talist neinum ofviða og það þótt
flugferðir séu margar á hverju ári.
Fyrir fjárhæðina eru gróðursett 5
tré sem mynda eiga mótvægi við los-
un koltvísýrings út í andrúmsloftið.
Sumir hafa talað um kolefnis-
jöfnun af þessu tagi sem nútíma af-
látsbréf gegn mengunarsyndum. Á
vef fyrirtækisins Kolviðar er þessu
hafnað með þeim orðum að kolefn-
isjöfnun eigi ekkert skylt við synda-
aflausn. „Við endurvinnum í auknum
mæli það sem fellur til við neyslu,
t.d. pappír, dósir og aðrar umbúðir. Í
þessum sama anda vill Kolviður
bjóða fólki að binda það kolefni sem
fellur til við daglega neyslu. Sjóð-
urinn hvetur til þess að sem mest sé
dregið úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda en gerir sér grein fyrir að erf-
itt er að koma í veg fyrir hana al-
veg,“ segir þar. gudmundur@mbl.is
Greiðir kolefnisjöfn-
unina úr eigin vasa
Þingmenn hvattir til að jafna flugferðir
Steingrímur J.
Sigfússon