Morgunblaðið - 17.12.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
Þú finnur fallegar og
vandaðar jólagjafir
hjá Eirvík
Hvort sem þú leitar að litríkri og fallegri brauðrist í eldhúsið,
sterkbyggðri matvinnsluvél sem er afkastamikill hjálparkokkur
við eldamennskuna, endingargóðri ryksugu gæddri nýjustu
tækninýjungum eða glæsilegri kaffivél sem hellir upp á
nýmalað og dásamlegt kaffi, þá erum við með frábæra
valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu
allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Kostnaður við snjómokstur á veg-
um Akureyrarbæjar á þessu ári
stefnir í að verða vel yfir fjárveit-
ingum til verkefnisins í fjárhags-
áætlun bæjarins. Snjó hefur kyngt
niður í bænum undanfarna daga og
teppt samgöngur og hafa snjó-
moksturstækin nánast verið á
fullri ferð allan sólarhringinn.
Samkvæmt upplýsingum frá
Dan Brynjarssyni, sviðsstjóra fjár-
sýslusviðs, nemur gjaldfærður
kostnaður við snjómokstur bæjar-
félagsins á þessu ári um 140 millj-
ónum króna.
Inni í þeirri tölu
er ekki mokstur-
inn eftir hvellinn
mikla í síðustu
viku, en áætlað
er að hann
hækki upphæð-
ina um nokkra
tugi milljóna.
Vísar Dan til
þess að í febrúar
á þessu ári þegar mikið snjóaði í
bænum hafi kostnaður við mokstur
numið rúmum 66 milljónum króna.
Telur hann ekki ólíklegt að álíka
kostnaður sé fallinn á bæinn í des-
ember þótt mánuðurinn sé ekki
nema hálfnaður.
Í fjárhagsáætlun Akureyrar fyr-
ir þetta ár var gert ráð fyrir 177
milljónum króna til snjómoksturs.
40 tæki við snjómokstur
Snjómokstur hefur verið stór út-
gjaldaliður hjá Akureyrarbæ und-
anfarin ár. Árið 2015 nam raun-
kostnaður við verkefnið tæplega
143 milljónum króna, lækkaði síð-
an 2016 og 2017 í um 110 og 94
milljónir króna, en hækkaði aftur
2018 í um það bil 165 milljónir
króna.
Um 50 manns hafa unnið við
snjómoksturinn undanfarna daga
og eru notuð til þess hátt í 40 snjó-
ruðningstæki.
Mikilvægar leiðir í forgangi
Fram kemur á heimasíðu Akur-
eyrarbæjar að megináhersla sé
lögð á að halda helstu stofn- og
tengibrautum, strætisvagnaleiðum
og aðgengi að neyðarþjónustu eins
opnu og kostur er. Einnig er lögð
áhersla á helstu göngu- og hjóla-
stíga milli bæjarhluta og leiðir sem
liggja að skólum, leikskólum,
strætóbiðstöðvum og helstu stofn-
unum bæjarins, til dæmis öldrun-
arheimilum og þjónustukjörnum.
50 manns við snjómokstur
Kostnaður við snjómokstur á Akureyri orðinn meiri en fjárveitingar ársins
Áhersla lögð á að halda mikilvægustu samgönguleiðum innan bæjarins opnum
Kostnaður við snjómokstur á Akureyri
Milljónir króna 2015 til 2019*
200
175
150
125
100
75
50
25
0
2015 2016 2017 2018 2019
Kostnaður
fram að byrjun
desember
142,6
110,0
93,8
164,6
140,5
*Kostnaður við mokstur síðustu viku
ekki meðtalinn. Heimild: Akureyrarbær.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri 50 manns á 40 tækjum hafa unnið við snjómokstur í bænum. Um
tíma voru snjóþyngslin slík að þorri bæjarbúa þurfti að halda sig innandyra.
Dan
Brynjarsson
Umsóknarfrestur um tvö prests-
embætti í Garða- og Saurbæjar-
prestakalli er runninn út.
Biskup Íslands auglýsti á dög-
unum embættin tvö laus til umsókn-
ar. Annars vegar var auglýst eftir
almennum presti og hins vegar
presti með áherslu á æskulýðs- og
barnastarf. Umsækjendur voru
beðnir um að tilgreina um hvort
starfið væri sótt, annað eða bæði.
Þessi sóttu um hið almenna
preststarf: Séra Haraldur Örn
Gunnarsson, sr. Jónína Ólafsdóttir
og sr. Sigríður Munda Jónsdóttir.
Um bæði embættin sóttu: Séra
Gunnar Jóhannesson, sr. Ursula
Árnadóttir, Ægir Örn Sveinsson
guðfræðingur og Þóra Björg Sig-
urðardóttir guðfræðingur.
Miðað er við að viðkomandi geti
hafið störf 1. febrúar 2020.
Garða- og Saurbæjarprestakall
varð til með sameiningu sókna. Því
tilheyra Akranes og nágrannasókn-
ir, Innra-Hólms-, Leirár- og Saur-
bæjarsókn. Sóknarprestur er sr.
Þráinn Haraldsson. sisi@mbl.is
Sjö vilja
þjóna á
Akranesi
Ljósmynd/kirkjan.is
Akraneskirkja Sjö manns sækjast
eftir að þjóna Skagamönnum.