Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 12

Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019 17. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.24 122.82 122.53 Sterlingspund 163.67 164.47 164.07 Kanadadalur 92.85 93.39 93.12 Dönsk króna 18.275 18.381 18.328 Norsk króna 13.568 13.648 13.608 Sænsk króna 13.082 13.158 13.12 Svissn. franki 124.23 124.93 124.58 Japanskt jen 1.1138 1.1204 1.1171 SDR 169.1 170.1 169.6 Evra 136.59 137.35 136.97 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.935 Hrávöruverð Gull 1470.6 ($/únsa) Ál 1762.5 ($/tonn) LME Hráolía 64.56 ($/fatið) Brent ● Eimskipafélagi Íslands hefur borist síðara andmælaskjal frá Samkeppn- iseftirlitinu (SKE) og hefur félagið nú fyrst fengið í hendur með tæmandi hætti þær ásakanir sem á það eru born- ar að því er fram kom í tilkynningu fé- lagsins til Kauphallar. Skjalið felur í sér frummat eftirlitsins en ekki bindandi stjórnvaldsákvörðun og er liður í máls- meðferð rannsóknarinnar sem staðið hefur yfir í tæpan áratug en ætlað brotatímabil nær frá árinu 2008 til 2013. Í yfirliti SKE segir að það telji að fyrir hendi hafi verið „ætlað ólögmætt samráð Eimskips og Samskipa“, sem hafi haft að markmiði að raska sam- keppni í skilningi samkeppnisréttar. Á meðal þeirra aðgerða á rannsókn- artímabilinu sem um ræðir var samráð um breytingar á siglingakerfum, sam- ráð um að takmarka flutningaframboð og samræmingu siglingakerfa, skipti á mörkuðum eftir viðskiptavinum, skipt- ingu á mörkuðum eftir landsvæðum á Íslandi, verð- samráð, gáma- samráð og upplýs- ingar um mikilvæg viðskiptamálefni auk fleiri atriða. „Hin ætluðu brot hafi varað í langan tíma og verið fram- in af ásetningi. Hin ætluðu brot voru mjög umfangsmikil og til þess fallin að valda neytendum og atvinnulífinu miklu tjóni,“ segir í skjali SKE. Þá segir einnig að „þrátt fyrir að sögn málsins sýni að á árinu 2013 hafi dregið úr ætlaðri markaðsskiptingu á milli Eimskips og Samskipa er að frum- mati Samkeppniseftirlitsins ekki unnt að slá því föstu að hún hafi liðið undir lok“. Í yfirlitinu segir að frummat SKE bendi til alvarlegra brota á 10. grein samkeppnislaga og 53. gr. EES- samningsins. Samkeppniseftirlitið harðort í garð skipafélaga Samkeppni Eim- skip rannsakað. STUTT á fundinum jákvætt. Í tilkynning- unni segir einnig að utanríkisráð- herra hafi áréttað að Hoyvíkursamn- ingurinn hafi reynst bæði Færeyingum og Íslendingum vel og því verði að kanna til þrautar hvort forsendur séu fyrir Færeyinga að draga uppsögnina til baka. „Hoyvíkursamningurinn hefur verið undirstaða vaxandi efnahags- samstarfs milli Íslendinga og Fær- eyinga og ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að við séum tilbúin til að gera okkar til að viðhalda honum. Eftir fund okkar Jenis av Rana í dag er ég bjartsýnni á að það takist, en við gerum enn ráð fyrir að uppsögn- in standi,“ segir Guðlaugur Þór í til- kynningunni. Ástæðan breytingar á löggjöf Guðlaugur Þór segir í samtali við Morgunblaðið að ástæða uppsagnar samningsins hafi verið breytingar sem gerðar voru á fiskveiðilöggjöf- inni í Færeyjum, sem ekki voru tald- ar samræmast Hoyvíkursamningn- um. Núverandi stjórnvöld hafi á stefnuskrá sinni að draga þær breytingar til baka. En Guðlaugur segir að umræðan um samninginn sé mun neikvæðari í Færeyjum en hér á Íslandi. Ný stjórn, önnur en sú sem sagði upp samningnum, hefur nú tekið við völdum í Færeyjum, og sú stjórn hefur að sögn Guðlaugs nýja stefnu og nýjar áherslur, sem íslensk stjórnvöld taka fagnandi. Guðlaugur segir að niðurfelling samningsins hafi neikvæð áhrif á viðskipti þjóðanna, og þá sérstak- lega á innflutning frá Færeyjum. „Við kaupum meiri þjónustu af þeim en þeir af okkur. Við flytjum út þó- nokkuð af vörum þangað sem nú munu fá á sig toll. Hins vegar er boltinn núna hjá þeim. Ég hef lagt mig fram eins og ég get um að ná lendingu þannig að við getum byggt viðskiptasamband okkar áfram á samkomulaginu.“ Samkeppnisstaðan versnar Hvað varðar söluna á fiskifóðrinu hingað til lands segir Guðlaugur að Færeyingar selji fóðrið hingað í samkeppni við norska aðila og 55% tollur muni gera samkeppnisstöðu þeirra erfiðari. 55% tollur á færeyskar vörur Viðskipti Innflutningur fiskeldisfóðurs frá Færeyjum hefur farið mjög vax- andi síðustu misseri og nam salan um einum milljarði íslenskra króna í ár.  Málið tekið fyrir í gær í utanríkismálanefnd lögþingsins Frekari tíðindi í vikunni  Hoyvíkursamningurinn undirstaða vaxandi efnahagssamstarfs milli Íslendinga og Færeyinga Guðlaugur Þór Þórðarson Janis av Rana BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fimmtíu og fimm prósenta tollur mun að óbreyttu falla á fiskeldisfóð- ur og fleiri vörur sem fluttar eru inn til Íslands frá Færeyjum frá og með 1. janúar nk., en fóðrið hefur verið tollfrjálst hingað til. Innflutningur fiskeldisfóðurs frá Færeyjum hefur farið mjög vaxandi síðustu misseri og nam salan um einum milljarði ís- lenskra króna nú í ár. Ástæðan fyrir tollasetningunni er sú að færeysk stjórnvöld hafa sagt upp Hoyvíkur- samningnum, fríverslunarsamningi Íslands og Færeyja. Samkvæmt færeyskum fjölmiðlum var málið tekið fyrir í gær í utanríkismála- nefnd lögþingsins og tíðinda er að vænta um frekari framvindu síðar í vikunni. Ræddi við Jenis av Rana Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra og Jenis av Rana, ut- anríkisráðherra Færeyja, ræddu framtíð samningsins á fundi í Kaup- mannahöfn fyrir helgi og eins og fram kemur í tilkynningu á vef utan- ríkisráðuneytisins var andrúmsloftið Musse & cloud 18.990 kr. Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN FIAT SENDIBÍL FYRIR ÁRAMÓT FIAT DUCATO - 1 STK Tilboðsverð 3.950.000 án vsk. Listaverð með aukahlutum 4.361.000 án vsk. FIAT DOBLO - 2 STK Tilboðsverð 2.330.000 án vsk. Listaverð með aukahlutum 2.571.000 án vsk. FIAT DOBLO MAXI - 2 STK Tilboðsverð 2.390.000 án vsk. Listaverð með aukahlutum 2.624.000 án vsk. FIAT FIORINO - 2 STK Tilboðsverð 1.723.000 án vsk. Listaverð með aukahlutum 1.894.000 án vsk. ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 fiatprofessional.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.