Morgunblaðið - 17.12.2019, Page 14

Morgunblaðið - 17.12.2019, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosninga-úrslitin íBretlandi í síðustu viku hafa greinilega komið mörgum á vinstri kanti breskra stjórnmála á óvart, jafnvel þó að þau hafi á margan hátt verið skrifuð í skýin. Fyrir það fyrsta gat það varla gengið, að þeim þingmönnum, sem höfðu reynt með alls kyns brögðum og brell- um að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar næði fram að ganga, yrði ekki refsað fyrir þá framgöngu. Kom enda á daginn, að þeir þingmenn sem jafnvel höfðu reynt að koma í veg fyrir kosningarnar, í von um að Brex- it-málið yrði þá úr sögunni, riðu ekki feitum hesti frá dómi al- mennings. En Brexit-málið var þó ekki það eina sem réð úrslitum. Ljóst er að flokkurinn undir núver- andi forystu Corbyns er kominn mun lengra til vinstri en þeir kjósendur, sem lengst af hafa myndað hjartað í flokknum í norðurhluta Englands. Á sama tíma reyndi flokkurinn að halda frekar í sjálfskipaða „mennta- menn“ og Evrópusinna. Það ætti því ekki að koma á óvart að þeim mun færri verkamenn sjái ástæðu til að kjósa flokkinn sem þó er kenndur við þá. Þetta viðhorf afneitunarinnar blasir við í viðbrögðum Corbyns sjálfs, sem sagði stefnuskrá sína hafa verið „vinsæla meðal kjós- enda“ þrátt fyrir að henni hafi verið hafnað á nánast fordæma- lausan hátt. Þá hefur mátt greina það hrokafulla viðhorf hjá nokkrum af þeim þingmönn- um flokksins sem lifðu kosning- arnar af að ósig- urinn sé kjósend- unum sjálfum að kenna, þeir hafi einfaldlega ekki vit- að betur og kosið gegn „stéttarhags- munum“ sínum. En ósigur Verkamanna- flokksins er einungis hluti af svipaðri þróun annars staðar í Evrópu og jafnvel víðar, þar sem hinir svonefndu jafnaðar- mannaflokkar hafa mátt sjá fylgi sitt hverfa smátt og smátt. Margir flokkar sem eitt sinn kenndu sig við alþýðu, og gera jafnvel enn, virðast hafa misst alla tengingu við alþýðuna. Og þeir, sem veljast til forystu fyrir flokkana, eru á sama tíma lengst til vinstri og gjörsamlega lausir við umburðarlyndi fyrir öðrum skoðunum, með þeim afleið- ingum að þeir sem tala fyrir „þriðju leið“ eru hraktir í burtu. Nú þegar er hafin umræða um það hvaða áhrif ósigur Corbyns geti haft í Evrópu og í Banda- ríkjunum. Þýski Sósíal- demókrataflokkurinn er til dæmis nýbúinn að kjósa sér til forystu tvíeyki, sem virðist jafn- vel geta slegið Corbyn við í vinstrimennsku. Ekki er ólík- legt að þýskir jafnaðarmenn muni sjá eftir þeirri ráðstöfun. Þá velja demókratar í Banda- ríkjunum sér forsetaefni á næsta ári, og er ljóst að hörð barátta verður á milli vinstri og hægri vængsins í flokknum um útnefninguna. Sú barátta gæti hæglega skilað af sér kandídat, sem ekki nær til hins almenna kjósanda, sem er sá sem á end- anum hefur lyklavöldin í Hvíta húsinu. Viðbrögð við kosn- ingaúrslitunum benda ekki til mik- illar jarðtengingar} Vandamál til vinstri Á mbl.is var umhelgina sagt frá sjónarmiðum barna- og mennta- málaráðherra Dan- merkur, Pernille Rosenkrantz-Theil, sem vill sjá fleiri bækur og færri spjald- tölvur í skólum. Hún telur of langt hafa verið gengið í staf- rænni kennslu í skólum á kostnað bóka. Þá er í Politiken, sem segir frá málinu, vísað í nýlega rann- sókn sem bendir til að börn sem lesi af skjá lesi minna en þau sem lesi af bók. Rann- sóknin bendir til að börnum sem verji minna en hálftíma á dag í lestur utan skóla fari fjölgandi. Árið 2011 hafi hlut- fallið verið 50% en fimm árum síðar hafi það verið komið í 60%. Þá fari þeim nemendum fækkandi sem njóti þess að lesa, sem er ef til vill helsta áhyggjuefnið. Tölvur, spjaldtölvur sem aðrar, eiga auðvitað erindi í skólastarfið og þurfa að vera hluti af námi barna. Þau þurfa að kynnast kostum þessara tækja og um leið ókostunum og hættunum sem þeim geta fylgt. Of algengt er orðið að börn lendi í vand- ræðum á netinu og nauðsynlegt er að þau læri að vara sig. Um leið og augljóst er að tölvur eru afar gagnleg tæki og nauðsynleg í nútímanum er nauðsynlegt að börn læri að lesa af bók og skrifa á pappír. Það verður til að mynda að telja líklegt að bóklestur sé betur til þess fallinn en lestur af tölvu að venja ungu kynslóð- ina við að lesa lengri samfellda texta og að nýta vandaðan texta sér til gagns og gamans. Í hraða nútímans er enn meiri hætta en áður á að fólk fái aðeins yfirborðskenndar og í sumum tilvikum rangar upp- lýsingar. Ein besta leiðin til að forðast það er væntanlega að fólk venjist því að lesa eitthvað sem lögð hefur verið vinna í og kafa stundum ögn dýpra og öðlast betri þekkingu en til dæmis yfirborðskennt ráp um samfélagsmiðla býður upp á. Börn þurfa að kynn- ast vönduðum bók- um, pappír og penna} Allt er best í hófi M iklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi fjölmiðla með tilkomu samfélagsmiðla og nýrra miðlunarleiða. Flestir fjölmiðlar byggja afkomu sína á auglýsingum og áskriftum og þegar báðir tekjustraumarnir minnka verulega verður stað- an erfið. Tekjusamdrátturinn er rakinn annars vegar til þess að sífellt stærri hluti auglýsinga er birtur á vefjum erlendra stórfyrirtækja og hins vegar aukins framboðs á ókeypis fjölmiðlaefni. Stjórnvöld víða um heim hafa brugðist við þessari þróun með því að veita fjölmiðlum styrki eða bætt rekstrarumhverfi þeirra með öðrum hætti. Sömuleiðis hafa Norðurlandaþjóðir verið í fararbroddi í stuðningi við fjölmiðlun um ára- tuga skeið. Í upphafi miðaðist hann einkum að dagblöðum en hefur á síðustu árum einnig tekið til annarra tegunda fjölmiðlunar, svo sem netmiðla og hljóð- og myndmiðla. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram fyrir- heit um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Því hefur verið smíðað frumvarp þess efnis sem er í þing- legri meðferð. Markmið frumvarpsins er að efla stöðu ís- lenskra fjölmiðla með því að styðja við og efla útgáfu á frétt- um, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Til að ná því markmiði er gert ráð fyrir að heimilt sé að veita einkareknum fjölmiðlum fjárhagslegan stuðning sem felst í því að endurgreiða þeim hluta þess kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Stuðningurinn verður annars vegar í formi endurgreiðslu á allt að 18% af launakostnaði viðkomandi fjölmiðils vegna ritstjórnarstarfa og hins vegar í formi 4% sérstaks stuðnings, sem einnig er miðaður við tiltekið hlutfall af launa- kostnaði. Einnig er gert ráð fyrir að endur- greiðsla til fjölmiðils geti ekki orðið hærri en 50 milljónir króna, en ekki er þak á sérstökum stuðningi sem miðast við 4% af framangreind- um launakostnaði. Vert er að taka fram að endurgreiðsluþáttur frumvarpsins er í anda annarra kerfa sem stjórnvöld hafa sett á laggirnar á síðustu árum til að styðja við menningu á Íslandi og nefni ég þar endurgreiðslur er varðar kvikmyndir, hljóð- ritun og bókaútgáfu. Einnig má nefna styrki til nýsköpunarfyrirtækja. Hér er um að ræða end- urgreiðslu á kostnaði úr ríkissjóði til einkaaðila hvort heldur í menningar- eða í nýsköpunarstarfsemi. Ég vonast til þess að sá stuðningur sem frumvarpið gerir ráð fyrir geri fjölmiðlum kleift að efla ritstjórnir sínar, vera vettvangur skoðanaskipta og tjáningarfrelsis og með þeim hætti rækja hlutverk sitt sem einn af hornsteinum lýðræð- isins. Mál þetta hefur verið á döfinni í mörg ár en því hefur ávallt verið ýtt til hliðar. Nú hlakka ég til að fylgja þessu frumvarpi eftir því það er heillaspor fyrir íslenska fjöl- miðlun í heild sinni. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Sterkir fjölmiðlar skipta sköpum Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ínýjum umferðarlögum semtaka gildi um komandi áramótkoma fram ýmsar nýjungarsem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi. Hefur t.d. um- ferðarhraði í svonefndum vistgötum, þar sem gangandi og hjólandi veg- farendur hafa forgang fram yfir um- ferð bíla, verið lækkaður í 10 km á klst. Einnig eru fest í lög ýmis at- riði sem hingað til hafa aðeins verið siðir, hefðir eða atriði í reglugerð- um. Til dæmis er nú í fyrsta skipti bannað sam- kvæmt lögum að aka gegn rauðu ljósi, en slíkt bann hefur hingað til aðeins verið í reglugerð. Í gildandi lögum sem eru frá árinu 1987 hefur ekkert bannað ökumönnum að bruna yfir á rauðu ljósi þótt fæstir geri slíkt nema í glannaskap eða af for- herðingu. Fjölbreyttari ferðamáti „Í gömlu lögunum hafa verið ýmsar glufur og göt sem nýju lögin stoppa í. Samfélagið hefur gjör- breyst á þeim 32 árum síðan fyrri lög voru sett og því þurfti ný sem sam- ræmast veruleika dagsins í dag,“ segir Þórhildur Elínardóttir, sam- skiptastjóri Samgöngustofu. „Bílar hafa breyst og samgöngur sömuleið- is. Fjölbreytni samgangna hefur far- ið vaxandi og þannig til dæmis sífellt fleiri sem nota hjólreiðar sem virkan ferðamáta. Einnig eru snjalltæki orðin allsráðandi og eru nánast framlenging á hendi margra. Í lög- unum nýju eru atriði sem kveða af- dráttarlaust á um bann við notkun þeirra við akstur allra ökutækja, bæði bíla og reiðhjóla, en miðað við erlendar rannsóknir valda þau allt að fjórðungi allra slysa í umferð- inni.“ Efld umferðarfræðsla Í nýju umferðarlögunum eru mörk um leyfilegt vínandamagn í blóði lækkuð úr 0,5‰ í 0,2‰. Öku- maður telst ekki geta stjórnað bíl ef vínandamagn mælist 0,2‰. Fólki verður þó ekki gerð refsing nema áfengi í blóði mælist yfir 0,5‰. Sömuleiðis er heimilt að neita þeim um ökuskírteini sem háður er notk- un áfengis eða fíkniefna. Þá er í nýj- um lögum ákvæði um akstur í hring- torgi. Samkvæmt þeim skal öku- maður í ytri hring veita þeim sem ekur í innri hringnum forgang út úr torginu. Þá skal ökumaður í tveggja akreina hringtorgi velja hægri rein ætli hann að aka út úr torginu á fyrstu gatnamótum. Sé litið á þann kafla nýju um- ferðarlaganna sem snýr að hjólreið- um gildir nú sú regla að hjólreiðafólk verður að nota hjálm til 16 ára aldurs í stað 15 ára. Loks er nú fest í lög að umferðarfræðslu skuli sinnt á öllum skólastigum. „Efld fræðsla á síðustu árum hefur skilað miklum árangri og við þurfum að halda áfram á þeirri braut,“ segir Þórhildur. Stoppað í götin með nýjum umferðarlögum Sumir sem vilja auka sér leti hafa þann ávana að henda rusli út úr bílnum og láta það berast með blæn- um út í buskann. Á vorin þegar plokkarar fara á stjá tína þeir ruslið upp úr veg- köntum, tjábeðum og skurðum og kennir ýmissa grasa í sorpinu. Með nýjum umferðarlögum er hins vegar lagt blátt bann við því að fleygja rusli út úr bíl- um eða skilja sorp eftir á vegi eða annað, sem óhreinkar náttúruna þó að slíku fylgi ekki hætta eða óþægindi fyrir vegfarendur. Annað nýmæli í lögum er að nú verður veghaldara heimilað að tak- marka eða banna umferð um stundarsakir þegar mengun er yfir heilsu- farsmörkum eða hætta talin á að svo verði. Fyrir þurfa þá að liggja mengunarmælingar og -spár. Ráðherra setur svo reglugerð með ákvæð- um um takmarkanir. Mengunarstopp nú heimilt EKKI MÁ HENDA RUSLI ÚR BÍLNUM Sæbrautin Svifrykið er öllum til verulegs ama. Morgunblaðið/Hari Morgunblaðið/Sigurður Bogi Umferð Bílarnir hafa breyst og samgöngurnar sömuleiðis frá því gild- andi umferðarlög voru sett árið 1987. Mikil þörf var á uppfærðum lögum. Þórhildur Elínardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.