Morgunblaðið - 17.12.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
✝ Þórir Lúðvíks-son fæddist í
Reykjavík 3. ágúst
1950. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 5. desem-
ber 2019. Þórir var
sonur hjónanna
Lúðvíks Valdimars-
sonar hárskera, f.
19.9. 1920, d. 31.8.
1990 og Guðrúnar
Þorgeirsdóttur
húsmóður, f. 28.6. 1918, d. 15.1.
1997.
Þórir ólst upp í Reykjavík
ásamt systkinum sínum sem eru:
Edda Hólmfríður Lúðvíksdóttir,
f. 29.3. 1941, d. 17.5. 2014, Valdi-
mar Loftur Lúðvíksson, f. 9.11.
1946, d. 2.9. 2010 og Ólafía Stef-
anía Lúðvíksdóttir, f. 13.1. 1954.
Þórir kvæntist Önnu Margeirs-
dóttur 13. september 1975, f.
10.11. 1950, foreldrar hennar
voru Margeir Sigurðsson, f.
2.11. 1906, d. 7.8. 1986, Elenora
Þórðardóttir, f. 9.9. 1907, d. 3.6.
1987.
Börn Þóris og Önnu eru:
Lúðvík V. Þórisson, f. 28.10.
1968, maki Kamila Sandra Þór-
isson, f. 7.2. 1975.
Börn þeirra eru Veronika Rós
Lúðvíksdóttir, f.
26.1. 2002 og Ísa-
bella Sól Lúðvíks-
dóttir, f. 11.5. 2005.
Jón Margeir Þór-
isson, f. 23.6. 1975,
maki Bára Yngva-
dóttir, f. 23.10.
1975.
Börn þeirra eru:
Yngvi Margeirsson,
f. 17.2. 2001, Móeið-
ur Anna Margeirs-
dóttir, f. 21.5. 2008, Hrafnhildur
Ýrr Margeirsdóttir, f. 30.6.
2010.
Birna Ósk Þórisdóttir, f. 19.5.
1984, maki Halldór Daði Gylfa-
son, f. 30.12. 1978.
Börn þeirra eru: Hera Mist
Halldórsdóttir, f. 26.4. 2007 og
Alexander Freyr Halldórsson, f.
6.10. 2008.
Þórir byrjaði skólagöngu sína
í Austurbæjarskóla og lauk
henni með landsprófi. Hann
kláraði svo vélskólann 1987.
Þórir stundaði sjómennsku í 18
ár og eftir það var hann bílstjóri
hjá Hans Petersen og síðustu 15
árin bílstjóri hjá Johan Rönning.
Útför Þóris fer fram í Selja-
kirkju í dag, 17. desember 2019,
klukkan 13.
Elsku ljúfi og yndislegi Þórir,
við söknum þín og eigum erfitt
með að kveðja þig svona fljótt.
Undanfarnar tvær vikur hafa
verið fjölskyldunni þinni ákaf-
lega þungar. Söknuðurinn er
mikill og sorgin sár. Á meðan
börnin þín hlúa að mömmu sinni
og sér sjálfum hef ég hlúð að
börnum okkar Magga sem sakna
afa Þóris mikið. Öll þrjú eiga þau
góðar og skemmtilegar minning-
ar um þig og eru einróma um
hversu góðan mann þú hafðir að
geyma. Þú hefur gefið þeim ákaf-
lega mikið og þau verða alltaf
þakklát fyrir þann góða tíma sem
þau fengu að njóta með þér.
Hrafnhildur Ýrr hefur kallað þig
afa súperman frá því að þú komst
henni til bjargar í búðinni og
borgaðir mismuninn þegar hún
hafði gerst heldur stórtæk í
nammiinnkaupum. Móu þykir
miður að afi muni aldrei aftur
bjóða henni í ísbúðina eins og þú
áttir til að gera. Bíóferðirnar
með þér verða ekki fleiri frekar
en myndböndin af ævintýrum
Brasa kokks. Yngva finnst eins
og hann sé að kveðja eldri gerð-
ina af pabba sínum og þarf nú í
fyrsta sinn að treysta á sjálfan
sig í flugeldainnkaupum. Yngvi
fékk lengsta tímann með þér af
börnunum okkar þar sem hann
er elstur og dýrmætar eru hon-
um minningarnar um feðgaferð-
ina ykkar til Liverpool sem að
hans mati var ein skemmtileg-
asta utanlandsferðin hingað til.
Elsku besti tengdapabbi. Ég
þakka þér samfylgdina síðustu
þrjá áratugina, þakka þér þá
djúpu umhyggjusemi sem var þér
í blóð borin og umvafði okkur.
Þakka þér fyrir minn dásamlega
eiginmann sem nú á um sárt að
binda og var þér svo líkur og ná-
inn. Þakka þér allar skemmtilegu
stundirnar með dillandi hlátrin-
um þínum og gamanseminni. Þú
varst alltaf svo skemmtilegur,
ljúfur, góður og vandfundnir eru
bónbetri menn en þú. Ég trúi því
að þú sért nú á góðum stað með
góðum vinum og að Valdi bróðir
þinn hafi tekið vel á móti þér.
Önnu, Lúlla, Magga og Birnu Ósk
sendum við okkar dýpstu samúð-
arkveðjur. Minningin um einstak-
lega góðan dreng sem fékk of
stuttan tíma lifir áfram í hjörtum
okkar.
Bára, Yngvi, Móeiður Anna
og Hrafnhildur Ýrr.
Með söknuði kveðjum við kær-
an samstarfsmann.
Þórir Lúðvíksson hóf störf hjá
Johan Rönning í desember 2005.
Frá fyrsta degi var Þórir traustur
liðsmaður. Hann var einstaklega
samviskusamur og vandaður í
störfum sínum og þjónustulund
var honum í blóð borin. Hvernig
sem á stóð var hann alltaf tilbúinn
að aðstoða samstarfsmenn og við-
skiptavini. Hann bar hag fyrir-
tækis síns fyrir brjósti og var
áhugasamur um hvernig gengi og
fagnaði því þegar vel gekk, enda
keppnismaður.
Fáir starfsmenn stóðu Þóri á
sporði þegar kom að mætingu.
Þórir vildi eiga sinn tíma með
traustum hópi starfsmanna á
kaffistofunni áður en vinna hófst
á morgnana. Hann mætti ekki
seinna en 7.30 þó að vinnudag-
urinn hæfist ekki fyrr en 8. Og
það þurfti mikið til svo að Þórir
hringdi sig inn veikan; hann
mætti nema hann hreinlega
kæmist ekki fram úr.
Þórir starfaði í þjónustudeild
félagsins, lengst af sem bílstjóri.
Það er oft mikið álag á bílstjór-
um Johan Rönning og Þórir taldi
ekki eftir sér að vinna langa og
erfiða vinnudaga ef aðstæður
kölluðu á það. Hann var með ára-
tuga reynslu af sjómennsku og
annarri erfiðisvinnu. Hann var
vanur að leggja hart að sér og
hann brást ekki vinnuveitanda
sínum, sama á hverju gekk.
Á starfsferli sínum tók Þórir
virkan þátt í uppbyggingu útibúa
og þá var ekki spurt um hvert
verkefnið væri; heldur hvað
þyrfti að gera til að tíma- og
verkáætlanir stæðust.
Þórir var glaðlyndur og mikil
félagsvera. Íþróttir voru hans
stærsta áhugamál og liðin hans
Valur hér heima og Liverpool í
enska boltanum. Þórir átti nána
vini í hópi samstarfsmanna sem
nú syrgja góðan vin, þar er skarð
fyrir skildi.
Það duldist ekki okkur fé-
lögum Þóris að hann var með
stórt hjarta og vildi öllum vel.
Missir okkar og félagsins er mik-
ill en hugur okkar er hjá fjöl-
skyldu hans; börnum, tengda-
börnum og barnabörnum. En
allra mestur er missir Önnu, eig-
inkonu Þóris. Í Þóri átti Anna
sinn besta vin og bandamann.
Hann hefur staðið með sinni
góðu eiginkonu í blíðu og stríðu í
erfiðum veikindum undanfarin ár
og hún kveður nú kæran eigin-
mann, bandamann og vin.
Við kveðjum góðan samstarfs-
mann og vin og vottum Önnu og
fjölskyldunni allri okkar dýpstu
samúð.
Fyrir hönd Johan Rönning,
Bogi Þór Siguroddsson,
Haraldur Líndal
Pétursson.
Ég er búinn að þekkja Þóri
síðan 1968. Það eru 51 ár, en þau
eru búin að vera fljót að líða. Við
vorum saman til sjós í Grindavík
1972-1974 en þá fór ég í land. Það
var góður og skemmtilegur tími
og gott að hafa hann sér við hlið.
Svo kom annað skeið í lífinu en
alltaf var mikill samgangur milli
heimila okkar. Undanfarin 34 ár
bjuggum við hlið við hlið í Flúða-
selinu en í september síðastliðn-
um fluttu þau hjón í Boðaþing.
Við söknum þeirra úr Flúðasel-
inu.
Þórir var árrisull og þegar ég
leit út um eldhúsgluggann á
morgnana um sexleytið var yf-
irleitt búið að kveikja ljós í eld-
húsinu hjá honum. Hittumst við
oft á bílaplaninu þegar báðir
voru á leið til vinnu og áttum smá
spjall.
Við ferðuðumst mikið saman,
bæði innan- og utanlands. Lang-
ar mig að minnast á eina af þeim
útilegum þótt af mörgu sé að
taka, það var sumarið 1988. Fór-
um við í Húsafell ásamt konum
og börnum og höfðum þá keypt
okkur fellihýsi, sem var algjör
nýjung og öndvegis græjur.
Þarna reistum við okkar fellihýsi
og áttum góða kvöldstund í ynd-
islegu veðri. Um nóttina hvessti
allverulega og ekki vildi betur til
en svo að fellihýsið hjá Þóri og
Önnu fauk á hliðina; koddar,
pottar og pönnur og annar bún-
aður fauk út í veður og vind. Þeg-
ar veðrið lægði snemma morguns
var farið í að rétta fellihýsið við
og ganga á skurði og tína af girð-
ingum þann búnað sem fannst og
okkur Þóri kom saman um að
þau ættu, en þar var ég ekki viss
um sumt dót sem Þórir þóttist
eiga. Svo fór minn maður að
staga fellihýsið þeirra og um
venjulegan fótaferðartíma var ill-
mögulegt að komast að þessu
nýja og nýfokna fellihýsi fyrir
stögum; það varð að fara á fjóra
fætur og skríða að hurðinni til að
komast inn. Þórir ætlaði ekki að
láta þetta koma fyrir aftur. Þetta
kom aldrei fyrir Þóri aftur, hann
passaði upp á sig og sína.
Svo komu Þjórsárdalsárin.
Þar áttum við hjólhýsi hlið við
hlið og áttum margar dýrðar-
stundir saman. Þar þekkti Þórir
alla og var hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann kom og hnyttinn
var hann í tilsvörum. Þegar verið
var að setja upp fortjöldin á vor-
in eða taka niður að hausti, eða
annað sem til féll, var hann
mættur fyrstur manna til að
hjálpa til. Þórir átti mjög stóran
járnkarl sem hann lánaði gjarn-
an vinum sínum þegar þurfti að
setja niður staur og var afar
montinn af járnkallinum sínum.
Þórir gekk gjarnan perluhring-
inn í Þjórsárdalnum, stundum
nennti ég að fara með honum,
þetta voru góðar ferðir. Ófá voru
þá spilakvöldin og var kallinn
ansi snjall og vann yfirleitt alltaf
og kallaði sig þá gjarnan „snilla“
og ef hann lenti á móti þeim er
átti sögn og spilið vannst þá
sagði hann með glettnisglapa í
augum: „Ég er svo góður makk-
er.“ Sagði hann líka barnabörn-
um okkar að hann væri kóngur-
inn í Þjórsárdalnum og kölluðu
þau hann gjarnan Þóri kóng. En
nú er best að staldra við, þótt af
nógu sé að taka. Kæri vinur, far
þú í friði.
Elsku Anna, Lúlli, Maggi,
Birna og fjölskyldur, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til ykk-
ar allra. Guð blessi ykkur og um-
vefji ykkur ljósi og hlýju.
Magnús (Maggi), Helga
Ingibjörg og fjölskyldur.
Þórir Lúðvíksson
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýju við
andlát og útför
ÚLFARS HARÐARSONAR,
Straumi, Flúðum,
sem lést 28. nóvember og var jarðsunginn
í Hruna. Gleðileg jól.
Guðríður Sólveig Þórarinsdóttir
Hörður Úlfarsson Anna María Gunnarsdóttir
Þórarinn Ingi Úlfarsson Þóra Sædís Bragadóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁLFHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Lilla,
andaðist á Grund 1. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu föstudaginn 13. desember.
Anna Friðrika Vilhjálmsdóttir Reynir Þór Friðþjófsson
Álfheiður Vilhjálmsdóttir Gísli Ágúst Friðgeirsson
Ásgeir Vilhjálmsson Soffía Pálsdóttir
Guðrún Jóna Þorbjarnardóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Maðurinn minn,
GUÐLAUGUR VALDIMAR EIRÍKSSON
trésmiður,
Núpalind 2, Kópavogi,
andaðist á Hrafnistu, Boðaþingi,
15. desember.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Þórey Björnsdóttir
Eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur,
tengdafaðir og tengdasonur,
JÓN BJÖRNSSON
málarameistari,
Álfhólsvegi 67, Kópavogi,
lést miðvikudaginn 11. desember.
Útförin fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn
20. desember klukkan 13.
Jóhanna A. Logadóttir
Arnór Gauti Jónsson Björk Jónsdóttir
Atli Fannar Jónsson María Rós Gústavsdóttir
Björn M. Egilsson Kristín Jónsdóttir
Logi Magnússon Árný Þóra Hallvarðsdóttir
Styrmir Nói Gautason
Okkar ástkæri pabbi, tengdapabbi, afi,
langafi og maðurinn minn,
INGÓLFUR HELGI ÞORLÁKSSON
bakari,
lést 4. desember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
fimmtudaginn 19. desember klukkan 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Viðar Ingólfsson
Guðbjörg Emma Ingólfsdóttir
Hjördís Björk Ásgeirsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RUNÓLFUR GUÐJÓNSSON,
Kirkjubraut 36, Njarðvík,
lést á heimili sínu, fimmtudaginn
12. desember.
Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn
20. desember klukkan 13.
Inger Gréta Stefánsdóttir
Jón Hlíðar Runólfsson Eygló Jónsdóttir
Guðný Hildur Runólfsdóttir Þórður Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku amma
Þóra kvaddi okkur
fimmtudagskvöldið
28. nóvember. Mikið
er erfitt á svona tímum að búa í
Reykjavík og ná ekki að koma
norður að kveðja hana á sjúkra-
húsinu.
Amma var alveg einstök, alltaf
svo jákvæð og tók öllu með jafn-
aðargeði. Í heimsóknum færði
hún manni fréttirnar úr fjöl-
skyldunni og sagði manni ótal
Þóra Þ.
Björnsdóttir
✝ Þóra Þ. Björns-dóttir fæddist
10. mars 1936. Hún
lést 28. nóvember
2019.
Útför Þóru fór
fram 13. desember
2019.
sögur, nýjar sem
gamlar, og kunni að
segja svo skemmti-
lega frá en hún var
með algjört stál-
minni sem ég vildi
að ég hefði erft frá
henni. Ég hefði
reyndar einnig vilj-
að erfa hina góðu
samskiptahæfni
hennar, hversu auð-
velt hún átti með að
spjalla við hvern sem er, um hvað
sem er.
Amma var ansi lunkin við að
spá í bolla og var oft margt sem
hún sá í þeim sem reyndist rétt.
Hún sá til dæmis Emil minn í
bollanum þegar við vorum nýfar-
in að hittast og furðaði amma sig
á því hversu skýrt hún sæi andlit-
ið í bollanum og lýsti honum vel
og sagði að þarna væri líklegast
mannsefnið mitt.
Þegar ég var lítil fórum við
fjölskyldan í sumarbústaðaferðir
með ömmu og afa á hverju sumri.
Mikið er ég þakklát fyrir þær
stundir og þá var mikið spilað og
haft gaman.
Vertu allra ljósa ljós
lýstu í glöðu og stríðu
vertu allra rósa rós
reifaðu allt með blíðu.
(Guðmundur Guðmundsson)
Elsku amma, það sem ég á eft-
ir að sakna þín. En það er alltaf
gott að rifja upp minningarnar í
sorginni og deila með sínum nán-
ustu og það eigum við fjölskyldan
eftir að gera á næstunni.
Nú er ég viss um að þú situr
með Alla afa og ömmu Línu lang
og fleirum yfir kaffibolla og
spjallar við þau tímunum saman á
notalegum endurfundum. Takk
fyrir allt elsku amma mín.
Þín
Þóra Guðrún.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar