Morgunblaðið - 17.12.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
50 ára Sigríður er
Borgnesingur en býr í
Reykjavík. Hún er að
klára nám til löggild-
ingar fasteignasala og
starfar sem fasteigna-
sali á 101 Reykjavík
fasteignasölu.
Maki: Finnur Jóhannsson Malmquist,
f. 1964, grafískur hönnuður á
ENNEMM.
Systkini: Egill, f. 1971, Guðveig Lind,
f. 1976, Kristín Lilja, f. 1978, Sonja
Lind, 1981 og hálfsystkini sammæðra
eru Ingi Björn, f. 1989, og Martha
Lind, f. 1991, Róbertsbörn.
Foreldrar: Eygló Lind Egilsdóttir, f.
1950, fv. kirkjuvörður og meðhjálpari
við Borgarneskirkju, og Sigurður F.
Sigurðsson, f. 1949, d. 2003, vann hjá
Volvo í Svíþjóð, síðast búsettur þar.
Sigríður Lind
Eyglóardóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er alltaf gaman að koma öðr-
um skemmtilega á óvart. Ekki hafa áhyggj-
ur af komandi vikum. Varastu leikaraskap
gagnvart börnum.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er hollt að ljúka fyrst þeim verk-
efnum, sem fyrir liggja, áður en tekist er á
við nýja hluti. Ekki taka á peningamál-
unum af léttúð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt í mesta basli með að
koma réttum skilaboðum á framfæri. Ekki
standa uppi í hárinu á yfirmönnum. Þú
kemur alltaf standandi niður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér bjóðast góðir fjárfest-
ingamöguleikar næsta mánuðinn og þér á
eftir að reynast auðvelt að fá lán. Leggðu
spilin á borðið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vinir og samstarfsmenn leita ráða
hjá þér. Þú ert potturinn og pannan í fyrir-
tækinu, sættu þig við það.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sígandi lukka er best svo þú skalt
bara halda þínu striki og klára hvert mál
eins og það kemur fyrir. Makinn á eftir að
koma þér skemmtilega á óvart.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú færð stöðuhækkun. Auðvitað
eykst ábyrgðin líka, en þú ert hvergi bang-
in/n. Einhver er eins og grár köttur í kring-
um þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gefðu metnaði þínum og
framtíðarvonum lausan tauminn. Þú lendir
í klónum á svikahröppum ef þú ferð ekki
varlega.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það verða báðir aðilar að
leggja sitt af mörkum ef sambandið á að
geta gengið. Ekki leggja öll eggin í sömu
körfu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt þér finnist gaman að gefa
öðrum ráð, þá verður þú að muna að þú
átt ekki að stjórna lífi annarra. Sýndu öðr-
um tillitssemi og umburðarlyndi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Mundu það að ef þú ert nógu
ákveðin/n tekst þér allt. Hlauptu undir
bagga með vini sem á bágt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver verður að halda fjölskyld-
unni saman, hvers vegna ekki þú? Þú
missir andlitið yfir orðrómi sem tengist
einhverjum í fjölskyldunni.
áhrifaríkt. Við eigum afdrep á Eng-
landi, í Eastbourne, ferðumst mikið
um Suður-England en okkur finnst
gott að njóta útiveru þar og spila
golf.“
lands, fórum meðal annars til Norm-
andí fyrir tveimur árum og heim-
sóttum strandirnar þar sem
bandamenn gerðu innrás í seinni
heimsstyrjöldinni sem var mjög
B
jörg Sigurðardóttir er
fædd 17. desember
1959 í Reykjavík. Hún
ólst upp á Seltjarnar-
nesi og var búsett þar í
þrjátíu ár.
Björg gekk í Mýrarhúsaskóla og
lauk síðan landsprófi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík. Hún varð
stúdent frá Verslunarskóla Íslands
1979 og lauk viðskiptafræðinámi af
endurskoðunarsviði frá Háskóla
Íslands 1984.
Á unglingsárum starfaði Björg í
sumarvinnu í bókbandi Prentsmiðj-
unnar Odda. Hún starfaði síðan sem
skrifstofumaður hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna meðfram há-
skólanámi. Björg hóf störf sem end-
urskoðunarnemi hjá Endurskoðun
Sig. Stefánsson, föður Bjargar,
haustið 1982 og starfaði þar til árs-
ins 1998 fram að sameiningu fjög-
urra endurskoðunarfyrirtækja undir
nafni Deloitte ehf. Hún varð löggilt-
ur endurskoðandi 1989 og starfaði
sem endurskoðandi, stjórnarmaður
og meðeigandi að Deloitte fram til
ársins 2013. Hún hefur starfað síðan
við tilfallandi verkefni auk þess að
vera stjórnarmaður í Borgun og í
Eftirlitsnefnd fasteignasala. „Í
störfum mínum sem endurskoðandi
þjónustaði ég ýmsar atvinnugreinar,
s.s. lífeyrissjóði, verkalýðsfélög,
framleiðslufyrirtæki, alþjóðleg verk-
takafyrirtæki og sjávarútvegs-
fyrirtæki.“
Björg var bæjarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins á Seltjarnarnesi 1986-
1991. Hún sat í nokkrum nefndum
bæjarins á þessum árum s.s. veitu-
nefnd, skólanefnd, skipulagsnefnd
og umhverfismálanefnd. Björg sat
einnig í nokkrum nefndum Félags
löggiltra endurskoðenda á árunum
1995-2014, menntunarnefnd 1995-
1999, ritnefnd 2004-2008 og siða-
nefnd 2011-2014.
„Mér finnst að ég hafi haldið upp á
afmælið allt árið í ferðalögum, en við
fórum óvenjumikið í ár. Dóttir okkar
vinnur hjá Icelandair hotels og er
dugleg að draga okkur út um allan
heim. Við fórum til Dúbaí, Singapúr
og Balí, allt í einni ferð. Svo höfum
við mjög gaman að fara til Frakk-
Fjölskylda
Eiginmaður Bjargar er Gunnar
Baldvinsson, f. 25. apríl 1961, fram-
kvæmdastjóri Almenna lífeyris-
Björg Sigurðardóttir, löggiltur endurskoðandi – 60 ára
Dugleg að ferðast á árinu
Mæðginin Sigurður og Björg stödd í Botanic-grasagarðinum í Singapúr. Hjónin Stödd í París.
Fjölskyldan Sigrún, Gunnar,
Sigurður og Björg stödd í
eyðimörkinni í Dúbaí.
40 ára Ásdís er Kefl-
víkingur, er með BSc í
grasalækningum frá
University of East
London og starfar sjálf-
stætt sem grasalæknir.
Maki: Stefán Ragnar
Guðjónsson, f. 1977,
framkvæmdastjóri innkaupasviðs hjá
Samkaupum.
Börn: Kamilla Birta Guðjónsdóttir, f. 1999,
Guðjón Pétur Stefánsson, f. 2003, og Egill
Örn Stefánsson, f. 2007.
Foreldrar: Helga Ragnarsdóttir, f. 1961,
fótaaðgerðarfræðingur og flugfreyja, bús.
í Keflavík, og Einar Bjarnason, f. 1957, leið-
sögumaður, bús. í Reykjavík. Stjúpfaðir er
Óskar Herbert Þórmundsson, f. 1950, fv.
yfirlögregluþjónn og stjúpmóðir er Linda
Sveinbjörnsdóttir, f. 1969, umsjónarmaður
Heilsuhússins á Laugavegi.
Ásdís Ragna
Einarsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is