Morgunblaðið - 17.12.2019, Page 24

Morgunblaðið - 17.12.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019 England Crystal Palace – Brighton ....................... 1:1 Staðan: Liverpool 17 16 1 0 42:14 49 Leicester 17 12 3 2 40:11 39 Manch.City 17 11 2 4 47:19 35 Chelsea 17 9 2 6 31:25 29 Tottenham 17 7 5 5 32:24 26 Manch.Utd 17 6 7 4 26:20 25 Sheffield Utd 17 6 7 4 21:16 25 Wolves 17 5 9 3 24:21 24 Crystal Palace 17 6 5 6 15:19 23 Arsenal 17 5 7 5 24:27 22 Newcastle 17 6 4 7 17:24 22 Burnley 17 6 3 8 22:29 21 Brighton 17 5 5 7 21:25 20 Bournemouth 17 5 4 8 19:24 19 West Ham 17 5 4 8 19:28 19 Everton 17 5 3 9 20:29 18 Aston Villa 17 4 3 10 23:30 15 Southampton 17 4 3 10 18:36 15 Norwich 17 3 3 11 18:35 12 Watford 17 1 6 10 9:32 9 Þýskaland B-deild: Darmstadt – Stuttgart ............................ 1:1  Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darm- stadt tók út fyrri leikinn í tveggja leikja banni. Lið hans er í 12. sæti af átján liðum í deildinni. Ítalía Cagliari – Lazio ........................................ 1:2 Staðan: Inter Mílanó 16 12 3 1 32:14 39 Juventus 16 12 3 1 29:16 39 Lazio 16 10 3 3 36:16 33 Cagliari 16 9 5 2 32:19 32 Roma 16 9 5 2 29:16 32 Atalanta 16 8 4 4 38:25 28 Parma 16 7 3 6 23:19 24 Napoli 16 5 6 5 25:21 21 Torino 16 6 3 7 21:24 21 AC Milan 16 6 3 7 16:19 21 Bologna 16 5 4 7 24:27 19 Hellas Verona 16 5 4 7 17:20 19 Fiorentina 16 4 5 7 20:24 17 Sassuolo 15 4 4 7 26:27 16 Lecce 16 3 6 7 20:32 15 Sampdoria 16 4 3 9 13:25 15 Udinese 16 4 3 9 11:27 15 Brescia 15 4 1 10 14:26 13 Genoa 16 2 5 9 17:31 11 SPAL 16 2 3 11 10:25 9 KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hertz-hellirinn: ÍR – Fjölnir ............... 19.15 Hveragerði: Hamar – Keflavík b ........ 19.15 Mustad-höll: Grindavík b – Njarðvík . 20.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI Grill 66-deild karla Valur U – Stjarnan U........................... 30:29 Staðan: Þór Ak. 10 8 2 0 307:264 18 Valur U 10 7 1 2 303:279 15 Grótta 10 7 0 3 293:283 14 Haukar U 10 6 1 3 294:262 13 Þróttur 10 4 2 4 299:286 10 KA U 10 4 0 6 294:304 8 FH U 10 4 0 6 288:302 8 Víkingur 10 3 1 6 267:271 7 Fjölnir U 10 2 0 8 251:282 4 Stjarnan U 10 1 1 8 249:312 3 Danmörk Ribe-Esbjerg – Fredericia ................. 28:28  Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk fyr- ir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson þrjú. Daníel Þór Ingason komst ekki á blað. Svíþjóð Kristianstad – Ystad IF ...................... 31:27  Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Guðmundsson fjögur. NBA-deildin New Orleans – Orlando.................... 119:130 Indiana – Charlotte ............................ 107:85 Atlanta – LA Lakers .......................... 96:101 Brooklyn – Philadelphia .................... 109:89 Denver – New York.......................... 111:105 Golden State – Sacramento ............... 79:100 Staðan í Austurdeild: Milwaukee 24/3, Miami 19/7, Philadelphia 20/8, Boston 17/7, Toronto 17/8, Indiana 18/9, Brooklyn 14/12, Orlando 12/14, Detro- it 11/15, Charlotte 12/17, Chicago 10/18, Washington 7/17, Cleveland 6/20, Atlanta 6/21, New York 6/21. Staðan í Vesturdeild: LA Lakes 24/3, LA Clippers 20/8, Dallas 17/8, Denver 17/8, Houston 17/9, Utah 15/ 11, Sacramento 12/14, Oklahoma City 11/ 14, Phoenix 11/14, Minnesota 10/15, San Antonio 10/15, Portland 10/16, Memphis 9/ 17, New Orleans 6/21, Golden State 5/23. KÖRFUBOLTI EVRÓPUDEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Mér líst bara vel á þetta verkefni. Það verður erfitt en ég hef fulla trú á því að við getum strítt Wolfsburg og vonandi komist áfram í keppn- inni,“ sagði Arnór Ingvi Trausta- son landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í Svíþjóð við Morgunblaðið í gær. Malmö dróst þá á móti Wolfs- burg í 32 liða úrslitum keppninnar en liðin mætast í Þýskalandi 20. febrúar og í Svíþjóð 27. febrúar. „Ég hef ekki fylgst sérstaklega með Wolfsburg en þetta er stórt fé- lag sem hefur alltaf verið með marga góða leikmenn. Við sýndum í þessari keppni í fyrra að við gát- um gefið Chelsea tvo góða leiki í 32 liða úrslitunum þótt tímabilið okk- ar væri ekki hafið í Svíþjóð,“ sagði Arnór en Chelsea vann þá 2:1 í Malmö og 3:0 á Stamford Bridge. Gríðarlega sætt að vinna í Kaupmannahöfn Arnór átti drjúgan þátt í sigri Malmö á FC Köbenhavn, 1:0, á Parken síðasta fimmtudagskvöld en markið var sjálfsmark eftir að Arnór skallaði boltann í mótherja og þaðan í netið. „Það var gríðarlega sætt að vinna FCK og um leið að vinna rið- ilinn sem félagið hefur ekki gert áður. Stemningin var geysilega flott og völlurinn magnaður. Það eina sem jafnast á við þetta í leik með Malmö er þegar við spiluðum við Besiktas í Tyrklandi á sama tíma í fyrra. Þar voru líka gríðarleg læti,“ sagði Arnór sem er kominn í síðbúið jólafrí og undirbúnings- tímabilið verður í styttri kantinum vegna leikjanna við Wolfsburg. Malmö lauk keppni í sænsku úr- valsdeildinni 2. nóvember en átti þá eftir þrjá leiki í riðlakeppni Evr- ópudeildarinnar. Nýtt tímabil hefst í Svíþjóð í lok mars, eða rúmum mánuði eftir leikina gegn Wolfs- burg. „Við fáum gott frí núna og byrj- um svo aftur um miðjan janúar og förum þá beint í að búa okkur undir þessa tvo leiki,“ sagði Arnór Ingvi. Leikirnir í 32 liða úrslitum Evr- ópudeildarinnar eru sem hér segir: Wolves – Espanyol Sporting – Istanbúl Basaksehir Getafe Ajax Leverkusen – Porto FC Köbenhavn – Celtic APOEL Nikósía – Basel CFR Cluj – Sevilla Olympiacos – Arsenal AZ Alkmaar – LASK Linz Club Brugge – Manchester Utd Ludogorets – Inter Mílanó Eintracht Frankfurt – Salzburg Shakhtar Donetsk – Benfica Wolfsburg – Malmö Roma – Gent Rangers – Braga Hef fulla trú á að við getum strítt Wolfsburg  Arnór Ingvi og félagar í Malmö hefja tímabilið í Þýskalandi 20. febrúar AFP Parken Arnór Ingvi Traustason fagnar sigurmarki Malmö gegn FC Köben- havn á fimmtudag. Næsti andstæðingur er þýska liðið Wolfsburg. Íslandsmótið í knattspyrnu hefst fjórum dögum fyrr en nokkru sinni áður á komandi keppnistímabili. Fyrstu leikir í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, eiga að fara fram miðvikudaginn 22. apríl en Ís- landsmótið á þessu ári hófst með leik Vals og Víkings R. föstudags- kvöldið 26. apríl. Þetta kemur fram í skýrslu frá fundi formanna og framkvæmda- stjóra aðildarfélaga KSÍ sem hald- inn var fyrir skömmu. Þetta verður í þriðja skipti sem fyrstu leikirnir fara fram í apr- ílmánuði en það gerðist fyrst árið 2017 þegar mótið hófst 30. apríl. Um leið verður væntanlega spil- að í fyrsta skipti á Íslandsmóti á sumardeginum fyrsta en á komandi vori er hann 23. apríl. Áætlað er að keppni í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni, hefjist níu dögum síðar, eða föstudaginn 1. maí. Um leið er bikarkeppnin færð framar en áætlað er að Mjólkur- bikar karla hefjist 8. apríl. Í ár fór fyrsti leikur keppninnar fram 10. apríl. Íslandsmótinu á hinsvegar að ljúka tveimur dögum fyrr næsta haust en á þessu ári, en lokaumferð Pepsi Max-deildar karla hefur ver- ið sett á 26. september. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að úrslitaleikur Mjólkurbikars karla verði færður til á ný og spil- aður að Íslandsmótinu loknu. Und- anfarin ár hefur hann verið spil- aður um miðjan september eða um miðjan ágúst. vs@mbl.is Aldrei byrjað jafn snemma Morgunblaðið/Eggert Met Reykjavíkurliðin Valur og Vík- ingur mættust 26. apríl á þessu ári. MEISTARADEILD Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Óhætt er að segja að mögnuð ein- vígi milli enskra og spænskra knattspyrnuliða verði á dagskránni í lok febrúar og mars á næsta ári. Þá verða leikin sextán liða úrslitin í Meistaradeild karla og í tveimur þeirra eigast við fjögur lið frá Spáni og Englandi sem öll ættu að eiga góða möguleika á að fara langt í keppninni. Real Madrid dróst á móti Man- chester City og þar eru tvímæla- laust á ferð tvö lið sem hafa burði til að verða Evrópumeistarar. Real Madrid vann þrjú ár í röð, frá 2016 til 2018, og hefur oftast allra orðið Evrópumeistari. Manchester City bíður hinsvegar enn eftir sínum fyrsta titli á þessum vettvangi en liðið hefur á undanförnum árum haft burðina til þess að hampa hon- um og ljóst er að Pep Guardiola og hans menn leggja mikið kapp á Meistaradeildina í vetur. Sjálfur vann Guardiola keppnina með Barcelona árin 2009 og 2011. Þarna mætast líka tveir sigur- sælir stjórar í fyrsta skipti, þeir Zinedine Zidane og Guardiola. Atlético Madrid dróst gegn ríkjandi Evrópumeisturum Liver- pool en enska liðið mætir þar með aftur á völlinn þar sem það vann keppnina síðasta vor með því að sigra Tottenham 2:0 í úrslita- leiknum. Atlético lék til úrslita í Meistaradeildinni bæði 2014 og 2016 og vann Evrópudeildina 2010, 2012 og 2018, ásamt því að rjúfa veldi Real Madrid og Barcelona með því að verða spænskur meist- ari 2014. Liverpool er af mörgum talið besta félagslið heims um þess- ar mundir en gæti fengið sitt erf- iðasta verkefni í langan tíma í þess- um tveimur leikjum gegn Atlético Madrid. Ensku liðin eru bæði með þá for- gjöf í leikjunum tveimur að eiga síðari viðureignina á heimavelli. Leikjadagskráin verður sem hér segir: 18.2. Atlético Madrid – Liverpool 18.2. Dortmund – París SG 19.2. Atalanta – Valencia 19.2. Tottenham – RB Leipzig 25.2. Chelsea – Bayern München 25.2. Napoli – Barcelona 26.2. Lyon – Juventus 26.2. Real Madrid – Manch. City 10.3. Valencia – Atalanta 10.3. RB Leipzig – Tottenham 11.3. París SG – Dortmund 11.3. Liverpool – Atlético Madrid 17.3. Manch. City – Real Madrid 17.3. Juventus – Lyon 18.3. Bayern München – Chelsea 18.3. Barcelona – Napoli AFP Meistaradeild Andrew Robertson og Sergio Agüero eiga fyrir höndum af- ar áhugaverða leiki gegn Atlético Madrid og Real Madrid. Mögnuð einvígi fram undan  Spánverjar kljást við Englendinga þegar Real Madrid og Atlético Madrid taka á móti Manchester City og Liverpool  Fjögur lið sem gætu öll náð langt í keppninni í vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.