Morgunblaðið - 17.12.2019, Síða 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
Bandaríski leik-
arinn Danny
Aiello er látinn, 86
ára að aldri. Aiello
naut mikillar virð-
ingar fyrir leik
bæði á sviði og í
kvikmyndum en
margir minnast
hans einkum fyrir
hlutverk sitt í
kvikmynd Spikes
Lee, Do the Right Thing (1989), en
fyrir það var hann tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna. Ferill Aiellos hófst á
leikhúsum við Broadway en meðal
annarra kvikmynda þar sem Aiello
var í burðarhlutverkum má nefna
Moonstruck (1987), þar sem hann
lékk unnusta konunnar sem Cher lék;
Fort Apache: The Bronx (1981), þar
sem hann lék ófyrirleitinn lögreglu-
foringja; kvikmynd leikstjórans Ser-
gio Leone Once Upon a Time in Am-
erica (1984), þar sem hann lék einnig
lögregluforingja, og þá lék Aiello í
tveimur kvikmyndum sem Woody Al-
len skrifaði og leikstýrði, The Purple
Rose of Cairo (1985) og Radio Days
(1987).
Leikarinn Danny
Aiello látinn
Danny Aiello í Do
the Right Thing.
Borgarbóka-
safnið í Kringl-
unni og Borg-
arleikhúsið
bjóða upp á
leikhúskaffi í
dag í safninu kl.
17.30. Þar segir
Brynhildur Guð-
jónsdóttir, leik-
stjóri sýning-
arinnar, gestum
frá uppsetningu Borgarleikhúss-
ins á Vanja frænda, sígildu leik-
riti eftir Anton Tsjékhov. Í kjöl-
farið verður rölt yfir í Borgar-
leikhúsið þar sem gestir fá stutta
kynningu á leikmynd og annarri
umgjörð sýningarinnar. Viðburð-
urinn er ókeypis.
Leikhúskaffi um
Vanja frænda
Brynhildur
Guðjónsdóttir
Rúmum þrem árum eftirútkomu stórvirkisinsSögu tónlistarinnarprentbirtist annað
myndarlegt framtak eftir Árna
Heimi Ingólfsson um íslenzk tón-
listarhandrit, allt frá upphafi rit-
aldar fram að þjóðernisvakningu
þeirrar nítjándu.
Þetta óhætt að segja sérstæða
verk í íslenzku
jólabókaflóði
vekur óneitan-
lega ýmsar hug-
renningar um þá
skringilegu stað-
reynd að þjóð á
hjara veraldar,
er varð einna
fyrst Evrópu-
samfélaga til að
skrá bókmenntir sínar á þjóðtungu
í stað latínu, skyldi jafnframt hafa
hirt jafnlítt um tónlistarmenningu
sína og raun ber vitni.
Að vísu fráleitt einstætt fyrir-
bæri meðan flestöll rituð tónmennt
álfunnar hélzt alfarið innan vé-
banda kirkjunnar, enda var ver-
aldleg tónlist fyrst fest á bókfell
meðal Frakka, Niðurlendinga og
Breta á 14. öld. Né heldur með öllu
einhlítt þar eð mörg kirkjuleg lög
urðu í tímans rás að alþýðueign eða
„druslum“ með veraldlegum text-
um – auk þess sem gregorssöngvar
voru oft, og allt frá öndverðu, runn-
ir úr staðbundnum þjóðlögum.
Samt rennur manni enn til rifja
hvað einkum kirkjuyfirvöld norður-
slóða gengu iðulega hart fram við
að uppræta þjóðlega tónmennt.
Hér á landi t.d. með að banna
,Woodstock 18. aldar‘, þ.e.a.s.
Jörfagleðina – eða í Norður-Svíþjóð
með samvizkusamlegri brennslu á
nótum og hljóðfærum, fyrir aðeins
140 árum!
Þótt varla hafi vakað trúrækni
fyrir handritasöfnun Árna Magnús-
sonar, þá er samt ekki annað að sjá
en að honum hafi þótt torskilið
nótnapár aftan úr pápísku mega
mæta afgangi, eða í mesta lagi til
nota sem kápur utan um alvöru-
texta. Ber þó að þakka fyrir það,
enda varðveittist þannig drjúgur
partur af því sem eftir stendur af
fornsöngmennt Íslendinga.
Það er nefnilega ljóst að gríðar-
mikið hefur týnzt, ekki sízt í kjölfar
siðaskipta, þó ekki hafi komið til
konungleg fyrirmæli um að „nýta“
klausturhandrit í veizlukyndla, líkt
og gert var landsyðra á stjórnar-
árum Kristjáns IV. konungs. Má í
því ljósi undrast hvað samt hefur
varðveitzt þótt slitrótt sé, eða allt
frá 12. öld.
Það gefur auga leið að mislæsi-
legar miðaldanótur á kálfskinni
koma, þrátt fyrir allstórar litljós-
myndir bókarinnar, varla öðrum að
gagni en tónsögufræðingum. Mað-
ur spyr því óhjákvæmilega: Hvers
vegna í ósköpum eru lögin ekki
jafnframt birt með nútímanótum,
til skýringar og samanburðar?
Vera má að höfundi hafi þótt lítil
ástæða til þess arna í minnkandi
nótnalæsi seinni áratuga meðal al-
mennings. Auk þess eru flest lögin
nútímalesendum næsta ókunn og
þar að auki kvað mega nálgast sum
þeirra á YouTube eða Spotify í
t.a.m. flutningi kammerkórsins
Melódíu. Engu að síður er ljóður á
annars metnaðarfullu verki að
bjóða ekki upp á fyrrnefndan sam-
anburð á einum og sama prent-
vangi.
Að öðru leyti er fátt út á fróðlega
umfjöllun Árna Heimis um hand-
ritin að setja. Persónulega saknaði
ég þess þó svolítið, eftir nærri 40
ára gamla kórútsetningu á Vera
mátt góður (enn lífseigt lag í eftir-
minnilegri þjóðlagarokksmeðferð
Þursaflokksins 1978), að fá ekki
einhverja skýringu á því hvernig
sópran-, alt- og tenórraddir þessa
forðum fjórradda flórentínska
endurreisnarkórlags gátu glutrazt
niður hér ytra, svo aðeins varð eftir
stórstígt skoppandi bassaröddin
sem allir þekkja: so do do – so la
mi – la so re – mi la ...
Eða hverju sætti?
Söngrúnir fornaldar
Tónlistarsaga
Tónlist liðinna alda –
Íslensk handrit 1100-1800
bbbnn
Eftir Árna Heimi Ingólfsson.
Crymogea, 2019. 231 bls.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Eggert
Sérstæða Gagnrýnandi segir þetta „sérstæða verk í íslenzku jólabókaflóði“
óneitanlega vekja hugrenningar um þá skringilegu staðreynd að þjóðin hafi
„hirt jafnlítt um tónlistarmenningu sína og raun ber vitni“.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
ICQC 2020-2022
Nánari
upplýsingar
um
sýningartíma
á sambíó.is
Pepsí bíó
á þriðjudögum
50%
afsláttur
í bíó