Morgunblaðið - 17.12.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.12.2019, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Eins og alltaf lifirðu eftir reglunni um framlag/árangur, og með henni heldurðu áfram þangað til þú held- ur að svörin við öllum spurning- unum séu á hendi – þar á meðal þeirri mikilvægustu: Er ég nógu góð? Já, reyndar er ég það. Það sem gerist svo er að verð- launin eru alvöru. Þú nærð að næsta þrepi í stiganum, og í þetta skipti er það vel launað starf á einni af flottustu lögfræðiskrifstofu Chicago sem heitir Sidley & Austin. Þú ert komin aftur á byrjunarreit, í fæðingarborgina, að því undan- skildu að núna er starfað á fer- tugustu og sjö- undu hæð í byggingu niðri í miðbæ með torg og styttu fyrir framan. Staður sem þú fórst alltaf fram hjá sem South Side-krakki í strætisvagninum á leið í menntaskóla, pírðir augun út um gluggann á fólkið sem skálmaði eins og risar á leið í vinnuna. Nú ertu ein af þeim. Þú hefur unnið þig út úr vagninum og yfir torgið og upp lyftuna sem var svo þögul að hún virtist svífa. Þú hafðir gengið til liðs við ættflokkinn. Tuttugu og fimm ára með aðstoð- armann. Launin hærri en foreldrar þínir hafa nokkru sinni þénað. Vinnufélagarnir eru kurteisir, menntaðir og aðallega hvítir. Þú ert í Armani-dragt og skráir þig hjá vínþjónustu. Þú borgar mán- aðarlega af námslánunum og ferð í eróbikk eftir vinnu. Þú kaupir Saab vegna þess að þú getur það. Er eitthvað að þessu? Svo virð- ist ekki vera. Nú ertu lögfræð- ingur. Þú hefur tekið allt sem þér var gefið – ást foreldranna, trú kennaranna, tónlistina frá Sout- hside og Robbie, matarboðin frá Sis frænku, orðaforðann sem Dandy boraði í mann – og breytt því í það sem þú ert. Þú hefur klif- ið fjall. Og hluti starfsins, auk þess að greina afstæð eignarréttarlög fyrir stór fyrirtæki, er að hjálpa til við að þjálfa næstu ungu lögfræð- inga sem fyrirtækið hefur ráðið. Einn eigendanna spyr hvort þú hafir áhuga á að leiðbeina einum af næstu sumarstarfsmönnum, og svarið er auðvelt. Auðvitað. Þú hefur ekki enn lært hvað getur fal- ist í því að segja einfaldlega já. Þú veist ekki að þegar ákvörðunin er staðfest og samþykkt á minn- isblaði frá yfirmanninum, byrja einhverjar djúpar og ósýnilegar línur í lífinu að titra, að hlutirnir eru þegar farnir að breytast. Við hliðina á nafninu þínu er annað nafn, nafn einhvers spaða í lög- fræðinámi sem er upptekinn við að klifra sinn eigin stiga. Eins og þú sjálf er hann þeldökkur og úr Har- vard. Að því slepptu veistu ekki neitt – aðeins nafn og það er skrýtið nafn. Barack Obama var seinn á fyrsta degi. Ég sat á skrifstofunni minni á fertugustu og sjöundu hæð, og beið ekki eftir honum. Eins og flestir fyrsta árs lögfræð- ingar var ég upptekin. Ég vann mikla yfirvinnu hjá Sidley & Aust- in, borðaði oft hádegismat og kvöldmat við skrifborðið mitt á meðan ég barðist við endalaust flæði af skjölum, öllum skrifuðum á skrúðmæltu en nákvæmu lög- fræðimáli. Ég las athugasemdir og hreinskrifaði athugasemdir ann- arra. Þegar þarna var komið fannst mér ég vera þrítyngd. Ég kunni hið afslappaða götumál South Side og uppskrúfað tal há- skólanna, og nú ofan á það talaði ég líka lögfræði. Ég hafði verið ráðin inn í markaðs- og hug- verkahóp fyrirtækisins, sem var talinn nokkuð frjálslyndari og meira skapandi en aðrir hópar inn- an fyrirtækisins, ég býst við að skýringin sé sú að stundum unnum við með auglýsingar. Hluti starfs míns var að hella mér yfir skjöl frá viðskiptavinum okkar í sjónvarps- og útvarpsauglýsingum, tryggja að samningar færu ekki á bága við lög Fjarskiptastofnunar Banda- ríkjanna. Seinna hlotnaðist mér sá heiður að líta eftir lögfræðilegum málum risaeðlunnar Barney (Já, þetta er það sem kallast frjálslyndi á lögfræðiskrifstofu). Vandamál mitt var að sem fulltrúi hafði ég ekki mikið saman að sælda við viðskiptavinina og ég var fædd Robinson, alin upp í fjörugri þvögu stórfjölskyldunnar, mótuð af eðlislægri ást föður míns á fólksfjölda. Ég þráði einhvers konar samskipti. Til að vega upp á móti grínaðist ég við Lorraine, að- stoðarkonuna mína, hressa afrísk- ameríska konu sem var nokkrum árum eldri en ég og sat utan við skrifstofuna mína og svaraði í sím- ann minn. Ég átti ágætis sambönd við einhverja af eldri starfsmönn- unum og notaði hvert tækifæri til að spjalla við hina samstarfsmenn- ina, en yfirleitt var fólk afar upp- tekið við verk sín og varkárt að láta ekki eina einustu sekúndu fara til spillis. Það þýddi að ég sat oft- ast við skrifborðið mitt, ein með skjölunum. Skrifstofan mín var alveg nógu þægileg til að eyða þar sjötíu tím- um á viku, ef út í það er farið. Ég var með leðurstól, fægt valhnotu- skrifborð og stóra glugga sem vís- uðu í suðaustur. Ég gat horft yfir öngþveitið í viðskiptahverfinu og séð hvíta öldutoppana á Michigan- vatni, sem yfir sumartímann var alsett skærum seglbátum. Ef ég teygði vel úr mér, gat ég eygt strandlínuna og séð bregða fyrir litlum hluta South Side, með sínum lágu húsþökum og slitróttu röðum trjáa. Þaðan sem ég sat sýndust hverfin kyrrlát, húsin næstum eins og dúkkuhús, en raunin var allt önnur. Hlutar South Side voru orðnir eyðilegir því að búðum var lokað og brottflutningur íbúa hafði haldið áfram. Stálverksmiðjurnar sem höfðu eitt sinn viðhaldið stöðugleikanum voru farnar að segja upp fólki. Krakkfaraldurinn, sem hafði lagt að velli heilu afrísk- amerísku hverfin í Detroit og New York, var rétt að ná til Chicago, en hann var farinn að setja mark sitt á borgina. Gengjastríð um hlut- deild í þessum markaði freistuðu ungra drengja sem seldu á götu- hornum, og þó að það væri hættu- legt var það arðbærara en að fara í skóla. Morðtíðni borgarinnar var farin að hækka – sem var merki um að fleiri vandamál væru hand- an við hornið. Launin hjá Sidley voru góð en ég var nægilega hagsýn til að hafa einn fugl í hendi þegar kom að húsnæðismálum. Þegar ég kláraði lögfræðina flutti ég aftur í mitt gamla South Side-hverfi, sem var enn nokkuð laust við gengi og eiturlyf. Foreldrar mínir voru flutt niður í gömlu íbúðina þeirra Robbiear og Terrys, og ég tók boði þeirra um að flytja inn í gömlu íbúðina þar sem ég hafði búið sem krakki, hressti upp á hana með nýjum hvítum sófa og innrömm- uðum batikmyndum. Ég skrifaði upp á ávísun fyrir foreldra mína öðru hvoru fyrir útgjöldunum. Það gat varla flokkast sem leiga, en þau héldu því fram að það nægði. Þó að íbúðin væri með sérinngangi kom ég langoftast inn um eldhús- dyrnar niðri þegar ég kom heim úr vinnu – að hluta til vegna þess að bakdyrnar lágu beint inn bílskúr- inn en líka vegna þess að ég var enn og myndi alltaf vera Robinson. Jafnvel þá, þegar ég leit á mig sem jakkafataklædda, sjálfstæða, unga fagmanneskju á Saab, sem mig hafði alltaf dreymt um, þá fannst mér ekki gaman að vera ein. Ég stappaði í mig stálinu með daglegu innliti hjá mömmu og pabba. Ég faðmaði þau reyndar þennan sama morgun, áður en ég flýtti mér út um dyrnar og keyrði í slagveðri til að komast til vinnu. Hér gæti ég bætt við, til að komast til vinnu á réttum tíma. Ég leit á úrið. „Bólar ekkert á þessum gæja?“, kallaði ég til Lorraine. Andvarp hennar var augljóst. „Nei, vinkona,“ kallaði hún til baka. Ég tók eftir því að henni var skemmt. Hún vissi hvað ég þoldi illa óstundvísi – að mér fyndist það merki um hroka. Barack Obama hafði þá þegar valdið úlfúð í fyrirtækinu. Fyrir það fyrsta var hann rétt búinn með fyrsta árið í lögfræðinni, og venjulega réðum við bara annars árs nema í sumarstöður. En sá kvittur gekk um að hann væri framúrskarandi. Orðrómur var á kreiki um að einn af kennurunum hans við Harvard – dóttir stjórn- armanns fyrirtækisins – hefði sagt að hann væri hæfileikaríkasti nem- andi sem hún hefði nokkru sinni fyrir hitt. Ritararnir sem sáu hon- um bregða fyrir þegar hann kom í viðtalið höfðu haft orð á því að í of- análag væri hann afar sætur. Ég hafði mínar efasemdir. Reynslan hafði kennt mér að ef maður setur þokkalega gáfaðan svartan mann í jakkaföt tapar hvítt fólk glórunni. Ég var efins um að hann ætti skrumið skilið. Ég var búin að skoða myndina í starfsmannaskránni – ekkert alltof aðlaðandi, illa lýst passamynd af lúðalegum gæja með breitt bros – og var ekki uppnumin. Ferilskráin sagði að hann væri upprunalega frá Havaí, svo að hann var að minnsta kosti framandi lúði. Að öðru leyti virtist hann frekar venjulegur. Það var þó eitt sem hafði komið mér í opna skjöldu nokkrum vikum áður þegar ég þurfti að hringja í hann til að kynna mig. Röddin á hinum end- anum kom mér þægilega á óvart – djúp, jafnvel kynæsandi, barítónn sem virtist alls ekki passa við ljós- myndina. Fyrstu kynni af framandi lúða Bókarkafli | Í Verðandi segir Michelle Obama frá uppvexti sínum og mótunarárum, kynnum sínum af Barack og tímanum í Hvíta húsinu, en samtímis dvöl- inni þar vann hún að samfélags- og góðgerðarmálum. Katrín Harðardóttir íslenskaði bókina, Salka gefur út. Ljósmynd/Obama-Robinson fjölskyldan Gleði Obamahjónin, Natasha og Malia á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna og afmælisdegi Maliu, 4. júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.