Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 29

Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Vatnsheldir Kuldaskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is Innbyggðir broddar í sóla Verð 17.995 Stærðir 36 - 47 ÍMislægumgatnamót-um sannarÞórdís Gísladóttir það sem einhverja hefur eflaust áður grunað, að hún sé eitt skemmtileg- asta ljóðskáld íslensks samtíma. Í bókinni birtast lesandanum auð- skiljanleg, sem lýsa þó ekki grunn- hyggni, ljóð sem flest bera í sér eitt- hvað sammannlegt. Ljóðin snerta á ólíkum flötum lífs- ins en tengjast ekki beint innbyrðis. Hvert einasta ljóð er einstakt og stendur þannig sterkt við hlið ann- arra. Í Mislægum gatnamótum birtast ýmsar áhugaverðar, jafnvel örlítið undarlegar manngerðir. Þar á meðal konan sem svarar aldrei í símann, maðurinn sem er logandi hræddur við dauðann og konan sem kann að taka slátur. Sögurnar af þessum manneskjum eru sagðar í prósaljóðum en í bók- inni er að finna hefðbundnari ljóð sem og ljóðræna lista. Þeir eru drjúgur hluti bókarinnar og hitta listarnir hvern naglann á fætur öðr- um á höfuðið. Í þeim felst óútskýr- anlegur sannleikur. Þórdís leikur sér með þetta form ljóðlistans, ef svo má segja, og er útkoman vægast sagt skemmtileg eins og sjá má í ljóðinu „Forréttindavandamál“. Smjatt Ljóðgreining Timburmenn Þágufallssýki Of lítið kynlíf Appelsínuhúð […] Innan um húmor og orðfimi Mis- lægra gatnamóta er að finna ádeilur á samfélag nútímans. Þær snúa ým- ist að útlitskröfum, glansmyndum, móttöku flóttafólks og þrýstingi á konur á barneignaaldri. Raunveru- leikinn og sýndarveruleikinn eru sterk mótíf í bókinni og vinnur Þór- dís með mörkin á milli þessara tveggja veruleika en þau mörk virð- ast verða sífellt óskýrari í nútíman- um. Í Mislægum gatnamótum er því að finna fjölbreyttan ljóðheim hnytt- inna og framsækinna ljóða sem eiga brýnt erindi við íslenskt samfélag, bæði sem indæl dægradvöl og sem ádeila á dofnandi mennsku. Óútskýranlegur sann- leikur ljóðrænna lista Ljóð Mislæg gatnamót bbbbm Eftir Þórdísi Gísladóttur. Benedikt, 2019. Innbundin, 57 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skemmtileg „Í Mislægum gatnamótum sannar Þórdís Gísladóttir það sem einhverja hefur eflaust áður grunað, að hún sé eitt skemmtilegasta ljóð- skáld íslensks samtíma,“ segir um nýja ljóðabók Þórdísar Gísladóttur. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlut- aði nýverið rúmum 11 milljónum króna í 27 styrki til þýðinga á ís- lensku, í seinni úthlutun ársins. Þar af hljóta 11 bækur fyrir börn og ungmenni styrk. Alls bárust 43 um- sóknir og sótt var um tæpar 36 millj- ónir króna. Miðstöð íslenskra bók- mennta veitir styrki til þýðinga á íslensku úr erlendum málum tvisvar á ári og úthlutaði rúmri 21 milljón króna í 54 þýðingastyrki á árinu öllu. Þar af er 21 styrkur vegna þýð- inga barna- og ungmennabóka. „Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni eru afar fjölbreytt og þar má sjá meðal annars skáldsögur, ljóð, myndríkar barna- og ungmenna- bækur, heimspekirit, endurminn- ingar og fræðitexta, jafnt nútíma- bókmenntir og sígild verk sem þýða á úr þýsku, ensku, rússnesku, frönsku, ítölsku, spænsku og fleiri tungumálum,“ segir í tilkynningu. Meðal verka sem hlutu þýð- ingastyrki nú eru: Kentoshi eftir Yoko Tawada í þýðingu Elísu Bjarg- ar Þorsteinsdóttur; Un Perro eftir Alejandro Palomas í þýðingu Sig- rúnar Á. Eiríksdóttur; 10 Minutes and 38 Seconds in this Strange World eftir Elif Shafak í þýðingu Nönnu B. Þórsdóttur; Az ajtó eftir Mögdu Szabó í þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur; Scherzetto eftir Domenico Starnone í þýðingu Höllu Kjartansdóttur; The Autobiography of Alice B. Toklas eftir Gertrude Stein í þýðingu Tinnu Bjarkar Óm- arsdóttur og Die Aufzeichnungen des Malte Laurids Brigge eftir Rain- er Maria Rilke í þýðingu Benedikts Hjartarsonar. Í flokki barna- og ungmennabóka hljóta meðal annars styrk: Where the Wild Things Are eftir Maurice Sendak í þýðingu Sverris Norland; I, Cosmo eftir Carlie Sorosiak í þýð- ingu Mörtu Hlínar Magnadóttur; William Wenton & Kryptalporten eftir Bobbie Peers í þýðingu Ing- unnar Snædal og Billionaire Boy eft- ir David Walliams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Rúmum 11 milljónum úthlutað í 27 styrki  Alls úthlutað 21 milljón í 54 styrki Gertrude Stein Rainer Maria Rilke

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.