Morgunblaðið - 17.12.2019, Page 32
Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble
hyggst syngja inn jólin á tónleikum
í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl.
20. Olga Vocal Ensemble er alþjóð-
legur sönghópur sem hefur sungið
árlega á Íslandi síðan 2013. Hópinn
skipa Bjarni Guðmundsson, Jona-
than Ploeg, Arjan Lienaerts, Pétur
Oddbergur Heimisson og Philip
Barkhudarov. Á efnisskránni eru
jólalög úr ýmsum áttum.
Olgujól sönghópsins
í Fríkirkjunni í kvöld
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 351. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Þrír leikmenn sem unnu til silfur-
verðlauna á Ólympíuleikunum í
Peking árið 2008 eru í nítján
manna hópi landsliðsins sem býr
sig undir EM: Björgvin Páll Gúst-
avsson, Guðjón Valur Sigurðsson
og Alexander Petersson. Guð-
mundur Guðmundsson landsliðs-
þjálfari kynnti hópinn á blaða-
mannafundi í gær. »24
Björgvin í nítján
manna hópnum
ÍÞRÓTTIR MENNING
ekki gefið íþróttirnar upp á bátinn.
„Hver veit nema ég byrji aftur að æfa
og reyni að láta gott af mér leiða sem
þjálfari á þeim vettvangi á svæðinu.“
Dagur segir að íþróttirnar hafi
kennt sér margt og það nýtist vel í
starfinu. Hann nefnir sérstaklega
setningu markmiða, eljusemi og það
að halda áfram auk þátttöku í félags-
legu starfi. „Ég minnist þess hvernig
þjálfararnir nálguðust okkur sem
ungt fólk og hvöttu okkur áfram og
það er alls staðar gott veganesti.“
Í Breiðdal búa um 190 manns. Í
Austfjarðaprestakalli eru um 5.000
íbúar og fimm prestar. Dagur segir
að sameining prestakallana bjóði upp
á mikla möguleika. Vissulega sé hann
í meiri tengingu við nærumhverfið í
Heydölum, Breiðdal og Stöðvarfirði
vegna búsetunnar, en svæðið sé stórt
og íbúarnir margir. „Sameiningin
býður upp á mikil tækifæri og mikla
grósku í kirkjulegu starfi. Verkefnin
eru þegar gríðarlega fjölbreytt, en
vinnan á enn eftir að eflast með
meira framboði af félagslegum við-
burðum í boði kirkjunnar. Ég hef því
ekki áhyggjur af framtíð kirkj-
unnar.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Yngsti prestur landsins, Dagur
Fannar Magnússon, var vígður til
prestsþjónustu í Austfjarðapresta-
kalli í Austurlandsprófastsdæmi með
aðsetur í Heydölum í haust og tók til
starfa 1. nóvember. „Hér hef ég
mætt góðu og viðmótsþýðu fólki, sem
hefur tekið afskaplega vel á móti
okkur, og mér líst vel á framhaldið,“
segir hann.
Dagur er 27 ára, fæddist á Selfossi
1992 og ólst þar upp. Hann sinnti
ekki kirkjulegu starfi fyrr en hann
byrjaði í guðfræði í Háskóla Íslands.
„Ég fékk innri köllun,“ útskýrir
hann. „Ég hef til dæmis áhuga á sögu
og heimspeki og fann farveg fyrir
áhugamál mín í guðfræðinni.“ Hann
bætir við að hann hafi alltaf haft
áhuga á því að vinna með fólki og
prestsstarfið henti sér vel. „Þetta er
fjölbreytt starf með mikla möguleika
og þess vegna fór ég þessa leið.“
Selfoss er mikill íþróttabær og vel
er að þeim málaflokki staðið. Dagur
byrjaði í frjálsíþróttum á unglings-
árunum, þótti mjög efnilegur
sleggjukastari, átti sér drauma og
stóð sig vel, sigraði á mörgum ung-
lingamótum en hætti að æfa vegna
álags í háskólanáminu.
Stefndi á Ólympíuleika
„Sleggjukast var eina íþróttin sem
átti við mig,“ rifjar hann upp. Hann
segist hafa mátað sig við ýmsar
greinar en dottið í sleggjuna þegar
hann var 16 ára. „Það var mikil upp-
bygging í frjálsum, við vorum með
hóp úrvalsþjálfara, sem vöktu áhug-
ann enn frekar auk þess sem æfinga-
félagarnir voru frábærir.“
Draumurinn var að keppa á Ól-
ympíuleikum, en eitthvað varð undan
að láta. „Ég hafði einfaldlega ekki
tíma til þess að halda áfram að æfa af
eins miklum krafti og áður,“ segir
hann. „Ég vildi standa mig vel í nám-
inu, ná góðum árangri í guðfræðinni,
og sinna fjölskyldunni almennilega.
Ég hafði bara úr 24 tímum úr að
moða á sólarhring.“ Hann hefur samt
Yngsti presturinn
er í Heydölum
Dagur Fannar Magnússon var efnilegur sleggjukastari
Fjölskyldan Dagur Fannar Magnússon, Þóra Gréta Pálmarsdóttir, Skarp-
héðinn Krummi Dagsson og Kristbjörg Lilja Dagsdóttir.
ÁSKR I FTARLE IKUR MORGUNBLAÐS INS
Heppinn
áskrifandi
hlýtur
að gjöf
Hästens
HERLEWING®
handgert rúm úr
náttúrulegum efnum
að verðmæti 3.225.900 kr.
Fátt jafnast á við að opna Morgunblaðið eftir
góðan nætursvefn. Fyrir einn af áskrifendum
Moggans nær þessi ljúfa morgunstund nýjum
hæðum eftir að við drögum í áskriftar-
leiknum okkar föstudaginn 20. desember.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LESA MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið og Hästens eru stolt af því að
vinna saman að því að gefa einum heppnum
áskrifanda Morgunblaðsins Herlewing-rúm
frá Hästens.
Verslun Hästens á Íslandi er til húsa í
Faxafeni 5, á sama stað og Betra bak.
KAUPTU
ÁSKRIFT
Í SÍMA 569 11
00
„Mér líst bara vel á þetta verkefni.
Það verður erfitt en ég hef fulla trú
á því að við getum strítt Wolfsburg
og vonandi komist áfram í keppn-
inni,“ sagði Arnór Ingvi Trausta-
son, landsliðsmaður í
knattspyrnu og leik-
maður Malmö í Svíþjóð,
við Morgunblaðið í
gær. Malmö dróst
þá á móti Wolfs-
burg í 32
liða úrslit-
um keppn-
innar en lið-
in mætast í
Þýskalandi
20. febrúar
og í Svíþjóð
27. febrúar.
»24
Hef fulla trú á okkur
gegn Wolfsburg