Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) KVIKA -3,35% 10,1 EIM +7,36% 175 S&P 500 NASDAQ -2,60% 8.478,69 -2,29% 3.081,33 -3,35% 7.167,81 FTSE 100 NIKKEI 225 4.6.‘19 4.6.‘193.12.‘19 1.600 80 1790,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 60,97-0,13% 23.379,81 61,97 40 2.000 3.12.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 1.785,85 KVIKMYNDIR Kukl ehf., sem sérhæfir sig í út- leigu á búnaði fyrir kvikmynda- iðnaðinn hér á landi, hyggst flytja í nýtt húsnæði í kvikmyndaþorpinu svokallaða í Gufunesi í byrjun næsta árs. Finni Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að unnið sé hörðum höndum að innrétt- ingu húsnæðisins nýja, sem staðsett er við hliðina á kvikmyndaveri RVK Studios. Fyrirtækið leigir í dag á Krókhálsi 6, en nýja húsnæðið verð- ur í eigu Kukls. „Þetta verður betur sniðið að okkar þörfum en húsnæðið sem við erum í núna,“ segir Finni. Hann segir aðspurður að ekki sé um að ræða mikla stækkun í fermetrum talið, en nýtingin verði betri og loft- hæð meiri. Kukl hyggst einnig leigja út aðstöðu til fólks í kvikmynda- iðnaðinum, klippara, hljóðmanna og slíkra aðila. tobj@mbl.is Morgunblaðið/RAX Kukl verður til húsa við hliðina á RVK Studios í Gufunesi. Kukl úr Krókhálsi í Gufunes Samdráttur í bílasölu á heimsvísu á einu ári gæti orðið meiri árið 2019 en hann varð í fjármálahruninu árið 2008, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu láns- hæfismatsfyrir- tækisins Fitch Ratings. Fyrir- tækið býst við því að salan muni minnka um 3,1 milljón árið 2019 og fara úr 80,6 milljónum seldra bíla árið 2018 í 77,5 milljónir sem gerir um 4% sam- drátt ofan á 1,5% samdrátt frá 2017 til 2018 sem þá var mesti samdráttur í sölu nýrra bíla á einu frá árinu 2009. Fram kemur á CNBC að einkum megi rekja samdráttinn í ár til minni eftirspurnar í Kína. Sala þar í landi hefur fallið um 11% á fyrstu 10 mán- uðum þessa árs í samanburði við árið á undan. Þar spilar einnig inn í aukin sala á notuðum bifreiðum og nýir út- blástursstaðlar fyrir bifreiðar. Að sögn Brian Coulton, hagfræðings Fitch Ratings, vega áhyggjur al- mennings af umhverfismálum, möguleg herðing á regluverki og aukin notkun deilibíla þungt í minni eftirspurn. Að sögn Maríu Jónu Magnús- dóttur, framkvæmdastjóra Bíl- greinasambandsins (BGS), má yfir- færa þessar vangaveltur um minni eftirspurn að takmörkuðu leyti á ís- lenska markaðinn. „Við tókum eftir því þegar ríkisstjórnin gaf út bann árið 2030 á jarðefnaeldsneytisbílum að þá höfðu margir samband og fóru að huga að þessu. Við sáum að það hægði á sölu. Það er mikil eftirspurn eftir umhverfisvænum bílum en framboðið af þeim bílum er ekki nægilegt til að anna þeirri eftirspurn. Þetta hefur leitt til þess að hluta til að salan hefur verið dræmari en við gerðum ráð fyrir. Það má búast við því á næsta ári að framboð þessara bíla verði meira en í ár,“ segir María í samtali við ViðskiptaMoggann. Samdráttur í bílasölu á fyrstu 10 mánuðum ársins nemur 0,7% í Evrópusambandinu en María bendir á að salan þar hafi tekið við sér að undanförnu og hún hafi aukist um 8,7% í októbermánuði. „Með breyttum reglum og hertari kröfum um útblástur bíla í Evrópu fóru bílaframleiðendur í gagngerðar breytingar á mörgum gerðum sinna bíla sem hafa því ekki verið fáanlegir á markaði. Breyting er á því nú og eru þessir bílar að koma inn á mark- aðinn aftur,“ segir María. 36,3% samdráttur Í tölum BGS kemur aftur á móti fram að bílasala hér á landi hafi dreg- ist saman um 36,3% á þessu ári þar sem seldir bílar eru 11.141 saman- borið við 17.495 bíla á fyrstu 11 mán- uðum ársins í fyrra. Heldur hefur dregið úr samdrættinum á milli ára á síðustu mánuðum hér á landi og nam samdráttur í sölu um 11,1% í nóvem- ber miðað við sama mánuð í fyrra. Í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skattaívilnanir vistvænna öku- tækja er lagt til að fella niður íviln- anir á tengiltvinnbíla eftir árið 2020. Að sögn Maríu er ótímabært að fella þær ívilnanir niður. Ráðlegra væri að hennar mati að framlengja þær til ársloka 2023 og minnka í þrepum frekar en að falla alfarið frá þeim. „Í tillögunni segir að slíkar bifreiðar eigi að vera orðnar samkeppnishæfar í verði á þessum tíma og þurfi því ekki ívilnanir til lengri tíma en til loka ársins 2020. Þetta er ekki rétt því þessar bifreiðar eru enn dýrari í innkaupum og líklegt að svo verði áfram því mikil þróun er enn á tækni tengiltvinnbíla þar sem m.a. drægi á hreinu rafmagni er að aukast,“ segir María. Mesti samdráttur í bílasölu á heimsvísu frá hruni Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Sala á bílum virðist ætla að dragast verulega saman á heimsvísu. Samdráttur í bílasölu hér á landi nemur 36,3% það sem af er ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílasala hefur dregist saman um 36,3% á milli ára á fyrstu 11 mánuðum ársins. Heldur hefur dregið úr samdrættinum á undanförnum mánuðum. AFLAHEIMILDIR Þó nokkurt tap virðist vera á tveimur félögum, Fiskvinnslunni Kambi ehf. og Grábrók ehf., sem Brim hf. festi kaup á í október fyr- ir um þrjá milljarða króna, þar af 2,3 milljarða fyrir Kamb og 772 milljónir fyrir Grábrók. Brim hefur á heimsíðu sinni birt árshlutareikninga félaganna í að- draganda hluthafafundar sem hald- inn verður 12. desember. Í þeim kemur meðal annars fram að rekstrarniðurstaða Kambs frá fyrsta janúar til 30. september á þessu ári hafi verið neikvæð um 4,5 milljónir króna, en hún var nei- kvæð um 37,6 milljónir árið 2018. Þá nema langtímaskuldir félagsins um einum milljarði króna. Veru- legar eignir eru þó í Kambi og er fasteign félagsins metin á 360 millj- ónir og áhöld, vélar og tæki metin á 398 milljónir. Jafnframt er Kambur með 497 milljóna við- skiptakröfu á dótturfélag sitt, Grunn ehf. Grunnur ehf. var einnig rekið með tapi á árinu og nemur tap fé- lagsins á fyrstu níu mánuðum 171,5 milljónum, en rekstrarniðurstaðan var neikvæð um 163,5 milljónir í fyrra. Grunnur á hins vegar afla- heimildir sem metnar eru á 2,5 milljarða króna. Auk þess á félagið Stapavík hf., sem andstætt hinum félögunum skilaði 13,8 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mán- uðum ársins. Veiðiheimildir félags- ins eru metnar á 167,7 milljónir króna. Fyrstu níu mánuði 2019 var rekstrarniðurstaða Grábrókar ehf. neikvæð um 19,4 milljónir, en hún var neikvæð um 89,5 milljónir árið 2018. Félagið býr hins vegar yfir aflaheimildum sem metnar eru á um einn milljarð króna. Brim keypti félög sem hafa verið í taprekstri Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Kristján HF 100 hefur verið í eigu Kambs sem skilað hefur tapi. Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Veitingahús á á tveimur hæðum. Húsnæðið er glæsilega innréttað ásamt einstöku útiaðstöðu fyrir veitingasölu í Hjartagarðinum. Heildarstærð er 622,9 fm. Tækifæri til að tengja saman fjárfestingu og rekstur. Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangur.is eða í síma 820 6355. Til sölu er eitt fallegsta veitingahús Reykjavíkur KLAPPARSTÍGUR 28 OG 30 María Jóna Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.