Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 10
Þróun á útfl utningi sjávarafurða að magni og verðmætum 1999 til 2019* 180 160 140 120 100 80 60 40 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 *Gert er ráð fyrir að þróunin á árinu 2019 verði hin sama og fyrstu 10 mánuði ársins. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitölur útfl utningsverðmætis og magns: 1999 = 100 163 101 Útfl utningsverðmæti í erlendri mynt, nafnverð Útfl utt magn Á síðastliðnum tuttugu árum hefur orðið gífurleg aukning í útflutnings- verðmætum sjávarafurða án gengis- áhrifa á sama tíma og útflutt magn sjávar- afurða hefur tekið litlum breyting- um. Hefur þróun í þessa átt aukist sérstaklega á síð- ustu árum. Á fyrstu tíu mán- uðum þessa árs var verðmæti vöruútflutnings um 51 milljarður króna og voru sjávar- afurðir 40,9% alls vöruútflutnings á tímabilinu, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir jafnframt að vöruútflutningur hafi aukist um 12,8% milli ára og að mesta aukningin hafi verið sjávarafurðir, aðallega ferskur fiskur og fryst flök. Hærra verð með aukinni nýsköpun og hátækni Ásta Björk Sigurðardóttir, hag- fræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það ekki einungis framboð og eftirspurn á mörkuðum sem ýti undir hærra verð fyrir afurð- irnar heldur geti verð einnig hækkað vegna aukinna gæða. Þessi auknu gæði má meðal annars rekja til fjár- festinga í hátæknilausnum sem gera það að verkum að meira fæst fyrir þann fisk sem veiddur er. „Þrátt fyrir að útflutningur sjávar- afurða sé að dragast saman að magni til, sem má einna helst rekja til loðnu- brests, er lítilsháttar aukning í út- flutningsverðmætum sjávarafurða á föstu gengi á fyrstu 10 mánuðum árs- ins. Kemur það til af hagstæðri verðþróun sjávarafurða undanfarin misseri. Sem endranær er ekkert gef- ið í þessum efnum, en þar gegnir fjár- festing í nýsköpun og tækni lykil- hlutverki sem og markaðssetning afurðanna erlendis þar sem hörð sam- keppni ríkir,“ útskýrir Ásta Björk. Hagfræðingurinn bendir hins veg- ar á að erfitt sé að festa fingur á hversu miklu slík vinna skilar á heild- ina litið, enda er hún falin í verði út- fluttra sjávarafurða þar sem framboð og eftirspurn á mörkuðum erlendis leika jafnframt stórt hlutverk. En Ásta Björk segir íslenskan sjávar- útveg „stöðugt á vaktinni við að auka verðmætasköpun með ýmsu móti og í þrotlausri vinnu við að bæta virðis- keðjuna, allt frá skipulagi veiðanna til lokasölu afurðanna, og leita hæsta verðs fyrir afurðir sínar.“ Einnig vöxtur í afleiddum greinum Segir hún það „afar jákvætt að sjá vöxt í öðrum greinum en stóru út- flutningsgreinunum þremur, það er að segja sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu. Má þar einkum nefna verulega aukningu útflutnings á fisk- eldisafurðum og á hátæknibúnaði fyrir sjávarútveg og matvælafram- leiðslu. Sú þróun er afar jákvæð, enda skýtur aukinn fjölbreytileiki útflutn- ingsgreina sterkari stoðum undir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Ein- hæfni í þeim efnum er ekki af hinu góða.“ Vísar Ásta Björk meðal annars til þess að útflutningur sem fellur undir „aðrar iðnaðarvörur“ í tölum Hag- stofu Íslands hefur aukist úr 9,8 millj- örðum íslenskra króna tímabilið jan- úar til október 2018 í 19,3 milljarða króna á sama tímabili á þessu ári. Þessar vörur eru meðal annars byggðar á lausnum sem unnar hafa verið fyrir íslenskan sjávarútveg en eru nú orðnar sjálfstæðar útflutn- ingsgreinar. Þá hefur útflutningur eldisafurða aukist til muna á árinu, en á fyrstu tíu mánuðum ársins nam hann um 20 milljörðum króna á móti 11 millj- örðum á sama tímabili í fyrra. Er aukningin 90% í krónum talið og 70% án gengisáhrifa. Fiskeldisvörur falla þó ekki undir sjávarafurðir í tölum hagstofunnar heldur undir landbúnaðarvörur. Verðmæti aflans stöðugt meira Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Útflutningstekjur af sjávar- útvegi hafa vaxið mun meira en útflutt magn á síðustu tveimur áratugum. Skýrist það meðal annars af auknum gæðum afurðanna. Morgunblaðið/Hari Meðal annars með auknum fjárfestingum í tækjum og tólum til að hámarka nýtingu afurðarinnar fæst hærra verð fyrir hvern fisk sem kemur að landi. Ásta Björk Sigurðardóttir 10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Heildarafli íslenskra skipa á makrílvertíðinni sem lauk nýverið var 128 þúsund tonn sem er minna en á vertíðinni í fyrra þegar veiddust 136 þúsund tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Vekur athygli að aðeins um 66 þúsund tonn, eða 51,3% aflans, voru veidd í íslenskri lögsögu og 61,7 þúsund tonn á alþjóðlegu hafsvæði NEAFC og 609 tonn í lögsögu Færeyja. Þá segir að það sem af er ári hafi íslensk skip veitt rúm 238 þúsund tonn af kolmunna, en á sama tíma í fyrra var aflinn „talsvert meiri, eða rúmlega 269 þúsund tonn“. Kolmunnaafli á þessari vertíð er að mestu fenginn utan íslenskrar lögsögu, 132 þúsund tonn í lögsögu Færeyja og 102 þúsund tonn í annarri lögsögu. Aðeins um fjögur þúsund tonn voru veidd í íslenskri lögsögu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekki fékkst stórt hlutfall af makríl úr íslenskri lögsögu á vertíðinni. Aðeins helmingur úr íslenskri lögsögu Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Í húsinu hefur verið rekið þjónustumiðstöð, veitingar- og sýningarstarfsemi. Fasteignin er ekki í rekstri í dag. Stærð fasteignar er 835,7 fm. Stærð lóðar er 11.186 fm. Fyrir liggja teikning af 70 herbergja hóteli og samþykkt deiluskipulag. Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangi.is eða í síma 820 6355. Veitingarými - salir – gistirými Tækifæri til frekari uppbyggingar á gistimöguleikum á svæðinu TIL SÖLU EÐA LEIGU HELLNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.