Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 13SJÓNARHÓLL
You Are: How To Create Your Bus-
iness Culture.
Að skapa góða vinnustaðamenn-
ingu er heljarinnar áskorun – meira
að segja hjá sprotafyrirtæki þar sem
byrjað er frá grunni með alveg hrein-
an skjöld. Höfundi þykir það glap-
ræði að ætla að láta
tilviljun ráða hvernig
menning verður til hjá
fyrirtæki og lítur svo
á að stór hluti af
skyldum stjórnenda
sé að beina menning-
unni á rétta braut.
Horowitz leitar
fanga í aðferðum
manna á borð við To-
ussaint Louverture,
Genghis Khan og
fangelsismála-
frömuðinn Shaka
Senghor, auk þess að
gefa dæmi úr banda-
rísku sprotalífi. Eðlilega eru dæmin
mörg hver víti til varnaðar, eins og
hvernig Travis Kalanic tókst að skapa
mjög kröftugan samkeppnisanda hjá
Uber, en gleymdi að tryggja að
starfsfólk héldi sig innan ákveðinna
siðferðismarka í allri kappseminni.
ai@mbl.is
BÓKIN
Ben Horowitz hefur betri innsýn en
flestir í rekstur margra merkilegustu
sprotafyrirtækja Kísildals. Hann er
annar stofnenda fjárfestingarsjóðsins
Andreesen Horowitz en sjóðurinn
hefur stórgrætt á
fjárfestingum í
fyrirtækjum á borð
við Skype, Face-
book, Groupon,
Twitter, GitHub,
Airbnb og Lyft.
Listinn er langur og
þykir það ekki lítill
gæðastimpill fyrir
sprota að hafa And-
reesen Horowitz í
hópi fjárfesta.
Í nýrri bók skoðar
Horowitz hvað það
er sem stuðlar að
slæmri og góðri
vinnustaðamenningu og byggir þar á
því sem hann hefur séð gerast með
eigin augum í sprotaheiminum, en
vísar líka til dæma úr mannkynssög-
unni um leiðtoga sem tókst á hugvit-
samlegan hátt að fylkja fólki á bak við
sig.
Bókin heitir What You Do Is Who
Lykillinn að góðri
menningu á vinnustað
Í settum lögum frá Alþingi er mælt fyrir um reglursem gilda í samskiptum manna í milli sem oggagnvart ríkisvaldinu. Þótt við samningu laga sé
leitast við að hafa lagatexta skýran þá koma iðulega
upp álitamál um það hvaða skilning ber að leggja í
tilgreind lagaákvæði. Ein grunnstoða aðferðafræði
lögfræðinnar eru lögskýringarfræðin, en þau hafa
það markmið að ákvarða hvað felst í raun og veru í
texta settra laga og marka inntak þeirra.
Þegar leitast er við að afmarka inntak lagaákvæðis
er upphafspunkturinn
ávallt orðalag þess. Önnur
atriði geta þó komið til
skoðunar þegar leitast er
við að túlka lagaákvæði,
svo sem umfjöllun sem
finna má í athugasemdum
með frumvarpi til laga.
Að lokinni athugun á
gögnum og upplýsingum
sem geta komið að notum
við túlkun laga þarf svo
að taka afstöðu til þess
hvort tilgreint tilvik falli
undir lagaákvæði eða
ekki. Dæmi má nefna um það að í lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga var áður mælt fyrir um það að
svonefnd „sæluhús“ væru undanþegin fasteigna-
skatti. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 154/1997 var
deilt um það hvort gistiskáli Ferðafélags Íslands á
hálendinu teldist sæluhús þannig að hann væri und-
anþeginn álagningu fasteignaskatts. Hæstiréttur
komst að þeirri niðurstöðu í dómi sínum að sæluhús
væru hús eða skýli sem gegndu því meginhlutverki
að þeir sem lentu í hrakningum á ferð um landið
gætu þar leitað skjóls. Þar sem umræddur gistiskáli
hafði fyrst og fremst það hlutverk að hýsa ein-
staklinga í skipulögðum ferðum um landið var hann
ekki talinn falla undir hugtakið sæluhús og því and-
lag fasteignaskatts.
Almennt er sá túlkunarkostur lagður til grundvall-
ar að lagaákvæði er skýrt samkvæmt orðanna hljóð-
an, þ.e. í samræmi við almenna málvenju. Á vissum
réttarsviðum er ríkari tilhneiging til þess að skýra
lagaákvæði þrengjandi, sem felur það í sér að efni
lagaákvæðis fær eftir atvikum þrengra inntak en
ætla mætti samkvæmt almennri málvenju. Í fræði-
skrifum hefur meðal annars verið vísað til þess að
slík lögskýringarleið komi til skoðunar þegar íþyngj-
andi kvaðir eru lagðar á herðar borgaranna, svo sem
á sviði refsiréttar og skattaréttar.
Hvað skattalöggjöf áhrærir
þá verður þó ekki í öllum til-
vikum fundin fyrir því stoð að
skýra beri skattalöggjöf
þröngt. Í því samhengi má
nefna að lög um tekjuskatt
leggja skatt á „tekjur“, en það
hugtak er samkvæmt löggjöf-
inni útlistað með rúmum
hætti, sbr. 7. gr. laganna.
Sömu sögu er að segja um lög
um virðisaukaskatt, en virð-
isaukaskattur er lagður á allar
vörur, vinnu og þjónustu, sbr.
2. gr. laganna.
Í tilvikum af þessum toga verða skattalög sjaldnast
túlkuð þröngt, jafnvel þótt slík niðurstaða væri borg-
urunum í hag. Fremur má ætla, þegar reynir á túlk-
un slíkra laga, að undantekningar frá skattskyldu-
sviði þeirra sæti þrengjandi túlkun.
Eitt sjónarmið sem styður það að skattalög af um-
ræddum toga sæti ekki þröngri skýringu er jafnræði
borgaranna. Rauður þráður í beitingu skattalaga er
sá að einstaklingar og lögaðilar geti ekki með ráð-
stöfunum sín í milli breytt eðli gernings þannig að
þeir komist undan skattskyldu meðan aðrir aðilar í
efnislega sambærilegri stöðu greiða skattinn. Þegar
skattskyldusvið laga er mjög afmarkað getur á hinn
bóginn frekar verið tilefni til þröngrar lögskýringar
ríki vafi um það hvort tiltekið tilvik falli undir gild-
issvið laganna.
Nokkur orð um
túlkun skattalaga
LÖGFRÆÐI
Sindri M. Stephensen
lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
”
Á vissum réttarsviðum er
ríkari tilhneiging til þess að
skýra lagaákvæði þrengj-
andi, sem felur það í sér að
efni lagaákvæðis fær eftir
atvikum þrengra inntak en
ætla mætti samkvæmt al-
mennri málvenju.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar