Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ICEAIR
-11,88%
7,49
SYN
+0,96%
31,6
S&P 500 NASDAQ
+1,17%
8.818,919
+0,82%
3.194,67
+3,35%
7.517,15
FTSE 100 NIKKEI 225
18.6.‘19 18.6.‘1917.12.‘19
1.600
80
1.767,0
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
65,91
+2,74%
24.066,12
62,14
40
2.000
17.12.‘19
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
1.781,0
Í frétt í breska blaðinu Daily Tele-
graph á dögunum segir að uppgangur
sé í útgáfu borðspila, einkum vegna
þess að höfundar slíkra spila geta nú
leitað til söfnunarvefsíðna eins og
Kickstarter til að hrinda hugmyndum
sínum í framkvæmd. Í sömu frétt
segir að búist sé við að borðspila-
markaðurinn í Bretlandi muni vaxa
um tíu prósent á næstu fimm árum,
eftir því sem aðstandendur barna
hvetji þau í auknum mæli til að taka
sér pásu frá síma og tölvu.
Á sama við hér á landi
Svanhildur Eva Stefánsdóttir, ann-
ar eigenda spilaverslunarinnar Spila-
vina í Bláu húsunum í Faxafeni, segir
að það sama eigi við hér á landi og í
Bretlandi. Söfnunarvefsíður, eins og
Karolina Fund hér á Íslandi, geri
spilahönnuðum auðveldara fyrir að
koma með ný spil á markaðinn. Til
dæmis hafi nokkur ný spil eins og
Lortur í lauginni, Talnastuð og
Kommentakerfið 2 nýtt sér þá fjár-
mögnunarleið. „Annars hefur notkun
borðspila aukist heilmikið. Fólk hrífst
af félagslega þættinum við þau, sem
ekki fæst alltaf í sama mæli í tölvu-
leikjum. Það sem er vinsælast í
borðspilunum eru þessi samvinnuspil.
Þar má nefna spil eins og Krumma-
spilið, þar sem allir vinna saman að
því að tína ávextina af trjánum áður
en krummi nær þeim öllum.“
Svanhildur nefnir einnig partí-
samvinnuspilið Just One sem var val-
ið spil ársins í Þýskalandi 2019. „Í
þessum flokki spila er mest aukning í
barnaspilunum, sem ég er mjög
ánægð með. Borðspilin draga líka for-
eldrana úr símanum til að spila með
börnunum.“
Svanhildur segir að margir spila-
hönnuðir leiti til Spilavina eftir leið-
sögn og ráðgjöf í hönnunarferlinu.
Hún segir aðspurð að jólasalan
gangi vel. „Við erum á góðri siglingu.
Þetta eru þrettándu jólin okkar og við
undirbúum okkur vel svo nóg sé til
handa öllum.“
Sigursteinn J. Gunnarsson leikja-
hönnuður segir að sögulega séð hafi
Íslendingar gjarnan farið af stað fyrir
jólin til að búa til „jólaspilið í ár“ með
misjöfnum árangri. „Það hefur verið
jákvæð þróun undanfarið í þá átt að
fólk gefur sér meiri tíma í undirbún-
ing og leitar þá til sérfræðinga eins
og mín eftir ráðgjöf,“ segir Sigur-
steinn.
Hann segir að áður fyrr hafi verið
vinsælt að setja auglýsingar í spilin
og fjármagna þau þannig. Nú noti
fólk gjarnan Karolina fund. „Útvegs-
spilið, sem ég hef heyrt að sé sölu-
hæsta spil Íslandssögunnar, með 30
þúsund eintök seld, var t.d. með aug-
lýsingar í spilinu.“
Sigursteinn segir að það sé nokkuð
kostnaðarsamt að gera spil. „Þetta er
ekki mjög gróðavænlegt á litlum
markaði eins og Ísland er.“
Hann segir að mikil þróun hafi orð-
ið í spilum á síðustu tíu árum. „Spil
eru farin að taka styttri tíma og vera
fjölskylduvænni. Maður klárar flest
spil núna á 15-45 mínútum.“
Spilið seldist upp
Óli Gneisti Sóleyjarson er höf-
undur partíspilsins Kommentakerf-
isins og nú Kommentakerfisins 2,
sem bæði hafa notið vinsælda.
„Kommentakerfið kom út fyrir fjór-
um árum og seldist upp. Nú er komin
út ný útgáfa,“ segir Óli í samtali við
ViðskiptaMoggann.
Hann segist hafa safnað fyrir fyrra
spilinu á Karolina Fund, sjö þúsund
evrum, en bjóði nú upp á forsölu á
seinna spilinu á sama vettvangi.
Fyrra spilið var prentað á Íslandi,
hitt í Kína. Hann segir að þumal-
puttareglan fyrir íslenska markaðinn
sé að búa til 1.500 eintök.
Tvö önnur spil Óla Gneista hafa
einnig selst vel og fleiri eru á leiðinni
að hans sögn.
1.500 spil þumalputtaregla
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Foreldrar, ömmur og afar
kaupa í auknum mæli
borðspil handa börnum og
gefa þeim þannig frí frá
tölvuleikjum og síma.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kommentakerfið er dæmi um íslenskt spil sem náði góðri sölu. Ný útgáfa, Kommentakerfið 2, kom út fyrir þessi jól.
GREIÐSLUMIÐLUN
Í nýjum tölum um heildarveltu inn-
lendra greiðslukorta, sem birtar
voru í gær á vef Seðlabanka Íslands,
kemur fram að heildarvelta þeirra
hafi numið 89,7 milljörðum króna í
nóvember 2019, sem er 2,7% lækkun
milli mánaða en 2,9% aukning frá
sama tíma árið áður.
Í tölunum kemur fram að velta
debetkorta hafi numið 43,6 millj-
örðum króna sem er 2,6% aukning
milli ára.
Velta kreditkorta nam samkvæmt
Seðlabankanum 46,1 milljarði króna,
sem er 3,2% hækkun frá sama tíma
árið áður.
Ennfremur kemur fram í tölunum
að heildarvelta erlendra greiðslu-
korta á Íslandi í nóvember 2019 hafi
numið 13,4 milljörðum króna, sem
jafngildir 14,4% lækkun milli ára.
Morgunblaðið/Hari
Innlend kortavelta eykst milli ára en
erlend kortavelta dregst saman.
Greiðslu-
kortavelta
89,7 millj-
arðar
VERSLUN
Um 100 þúsund manns munu hafa
heimsótt verslun Lindex í Kaup-
mannahöfn, sem er til húsa í versl-
unarmiðstöðinni Field’s, þegar árið
verður um garð gengið að sögn Al-
berts Þórs Magnússonar, sem er
leyfishafi fyrir verslunina í Dan-
mörku og á Íslandi ásamt Lóu Dag-
björtu Kristjánsdóttur. Þau hjónin
opnuðu verslun Lindex í Danmörku í
byrjun október og gera áætlanir
þeirra ráð fyrir að verslunin muni
skila hagnaði á fyrsta heila starfs-
árinu.
„Miðað við framganginn gerum
við ráð fyrir að fjárfesting okkar
skili sér á u.þ.b. tveimur til þremur
árum sem verður að teljast nokkuð
gott miðað við hvað þetta var um-
fangsmikið verkefni,“ segir Albert í
samtali við ViðskiptaMoggann. Opn-
un verslunar Lindex í Field’s vakti
afar mikla athygli og því var ráðist
fyrr en ætlað var í að opna vefversl-
un Lindex í Danmörku. Spurður
hvort áætlanir geri ráð fyrir opnun
fleiri verslana á næstunni í Dan-
mörku segir Albert: „Sé þetta sett í
samhengi við Ísland liðu næstum tvö
ár milli opnunarinnar í Smáralind og
í Kringlunni þannig að við erum
langt á undan áætlun ef svo má að
orði komast með opnun netversl-
unarinnar, einungis rúmum mánuði
eftir opnunina í Field’s. Við ætlum
okkur því ekki að fara fram úr okkur
og viljum velja rétt úr þeim tækifær-
um sem hafa birst eftir eins árang-
ursríka opnun og raun ber vitni,“
segir Albert.
Að hans sögn verða tekjurnar í ár
svipaðar og í fyrra en rekstrarniður-
staðan betri. Hagnaður Lindex nam
44,5 milljónum króna í fyrra og
rekstrartekjurnar 1,4 milljörðum
samkvæmt ársreikningi.
peturh@mbl.is
100 þúsund í Lindex í
Danmörku fyrir árslok
14 þúsund manns heimsóttu versl-
unina í Field’s fyrstu helgina.