Fréttablaðið - 30.12.2002, Side 2

Fréttablaðið - 30.12.2002, Side 2
2 30. desember 2002 MÁNUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR „Það er staðreynd að það er ekki hægt að gera kvótalausu bátana út. Það er ekki hægt að kaupa kvóta og fara síðan eftir kjara- samningum,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands. Á aðalfundi félagsins um helgina var skorað á stjórnvöld að stöðva framsal til kvótalausra og kvótalítilla útgerða. Helgi segir reksturinn koma niður á þeim sjó- mönnum sem vinna hjá út- gerðunum. „Þessi fyrir- tæki eru að fara á höfuðið og gera ekki upp við mannskapinn. Svo sprettur þetta upp aftur undir nýrri kennitölu, hringur- inn byrjar aftur og allir tapa,“ segir Helgi. „Það er töluvert af innheimtu- málum hjá okkar lög- mönnum vegna þessa. En þessum skipum er að fækka ört til allrar guðs lukku.“ Sjómannasamtökin og LÍÚ hafa lagt til við stjórnvöld að útgerðir geti ekki leigt til sín meiri kvóta en sem nemur því sem þær eiga fyrir. Helgi segir að þó ekki hafi verið pólitískur vilji fyrir hendi til að hrinda þessu í fram- kvæmd sé full ástæða til að halda umræðunni áfram og þrýsta á um úrbætur. ■ Vélstjórafélag Íslands: Vill kvótalausu útgerðirnar feigar HELGI LAXDAL Segir kvótalitlu og kvótalausu útgerðirnar standa ekki undir sér. Þær skaði sjómennina og þjóðfélagið. Í MIÐBORG STOKKHÓLMS Björn Philblad lögreglumaður ræðir við blaðamenn. Gíslatökumaðurinn var með gervibyssu og sprengjubelti, sem innihélt engar sprengjur. Gíslataka í Stokkhólmi: Tvær konur teknar í gíslingu STOKKHÓLMUR, AP Rússneskumæl- andi maður tók á laugardagskvöld- ið tvær konur í gíslingu á aðallest- arstöðinni í Stokkhólmi. Hann hélt því fram að hann væri með sprengjur innanklæða. Lögreglan handtók manninn í gær. Kom þá í ljós að hann var ekki með neinar sprengjur. Hann var einnig með gervibyssu. Konurnar tvær voru að vinna í gjaldeyrisverslun á járnbrautar- stöðinni seint á laugardagskvöld þegar maðurinn tók þær í gíslingu. Lögreglan segir að hann hafi gert misheppnaða ránstilraun áður en hann tók konurnar í gíslingu. ■ AP /M YN D ÁRAMÓT Gert er ráð fyrir að veður verði aðgerðalítið yfir áramótin og með hentugra móti til útiveru og flugeldaskota. Veðurstofan spáir að á gamlárs- dag verði fremur hæg austlæg gola víða um land. Við suður- ströndina verður vindhraði þó öllu meiri, eða 8-13 metrar á sekúndu. Skýjað verður með köflum og þurrt að mestu norðan heiða en víða lítilsháttar súld eða rigning sunnanlands og austan. Fyrir norð- an verður frost á bilinu 0 til 7 stig. Annars staðar verður hins vegar 0 til 6 stigi hiti. Á nýársdag kólnar og frost verður 1 til 10 stig inn til landsins. Búast má við éljum á Austurlandi og á Suðausturlandi en björtu veðri í öðrum landshlutum. Vindur verður áfram hægur af austri. Spáð er sama veðri 2. janúar. Næstu dagana þar á eftir verð- ur vindur úr breytilegum áttum eða suðaustri. Él verða við strönd- ina sunnanlands en víða bjart veð- ur annars staðar. ■ Áramótaveður: Golu spáð á gamlárskvöld AUSTURVÖLLUR Á annan í jólum minnti Austurvöllur í Reykjavík meira á 17. júní en jólahald. Óslóartréð bjargaði þó jólastemningunni fyrir horn. VIÐ RÚSTIR BRYGGJUNNAR Lögreglan þurfti að bægja fólki frá strönd- inni vegna þess að margir reyndu að ná sér í minjagripi úr braki bryggjunnar. Sögufræg skemmti- bryggja í Brighton: Hrundi í hafið BRIGHTON, AP Miðhluti sögufrægrar bryggju í Brighton á Englandi hrun- di í sjóinn í gær. Ekkert manntjón varð. Vesturbryggjan í Brighton er 135 ára gömul. Þangað flykktust Bretar á frídögum til þess að njóta afþreyingar. Á bryggjunni var hægt að fara í gönguferðir, kaupa sér ís og gjafavörur og setjast inn á skemmtistaði þar sem voru haldnir tónleikar. Vinsældir slíkra mannvirkja voru í hámarki á fyrri hluta tuttug- ustu aldar. Þá voru um hundrað slík- ar bryggjur í Bretlandi. Um helm- ingur þeirra stendur enn uppi. Viðhald bryggjunnar hafði verið vanrækt árum saman. Nýverið var þó hafist handa við að endurgera bryggjuna, og átti viðgerðin að kosta milljónir punda. ■ Bjarni Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ríkis- sjónvarpsins, sem framleiðir og sýnir samviskusam- lega hið ómissandi Áramótaskaup á hverju gamlárskvöldi. Sú hefð að endursýna skaupið ekki verður ekki rofin í ár. Í gegnum árin hefur þetta verið svona. Á þessu kvöldi eru áhorfendur í öðrum stellingum og höfundar skaupsins leyfa sér að ganga lengra í gríninu en aðra daga. Þess utan fylgir endursýningum nokkur kostnaður. Vera kann að við breyt- um þessu enda er þróunin almennt sú að fjölga endursýningum, eins og gert er með Spaugstofuna og annað efni. SPURNING DAGSINS Af hverju er Áramótaskaupið ekki endursýnt? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SPRENGJUVARGUR Í BÚSTAÐA- HVERFI Lögregla grunar ungan pilt um að hafa í fyrrakvöld sprengt heimatilbúna sprengju sem hann hafði komið fyrir við spennikassa Orkuveitunnar í Ásgarði. Skammt frá, í Giljalandi, sprakk önnur sprengja á svipuðum tíma. Gestir á sveitaballi í Víðihlíð í fjöldaslagsmál- um og leðjuslag: Heim á nær- buxunum LÖGREGLA Mikil fjöldaslagsmál brutust út eftir dansleik hljóm- sveitarinnar Papa í Víðihlíð á föstudagskvöld. Að sögn lögreglu tóku tugir manna þátt í átökunum, sem hófust um nóttina fyrir utan sam- komuhúsið en enduðu í allsherjar drullubaði í nærliggjandi skurði. „Við höfðum ekki undan að reyna að stía mönnum í sundur. En slagsmálin leystust upp fyrir rest því þeim var kalt þegar þeir voru orðnir blautir og drullugir í frostinu. Menn voru ekki stórsár- ir á eftir og það hefur engin kæra verið lögð fram. Þetta var meira hnoð og ekki mikið um fólsku,“ segir lögreglumaður á Blönduósi. Lögreglumaðurinn segir ekki hafa verið um tvær ákveðnar fylkingar að ræða. „Þetta var ein- faldlega gamall ágreiningur og nýr milli manna sem braust svona út,“ segir hann. Nokkrum aðalhetjum úr slags- málunum, sem áttu pantaða sæta- ferð heim, var settur stóllinn fyr- ir dyrnar af rútubílstjóranum. „Hann neitaði að taka upp nokkra slagsmálaseggina af því þeir voru svo drullugir. Þeir urðu að gera svo vel að hátta sig og fara á nær- buxunum í rútuna með óhreinu fötin sín í poka,“ segir lögreglu- maðurinn. ■ Svartsýni í þýsku efnahagslífi Schröder kanslari gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína. Opinberir starfsmenn boða allsherjarverkfall. Verðhækkanir hafa orðið með evrunni. ÞÝSKALAND Ráðamenn í þýsku efnahagslífi eru svartsýnir á horfur næsta árs. Þeim þykir efnahagsstefna ríkisstjórnarinn- ar ekki vænleg til þess að ráða bót á vandanum. Þetta kom fram í skoðana- könnun sem gerð var meðal sam- taka í þýsku viðskiptalífi. Átján þeirra 44 samtaka sem spurð voru sögðust reikna með sam- drætti á næsta ári. Nítján búast við óbreyttu ástandi en aðeins sjö reikna með batnandi hag. Svartsýni á efnahagshorfurn- ar í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikil í áratug. Meðal annars er því um kennt að á árinu hafa atvinnurekendur gert dýra kjarasamninga við launafólk í mörgum greinum. Nú strax eftir áramótin eiga svo að hefjast fyrir alvöru samningavið- ræður við opinbera starfsmenn, sem hóta allsherjarverkfalli ef samningar takast ekki. Verkföll eru sjaldgæf í Þýska- landi. Opinberir starfsmenn þar hafa ekki farið í allsherjarverk- fall frá því árið 1992. Þetta árið hafa hins vegar samningaviðræð- ur gengið hægt, bæði vegna þess að hagur fyrirtækja hefur ekki batnað mikið og vegna þess að launafólk hefur verið staðráðið í að bæta sér upp núna hve launa- hækkanir hafa verið litlar undan- farin ár. Öll spjót standa á Gerhard Schröder kanslara, sem þykir ekki hafa staðið við loforð sín um að bæta efnahagsástandið. Í viðtali sem birtist á föstu- daginn gagnrýndi Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, stefnu Schröders harðlega. Kohl sagði Schröder einnig hafa skað- að ímynd Þýskalands erlendis, ekki síst með loforðum sínum um að Þýskaland ætli ekki að taka þátt í stríði Bandaríkjanna gegn Írak. Almenningur í Þýskalandi er enn fremur sannfærður um að dýrtíð hafi aukist eftir að nýr gjaldmiðill, evran, var tekinn upp. Wim Duisenberg, seðlabanka- stjóri Evrópusambandsins, við- urkenndi þetta í viðtali við belg- íska dagblaðið De Financieel- Economische Tijd. Duisenberg segir þar að „viss- ar verðhækkanir“ hafi orðið í kjölfar þess að evran var inn- leidd. Hann og aðrir ráðamenn í Evrópusambandinu hafi hins vegar verið tregir til að horfast í augu við það. „Við hefðum einfaldlega átt að vera heiðarlegri,“ sagði Duisen- berg. ■ KANSLARINN LÍTUR Á KLUKKUNA Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, þykir ekki hafa staðið sig vel í efnahagsmálum. Al- menn svartsýni ríkir á efnahagshorfurnar þar í landi. AP /M AR KU S SC H R EI B ER LÖGREGLUFRÉTTIR 40 manna innbrot: Gleðskapur á Höfn LÖGREGLUMÁL Um fjörutíu manns gerðu sér lítið fyrir eftir dansleik aðfaranótt sunnudags á Höfn í Hornafirði og brutust inn í hús framsóknarmanna og héldu þar gleðskap. Lögreglan stöðvaði teitið um kl. 5 um nóttina og var húsið illa farið eftir lætin. Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir fyrir skemmdarverk eftir að húsið var rýmt og látnir gista í fangageymslunni til há- degis. Þeir höfðu skemmt bíl, kastað blómapottum og eyðilagt jólaskreytingu við Vélsmiðju Hornafjarðar. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.