Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Ódýrasti rafbíllinn 260 km drægni Nýr e-up! Verð frá 2.990.000 kr Frumsýndur 11. janúar GEIRFINNSMÁL Búast má við að bætur verði greiddar úr ríkissjóði síðar í þessum mánuði á grundvelli nýsamþykktra laga um slíka heim- ild vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem kveðinn var upp í fyrra. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið af laði hjá forsætis- ráðuneytinu var rætt við þá sem njóta eiga laganna strax í kjölfar samþykktar þeirra á Alþingi hinn 4. desember síðastliðinn. Á grund- velli þeirra samtala fengu viðkom- andi bréf frá stjórnvöldum og var þeim veittur frestur til 10. janúar til að gera athugasemdir við áætl- aðar fjárhæðir bóta. Að þeim fresti liðnum verði bætur greiddar út á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar, nema athugasemdir kalli á sérstaka endurskoðun ákvörðunar. Samkvæmt lögunum verða bætur greiddar til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi og til maka og barna hinna tveggja látnu. Miðað verður við þær fjárhæðir sem fram koma í lagafrumvarpinu og voru til umræðu í viðræðum sáttanefndar og síðar setts ríkislögmanns við aðila málsins áður en viðræðum lauk. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir bótum frá 15 til 224 milljóna til hvers og eins en ekki er þó útilokað að fjárhæðirnar taki einhverjum breytingum. Gert er ráð fyrir því að bæturnar verði skattfrjálsar og skerði ekki bætur almannatrygginga eða sam- bærilegar greiðslur. Eins og fram kemur í lögunum kemur greiðsla bóta á grundvelli þeirra ekki í veg fyrir að bótaþegar geti höfðað sérstakt bótamál fyrir dómstólum til heimtingar frekari bóta. Enn sem komið er hefur Guð- jón Skarphéðinsson einn málsaðila stefnt ríkinu til heimtingar bóta. – aá Bætur greiddar síðar í þessum mánuði Hundruð milljóna verða greidd í miskabætur úr ríkissjóði vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála síðar í janúar. Bæturnar verða greiddar út á grundvelli nýsamþykktra laga. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirhugaðar fjárhæðir rennur út í lok næstu viku. Albert Klahn Skaftason 15 milljónir Guðjón Skarphéðinsson 145 milljónir Kristján Viðar Júlíusson 204 milljónir Tryggvi Rúnar Leifsson 171 milljón Sævar Marinó Ciesielski 224 milljónir Samtals 759 milljónir ✿ Fjárhæðir bótanna Miðað verður við fjárhæðir sem getið er í frumvarpi forsætisráð- herra en þær gætu þó breyst. Í það minnsta átján manns hafa látist og hálfur milljarður dýra drepist í skógareldum sem geisað hafa í Ástralíu síðan í september. Erfiðlega gengur að slökkva eldana og talið er að eldar logi nú á um 200 stöðum í landinu. Fylkisstjóri Nýja Suður-Wales hefur lýst yfir sjö daga neyðarástandi en búist er við miklum hita og roki í landinu á morgun. Sjá síðu 6 NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.