Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 24
LEIKHÚS Meistarinn og Margaríta Þjóðleikhúsið Höfundur skáldsögu: Mikhaíl Búlgakov Leikgerð: Niklas Rådström Leikstjórn og þýðing leikgerðar: Hilmar Jónsson Leikarar: Stefán Hallur Stefáns- son, Birgitta Birgisdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Ebba Katrín Finns- dóttir, Oddur Júlíusson, María Thelma Smáradóttir, Bjarni Snæ- björnsson, Björn Ingi Hilmarsson, Pálmi Gestsson, Hákon Jóhannes- son, Þórey Birgisdóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson og Edda Björgvinsdóttir Leikmynd: Sigríður Sunna Reynis- dóttir Búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Valgeir Sigurðsson Sviðshreyfingar: Chantelle Carey Hljóðmynd: Valgeir Sigurðsson, Aron Örn Arnarsson og Kristinn Gauti Einarsson Leikgervi: Tinna Ingimarsdóttir Ráðgjöf við töfrabrögð: Dirk Losander Einn venjulegan veðurdag í Moskvu birtist dularfullur maður að nafni Woland í föruneyti með óheilagri þrenningu. Fljótlega fer allt úr böndunum í borginni. Rússneska skáldsagan Meistar- inn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov er eitt af stórverkum tutt- ugustu aldarinnar. Sagan spannar árþúsund og fjallar í senn um skáld- skap, mannlega bresti og kött sem hent er út úr sporvagni. Jólasýning Þjóðleikhússins, í leikgerð Niklas Rådström og leikstjórn Hilmars Jónssonar sem einnig þýðir, var frumsýnd á annan í jólum. Í heimi Búlgakovs eru raunveru- leikinn, trúin og skáldskapurinn ekki aðskilin heldur sullast saman í súrrealískan skúlptúr þar sem tíminn er ekki línulegur heldur krosssaumur af atvikum, smáum og stórum, sem öll tengjast. Víddir tilverunnar eru óendanlegar, skar- ast stöðugt og táknmyndir er ekki bara að finna í bókmenntum heldur sprelllifandi í samfélaginu. Ekki er vænlegt eða jafnvel gerlegt að fara nánar í saumana á söguþræðinum en í stuttu máli hverfist framvindan um að afhjúpa tvöfeldni borgara- stéttarinnar og leitina að sann- leikanum bæði fyrir þá lifandi og dauðu, ef slíkt er til. Fimmtán leikarar mynda leik- hópinn, samansettan af reynslu- miklum leikurum og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það er alltaf spennandi blanda og margir þurfa að leika fjölmargar persónur. Sigurður Sigurjónsson fer fyrir f lokknum í hlutverki Wolands sem hann leikur af öryggi en blæbrigðin eru fá, þannig verða hans djöful- legu verk fremur einsleit þegar líða tekur á. Ebba Katrín Finnsdóttir heldur áfram sinni góðu fram- göngu og í hennar höndum er kór- stjórinn Korovév bæði ögrandi og ógnandi. Oddur Júlíusson leikur köttinn Behemot með miklum til- þrifum en of miklum látalátum. María Thelma Smáradóttir lokar hring hinnar óheilögu þrenningar en hin þögla og undarlega Hella fær hvorki margar línur né afgerandi hlutskipti og hverfur þannig í per- sónugalleríinu. Stefán Hallur Stefánsson fer með tvö lykilhlutverk, annars vegar Jesúa Ha-Notsri og Meistarann hins vegar. Hlutverkin tvö nálgast hann þannig að persónurnar séu aftengd- ir hugsjónamenn. Hugmyndin virkar en ástríðuna vantar og upp- gjöfin litar báða mennina of mikið. Ástin í lífi Meistarans er Margaríta, leikin af Birgittu Birgisdóttur, sem kastar af sér hlekkjum samfélags- ins og yfirgefur tilfinningasnautt hjónaband til að finna hamingjuna. Leikgerðin er Birgittu til ama því þrúgandi heimilisaðstæðunum er ekki komið nægilega vel til skila, né persónu Margarítu, og þannig verður ferðalag karakters ins óljóst. Bjar ni Snæbjör nsson leik ur skáldið Ivan Bésdomní sem ruglast alveg í ríminu eftir fund sinn við Woland. Hann er sakleysið uppmál- að og leitar mikið í húmorinn en gerir Bésdomní helst til of einfeldn- ingslegan. Björn Ingi Hilmarsson finnur sína bestu fjöl sem aulalega skrifstofublókin Nik olaj Ívano- vítsj. Pálmi Gestsson og Þröstur Leó Gunnarsson, sem Pontíus Pílatus og Kaífas, sýna okkur hvernig hægt er að framkalla heila ævi á örfáum augnablikum. Hákon Jóhannesson vinnur á sem uppáþrengjandi ritari Jesú, Leví Matteus, en því miður hverfur Edda Björgvinsdóttir alveg í ringulreiðinni. Gaman er að sjá nýútskrifaða leikara fá tækifæri til að spreyta sig á fjölbreyttum hlut- verkum í sýningunni. Þórey Birgis- dóttir, Gunnar Smári Jóhannesson og Hildur Vala Baldursdóttir vinna vel úr því sem fyrir þau er lagt. Von- andi fá þau tækifæri til að halda áfram að þroskast á sviði. Sviðsetning á slíkum texta sem Meistarinn og Margaríta er, felur ekki einungis í sér að sauma saman mismunandi atriði heldur að fram- setja túlkun leikstjórans á leik- verkinu sem liggur fyrir. Túlkun Hilmars Jónssonar er yfirborðs- kennd og skortir heildarsýn. Hóp- senurnar eru tættar; bæði dans- leikur hinna dæmdu og sérstaklega leiksýning Wolands í f jölleika- húsinu þar sem töframaðurinn ábúðarfulli sviptir hulunni af tví- skinnungshætti áhorfenda sinna. Umbreyting Margarítu í norn, sem snýr allri sögunni á hvolf og líka lífi Margarítu, skortir leikhústöfrana til að setja sýninguna í f luggírinn. Atriðum er ekki gefið tóm til að blómstra í fyllingu tímans, frekar er lögð áhersla á hraða, æsing og glundroða. Leikhústöfrarnir koma helst úr hatti Dirks Losander sem gefur áhorfendum örmynd af mögu- leikum textans, í honum leynist nefnilega alvöru galdur. Leik- myndin, hönnuð af Sigríði Sunnu Reynisdóttur, er hvorki hér né þar, smíðuð til að henta hverju og einu atriði fremur en að hnýta sýning- una saman. Eva Signý Berger sér um búningana af listfengi og fyllir tóm- legheitin litadýrð. Þar ber helst að nefna jakkaföt Korovévs en útfærsl- una á kettinum Behemot hefði mátt leysa betur. Leikgervi Tinnu Ingimundardóttur eru sömuleiðis verulega vel unnin. Halldór Örn Óskarsson slær smiðshöggið við að reyna að brúa bilið á milli vídd- anna sem fæðast á sviðinu með fan- tafínni lýsingu. Hlutverk djöfulsins er ekki að refsa heldur að af hjúpa syndir mannkynsins. Af nægu er að taka í íslensku samfélagi og því er Meistarinn og Margaríta svo sann- arlega saga fyrir okkar tíma. En dæmisaga Búlgakovs þarf áræðni í ásetningi og túlkun af hálfu leik- stjóra, hana skortir hér. Hægt er að kafa miklu dýpra í þennan magn- aða texta þar sem baráttan á milli góðs og ills er ekki eins klippt og skorin og virðist í fyrstu. Hér er á ferðinni útfærsla full af ærsla- gangi og látalátum en það er ekki fyrr en í bláendann sem sýningin snertir á einhverju yfirskilvitlegu. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Stórkostleg saga en skortir afgerandi túlkun leikstjórans. Á milli himins, jarðar og helvítis „Baráttan á milli góðs og ills er ekki eins klippt og skorin og virðist í fyrstu,“ segir í dómnum. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON Feðginin Guðrún Nielsen og Ólafur W. Nielsen opna ljós-myndasýninguna Auðn í Gall- ery Grásteini að Skólavörðustíg 4 á morgun, 4. janúar. Sumarið 2019 fóru þau feðgin á gamlar slóðir á Tungnaáröræfum og í Jökulheimum þar sem Guðrún safnaði saman myndefni í ljós- myndaseríuna Auðn. Inn í þá seríu blandast persónulegar minningar frá slóðum sem hún þekkti fyrrum, saga landsins og óútreiknanleg náttúruöflin, að hennar sögn. „Nú hefur hvítur jökullinn hopað og breiður af svörtum sandi og auðn tekið við,“ segir hún. Nú hefur hvítur jökullinn hopað og breiður af svörtum sandi og auðn tekið við Snjóbíll í jökulsprungu – eitt af samklippiverkum Guðrúnar. Áning leitarhóps vegna hvarfs tveggja jöklarannsóknarmanna á Vatnajökli 1953. MYND/ÓLAFUR NIELSEN Fortíðin er ljóslifandi í myndum Ólafs, þær elstu eru teknar fyrir um 70 árum, því hann hefur tekið myndir á Vatnajökli frá 1950. Ólaf- ur er húsgagnasmiður og einn af stofnendum Jöklarannsóknafélags Íslands og Flugbjörgunarsveitar- innar í Reykjavík. Guðrún er myndhöggvari og er með vinnustofur í Reykjavík og Englandi. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlegum samkeppnum og sýningum frá 1989 og unnið til margvíslegra verðlauna. Nokkrar myndir úr Auðnar-seríu hennar voru sýndar í september síðast- liðnum í Le Marais í París. – gun 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.