Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Ferill þungarokkssveitar-innar Skálmaldar hefur verið glæstur svo ekki sé meira sagt. Á tíu árum hefur hljómsveitin gefið út sex plötur, sett upp tón- leikasýningu í Borgarleikhúsinu, tvisvar leikið með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í Hörpu (2013 og 2018) og farið í fjölmargar tónleikaferðir um Evrópu þvera og endilanga. Nú hefur hljómsveitin ákveðið að taka sér hlé um óákveðinn tíma. Aðdragandinn að enda- lokunum hefur verið langur. „Við tilkynntum þetta í september og viðbrögðin hafa verið sterk,“ segir Þráinn. „Fólk stoppar mann í búðum og biður okkur að hætta ekki. En þessi pása er nauðsynleg því við erum búnir að vera á fullu í tíu ár og nú er kominn tími til að sinna fjölskyldunum okkar og öðru í lífinu.“ Hljómsveitin hélt þrenna lokatónleika fyrir stappfullu Gamla bíói á vetrarsól- stöðum og það var að sögn Þráins mögnuð upplifun. „Fyrstu tónleik- arnir gengu rosalega vel, á næstu fékk ég rykkorn í augað og stóð agndofa og horfði á fólkið. En svo voru síðustu tónleikarnir eitthvað svo fullkomnir, orkan í salnum, orkan hjá okkur, það var ekkert sem ég hefði getað bent á og sagt: Þetta hefði átt að vera öðruvísi! Ég hélt að ég yrði kannski eyðilagður á eftir en tilfinningin var bara: Nú er þetta búið í bili, komin tíu ár og gæti ekki endað betur.“ Alls ekkert drama Hann þvertekur fyrir að pásan sé tilkomin vegna ósættis eða annarra dramatískra viðburða. „Þegar við fórum í fyrsta tónleika- ferðalagið okkar hétum við því að það fengi ekkert að eyðileggja þetta fyrir okkur. Við myndum alltaf láta þetta ganga, þó einhver einn yrði pirraður eða tveimur sinnaðist eitthvað og það hefur haldist,“ segir hann. „Það sem var að frústrera okkur núna var að vera svona lengi frá fjölskyldunum okkar því eftir því sem betur gengur verða túrarnir lengri og fjarveran meiri. Við erum auðvitað mjög þakklátir fyrir velgengnina og þetta er búið að vera æðislega gaman en við höfum til dæmis flestir eignast börn á þessum tíu árum sem við missum af á löngum tímabilum og enginn okkar er sátt- ur við það. Svo við ákváðum að nú væri kominn tími til að fagna því sem við höfum náð að gera, skoða myndirnar og rifja upp staðina og upplifanirnar sem stundum var ekki tími til að vinna úr. Dagskráin á tónleikaferðalögum er alltaf mjög þétt og ég tek stundum sem dæmi að þó við höfum spilað átta sinnum í París hef ég aldrei farið í Eiffelturninn.“ Þægilegt líf á þungarokksferðalagi Hann viðurkennir að líf þunga- rokkara á tónleikaferðalagi geti oft verið ansi þægilegt. „Þú ferð út úr raunveruleikanum og inn í eitt- hvert ævintýri þar sem er séð fyrir öllum þínum þörfum og þú þarft bara að borða, sofa og spila fyrir fólk sem elskar það sem þú ert að gera. Og svo hringirðu heim og þá eru raunveruleg vandamál, bíllinn bilaður eða einhver með gubbu- pest og þú í Rúmeníu og getur ekkert gert.“ Skilin milli ævintýris og raun- veruleika hafi oft verið ansi skörp. „Fyrst þegar við vorum að byrja að túra þá var ég tónlistarkenn- ari og umsjónarkennari í Norð- lingaskóla og ég man eftir einu skipti þegar við klárum magnaða tónleika í Austurríki á sunnudags- kvöldi, fórum beint út á f lugvöll og vorum mættir heim eldsnemma á mánudagsmorgni. Ég átti að byrja að kenna klukkan tíu og ætlaði að undirbúa kennsluna en svo voru forföll í fyrsta bekk svo ég var farinn að kenna sex ára börnum að draga til stafs, bara nokkrum klukkutímum eftir að ég hafði verið rokkstjarna á tónleika- ferð í útlöndum,“ segir Þráinn og bætir við: „Við höfum alltaf þurft að vinna dagvinnu meðfram því að vera í hljómsveit og það hefur haldið okkur á jörðinni auk þess sem við erum duglegir að koma hver öðrum inn í raunveruleikann þegar rokkstjörnustælar skjóta upp kollinum.“ Hljómsveitin frek á tíma Hann segir togstreituna á milli fjölskyldunnar og hljómsveitar- innar hafa aukist eftir því sem velgengnin jókst. „Fjölskyldan á auðvitað að vera númer eitt en hljómsveitin er frek á tíma og athygli og þó konurnar okkar styðji okkur, mæti á tónleika og svoleiðis, þá geta þær aldrei alveg tekið þátt í þessu lífi og það er líka flókið. Við erum sex í hljóm- sveitinni, svo er alls konar fólk sem vinnur fyrir okkur, við erum með skuldbindingu við fjölskyldurnar okkar en líka við það fólk og það verður óhjákvæmilega togstreita. Við erum kannski að reyna að koma í veg fyrir að þetta splundrist með því að taka okkur þetta hlé. Því við erum hvernig nærri hættir. Við eigum efni í nokkrar plötur á teikniborðinu og eigum eftir að túra bæði Bandaríkin, Suður- Ameríku og Japan, höfum sagt nei við slíkum túrum einfaldlega vegna þess hvað þeir taka langan tíma. Eitt af því sem við erum að læra er að segja nei.“ Ein algengasta spurning sem hljómsveitin fær er hvort með- limir séu ekki orðnir ríkir á öllum vinsældunum. „Nei,“ segir Þráinn og hlær. „En það eru ákveðin hlunnindi sem fylgja þessu, ég fæ kannski sendar gítargræjur til að prófa og ýmislegt annað frítt svona. En þegar túrarnir stækka þá stækkar líka umfangið í kringum þetta allt svo þetta eru ekki frá- bærar tekjur, sko. Og við erum allir að vinna annað líka, reyndar með mjög skilningsríka yfirmenn sem betur fer því launin af þessu starfi eru ekki þannig að við gætum verið í því eingöngu.“ Kassagítardjass Nú tekur við Skálmaldarlaust tímabil, hvað ætlar Þráinn Árni af sér að gera? „Ég stofnaði fyrir skömmu tónlistarskólann Tónholt sem er í Norðlingaholti og kenni líka mikið á Skype. Mér finnst svo svaka- lega gaman að kenna en ég þarf að skapa og búa eitthvað til. Áður en Skálmöld varð til var ég alltaf að spila eitthvert popp og þá samdi ég til hliðar fullt af þungarokki sem nýttist vel í Skálmöld. Núna þegar ég er búinn að lifa og hrærast í þungarokki í tíu ár þá leitar sköpunargáfan í annan farveg. Ég sit mjög mikið með kassagítar og á fullt af lögum sem ég kannski geri eitthvað við. Og svo finnst mér gaman að ögra sjálfum mér og er núna að stúdera djassgítar- leik á netinu hjá frábærum hol- lenskum kennara sem heitir Robin Nolan. Það virkar kannski eins og kúvending en þegar grannt er skoðað er margt sameiginlegt með djassi og þungarokki. Ég hef spilað á gítar í þrjátíu ár en svo þegar ég hitti kennara sem er úr allt öðrum heimi þá opnar hann fyrir alls konar gáttir og möguleika.“ Hann segist vera opinn fyrir alls konar spilamennsku. „Ef þú ætlar að vera í tónlist á Íslandi verðurðu að geta spilað allt. Það hefur aðeins dottið upp fyrir hjá mér eftir að Skálmöld tók yfir en um leið og við tilkynntum að við værum að hætta hefur ólíklegasta fólk sett sig í sam- band og viðrað möguleika á sam- starfi. Ég segi samt ekki já við öllu, er að læra að segja nei og hef komist að því að það er ótrúlega erfitt en þroskandi að segja nei við fólk.“ Þráinn fékk svo æskudraum uppfylltan á aðfangadag þegar hann spilaði með Bubba í árlegri heimsókn hans á Litla-Hraun. „Á fyrstu æfingunni var fyrsta lagið Blindsker og það var svo súrreal- ískt að þegar hann byrjaði að syngja þá leit ég til hliðar og fattaði að Bubbi var að syngja og ég var þessi á gítarinn. Algjör draumur að fá að spila með kónginum.“ Á tímamótum er við hæfi að strengja heit og Þráinn gerði það að sjálfsögðu. „Planið er að slaka sem mest á um helgar, vera sem minnst á f lugvöllum, spila með sem flestum skemmtilegum tón- listarmönnnum og senda eitthvað frá mér allt öðruvísi en það sem ég hef verið að gera áður en við í Skálmöld tökum upp þráðinn að nýju.“ Þráinn er hér á sviði með Skálmöld en varla leggur hann gítarinn á hilluna. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Fyrst þegar við vorum að byrja að túra var ég tón- listarkennari og umsjónarkennari í Norðlingaskóla og ég man eftir einu skipti þegar við kláruðum magnaða tónleika í Austurríki á sunnudagskvöldi, förum beint út á flugvöll og vorum mættir heim eld- snemma á mánu- dagsmorgni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég tek stundum sem dæmi að þó að við höfum spilað átta sinnum í París hef ég aldrei farið í Eiffelturninn. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.