Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 28
Bransabiblíurnar The Hollywood Reporter og Variety, fréttatíma­ritið Time og aðrir fjölmiðlar sem láta sig skemmtanabransann vestan hafs og frægðarfólkið sem þar lifir og hrærist varða eru ekkert að bíða eftir að Óskarsverðlauna­ akademían tilkynni hverja hún telji hafa skarað fram úr í kvikmynda­ leik árið 2019. Alls konar listar, ekki síst sígildir Topp 10, eru komnir í umferð og þar er sama fólkið áberandi frekt til fjörsins sem vissulega gefur ákveðn­ ar vísbendingar um hvernig Óskars­ tilnefningunum verður útdeilt. - þþ Uppvakningar og ellismellir bregða á leik Eddie Murphy, Antonio Banderas, Renée Zellweger og Jennifer Lopez eru áberandi á listum yfir bestu kvikmyndaleikara síðasta árs og þótt tilþrif þeirra hafi komið mis- mikið á óvart blandast þau ferska blóðinu í Hollywood vel þegar þau minna á að lengi er von á einum. Meira að segja Joe Pesci. Antonio Banderas Pain & Glory Samstarf leikstjórans Pedro Almodóvar og leikarans Antonio Band­ eras hófst 1982 þegar Banderas fékk ungur hlutverk hjá Almodóvar í myndinni Labyrinth of Passion. Saman öðluðust þeir síðan heimsfrægð með myndum á borð við Konur á barmi taugaáfalls frá 1988 og Bittu mig, elskaðu mig frá 1989. Samband þeirra minnir um margt á farsælt samstarf Martins Scorsese og Roberts De Niro og því sérlega viðeigandi að sama ár og þeir tveir kyrja sinn mafíósasvanasöng skuli Banderas fara á kostum undir stjórn Almodovars í Pain & Glory þar sem hann leikur einhvers konar sýn leik­ stjórans á sjálfan sig. Banderas er oftar en ekki í efsta sæti fyrrnefndra lista fyrir túlkun sína á farsælum leikstjóra sem á efri árum lítur um öxl yfir feril varðaðan sigrum og sorgum. Adam Driver og Scarlett Johansson Marriage Story Marriage Story hefur undanfarið, rétt eins og The Irish man, skipt áskrifendum Netflix í tvær fylkingar sem ýmist engjast úr leiðindum eða halda vart vatni af hrifningu yfir skilnaðardrama ársins 2019. Lítið er hins vegar deilt um að Adam Driver og Scar­ lett Johansson sýni stórleik sem hjónin sem þrátt fyrir ástina geta ekki haldið sambúðina út. Leikar­ arnir dúkka ýmist upp saman eða sitt í hvoru lagi á topplistunum og í því uppgjöri hallar þó frekar á Johansson. Jennifer Lopez Hustlers Áhugi slúðurpressunnar á Jennifer Lopez og áhersl­ urnar í umfjölluninni hafa ítrekað orðið til þess að það vill gleymast að þegar hún nennir er söngkonan frábær leikkona. Nægir í því sambandi að minna á frá­ bæra frammistöðu hennar í U Turn og Out of Sight. Hún sneri síðan í fyrra aftur í toppformi í Hustlers þar sem hún fer á kostum í hlutverki súludansmeyjar sem sér sér leik á borði og féflettir ríka bissnisskalla með kvenlegum þokka og klækjum. Eddie Murphy Dolemite is My Name Eddie Murphy hefur risið upp jafn oft og hann hefur verið afskrifaður og fer með himinskautum í þessari sannsögulegu Netflix­mynd um Rudy Ray Moore sem hætti ekki fyrr en honum tókst að slá í gegn. Og þá í gervi uppistandsgrínarans og frumrapparans Dolemite. Óneitanlega ákveðið og sannfærandi afturhvarf til upprunans hjá Murphy sem átti sína uppistandsgullöld á öndverðum níunda áratugnum. Joe Pesci The Irishman Aldursforsetinn á leikaralistum ársins 2019 kemur þar víða og verðskuldað við. Joe Pesci var hættur að leika en í krafti gamallar vináttu og glæsilegs samstarfs í gegnum árin tókst Martin Scorsese að fá hann með í The Irishman. Snjallt hjá Scorsese og gott hjá Pesci að láta til leiðast þar sem hann sýnir yfirvegaðan og óvenju hófstilltan stórleik og skyggir fyrirhafnarlítið á stóru spámennina Al Pacino og Robert De Niro sem eru þó báðir í toppformi. Joaquin Phoenix Joker Joker er ein umdeildasta mynd síðasta árs og engin sátt um raunveruleg gæði hennar í sjónmáli. Joa­ quin Phoenix þykir þó hvað sem öllum þrætum um boðskap og dýpri merkingu myndarinnar líður alveg frábær í hlutverki þessarar sérstæðu útgáfu af erki­ fjanda Leðurblökumannsins. Brad Pitt Once Upon a Time in Hollywood Enn eitt meistarastykkið frá Quentin Tarantino er fullskipað stórstjörnum og frábærum leikurum en Brad Pitt virðist þó hafa mesta vigt og hefur í krafti þess að hann er Brad Pitt tekist að skyggja á Leon­ ardo DiCaprio og aðra meðleikara. Það er helst spútn­ ikið Margot Robbie sem nær að láta að sér kveða í risastóru aukahlutverki sem vomir yfir myndinni frá upphafi til enda. Topp 10 hjá Time n Antonio Banderas Pain & Glory n Jennifer Lopez Hustlers n Adam Driver Marriage Story n Taylor Russell Waves n Matthias Schoenaerts The Mustang n Renée Zellweger Judy n Joe Pesci The Irishman n Margot Robbie Once Upon a Time in Hollywood n Eddie Murphy Dolemite Is My Name n Kristen Stewart Seberg 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.