Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 29
ÚTSALAÁRSINSBYRJUM NÝJA ÁRIÐ MEÐ LÁTUM OG BJÓÐUM ÓTRÚLEG TILBOÐ Á TÖLVUM OG TÖLVUVÖRUM ÚT ALLAN JANÚAR 75% AFSLÁTT UR Af yfir 1 000 vörum ALLT AÐ 50% AFSLÁTT UR Af tölvu skjám ALLT AÐ50.000AFSLÁTTURAF FARTÖLVUM ALLT AÐ 3. janúar • Tilboð gilda út janúar 2020 eða m eðan birgðir endast. B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl Föstudagur 10:00 - 18:00 Laugardagur 10:00 - 18:00 OPNUNARTÍMAR Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Þrátt fyrir grafalvarlegar og mikilvægar deilur um hvort áramótin haf i einnig markað upphaf nýs áratugar eða ekki er búið að skila áratugarreikningi yfir úldn- ustu ávextina sem ræktaðir voru í Hollywood á milli ártalanna 2010- 2020. Bíódómasafnhaugurinn Rot- tentomatoes.com þykir hentugur til þess arna enda skilur prósentu- reikningurinn þar skýrt á milli feigs og ófeigs, skilur sauði frá höfrum og það dragúldna frá því brakandi ferska. Þeir sem sjá mestum ofsjónum yfir vinsældum ofurhetjumynda geta í uppgjöri síðustu ára fundið huggun þeim harmi gegn í fokdýr- um floppum sem byggðu á mynda- söguhetjum bæði úr ranni Marvel og DC Comics. – þþ Green Lantern (2011) Leikarinn Ryan Reynolds hefur verið fengsæll í hlutverki Marvel- andhetjunnar Deadpool en tókst ekki að flá feitan gölt með hinum kynngimagnaða hring Grænu luktarinnar. Rotten Tomatoes: 26% Mínus: 200 milljónir dollara Plús: 220 milljónir dollara John Carter (2012) The Avengers og Star Wars hafa fyllt nokkra gulleggjabakka fyrir Disney í náinni fortíð en þungir skellir eru baunateljurunum á þeim bænum einnig enn í fersku minni. Rotten Tomatoes: 52% Mínus: 250 milljónir dollara Plús: 284 milljónir dollara The Lone Ranger (2013) Jafnvel gullkálfurinn Johnny Depp brást Disney þegar reynt var að græða á miðasöluþokka hans sem sjóræningja með því að dubba hann upp sem indíánann Tonto í fáránlegum vestra um The Lone Ranger. Rotten Tomatoes: 31% Mínus: 215 milljónir dollara Plús: 260 milljónir dollara Sin City: A Dame to Kill For (2014) Allt sem Robert Rodriguez gerði rétt í lifandi hasarblaðinu Sin City 2005 gerði hann kolrangt í fram- haldsmyndinni. Gagnrýnendur Hátt fall úr morknum lággróðri Depp með fugl á hausnum klikkaði. voru fúlir og áhorfendur fóru margir eitthvert annað. Rotten Tomatoes: 43% Mínus: 65 milljónir dollara Plús: 39 milliónir dollara Fantastic Four (2015) Rotten Tomatoes: 9% Mínus: 65 milljónir dollara Plús: 39 milljónir dollara The Girl in the Spider's Web (2018) Rotten Tomatoes: 40% Mortal Engines (2018) Rotten Tomatoes: 27% Hellboy (2019) Rotten Tomatoes: 17% Dark Phoenix (2019) Rotten Tomatoes: 23% Grænt fer Ryan Reynolds ekki vel. Hellboy án Ron Perlman? Ekki séns.Raðlúserararnir klikkuðu aftur. L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25F Ö S T U D A G U R 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.