Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann
Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
TILRAUNAMENNSKAN
ER MJÖG DRÍFANDI
INNAN DANSFLOKKSINS, FÓLK
ER GJARNARA Á AÐ LEYFA SÉR
AÐ LEIKA SÉR MEÐ EFNIÐ.
ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA BARA
TUNGUMÁL LÍKAMANS.
ÉG ER MIKILL AÐ
DÁANDI ÍSLENSKA
DANSFLOKKSINS OG HEF LENGI
VERIÐ. ÞETTA ER ÞVÍ ALGJÖR
DRAUMASTAÐA, AÐ FÁ AÐ
KOMA SVONA INN Í EITTHVAÐ
SEM MAÐUR HEFUR LÍKA
BRENNANDI ÁHUGA FYRIR.
STJÓRNANDI & KYNNIR:
Sigurður Flosason
GESTASÖNGVARAR:
KK
Stína Ágústsdóttir
Björgvin Franz Gíslason
NÝÁRSTÓNLEIKAR
Í ELDBORG
5. JANÚAR KL. 20.00
Einar Hraf n Stefáns-son er líklega f lestum kunnur sem meðlimur hljómsveitanna Vök og Hatara. Þegar hann byrjaði ungur í tón-
listinni kviknaði hjá honum áhugi
á markaðssetningu lista, enda þarf
ungt tónlistarfólk að hafa sig allt
við til að koma sjálfu sér á framfæri.
Svo fór að Einar settist á skólabekk í
Háskóla Íslands og lærði viðskipta-
fræði. Hann hefur nú tekið við
stöðu markaðsstjóra Íslenska dans-
flokksins, en hann segir starfið full-
kominn kokteil af tveimur helstu
áhugamálum hans.
Brennandi áhugi
„Ég sá stöðuna auglýsta og fannst
hún algjörlega tvinna saman mín
helstu áhugamál, list og markaðs-
setningu lista. Ég er mikill aðdáandi
Íslenska dansflokksins og hef lengi
verið. Þetta er því algjör drauma-
staða, að fá að koma svona inn í eitt-
hvað sem maður hefur líka brenn-
andi áhuga fyrir,“ segir hann.
Einar byrjaði að gera tónlist
þrettán ára gamall.
„Þá fann ég einhverja ástríðu fyrir
því að koma hlutunum á framfæri
og gera það vel. Það verður svo til
þess að ég fer í viðskiptafræði í
Háskóla Íslands, en ég útskrifaðist
þaðan 2015. Það er gaman að geta
nýtt eitthvað svona, sem er í grunn-
inn frekar tölfræðilegt, og blandað
því við listina. Látið þetta vinna
saman, það verður svo ótrúlega
skemmtilegt „fusion“,“ segir Einar.
Nú þegar uppselt
Bækistöðvar Íslenska dansflokksins
eru í Borgarleikhúsinu.
„Í grunninn eru átta dansarar
í f lokknum en stundum fengnir
fleiri í verkefni. Fyrsta sýning ársins
er verkið Rythm of Poison, en það
verður frumsýnt 28. febrúar. Verkið
er eftir hina finnsku Elinu Pirinen,
en hún er nýkomin til landsins til
að æfa verkið. Það er nú þegar orðið
uppselt á frumsýningu þess. Það
verk er algjör tjáningarveisla. Í apríl
verður svo frumsýnt verkið AIŌN
í Eldborg í Hörpu. Það er eftir Ernu
Ómarsdóttur, listrænan stjórnanda
dansflokksins, og tónskáldið Önnu
Þorvaldsdóttur. Verkið er f lutt í
samstarfi við Sinfóníuhljómsveit
Íslands,“ segir Einar.
Kærasta Einars, Sólbjört Sig-
urðardóttir, er dansari og dansaði
meðal annars með Hatara í Euro-
vision. Einar hefur því ágætis inn-
sýn í líf og list dansara.
„Hún hefur verið dugleg að draga
mig á danssýningar. Ég hef fengið
að kynnast dansi í öðru ljósi en ég
hefði gert með því að upplifa hann
með henni. Svo hef ég líka lært á
samvinnu með dönsurum í gegnum
tíðina, eins og með Hatara. Tveir
núverandi dansarar í f lokknum
hafa dansað með Höturum svo
maður hefur lært af því.“
Vantar danshús
Einar segir að Íslenski dansflokkur-
inn sé í raun form af frumkvöðuls-
starfi.
„Þá innan sviðslistageirans. Það
er mun sjaldgæfara að taka eldri
verk, þetta er meiri nýsköpun en
annars staðar í sviðslistum. Til-
raunamennskan er mjög drífandi
innan dansflokksins, fólk er gjarn-
ara á að leyfa sér að leika sér með
efnið. Þetta er náttúrulega bara
tungumál líkamans,“ segir Einar.
Þó að næstu mál á dagskrá séu
vorsýningarnar brennur alltaf eitt
málefni heitar en önnur í hjörtum
íslenskra dansara og þeirra sem að
Íslenska dansflokknum koma.
„Já, það vantar danshús. Það er
bráð þörf á almennilegu húsi fyrir
danslistir á Íslandi.“
Miða á sýningar flokksins er hægt
að nálgast á id.is.
steingerdur@frettabladid.is
Alltaf haft áhuga á
markaðssetningu lista
Einar Hrafn úr hljómsveitunum Vök og Hatara tók við starfi mark-
aðsstjóra Íslenska dansflokksins um áramótin. Hann segir stöðuna
sameina sín helstu áhugamál, listir og markaðssetningu lista.
Einar fékk fékk áhuga á markaðssetningu lista þegar hann byrjaði í tónlist sem unglingur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð