Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 4
1 Ísland á lista yfir verstu löndin til að heimsækja 2020 Breska blaðið The Independent ráðleggur lesendum að sleppa Íslandsheimsóknum á árinu. 2 Hafnar því að hafa rofið þagnarskyldu í máli Krist- jáns Réttargæslumaður í máli Kristjáns Gunnars Valdimars- sonar hafnar því að hafa brotið gegn starfsskyldum sínum. 3 Spyrja hvort útgerðarmenn séu kjánar Sjómannafélag Ís- lands og Vélstjórafélag Grindavík- ur vilja rannsókn á mismunandi makrílverði hér og í Noregi. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfu húseigenda í Grandagarði um að fella úr gildi leyfi fyrir neyðar- skýli í Grandagarði 1a. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík gaf út í apríl á nýliðnu ári leyfi til að innrétta Grandagarð 1a sem neyðar- skýli fyrir skjólstæðinga velferðar- sviðs borgarinnar. Eigendur Granda- garðs 1b, 3, 5, 7, 9, 11 og 13 kærðu í maí þá ákvörðun sem fól í sér leyfi til að innrétta neyðarskýli fyrir heim- ilislausa vímuefnaneytendur. Í umfjöllun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindmála segir að kærendurnir hafni því að land- notkunin „samfélagsþjónusta“ sé almennt heimil á miðsvæðum og þjónustusvæðum. „Jafnvel þótt um væri að ræða samfélagsþjónustu sé óumdeilanlegt að þjónustan felist meðal annars í því að bjóða þjónustuþegum gistiaðstöðu sem sé óheimil á svæðinu samkvæmt skipulagsskilmálum.“ Kærendurnir vísa til dóms Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 30. maí 2018 um hvort nota mætti húsnæði í Bíldshöfða 18 sem gistiskýli fyrir hælisleitendur. Héraðsdómur hafi talið að starfræksla gistiskýlis væri í „andstöðu við þau sjónarmið um starfsemi á svæðinu sem mælt er fyrir um í aðalskipulagi og deili- skipulagi“, er vitnað til röksemda kærendanna. „Sömu sjónarmið eigi við fullum fetum í máli þessu enda séu málsatvik sambærileg að öllu leyti.“ Þá telji kærendurnir að gistiskýli samræmist ekki starfsemi í sömu byggingu að Grandagarði 1. Þar sé björgunarsveitin Ársæll og þar fari fram ein stærsta f lugeldasala landsins. „Augljóst sé að slíkur rekstur fari ekki saman við rekstur gistiskýlis í samliggjandi húsnæði,“ er vitnað til kærendanna sem vísa aftur til dómsins vegna gistiskýlis að Bíldshöfða 18 þar sem sambæri- legar aðstæður hafi verið. Fasteignaeigendurnir segi enn fremur að „ekki hafi verið rann- sakað hvaða óæskilegu áhrif fyrir- huguð starfsemi muni koma til með að hafa á rekstraraðila og eigendur fasteigna á svæðinu, meðal annars vegna fyrirsjáanlegra truf lana og verðrýrnunar sem hljótast muni af starfseminni.“ Í málsrökum borgarinnar segir að á umræddu svæði sé heimilt að vera með leyfi fyrir þjónustustarfsemi og sé neyðarskýlið skilgreint sem slík, það er sem samfélagsþjónusta. Ekki sé um að ræða gistiþjónustu heldur úrræði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til aðstoðar skjólstæðingum þeirra. Umsóknin hafi ítrekað farið til umsagnar for- varnardeildar slökkviliðsins. Úrskurðarnefndin segir að á svæðinu sé gert ráð fyrir hafnsæk- inni starfsemi og starfsemi sem almennt falli undir skilgreiningu athafnasvæða. Fjölbreyttari land- notkun sé þó heimil við Fiskislóð og Grandagarð. Samfélagsþjónusta sé skilgreind í ákvæði skipulagsreglu- gerðar og falli neyðarskýli fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur undir það. Einnig segir úrskurðarnefndin að forvarnardeild slökkviliðsins hafi samþykkt gistiskýlið. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við starf- semina þó að flugeldasala færi fram í húsinu. gar@frettabladid.is Kröfu um að ógilda leyfi fyrir neyðarskýli á Granda hafnað Ekki var orðið við kröfu eigenda Grandagarðs 1b til 13 um að fella úr gildi leyfi byggingarfulltúa vegna neyðarskýlis fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur í Grandagarði 1a. Eigendur fasteignanna kveðast óttast að truflanir verði á starfsemi og verðrýrnun vegna neyðarskýlisins sem opnað var 13. nóvember. Björgunarsveitin Ársæll er næst neyðarskýlinu sem er í Grandagarði 1a þar sem rauði bílinn er. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VELDU GÆÐI! PREN TU N .IS ................................................ mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS 3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM LÖGREGLUMÁL Saga Ýrr Jónsdóttir og Leifur Runólfsson, réttargæslu- menn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, hafna því að hafa brotið í bága við starfs- skyldur sínar með ummælum sínum um málið í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem Saga Ýrr sendi fjölmiðlum í gær segist hún standa við gagnrýni sína á vinnubrögð lögreglunnar í málinu. Hún segir að með ummælum sínum þar að lútandi hafi hún hvorki brotið þagnarskyldu né starfsskyldur sínar að öðru leyti. Þagnarskylda hvílir bæði á rétt- argæslumönnum og verjendum máls um það sem fer milli þeirra og skjólstæðinga þeirra og annað sem leynt á að fara og ekki er á almanna- vitorði. Þegar Saga og Leifur veittu umrædd viðtöl var sakborningur- inn í málinu í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og því ljóst að rannsókn málsins var, að mati lögreglu, á viðkvæmu stigi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið að komið hefði til álita að krefjast þess að réttargæslumennirnir yrðu leystir frá störfum vegna ummæla sinna um málið eins og heimildir blaðsins herma. Yfirlýsing Sögu Ýrar var birt í heild sinni á frettabladid.is í gær. – aá Hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Saga Ýrr Jónsdóttir stendur við gagnrýni sína á vinnubrögð lögreglu. Neyðarskýlið var opnað 13. nóvember og rúmar 15 manns. STJÓRNMÁL Sjálfstæðisf lokkur- inn mælist langstærstur f lokka á Alþingi í nýjum Þjóðarpúlsi Gal- lup. Flokkurinn er nú með 22,7 pró- senta fylgi sem er einu prósentustigi meira en fyrir mánuði. Samfylkingin er næststærst með 13,9 prósent og tapar tæpum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Stöð 2 og birtist á gaml- ársdag var Samfylkingin hins vegar stærsti f lokkurinn með 19 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn kom næstur með 17,6 prósent. Miðf lokkurinn mælist nú með 12,7 prósent hjá Gallup sem er örlitlu minna en síðast og Viðreisn með 12 prósent sem er aukning upp á rúmt prósentustig. Píratar bæta sömuleiðis við sig einu prósentu- stigi og mælast nú með 11,3 prósent. Vinstri græn tapa hins vegar tæpum þremur prósentustigum milli kannana og eru nú með 10,7 prósent. Framsóknarf lokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi og er með 8,6 prósent og Flokkur fólksins mælist með 4,3 prósent en var með 3,9 prósent síðast. – sar Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur hjá Gallup Vinstri græn og Samfylkingin tapa fylgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 22,7 prósent en Samfylkingin 13,9 prósent. Guðrún Ögmundsdóttir lést á gamlársdag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Samherjar og sam- starfsmenn Guðrúnar Ögmunds- dóttur hafa síðustu daga minnst hennar á samfélagsmiðlum. Guðrún sem sat á Alþingi fyrir Samfylking- una og í borgarstjórn fyrir R-listann lést á gamlársdag eftir baráttu við krabbamein. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir Guðrúnu hafa verið einn þeirra stjórnmálamanna sem njóta virðingar þvert á f lokka og hafa átt vini í ólíkum kimum samfélagsins. Þá minnist Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hennar sem baráttu- konu sem rutt hafi brautina á ótal sviðum og skilið eftir sig djúp spor í samfélaginu. Guðrún hlaut meðal annars ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní í fyrra fyrir framlag sitt í þágu mannúðar og baráttu hinsegin fólks. – sar Margir minnast Guðrúnar 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.